Morgunblaðið - 01.02.2008, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VEÐRIÐ það sem af er vetri hef-
ur óneitanlega reynst blaðburð-
arfólki nokkuð strembið, en öflug
liðsheild lætur það ekki á sig fá til
lengri tíma litið. Tveir blaðberar
Árvakurs, þau Örn Andrésson og
Eyrún Björnsdóttir, sköruðu fram
úr í blaðberakapphlaupi í nóv-
ember og desember og hljóta þau
ferðaúttekt hjá Heimsferðum í
viðurkenningarskyni.
Að sögn Eyrúnar, sem borið
hefur út Morgunblaðið í Hraunbæ
undanfarin 3 ár, hefst vaktin kl. 6
á morgnana og tekst henni vana-
lega að klára hverfið sitt kl. 6.45.
„Síðan mæti ég til vinnu kl. 8,“
segir hún. „Maður lætur sig hafa
það að fara út í hvaða veðri sem
er,“ bætir hún við kímin. Daglega
ber hún út 250 blöð, að Morg-
unblaðinu og 24 stundum með-
töldum. „Þetta er góð morg-
unhressing. Stundum hefur færðin
verið það slæm að ég hef þurft að
taka manninn minn með mér til að
geta klárað blaðburðinn fyrir kl.
sjö. En það hefst á endanum.“
Hressandi að vakna snemma
Örn Andrésson, blaðberi nóv-
embermánaðar, hefur borið út síð-
an í ágúst 2007 og kann starfinu
vel en hann ber einnig út póst í
hlutastarfi eftir hádegið. „Ég kann
ágætlega við blaðburðinn og það
er hressandi að vakna snemma á
morgnana,“ segir hann. Örn hefur
þann vana á að vakna kl. 5 á
morgnana og er búinn með blað-
burðinn fyrir kl. sjö. Ég er með
um 100 blöð og ber út í þremur
götum. Í vetur hefur stundum
reynst strembið að bera út vegna
veðurs, en hins vegar hefur maður
stundum sloppið á undan veðrinu
þegar maður er snemma á ferð-
inni.“
Láta ekki í minni pokann fyrir stormviðri
Vinningshafi Eyrún Björnsdóttir, blaðberi desembermánaðar, ásamt
Maríu L. Viðarsdóttur frá dreifingardeild Árvakurs.
Árvakur/Sigríður Óskarsdóttir
Vinningshafi Örn Andrésson, blaðberi nóvembermánaðar, ásamt Þorkatli
Gunnari Sigurbjörnssyni frá dreifingardeild Árvakurs.
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
ÁSTANDIÐ breytist ekki sjálf-
krafa heldur þarf þrýsting utan
frá. Þolinmæðin gagnvart hlut-
skipti kvenna í fyrirtækjum er á
þrotum,“ sagði Björgvin G. Sig-
urðsson,viðskiptaráðherra á fundi
sem Félag kvenna í atvinnurekstri
(FKA) og LeiðtogaAuður boðuðu
til í gær.
Björgvin sagði lagalegar að-
gerðir til að rétta hlutfall kynja í
stjórnum fyrirtækja ekki útilok-
aðar ef ekkert breyttist næstu tvö
árin. Lögbundin krafa um minnst
40% af hvoru kyni væri möguleiki,
eins og gert hefði verið í Noregi.
Þó mætti byrja á mildari aðgerð-
um, eins og að lögfesta upplýs-
ingaskyldu um nöfn, stöðuheiti og
ábyrgðarsvið stjórnarmeðlima og
æðstu stjórnenda fyrirtækja.
„Æskilegast er auðvitað að fyr-
irtækin sýni frumkvæði og jafni
hlutföllin sjálf, en afskipti löggjaf-
ans á alls ekki að útiloka ef annað
virkar ekki.“
Óbreytt ástand ekki liðið
Ráðherra sagði að áður en grip-
ið yrði til róttækra aðgerða myndi
ráðuneytið beita sér fyrir þrýst-
ingi á málin með virkari umræðu.
Þannig mætti t.d. verðlauna fyr-
irtæki sem stæðu sig vel með því
að draga þau fram í sviðsljósið og
auglýsa árangur þeirra. Forsvars-
menn fyrirtækja þyrftu að gera
sér grein fyrir því að óbreytt
ástand yrði ekki liðið, gagnger
breyting á næstu tveimur árum
væri það eina sem væri viðunandi.
Fjölmennt var á fundinum en
þar var þó aðeins einn karlmaður
utan ráðherra. Fram kom ýmis
fróðleikur um stöðu kvenna í fyr-
irtækjum í dag, sem og fjöl-
breyttar skoðanir um hvað skyldi
taka til bragðs.
„Við höfum nú þegar öðlast ald-
ur og reynslu og eigum ekki að
þurfa að bíða lengur eftir því að
kynjahlutföllin jafnist af sjálfu
sér,“ sagði Tanya Zharov, fund-
arstjóri og framkvæmdastjóri lög-
fræðisviðs Auðar Capital. Hún
benti á tækifærin sem fælust í
krafti kvenna. Meirihluti þeirra
sem útskrifast úr háskóla er kon-
ur og nýleg könnun CreditInfo
leiddi í ljós minni vanskil hjá fé-
lögum með konur í stjórn, svo
ekki sé minnst á þau jákvæðu
áhrif sem fjölbreytni hefði á
ímynd fyrirtækja. Þess utan er
augljóst og margsýnt óhagræði í
því að útiloka helming mannauðs-
ins, konur.
Lífeyrissjóðirnir mikilvægir
Tanya beindi sjónum fund-
argesta sérstaklega að ójöfnu
kynjahlutfalli í stjórnum lífeyr-
issjóða þótt það hefði batnað á síð-
ustu árum. Mikilvægi sjóðanna
endurspeglast m.a. í því að þeir
fara með mikið fé almennings.
Áhugi sjóðanna á málefninu væri
nauðsynlegur í ljósi vægis þeirra í
viðskiptalífinu. Þá væru ráðu-
neytin og ýmsar nefndir á vegum
ríkisins ekki til fyrirmyndar.
„Það skiptir máli að ríkið gangi
á undan með góðu fordæmi og
lagi sitt nefndahlutfall, helst með
einu pennastriki,“ sagði Ásdís
Richardsdóttir, framkvæmdastjóri
Íslenska dansflokksins. Einnig var
kallað eftir aðgerðaáætlun af
hálfu stjórnvalda sem ráðherra
svaraði að væri rétt handan við
hornið. Hins vegar voru ekki allir
á eitt sáttir um réttlætingu kynja-
kvóta, eða annarra „þvingana“.
Árvakur/Golli
Gott framtak Fyrirtæki þurfa að gera átak í að jafna kynjahlutföll.
Kynjakvóti skoðaður
ef ekkert breytist
Aðeins tveir karlar á fundi um stöðu kvenna í fyrirtækjum
Í HNOTSKURN
»Á rétt rúmum sólarhringkváðust yfir 100 konur til-
búnar til að setjast í stjórn fyr-
irtækja. Listinn birtist í gær.
»Skortur á hæfum konum erþví ekki vandamálið.
»Konur eru 8% stjórnarmanna100 stærstu fyrirtækja lands-
ins. Aðeins þrjú þeirra hafa
kvenkyns stjórnarformann.
»42% stjórnarmanna í norsk-um hlutafélögum eru konur.
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, hefur unnið úttekt á að-
gengi fatlaðra í fimm helstu bygg-
ingum Háskóla Íslands, þ.e. Odda,
Árnagarði, Lögbergi, Öskju og
Háskólatorgi. Úttektin var gerð í
samstarfi við ungliðahreyfingar
Blindrafélagsins (Ungblind) og
Sjálfsbjargar (Ný-ung).
Í samtali við Morgunblaðið segir
Fjóla Einarsdóttir, fulltrúi í al-
þjóða- og jafnréttisnefnd Vöku, út-
tektina hafa leitt í ljós að blindur
nemandi geti hæglega stundað
nám við Háskólann þar sem flest-
öll kennileiti séu góð og blindra-
merkingar á flestum kennslustof-
um. Úttektin hafi hins vegar leitt í
ljós að þótt hjólastólaaðgengi hafi
reynst ágætt séu ýmis smáatriði
sem þurfi að laga, þannig vanti
víða t.d. rampa upp tröppur, sums
staðar vanti hurðaopnara auk þess
sem aðstæður á Háskólatorgi séu
víða þröngar.
Að sögn Fjólu verður unnin
skýrsla úr rannsóknargögnum út-
tektarinnar, sem afhent verður
rektor Háskóla Íslands nk. mánu-
dag. Skýrslunni munu einnig
fylgja tillögur að úrbótum. Að-
spurð telur Fjóla útfærslu tillagn-
anna ekki fela í sér mikinn kostnað
fyrir skólann, enda sé yfirleitt að-
eins um smáúrbætur að ræða.
„Þetta eru smáatriði fyrir okkur,
en þau breyta öllu fyrir þessa
nemendur,“ segir Fjóla.
Árvakur/Frikki
Aðgengi Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, sem er heyrnarskert og fjölfötluð,
reynir að komast leiðar sinnar í húsakynnum Háskóla Íslands.
Ýmis smáatriði
sem þarf að laga
Vaka hefur unnið úttekt á aðgengi fatl-
aðra að byggingum Háskóla Íslands