Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 17 MIKIÐ hefur dofnað yfir vin- sældum Nicol- asar Sarkozys, forseta Frakk- lands, og hafa þær ekki verið minni en nú síðan hann tók við emb- ætti. Er það eink- um frammistaða hans í efnahagsmálum, sem fólk er óánægt með. Sarkozy var kosinn forseti fyrir átta mánuðum og ekki síst vegna þess, að hann lofaði að láta hendur standa fram úr ermum í efnahags- málunum. Mörgum finnst nú sem hann hafi lítið gert af því og ný könn- un sýnir, að hann hefur nú stuðning 41% kjósenda en 55% eru óánægð með hann. Hefur hann hrapað um átta prósentustig á einum mánuði. Í mars verða sveitarstjórnarkosning- ar og leggja sósíalistar áherslu á, að í þeim muni kjósendur kveða upp sinn dóm yfir forsetatíð Sarkozys til þessa. „Sarkozy í frjálsu falli“ var aðal- fyrirsögnin í dagblaðinu Le Parisien í gær og þar sagði, að „tími von- brigða“ væri runninn upp. Snemma í síðasta mánuði viður- kenndi Sarkozy, að hann gæti lítið gert til að auka almennan kaupmátt enda væru „allir sjóðir ríkisins tóm- ir“. Fyrir kosningar lofaði hann hins vegar að verða forsetinn, sem yki kaupmátt og hagvöxt og drægi úr at- vinnuleysi. Franskir launþegar hafa áhyggjur af afkomunni og því hafa fréttir og myndir af því ljúfa lífi, sem Sarkozy og Carla Bruni, ný vinkona hans, lifa ekki farið sérstaklega vel í franska kjósendur. Sarkozy „í frjálsu falli“ hjá kjósendum Nicolas Sarkozy Brussel. AP. | Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komið með tillögur að einföldun merkinga á matvælaumbúðum. Áhersla er lögð á að hafa skýrari upplýsingar um hlutfall fitu, sykurs og salts í matvælum og er það liður í að sporna við offitu og neyslu rusl- fæðis í sambandslöndunum. Samkvæmt tillögunum verður skylt að sýna sex innihaldsþætti á framhlið umbúða: hitaeiningar, fitu, mettaða fitu, kolvetni, sykur og sölt. Merkingarnar skulu vera svo skýrar að neytendur geti valið holla fæðu vandræðalaust. CIAA (bandalag matvæla- og drykkjarframleiðenda á Evrópska efnahagssvæðinu) hefur mótmælt tillögunum og segir þær ófram- kvæmanlegar og ruglingslegar. Of miklar upplýsingar á framhlið um- búða rugli viðskiptavini, þeir þurfi einfaldar upplýsingar. Stórir mat- vælaframleiðendur vilja hafa val þegar kemur að merkingum og færri skyldumerkingar. Talsmenn framkvæmdastjórnar ESB vísa þessum mótbárum á bug og segja, að með þessu sé verið koma til móts við eitt algengasta umkvörtunarefni neytenda, sem er það, að oft vantar nauðsynlegar upplýsingar um innihald vörunnar. Evrópusambandið ein- faldar vörumerkingar FJÓRIR af hverjum tíu Dönum á aldrinum 18 og 19 ára vita ekki hvað vextir eru. Kemur þetta fram í könn- un, sem gerð var fyrir Danske Bank. Ljóst þykir, að þekkingu ungs fólks á efnahagsmálum er mjög ábótavant en það kom þó fram í könnuninni, að almennt kann unga fólkið fótum sínum forráð í fjár- málum og lifir ekki um efni fram. Í könnuninni voru ungmennin og foreldrar þeirra beðin að skoða þrjú lán og meta hvert þeirra væri hag- stæðast. Með tveimur fylgdu ýmis lánatengd gjöld en ekki því þriðja, sem bar hins vegar nokkru hærri vexti. Ekki þurfti mikla útreikninga til að finna, að síðastnefnda lánið var langhagstæðast á lánstímanum, sem var hálfur mánuður, en samt gat rúmur helmingur fólksins ekki reiknað það út. Vextir, hvað er nú það? RÁÐSTEFNA OG VERÐLAUNAAFHENDING á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 9.00-12.00 RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN! ÍSLENSKI ÞEKKINGARDAGURINN DAGSKRÁ G un na r Si gu rð ss on Þo rv al du r L. S ig ur jó ns so n Fr ed ri k H är en Bi rn a Ei na rs dó tt ir Hver er drifkrafturinn að baki árangri? Hægt er að skoða það á almennu máli og nefna þætti sem eru mikilvægir: Stefna fyrirtækisins er skýr, leiðtogar innan fyrirtækja veita innblástur, fyrirtækjamenningin - teymis- vinna – allir vinna að sama marki, einstaklingsvinna – sterkir einstaklingar standa upp úr og auka árangur fyrirtækisins, kerfi sem stuðla að bættum árangri – hvatakerfi, menntun o.s.frv., sköpunarkraftur, nýbreytni, innblástur og margt fleira. FVH efnir til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingar- innar Íslenska þekkingardagsins, þar sem þemað er „Drifkraftar árangurs.“ Erlendur gestafyrirlesari er Fredrik Härén, fyrirlesari ársins 2007 í Svíþjóð. Einnig flytja Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, erindi á ráðstefnunni. Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til íslensku Þekkingarver›launanna 2008: ÖSSUR, NORÐURÁL OG KAFFITÁR Rá›stefna FVH gefur 4 einingar hjá Endurmenntunarnefnd FLE. Rá›stefnustjóri er Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Glitnis. SKRÁÐU ÞIG STRAX Skráning fer fram á vef FVH, www.fvh.is e›a í síma 551 1317. Ver› 8.450 kr. fyrir félaga FVH og 16.900 kr. fyrir a›ra. Innifali›: Rá›stefnugögn og léttar veitingar. Styrktara›ilar íslenska Þekkingardagsins: DRIFKRAFTAR ÁRANGURS 8.30-9.00 Afhending ráðstefnugagna og léttur morgunverður 9.00-9.10 Ávarp formanns FVH Þröstur Olaf Sigurjónsson 9.10-9.30 IT'S A SMALL WORLD Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group 9.30-9.50 FJÖLBREYTNI: FORSENDA FRAMFARA Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka 9.50-10.10 Hlé 10.10-11.30 IMAGINATION IS MORE IMPORTANT THAN KNOWLEDGE Fredrik Härén, fyrirlesari ársins 2007 í Svíþjóð 11.30-12.00 Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, afhendir Þekkingarverðlaun FVH og kynnir val á viðskipta- fræðingi/hagfræðingi ársins 2007 Léttar veitingar í lok ráðstefnu. Dubai. AFP, AP. | Einn af helstu for- ingjum al-Qaeda í Afganistan, Abu Laith al-Libi, féll í árás í Pakistan nýlega, að því er fram kom í tilkynn- ingu sem birt var í gær á vefsetri sem al-Qaeda hefur notað. Breska ríkisútvarpið, BBC, sagði að vestrænir embættismenn hefðu staðfest að al-Libi hefði fallið. Al-Libi fæddist í Líbýu árið 1941 og var lengi leiðtogi líbýskrar hreyf- ingar sem barðist gegn leiðtoga landsins, Muammar Gaddafi. Al-Libi var talsmaður al-Qaeda í Afganistan og kom fram á nokkrum myndböndum frá hryðjuverkasam- tökunum. Á myndbandi, sem birt var í nóvember, sást hann við hlið Aym- ans al-Zawahri, næstæðsta leiðtoga al-Qaeda. Al-Libi tilkynnti á einu myndbandanna árið 2002 að Osama bin Laden og leiðtogi talibana, múll- ann Ómar, hefðu lifað af innrás bandarískra hersveita í Afganistan. Al-Libi er á lista yfir þá tólf menn sem bandarísk yfirvöld leggja mesta áherslu á að handtaka eða fella. Þau telja líklegt að hann hafi skipulagt sprengjuárás á bandaríska herstöð í Afganistan fyrir tæpu ári þegar Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var þar í heimsókn. Árásin kostaði 23 lífið. Líklegt þykir al-Libi hafi beðið bana í flugskeytaárás á mánudag á landamærasvæði í Pakistan þar sem liðsmenn al-Qaeda hafa leikið laus- um hala. Hermt er að alls hafi tólf menn beðið bana í árásinni. Íbúar á svæðinu segja að mannlaust loftfar, líklega bandarískt, hafi skotið flug- skeytinu. Einn helstu foringja al-Qaeda beið bana Reuters Talsmaður Abu Laith al-Libi kom fram á myndböndum al-Qaeda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.