Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 19
Ljósmyndasafn Reykjavíkurbýður upp á óvenjulegaljósmyndasýningu, þar sem
mörkin milli áhugamanna og at-
vinnufólks eru óljós. Myndirnar
eru valdar af Flickr-vefnum en þar
má skoða ljósmyndir margs fólks
sem sendir inn myndir og margar
nýjar bætast við á hverri mínútu.
Með myndunum fylgja oftast upp-
lýsingar um hvar myndin er tekin
og hvaða tækni er notuð. Þeir sem
skoða geta síðan skrifað álit sitt
eða spurst fyrir um ákveðna
tækni.
Sem dæmi um fjölda mynda mánefna að ef skoðað er út frá
viðfangsefni eru um 425.000
myndir af Íslandi, 95.000 af
Reykjavík og 400 af Álftanesi.
Tæpar tvær miljónir mynda sýna
Tókýó. Á vefnum eru því aug-
ljóslega tugmilljónir mynda, en
Ljósmyndasafnið hefur valið
myndir eftir um hundrað Íslend-
inga og flokkað þær eftir viðfangs-
efni í portrett, umhverfi, daglegt
líf, svarthvítar myndir, tísku og
tónlist.
Eins og við er að búast er á sýn-
ingunni samansafn ólíkra mynda
þar sem sumar eru áhugaverðari
en aðrar. Sjá má áhrif frá straum-
um og stefnum í sögu ljósmynd-
arinnar en einnig fyrirbærum í
samtímanum.
Það má velta því fyrir sér hvaða
áhrif vefur sem þessi og aðrir
álíka, sem og sífellt aðgengilegri
tækni, hafa á ljósmyndina sem fyr-
irbæri í samtímanum. Hér koma
fram auknir möguleikar fyrir bæði
áhugaljósmyndara og atvinnufólk
á að koma ljósmyndum sínum á
framfæri, vera uppgötvað ef svo
má segja. Einnig hlýtur að vera
áhugavert að geta lært nýja tækni
af vefnum, þar sem upplýsingar
um linsugerð, tímalengd o.fl.
fylgja myndunum. Möguleikinn á
að spjalla við aðra um myndirnar,
hvort sem ljósmyndarinn er á
Kópaskeri eða í Kína, er síðan
auðvitað frábær. Einnig má hugsa
sér ýmis áhrif myndabloggs á ljós-
myndun samtímans, til dæmis
aukna áherslu á frásögn í mynd-
um, eða næma tilfinningu fyrir
samtímasýn.
Um leið getur það verið álita-mál hvort framboð á mis-
áhugaverðum ljósmyndum í slíku
magni að ekki er nokkur leið að
skoða það af nokkru viti, sbr. þær
425.000 myndir af Íslandi sem til
eru á vefnum, sé spennandi kost-
ur. Myndablogg verður æ algeng-
ara, þar sem myndirnar eru látnar
tala. Sú þróun gæti haft afleið-
ingar fyrir tjáskiptamáta komandi
kynslóða. Einnig er augljós sú
staðreynd að það er hvorki tækni
né möguleikinn á fjölföldun og
birtingu sem skapar eftirminnileg
listaverk, heldur mannsandinn
sjálfur.
Það fer þó ekki á milli mála að ásýningunni í Ljósmyndasafn-
inu má sjá margar ágætar ljós-
myndir, teknar af hugvitssemi,
með næmri sýn og glöggu auga,
og í heild er hún til vitnis um
áhugaverða þróun sem ekki sér
fyrir endann á. Sýningin í Ljós-
myndasafninu stendur til 17. febr-
úar og Flickr-vefurinn er öllum
opinn.
Samtímasýn
AF LISTUM
Ragna Sigurðardóttir
»… í heild er [sýn-ingin] til vitnis um
áhugaverða þróun sem
ekki sér fyrir endann á.
Bleikir draumar „Eins og við er að búast er á sýningunni samansafn ólíkra
mynda þar sem sumar eru áhugaverðari en aðrar.“ ragnahoh@gmail.com
Í JÓNAS Viðar galleríi sýnir Guð-
rún Pálína Guðmundsdóttir mál-
verkasýningu undir yfirheitinu
„Andlit“. Guðrún hefur undanfarin
ár fengist við portrettmálun. Þó ekki
í hefðbundnum skilningi, þar sem
listakonan gefur sér fullt frelsi til að
breyta ásjónu fyrirmyndarinnar til
að þjóna formi, lit og efni, en hún
gefur efninu svigrúm til að athafna
sig þannig að litir blandast, blautt í
blautt, svo eitthvað óvænt kann að
birtast í andlitunum. Málið snýst þá
um tilfinningalega nálgun þar sem
litur og efniskennd skapar hughrif í
takt við svipbrigði andlitanna (andlit
merkir; útlit/ásjóna andans).
Guðrún nam myndlist í Hollandi á
árunum 1982-1989 og í myndum
hennar kennir ýmissa grasa þaðan.
Þunn og lekandi olían, sem minnir
einna helst á vatnslitamyndir, hefur
verið kennimerki hollenskra málara
á borð við Rene Daniels, Marlene
Dumas og Rob Birza ( Birza notar
reyndar egg-temperu með sama
hætti). Nýtir Guðrún áþekka tækni
og hefur náð sæmilegasta valdi yfir
henni. Jafnframt heldur hún mynd-
fletinum opnum og gegnsæjum sem
er í takti við áðurnefnda málara.
Þetta eru litríkar myndir og bjart-
ar sem dreifast eftir langveggnum
og eru líka dansandi á veggnum.
Virka hvorutveggja sem ein heild-
armynd eða stakar portrettmyndir.
Lekandi andlit
Portrett Myndirnar dreifast og eru líkast til dansandi á veggnum.
MYNDLIST
Jónas Viðar gallerí
Opið föstudaga og laugardaga frá 13–18.
Sýningu lýkur 9. febrúar. Aðgangur
ókeypis.
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
bbbnn
Jón B. K. Ransu
UNDANFARIN ár hafa víða komið
fram áherslubreytingar í hönnun og
þeirri merkingu sem hinn hannaði
hlutur á að fela í sér. Með aukinni
fjöldaframleiðslu ódýrs varnings
sem oft og tíðum er eftiröpun gæða-
hönnunar hefur átt sér stað ákveðin
þróun í hönnun þar sem velt er upp
spurningunni um hlutverk og til-
vísun hönnunarinnar og gildismat
neytenda. Til hafa orðið vörur sem
byggja frekar á hugmyndinni, inn-
taki og sérstöðu en á hagstæðu verði
og magni. Eftirsókn eftir vörunni
byggist á sérstöðu hennar en ekki
því hversu auðvelt er að eignast
hana.
Í Gallery Turpentine stendur nú
yfir mjög athyglisverð hönn-
unarsýning og er þetta í fyrsta sinn
sem hönnun er sýnd þar. Sýningin
er unnin í samvinnu tveggja hönn-
uða, Sigríðar Sigurjónsdóttur, iðn-
hönnuðar og prófessors í vöruhönn-
un við Listaháskóla Íslands, og
Snæfríðar Þorsteins, grafísks hönn-
uðar. Við fyrstu sýn mætti ætla að
hér væri um einskonar innsetningu í
rýmið að ræða en svo er ekki heldur
er markvisst unnið út frá hug-
myndakveikju úr heimi vísindanna.
Sýningin er sölusýning og eru verk-
in búin til í takmörkuðum fjölda og
vísar framleiðslan þannig til þeirra
hræringa í hönnun sem minnst er
hér á að ofan, um endurmat á gildi
hönnunar, og um leið er leikið með
þau óljósu og óræðu mörk sem víða
eru að myndast á milli hönnunar og
listar. Hinsvegar er inntak sýning-
arinnar um hlutverk byggt á atferl-
isrannsóknum dr. Magnúsar S.
Magnússonar, vísindamanns og for-
stöðumanns Rannsóknarstofnunar
um mannlegt atferli við Háskóla Ís-
lands, og því mynstri sem mannleg
hegðun myndar og hvernig það get-
ur haft áhrif á mótun hluta og um-
hverfis. Hvernig sérhver ein-
staklingur mótar ákveðið
hegðunarmynstur í kringum hlutina
og hvernig þeir eru nýttir á mismun-
andi hátt. Magnús hefur með hug-
búnaði sínum, Theme, varpað nýju
ljósi á hulin mynstur í samskiptum;
allt frá taugafrumum til menningar-
mynstra.
Verkin eru endurtekning á því
reglulega mynstri sem hver og einn
byggir upp í kringum sjálfan sig og
ákveðna hluti. Þau miða að því að
koma skipulagi á þá óreiðu sem
skapast jafnan með einföldum, sí-
endurteknum athöfnum hvunndags-
ins. Þannig skapast með notkuninni
ný hegðunarmynstur í kringum
hönnunina sem eru síðan hluti af
stærri heild. Flest verk sýning-
arinnar eru einhvers konar upp-
hengi en ekki er notkun þeirra alltaf
jafnaugljós, og rannsókn Magnúsar
ekki alltaf jafnnærri verkunum.
Fjöldi virkilega áhugaverðra muna
er á sýningunni og hafa þeir nota-
gildi jafnframt því að vera til prýði
og eru þannig leikur með notagild-
ishlutverkið. Má þar nefna upp-
hengið Samhengi þar sem leikið er
með tvíræðni verksins sem hlutar
með notagildi eða sem veggs-
kúlptúrs og um leið er leikið með
merkingu orðsins „samhengi“ og út-
lit hlutarins, sem er gerður úr sam-
tengdum pólýhúðuðum álplötum.
Nýstárlegar eru dagatalasúlur sem
Snæfríð Þorsteins hefur unnið með
Hildigunni Gunnarsdóttur, þar sem
riðlað er hefðbundnu skipulagi okk-
ar á tíma, sem að jafnaði miðast við
almenna uppsetningu dagatala eða
dagbóka í vikur og mánuði, en súl-
urnar eru gerðar fyrir skipulag til 8
ára. Fjölmarga aðra áhugaverða
hluti mætti minnast á, og eins hvað
frumlega og húmoríska framsetn-
ingu varðar, en hún er á fleiri en ein-
um stað styrkt á skondinn hátt með
myndum úr skjávarpa.
Sýningin er í heild sinni bæði fal-
leg og áhugaverð, byggð á skemmti-
legum samtengingum og vísunum í
merkilegar pælingar og hentar ákaf-
lega vel inn í sýningarrýmið. Mappa
með upplýsingum liggur frammi í af-
greiðslu og skrá yfir verkin, en sjálf-
sagt hefði mátt gera þeim grunni
sem pælingarnar eru byggðar á
betri skil. Slíkt hefði ekkert gert
nema að auka og auðga upplifun
gesta sýningarinnar og styrkja þær
vangaveltur sem eru í gangi víða um
tilgang og hlutverk hönnunar í nú-
tímasamfélagi, því þrátt fyrir allar
hegðunarrannsóknir má velta því
fyrir sér hvort það sé ekki hin stóra
spurning sýningarinnar.
Mynstur hversdagslegra athafna
HÖNNUN
Gallery Turpentine,
Ingólfsstræti 5
Sýningin stendur til 9. febrúar
Hlutverk – hönnunarsýning. Sýnendur:
Sigríður Sigurjónsdóttir og Snæfríð Þor-
steins
Elísabet V. Ingvarsdóttir
Samhengi Innblástur að verkinu er
sóttur í niðurstöður rannsókna dr.
Magnúsar Magnússonar. Útlit
verksins byggir á því grafíska
mynstri sem forrit hans skapar út
frá hegðunarmynstri barna að leika
með bolta.
Verk Falleg og áhugaverð sýning.