Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 25
vín
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 25
ALLIR jarðarbúar sem hafa blá
augu eiga sama forföður. Þetta eru
niðurstöður danskra vísindamanna
við Háskólann í Kaupmannahöfn.
Að sögn Berlingske tidende hafa
vísindamennirnir uppgötvað stökk-
breytingu sem varð fyrir 6.000 til
10.000 árum í erfðamengi mann-
eskju sem bar „bláeyga genið“
áfram til afkomenda sinna. Þessi
stökkbreyting er ástæða augnlitar
allra bláeygðra einstaklinga í dag.
Allir höfðu sömu brúnu augun til
að byrja með að sögn vísindamann-
anna. Hins vegar hafði stökkbreyt-
ingin áhrif á OCA2-erfðavísinn sem
stýrir svokölluðu P-próteini. Það
hefur aftur áhrif á framleiðslu lit-
arefnisins melaníns, sem gefur húð,
augum og hári lit.
Gen við hliðina á OCA2-erfðavís-
inum þróuðust út í að verða svolitlir
„stjórnhnappar“ sem geta dregið úr
og aukið melanínframleiðsluna. Sé
melanínið af skornum skammti
„þynnist“ augnliturinn og verður
blár sem eiginlega er merki um
skort á lit í augunum frekar en að
vera eiginlegur augnlitur.
Þetta sýnir að náttúran prófar
stöðugt nýja möguleika með gena-
mengi manneskjunnar, að sögn vís-
indamannanna.
Bláeygðir
allir skyldir
Stökkbreytt Blár augnlitur er eig-
inlega merki um litaskort.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
ÞAÐ hefðu líklega fáir trúað því
fyrir nokkrum árum að Bandaríkja-
menn myndu nokkurn tímann ná
þeirri stöðu að verða mesta vín-
neysluþjóð veraldar. Það virðist
hins vegar vera að gerast og á síð-
asta ári sigldu Bandaríkin fram úr
Ítalíu. Alls neyttu – eða að minnsta
kosti keyptu – Bandaríkjamenn 304
milljónir kassa af víni á árinu 2007
og var það fimmtánda árið í röð
sem vínneysla í landinu jókst.
Ef fram fer sem horfir munu
Bandaríkin ná Frakklandi á næstu
tveimur árum og verða þar með
orðin það ríki veraldar þar sem vín-
neysla er mest. Auðvitað er ekki
allt sem sýnist í þessu enda er hér
um að ræða heildarneyslutölur en
ekki neyslu á mann. Þar sem
Bandaríkjamenn eru mun fjölmenn-
ari en Ítalir og Frakkar má segja
að þeir eigi ansi langt í land með að
ná þessum Evrópuþjóðum.
Nýjar neysluvenjur
Engu að síður er þetta til marks
um miklar breytingar á bandarísk-
um neysluvenjum en fyrir fjórum
áratugum var heildarvínneysla
Bandaríkjamanna um 60 milljónir
kassa. Í nýlegri Nielsen-könnun á
neysluvenjum hinnar svokölluðu ár-
þúsundamóta-kynslóðar, en til
hennar teljast Bandaríkjamenn á
aldrinum 21-30 ára, kom í ljós að
vín að sækir mjög á á kostnað
bjórs. Þessi kynslóð er um 70 millj-
ónir Bandaríkjamanna og hefur því
mikil áhrif á heildarneyslu þjóð-
arinnar. Vakti athygli í könnuninni
hversu ólíkar neysluvenjur árþús-
undamóta-kynslóðarinnar voru frá
neysluvenjum hinnar svokölluðu
X-kynslóðar, að ekki sé minnst á
neysluvenjur eldri Bandaríkja-
manna.
Þessi kynslóð velur líka rautt vín
fram yfir hvítt og þá helst Cabern-
et Sauvignon eða Pinot Noir.
Vínneysla í Bandaríkjunum tók
mikinn kipp fyrir tæpum tveimur
áratugum er sjónvarpsþátturinn 60
mínútur gerði úttekt á hinni svo-
kölluðu „frönsku þversögn“, rann-
sókn sem leiddi í ljós að þrátt fyrir
að fita gegndi álíka miklu hlutverki
í matarneyslu Bandaríkjamanna og
Frakka væru Frakkar mun heil-
brigðari. Skýringin var rakin til
þess að Frakkar neyttu rauðvíns
með matnum en Bandaríkjamenn
ekki.
Reuters
Bjórinn víkur Vínneysla í Bandaríkjunum tók mikinn kipp fyrir tveimur áratugum er sjónvarpsþátturinn 60 Min-
utes sagði frá því að skýringa á heilbrigði Frakka mætti leita í rauðvínsdrykkju þeirra.
Bandaríkin að taka forystuna
Á kaffihúsinu sem Te & kaffi starfrækir í Saltfélaginu er ilmandi kaffi á boðstólum alla daga. Opið frá kl. 10-18 virka daga og 11-16 laugardaga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
18
3
1
ÚTSALA