Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Nú skulum við sameinast í bæn til almættisins um að Ólafur verði ekki frá oss tekinn.
VEÐUR
Skoðanakönnun sú sem Frétta-blaðið birti í gær, um fylgi
stjórnmálaflokkanna á landsvísu,
ætti að vera forystumönnum Sjálf-
stæðisflokksins mikið áhyggjuefni.
Samkvæmt þessari skoðanakönn-
un er Samfylkingin á góðri leið með
að ná Sjálfstæðisflokknum í fylgi á
landsvísu.
Hvað veld-ur?
Það eraugljóst.
Sú ákvörðun forystumanna Sjálf-stæðisflokksins að leiða Sam-
fylkinguna inn í ríkisstjórn er nú að
sækja þá heim með afdrifaríkum
hætti.
Það blasir við að aðild Samfylk-ingar að ríkisstjórn eflir flokk-
inn, eins og við mátti búast. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur með þessu
stjórnarsamstarfi skapað helzta
keppinaut sínum í íslenzkum stjórn-
málum mjög sterka vígstöðu og
sóknarfæri.
Vafalaust valda svo ákveðnirþættir í myndun nýs meirihluta
í borgarstjórn Reykjavíkur Sjálf-
stæðisflokknum erfiðleikum og
draga úr fylgi við hann í þessari
könnun.
Hvernig ætla forystumenn Sjálf-stæðisflokksins að bregðast
við?
Ætla þeir að láta sem ekkert séog bíða eftir því að í næstu
könnun komist Samfylkingin yfir
Sjálfstæðisflokkinn í fylgi?
Hvað segir helzti talsmaður sam-starfs við Samfylkinguna, Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir, vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins, um
þessa stöðu?
STAKSTEINAR
Hvað segir Þorgerður Katrín nú?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!!
!!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
$%
!!
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? &# & & &#"
&"
&#
&#
#&#
"& &
&
"& & &
*$BC '''
! " " #
*!
$$B *!
() *'
')'
%
+%
<2
<! <2
<! <2
(* $',
!
-'.$%/
8-D
B
"2
$ %
&#
' $ (
#
*
) *#
%
'+
/
,
" -& *
! .
0 $$ ''%11
$%''2
%
%',
!
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ómar R. Valdimarsson | 31. janúar
Þráinn Bertelsson
og amfetamínið
Af hverju ætli Þráinn
Bertelsson hafi kosið
að birta nákvæma upp-
skrift af amfetamíni í
nýjustu bókinni sinni,
Englar dauðans? Ætli
það hafi verið til þess að kvakandi
blogghænur eins og ég myndu skrifa
um það? ... Annars veit ég ekki nógu
mikið um amfetamínframleiðslu -
reyndar ekki neitt... Annars var bókin
helvíti fín. Las hana um jólin og hafði
gaman af.
Meira: omarr.blog.is
Hallur Magnússon | 30. janúar 2008
Algjör Sirkus!
Húsafriðunarmál á
Laugavegi og nágrenni
er að breytast í algjöran
sirkus - þökk sé nýja
borgarstjóranum. ...
Það er alveg ljóst að all-
ir þeir sem eiga gömul hús á sam-
þykktum byggingarlóðum á Laugavegi
og nágrenni munu nú koma í röðum
ásamt húsfriðunarfólki og þrýsta á
um að Reykjavíkurborg kaupi húsin á
svipuðum kjörum og borgarstjórinn
keypti á Laugaveginum í síðustu viku
– algerlega að óþörfu.
Meira: hallurmagg.blog.is
Egill Bjarnason | 31. janúar 2008
Hermennskan
er ekkert grín
Eftir þessa skemmti-
legu sýningu, sem var
um leið frekar bjánaleg
eins og svo margt sem
viðkemur hermennsku,
stukkum við Sara upp í
rútu á leið til Lahore. Þegar við stig-
um inn var Söru umsvifalaust bent á
annan inngang fyrir kvenkyns far-
þega, aðskilin okkur körlunum með
vegg.
Já, ég er sko greinilega kominn í
annan menningarheim.
Meira: austurlandaegill.blog.is
Dofri Hermannsson | 31. janúar 2008
Samfylking,
Sjálfstæðisflokkur
og borgin
Hún er ánægjuleg fyrir
Samfylkinguna könn-
unin í Fréttablaðinu í
dag en fylgi hennar á
landsvísu er nú 34,8%
og hefur aukist um 5%
frá því í lok september.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokk-
uð, er 36,7% og hefur minnkað um
3,5% á landsvísu frá því í lok septem-
ber. Samkvæmt könnuninni er ekki
marktækur munur á fylgi þessara
flokka. 68,5% styðja ríkisstjórnina.
Það er athyglisvert sem fram kemur
í Fréttablaðinu að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur tapað um 9% á höfuðborg-
arsvæðinu frá því í síðustu könnun í
lok september. Var 40,4% en er hrun-
ið niður í 31.9%. Þetta hljóta að vera
mikil vonbrigði fyrir þá af borgarfulltrú-
um Sjálfstæðisflokksins sem stóðu
að valdatökunni í Reykjavík nú í jan-
úar.
Í þessu felast skýr skilaboð. Kjós-
endur Sjálfstæðisflokksins eru miður
sín yfir framgöngu flokksins við hina
nýafstöðnu valdatöku. Lái þeim hver
sem vill. Ólíkt borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins skeyta kjósendur
hans um skömm og heiður og er ekki
sama hvaða meðulum er beitt til að
komast til valda. Taka jafnvel sæmd
fram yfir völd ef bara annað er í boði.
Þá er ekki ólíklegt að þeim þyki
verðmiðinn hár fyrir lítt eftirsóknar-
verða pólitíska endurlífgun Vilhjálms
Þ Vilhjálmssonar og raunalegt að 6
menningarnir svokölluðu skyldu ekki
nýta afganginn af kjörtímabilinu til að
klára leiðtogabaráttu sína, byggja aft-
ur upp traust á sér sem samstilltum
hóp og kasta rekunum yfir gamaldags
spillingarpólitík.
Af þessu verður greinilega ekki, 6
menningarnir sem nú munu aðeins
vera 5, fengu að vita af byltingu Bald-
urs og Konna með rétt nógum fyrir-
vara til að komast í sparifötin og
skutlast upp á Kjarvalsstaði. Þar hafa
þau fyrst fengið að vita að 10% mað-
urinn (6.527 atkvæði) yrði borgar-
stjóri, að baráttumálum þeirra hefði
verið ýtt út í horn og svo korteri fyrir út-
sendingu að 10% maðurinn hefði ekki
stuðning 1. og 2. varamanns síns.
Þetta má lesa úr viðtölum við for-
sprakka valdatökunnar en ekki síður
úr jarðarfararsvip 5 menninganna.
Meira: dofri.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
HAFÍSINN, landsins forni fjandi,
verður líklega aðeins í námunda við
landið í eina til tvær vikur á árinu, að-
allega við Vestfirði norðan Djúps og
Strandir og að öllum líkindum ekki
lengur en í einn mánuð. Fyrst og
fremst er um að ræða vormánuðina
og miðað við tólf mílna fjarlægð, er
ísinn er gjarnan sjáanlegur frá landi.
Þetta segir Páll Bergþórsson veð-
urfræðingur, sem lengi hefur rýnt í
gögn við gerð hafísspáa.
„Þessi spá byggist á lofthitanum
mánuðina frá ágúst 2007 til janúar
2008 við Jan Mayen, því að hausthiti
þarna endurspeglar mjög vel sjávar-
hitann þarna við eyjuna, eða er
kannski afleiðing af honum öllu held-
ur. Að jafnaði streymir sjór þaðan á
hálfu ári til Norðurlands, frá Jan
Mayen,“ segir Páll, sem vitnar til
sögunnar.
„Í þetta skiptið er dálítið kaldara
við Jan Mayen en verið hefur síðan
fyrir síðustu aldamót, en þó álíka
hlýtt og var á hlýskeiðinu 1930 til
1960. Þá var yfirleitt mjög lítill ís.“
Spárnar hafa ræst vel
Aðspurður um hvernig spárnar
hafi ræst undanfarin ár segir Páll
reynsluna af þeim mjög góða.
„Þær hafa yfirleitt reynst mjög
vel. Ef maður reiknar eftir þessari
reglu sem ég nota, um sambandið á
milli hitans og íssins, alveg frá 1920,
þegar byrjað var að mæla hitann við
Jan Mayen, þá er það þrisvar sinnum
sem spáin hefur gefið meira en þrjá
mánuði af ís og í öll skiptin var það og
aldrei annars. Þetta voru árin 1965,
1968 og 1969. Það segir töluvert mik-
ið um að það sé nokkuð að marka
þetta.“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Getur hindrað Hafís lokar siglingaleiðinni fyrir Horn á norðanverðum
Vestfjörðum fyrir nokkrum árum. Ekki er spáð viðlíka hafís í ár.
Spáir litlum hafís í ár