Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 27 nýjungar slu og út- ætíð verið á karfa til nskra fyr- nslu hér á nn hefði u tog- 5 smiðir ja upp ar sem nú skirí var löndun hengdur afnóðum. 0 tonn af em 765 Ítalíu- og svipað randa er togarar n fyrsti aness rtímanum um 1974. d- 4. Síldar- á Akra- d- urbyggð 1997 og er ein fullkomn- asta bræðsla landsins en kostnaðurinn við framkvæmdirnar var um 1,5 milljarðar króna. Fryst- ing loðnuhrogna hefur skilað fyr- irtækinu miklu og var metár í því efni hjá HB Granda í fyrra. Kvótaárið 2001-2002 var Har- aldur Böðvarsson hf. 5. kvótahæsta útgerðarfélag landsins með 14.294 þorskígildistonn (4,35%), Grandi var í 6. sæti með 3,78% kvótans og ÚA kvótahæst með 5,69%. Staðan var svipuð næstu tvö fiskveiðiár en í upphafi fiskveiðiársins 2004-2005 var HB Grandi hf. kvótahæsta út- gerðarfélagið með 27.969 þorsk- ígildistonn eða 8,08% kvótans. Síð- an hefur HB Grandi verið kvótahæsta félagið með 31.567 þorskígildistonn 2005-2006, 35.698 tonn 2006-2007 og 30.305 tonn í upphafi yfirstandi tímabils. Þess má geta að HB hefur í gegnum árin verið launahæsti greiðandi Vest- urlands og til dæmis greiddi félagið um 719 milljónir í laun 1993. Næst kom Íslenska járnblendifélagið með 350 milljónir. Fjórir bátar eftir Á hádegi í gær voru íbúar Akraness 6.380. Fyrir um áratug starfaði um 21% íbúa við útgerð og fiskvinnslu en með nýjustu aðgerðum hefur sú tala lækkað mjög mikið og ein- skorðast að mestu við áhafnir á skipum HB Granda. Gísli S. Einarsson segir að HB Grandi sé að velta fyrir sér að vinna um 1.500 tonn á Akranesi en það sé aðeins í orði en ekki hendi. Hann rifjar upp að þegar fiskvinnsla og útgerð hafi staðið sem hæst á Akra- nesi frá um 1950 til um 1975 hafi þar verið fjögur frystihús. Sigurður Hallbjarnarson hafi verið með um tvo til þrjá báta í útgerð, Fiskiver um fjóra til fimm báta, Heimaskagi um fimm til sex báta og HB og Co um 20 báta. Nær allar aflaheimildir hafi síðan verið sameinaðar í fyr- irtækið Harald Böðvarsson. Nú stundi fjórir smábátar með einum til fjórum mönnum um borð útgerð allt árið með samtals um 450 tonna kvóta. „Það eru nú öll ósköpin,“ segir hann. ust trönurnar við Jaðarsbakka á Akranesi jafn- anna eru búningsklefar fyrir íþróttafólk. at fyrirtækið eitt að þessari vinnslu hér á landi. r eftir“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Ríkissaksóknari krafðist viðaðalmeðferð Pólstjörnu-málsins svonefnda í gærfangelsisrefsingar yfir sexmenningunum sem ákærðir eru í málinu sem varðar tilraun til smygls á 23,5 kg af amfetamíni, 13,9 kg af e-töfludufti og loks 1.746 e-töflum til landsins 20. september. Fíkniefnin fundust í skútu sem tveir hinna ákærðu sigldu yfir Atlantshafið. Sakborningarnir búast allir, nema einn, við fangelsisrefsingu en um- ræddur sakborningur krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru. Við málflutninginn í gær tilgreindi Kol- brún Sævarsdóttir saksóknari ekki hversu margra ára fangelsi sak- borningarnir ættu skilið en nefndi hins vegar að málið hefði sprengt þann refsiramma sem væri fyrir hendi í lögum. Að mati saksóknar- ans eiga þrír úr hópnum að fá þyngsta dómana, þ.e. sá sem skipu- lagði smyglið og þeir tveir sem sigldu skútunni til landsins. Engu að síður taldi saksóknari að allir sex- menningarnir væru aðalmenn í brotinu, nánar tiltekið væri hér um að ræða „verkskipta aðalmennsku“ og eðlilegt væri að virða þátt allra mannanna sem samverknað. Til refsiþyngingar horfði að efnin hefðu ógnað heilsu ótiltekins fjölda fólks ef þau hefðu komist í umferð hér á landi, að mati saksóknara, auk þess sem hið mikla magn hefði sitt að segja. Þá hefði ásetningsstig mann- anna verið mjög hátt. Hins vegar mætti virða þeim það til málsbóta að þeir játuðu sakir, þó með nokkrum fyrirvörum. Upplýst var í gær að amfetamínið var frekar veikt, eða um 10-12% að styrkleika, en e-töfluduftið var talið fremur sterkt. E-töflurnar sjálfar voru hins vegar ekki taldar mjög sterkar. Til samanburðar má nefna að meðalstyrkleiki amfetamíns sem lagt var hald á árið 2006 var 32% að því er kom fram í vitnisburði Jakobs Kristinssonar, dósents við HÍ, sem efnagreindi efnin. Saksóknari taldi að þrátt fyrir að amfetamínið hefði verið veikt skipti það í raun litlu máli fyrir sökina því mennirnir hefðu ekkert verið að hugsa um styrkleika góssins. Fjármögnunaraðili utan við málið Enginn af sexmenningunum er ákærður fyrir fjármögnun brotsins og sá sem ákærður er fyrir skipu- lagninguna nefndi við skýrslutöku í gær að ákveðinn maður hefði fengið hann til verksins. Ákærði vildi ekki upplýsa hver þessi maður væri og því er umræddur aðili utan við mál- ið. Í framhaldi af þessari verkbeiðni hóf ákærði skipulagninguna og skipti verkum með hinum. Verjandi ákærða krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa fyrir hönd skjólstæð- ings síns og vakti athygli á því að hann hefði játað sakir hreinskilnis- lega og þá væri hann hvorki fjár- mögnunaraðili né eigandi efnanna. Sæi ákærði fram á langa fangelsis- vist og væri hættur í óreglu. Meðákærði, sem að mati saksókn- ara ber ekki þyngstu ábyrgðina, býst sömuleiðis við fangelsi og játaði að hafa pakkað hluta efnanna fyrir smyglið. Hann, eins og allir utan eins, krafðist vægustu refsingar og taldi verjandi hans að 1-2 ára fang- elsi væri hæfilegt. Hvað varðar ann- an þeirra tveggja sem sigldu skút- unni til landsins var því mótmælt af hálfu verjanda að hann væri einn af aðalmönnum í brotinu enda hefði hann einungis verið burðardýr og tekið við fyrirmælum. Þótt hann hefði setið fund á kaffihúsi með skipuleggjandanum og nokkrum öðrum og fengið þar fyrirmæli og farsíma þýddi það ekki að hann væri aðalmaður. Fimm ára fangelsi væri hámarksrefsing í hans tilviki. um nokkrar vikur. Þegar annar skútusiglarinn var látinn gefa skýrslu fyrir dóminum gerði hann ekki mikið úr kennsluþætti skipu- leggjandans, heldur kannaðist að- eins við að hafa þegið leiðbeiningar um kaðla í seglum. Skútusiglararnir létu það í ljós að þeir væru alls óhræddir að leggja í svona siglingu og virtust ekki kippa sér upp við mögulega áhættu þar að lútandi. Um borð höfðu þeir tvö GPS-tæki og það þriðja til vara. Annar þeirra sagði þá hafa hreppt vont veður meðfram ströndum Skandinavíu og þar hefði seglið rifnað og hefði hann myndast við saumaskap til að gera við það. Þeir hefðu hins vegar sett seglið í viðgerð og haldið áfram för- inni að því loknu. Í skýrslutökum gærdagsins fékkst aldrei upplýst hvað sexmenn- ingarnir áttu að fá borgað fyrir þátt- töku sína í smyglinu, en ýmsir sögðu að launin hefðu átt að vera góð og ekki var á þeim að skilja að svikist yrði um að borga þeim fyrir verkið. Skipuleggjandinn sjálfur sagði að eitthvað hefði verið minnst á það við sig að greitt yrði í prósentum þegar til Íslands yrði komið en að því frá- töldu var á sakborningunum að skilja að þessi mál hefðu verið öll mjög í lausum reipum. Átti að útvega bland í poka Eins og fram hefur komið tók skipuleggjandinn við verkbeiðni frá hinum óþekkta fjármögnunaraðila sem telst vera aðalhöfuðpaurinn í málinu en ber enga sök þar sem skipuleggjandinn hefur ekki viljað benda á hann. Skipuleggjandinn sagði aðeins að verkbeiðnin hafi fal- ist í að útvega fíkniefni af mismun- andi tegundum, „bland í poka,“ eins og hann orðaði það. Vandlega virðist hafa verið gengið frá efnunum fyrir smyglið, enda voru þau ekki aðeins sett í töskur, heldur í þar til gerð frí- holt í þeim tilgangi að hægt yrði að henda töskunum í sjóinn ef löggæsla eða strandgæsla gripu inn í smyglið í miðjum klíðum. Einnig var settur sandur í töskurnar til að þyngja þær nægilega til að þær flytu ekki uppi. Skipuleggjandi málsins tjáði dómara að hann væri nú að taka sig á í lífinu og sækti AA-fundi og hefði skráð sig í fjölbrautaskóla sem hann gæti sótt sem fangi á Litla-Hrauni. Dóms má vænta í febrúar. Nokkra athygli vakti þegar skipuleggjandinn sagði frá sam- skiptum sínum við þann sem pakk- aði inn hluta efnanna í íbúð í Kaup- mannahöfn. Þeir tveir þekktust frá fyrri tíð og sagðist skipuleggjandinn hafa hitt þennan félaga sinn í Kaup- mannahöfn og orðaði það svo að hann hefði legið vel við höggi, í þeirri merkingu að hann hefði verið ákjósanlegur til samstarfs með mjög skömmum fyrirvara. Hann hefði því beðið félagann um að pakka inn fíkniefnum og úr varð að félaginn mætti í tilgreinda íbúð og fór að pakka nokkrum pakkningum sem verjandi hans sagði að væru rúm ellefu kg. Sjálfur sagðist pakk- arinn hafa yfirgefið íbúðina áður en efnin voru öll komin í umbúðir en hann hefði beðið vissan aðila sem var í íbúðinni að ljúka verkinu og þar með var hann farinn. Sagði hann að sér hefði verið farið að líða illa á þessum tímapunkti og reyndar iðr- ast að hafa tekið að sér þetta verk- efni. Ákvörðuninni um að taka að sér pökkunina lýsti hann sem skyndiákvörðun. Hann tjáði dómara að hann hefði verið í óreglu á þess- um tíma, þ.e. síðsumars 2007, og bætti raunar við að hann hefði verið í óreglu allt frá unglingsárum. Hann væri hins vegar að taka sig á og væri skráður í Stýrimannaskólann. Hans útgáfa af frásögn skipuleggjandans um að hann hefði „legið vel við höggi“ var á þá leið að hann hefði verið nærtækastur á þeim tíma sem þurfti að fá einhvern í að pakka efn- unum. Förin tafðist yfir hafið Þegar kom að siglingaþætti þessa sérstæða fíkniefnamáls var dómari málsins, Guðjón St. Marteinsson, með ýmsar spurningar um öryggi til sjós og spurði m.a. skipuleggjand- ann um áhættu sem væri því sam- fara að sigla skútu yfir Atlantshafið í september þegar allra veðra væri von. Ákærði viðurkenndi að vissu- lega væri áhætta fólgin í þessu en bætti við að skútur þyldu margt og auk þess væri hægt að fylgjast með veðurspám. Sagðist hann hafa kennt tvímenningunum á skútuna áður en þeir lögðu af stað en í máli annars þeirra var þó aðeins um að ræða leiðbeiningar um kaðlavinnu. Skipuleggjandinn tók fram í skýrslu sinni að reyndar hefði átt að sigla til Íslands í ágúst en förin hefði tafist Skútufélagi hans var með sömu kröfur fyrir dómi og sagðist hafa fengið fyrirmæli um að afhenda pakkasendinguna á Fáskrúðsfirði og sigla skútunni síðan aftur til baka yfir Atlantshafið. Verjandi hans dró í efa að málið væri stærsta fíkni- efnamálið hérlendis því horfa þyrfti til styrkleika efnanna sem, eins og upplýst hefur verið, var ekki mjög mikill hvað amfetamínið og e-töfl- urnar áhrærði. Sá sem átti að taka við fíkniefn- unum játaði sína sök en neitaði þætti um söludreifingu. Verjandi hans taldi hámarksrefsingu hans þriggja ára fangelsi enda hefði hann eingöngu verið burðardýr. Hefði hann fengið fyrirmæli frá skipu- leggjandanum og hann hefði ekki haft ásetning til að fremja svo stórt brot sem raunin varð. Einnig þyrfti að taka tillit til þess að hann er ung- ur árum, fæddur árið 1984. Sá þeirra ákærðu sem krafðist sýknu, og sker sig þannig úr hópn- um, bar fyrir sig að hann hefði hvergi komið nærri undirbúningi brotsins en viðurkenndi að hafa lof- að skipuleggjandanum að geyma mætti pakkasendinguna í sumarbú- staðalandi foreldra kærustunnar sinnar. Ákærði hefði ekki getað neitað félaga sínum um þessa bón. Verjandi hans tilgreindi að skjól- stæðingur sinn hefði verið skýr í framburði hjá lögreglunni og verið sleppt fljótlega. Þá hefði þáttur mannsins ekki verið nauðsynlegur til að brotið yrði fullframið og þáttur hans gæti í mesta lagi talist tilraun til hlutdeildar. Aðalkrafan var því sýkna og til vara skilorðsbundin refsing. Saksóknari segir málið sprengja refsirammann Árvakur/Kristinn Fíkniefnamál Sakborningar í Pólstjörnumálinu gættu þess mjög vandlega að andlit sitt þekktist ekki þegar ljósmyndarar voru í dómhúsinu og tóku ekki af sér húfurnar fyrr en dyrum dómsalarins hafði verið lokað. Í HNOTSKURN »Pólstjörnumálið svonefndavarð opinbert 20. september eftir margra mánaða rannsókn- arvinnu íslenskra og erlendra lögregluliða. Fylgst hafði verið með sakborningum hér heima og erlendis og var Landhelgis- gæslan fengin til að aðstoða við rannsóknina. »Sakarkostnaður í málinu errúmlega 2 milljónir króna sem ákæruvaldið krefst að sak- borningarnir sex borgi ásamt því að fíkniefnin verði gerð upp- tæk með dómi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.