Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐAN frá því í haust um alþjóðleg efnahagsmál og blikurnar hérlendis hefur verið lærdómsrík og sýnt fram á hrikalega veikleika í fjármálakerfi heimsins og ráðaleysi manna við að afstýra meiriháttar ófarnaði, kreppu eða þaðan af verra. Þekking í hag- vísindum er ekki upp á marga fiska og stór hluti hagfræðinga ber fyrir sig kennisetn- ingar um óskeikulleika markaðarins og segja að forðast beri flest það sem sært geti þá heilögu kú. Gylliboð lánastofnana Í greinum og við- tölum um liðin áramót og undanfarna daga hafa ýmsir hagfræð- ingar og álitsgjafar hérlendis stigið fram á sviðið og undirstrikað óvissuna sem ríkir á fjármálamörkuðum jafnt hér heima og er- lendis. Á gamlársdag lýsti Friðrik Már Baldursson því hvern- ig húsbyggjendur í Bandaríkjunum hefðu í stórum stíl verið blekktir með sér- innpökkuðum gylliboðum lánastofn- ana til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði langt umfram greiðslugetu. (Mbl. 31. des. 2007) Virt matsfyrirtæki gáfu þessum tilboðum topp- einkunnir en afleiðingarnar hafa verið að birtast í svonefndri íbúð- arlánakreppu þar vestra, stór- felldum afskriftum banka og falli hlutabréfa um veröld víða. „Það verður ekki fyrr en búið er að hreinsa óþverrann úr kerfinu sem það kemst í samt lag á ný“ sagði Friðrik Már. Hann undirstrikaði jafnframt óvissuna um hvenær það gerist og benti á að sennilega muni þetta hafa áhrif á íslenska banka. Margar aðrar raddir endur- ómuðu það sama um áramótin. „Óvissa að veislunni lokinni“ var fyrirsögn Björns Jóhanns Björnssonar á við- skiptasíðu Morg- unblaðsins þennan síð- asta dag liðins árs. Í áramótablaði Mark- aðarins vék Tryggvi Þór Herbertsson að því hvernig Seðla- bankar víða um heim eru milli steins og sleggju. „Þetta sýnir hve gríðarlega alvar- leg staðan er“ segir hann í grein sinni. Einarður málflutningur Morgunblaðsins Morgunblaðið hefur fengið tiltal frá tals- mönnum banka og fjármálafyrirtækja hérlendis fyrir að fjalla um þessa þróun síð- ustu vikur og benda á afleiðingar sem eru að koma fram hérlendis og sem rekja má til að- steðjandi kreppu. Ritstjórar blaðsins hafa svarað fyrir sig fullum hálsi í tveimur Reykjavíkurbréfum í röð, því síðara nú sunnudaginn 27. janúar. Blaðið á þakkir skildar fyrir einarðan mál- flutning og fréttir um þessi háalvar- legu efni sem gera má ráð fyrir að skelli á íslensku efnahagslífi á þessu ári. Ekki mun þá standa á að al- menningur fái sendan reikninginn. Það er víðar en vestanhafs sem bankar hafa verið greiðviknir í lán- veitingum til húsnæðiskaupa, að ekki sé talað um eyðslulán í daglega neyslu og sólund. Réttmætar ábendingar Ekki eru allir bankamenn og ráð- gjafar undir þá sök seldir að reyna að fegra ástand og horfur. Dæmi um það eru tvær greinar Ragnars Önundarsonar í Morgunblaðinu í þessum mánuði, sú fyrri undir fyr- irsögninni „Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn“ (7. janúar 2008). Sú síðari eftir hann „Oftrú á af- skiptaleysi“ birtist 26. janúar. Þar gagnrýnir Ragnar harðlega ábyrgð- arlaus allt að 100% íbúðarkaupalán bankanna til almennings sem sum hver hafi runnið til eyðslu en ekki íbúðarkaupa. „Bankar eru með hundruð milljarða í íbúðalánum sem enginn annar en þeir sjálfir hafa metið. Vandinn er líkur þeim sem amerískir bankar glíma við, að vísu enn dulinn vegna þenslu. Það kem- ur að skuldadögum og útlánatöpum. Fjölmörg heimili verða fórnarlömb þessa“ segir Ragnar og bendir á nauðsyn aðhalds með bönkunum. Neyslukapphlaup driffjöðurin „Fjármálastormurinn orðinn að fellibyl“ segir höfundur Reykjavík- urbréfs Morgunblaðsins nú um helgina og vitnar í Georg Soros um „Öfgar markaðarins og bók- stafstrú“. Allt eru það réttar aðvar- anir. En kreppa samtengds fjár- mála- og efnahagskerfis heimsins er langtum djúpstæðari en atburðir síðustu mánaða vitna um. Drif- fjöður þessa kerfis er neysla og of- urneysla á Vesturlöndum þvert ofan í þá vitneskju sem fyrir liggur um áhrifin á umhverfið og heilsu manna í þokkabót. Hnattvædda efnahags- kerfið sem innleitt var í núverandi mynd með hömlulausum („frjáls- um“) rafrænum fjármagnsflutn- ingum fyrir 15-20 árum er orðið að meinvætti sem seint verður ráðið við, ef bábiljan um óskeikulleika markaðarins verður höfð að leið- arljósi. Sjúkt og ósjálfbært efnahagskerfi Hjörleifur Guttormsson skrifar um efnahagsmál hérlendis sem erlendis »Kreppa sam- tengds fjár- mála- og efna- hagskerfis heimsins er langtum djúp- stæðari en at- burðir síðustu mánaða vitna um. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. INTERNATIONAL Alliance of Women (IAW) eru alþjóðleg samtök kvenréttindafélaga sem stofnuð voru í Berlín 1904. Bríet Bjarnhéð- insdóttir, fyrsti formaður Kvenrétt- indafélags Íslands (KRFÍ), sótti aðalþing samtakanna fyrir stofnun KRFÍ árið 1907 og hefur félagið verið aðili að samtök- unum síðan 1911. Á þriggja ára fresti held- ur IAW aðalþing sitt þar sem ný stjórn er kosin. Að þessu sinni var aðalþing IAW haldið í Nýju Delhí á Indlandi og með góð- um stuðningi forsæt- isráðuneytis, utanrík- isráðuneytis og félagsmálaráðuneytis gafst KRFÍ kostur á að senda veglega sendinefnd til Indlands sem þótti vel við hæfi á aldarafmæli félagsins enda skiptir það veru- legu máli fyrir það að- ildarfélag sem heldur ársþingið hverju sinni að fá góða þátttöku fé- lagsaðila til að ná betur eyrum eigin stjórn- valda þá viku sem að- alþingið stendur. Stjórn KRFÍ til- nefndi þrjá fulltrúa fé- lagsins til setu á aðal- þinginu; Þorbjörgu I. Jónsdóttur formann KRFÍ, sem einnig hefur setið í stjórn IAW síð- astliðinn fimm ár, Margréti Stein- arsdóttur gjaldkera KRFÍ, sem var í framboði til stjórnar IAW og und- irritaðan framkvæmdastjóra félags- ins. Auk þeirra voru Ásgerður Jóna Flosadóttir, sem er fulltrúi Frjáls- lynda flokksins í aðalstjórn KRFÍ og er jafnframt með einstaklingsaðild að IAW, og Elín Jónsdóttir sem unn- ið hefur að útgáfu 19. júní, ársriti KRFÍ, á undanförnum árum. Yfir helmingur félagsaðila IAW eru ein- staklingar en aðildarfélögin hafa þó meira atkvæðavægi í kosningum samtakanna sem og við aðrar ákvarðanatökur. IAW voru stofnuð til að berjast fyrir kosningarrétti kvenna. Í gegn- um árin hafa bæst við þau baráttu- mál kvenna sem vantað hefur upp á að konur njóti til jafns á við karla. Rúmum hundrað árum eftir stofnun samtakanna eru enn mörg baráttu- mál kvenna að takast á við. Í Evrópu hafa kvenréttindakonur sett vændi, mansal, jafnlaunamálin og aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum, stjórnun fyrirtækja og stofnana á oddinn, á meðan konur í fátækari löndum heimsins berjast oftar fyrir almennum mannréttindum s.s. bættri heilsu og menntun kvenna, kynbundnu- og menningartengdu of- beldi og fl. Samtökin hafa ráðgefandi stöðu hjá ýmsum alþjóðastofnunum s.s. Sameinuðu þjóðunum og eiga fulltrúa í stjórnum og áheyrnarfull- trúa hjá alþjóðasamtökum- og stofn- unum líkt og hjá Evrópuráðinu, Al- þjóða stríðsglæpadómstólnum o.fl. Þing IAW er sá vettvangur þar sem konum hvaðanæva úr heiminum gefst kostur á að skiptast á skoð- unum og reynslu og álykta um helstu bar- áttumál samtakanna og aðildarfélaga þeirra. Samþykkt var á þinginu að meginstoðir allrar vinnu og framkvæmda samtakanna skyldu byggjast á réttlæti, mannréttindum, lýð- ræði, friði og afnámi alls ofbeldis gegn konum. Auk þessa voru sam- þykktar fimm ályktanir á þinginu, þar af ein sem flutt var af KRFÍ. Ályktanirnar er hægt að lesa í heild sinni á vefslóðinni www.wome- nalliance.org en þær lutu að heilsu kvenna og rétti til að ákvarða yfir eigin líkama; kröfu á hendur SÞ þess efnis að framfylgja stefnu sinni í málefnum Kosovo og tryggja jafnræði kynjanna í samninga- viðræðum um framtíð þess; að trúarlegar- og menningarlegar hefðir skulu ekki standa í vegi fyrir því að mannrétt- indum verði framfylgt; friðarályktun þess efnis að hvetja ríkistjórnir um heim allan til að vinna heilshugar að því að binda enda á stríð, hryðju- verk og aðrar óeirðir sem bitna sér- staklega illa á konum og börnum; og síðast en ekki síst þá ályktun sem KRFÍ flutti um að styðja Amnesty International í herferð sinni fyrir rétti kvenna og stúlkna til fóstureyð- inga þegar þungun hefur komið til vegna nauðgunar, sifjaspells eða stefnir lífi kvenna í hættu. Margrét Steinarsdóttir var kosin í stjórn IAW og hlaut glæsilega kosn- ingu með næstmestan atkvæðafjölda að baki sér. Var ákveðið að hún myndi leiða starf innan IAW varð- andi mannréttindi og CEDAW- sáttmálann um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum. Einnig mun Þorbjörg I. Jónsdóttir leiða áfram starf aðildarfélaga samtak- anna á Norðurlöndunum og í Eystra- saltsríkjunum ásamt því að vera lög- fræðilegur ráðgjafi nefndar um aðgerðir vegna ofbeldis gegn konum. Þáttur KRFÍ í starfi IAW verður því drjúgur næstu árin eins og hingað til og hefur KRFÍ átt tök á því að taka þátt í því starfi undanfarin ár vegna velvilja og stuðnings ráðherra og ráðuneyta. Samkvæmt stjórnarskrá IAW er hægt að sitja tvö þriggja ára kjörtímabil í stjórn samtakanna. Hlutfall kvenna frá Norðurlöndum innan stjórnar er nú sterkt, en ritari er frá Danmörku auk þess að kven- réttindasamtök frá Noregi og Sví- þjóð hafa hver sinn fulltrúa í stjórn- inni. Áherslur kvenna á Norðurlöndum eiga sér því sterkan málsvara innan samtakanna og líta kvenréttindafélög annarra heims- hluta mjög til árangurs okkar í jafn- réttismálum. Vakin skal athygli á því að allar konur sem láta sér málefni kvenrétt- inda og kvenfrelsis skipta geta orðið meðlimir IAW og í því sambandi er hægt að nálgast upplýsingar um samtökin á skrifstofu KRFÍ og tekur félagið jafnframt við skráningu í samtökin. Íslenskar konur í alþjóðlegri kven- réttindabaráttu Halldóra Traustadóttir skrifar um þing IAW sem eru alþjóðleg samtök kvenréttindafélaga Halldóra Traustadóttir » Samþykkt var á þinginu að meg- instoðir allrar vinnu og fram- kvæmda sam- takanna skyldu byggjast á rétt- læti, mannrétt- indum, lýðræði, friði og afnámi alls ofbeldis gegn konum. Höfundur er framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands. SIÐFERÐI Íslendinga virðist vera á niðurleið. Umfjöllun fjölmiðla um nýstofnuð samtök gegn innflytj- endum og aðkomufólki vakti upp óhug hjá stjórn Ungmennahreyf- ingar Rauða kross Íslands í síðast- liðinni viku. Til að mynda bar póst- sending sem fór á milli stjórnarmanna á dögunum „Þetta hræðir mig“ og í bréfinu var bent á tengil sem vísaði inn á síðu „nýnas- istasamtaka“ sem virðast hafi skotið rótum hér á landi. Á vefnum má finna íslenskan áróður byggðan á rasískri hugsun. Er þetta sú leið sem við Íslendingar ætlum að fara í þessum málum? Ætlum við halda áfram að brenna okkur á þessu hitamáli líkt og svo margar aðrar þjóðir hafa gert nú þegar? Innflytj- endur eiga skilið betri móttökur en þessa umræðu af hálfu okkar sem hér erum borin og barnfædd. Vísan um fjölmenningarlegt sam- félag virðist aldrei of oft kveðin því við teljum það augljóst að tilkoma fjölbreytts hóps fólks með ólíkan bakgrunn kryddi tilveruna okkar hér heima á Fróni töluvert. Með hjálp þeirra kynnumst við nýjum og fjölbreyttum siðum og venjum. Það er staðreynd að þeim Íslendingum sem kunna að meta blóðmör og hvalrengi fer fækkandi en þeim sem vilja gjarnan smakka á framandi mat og kynna sér erlenda siði fer fjölgandi. Eiga þeir sem færa okkur þá siði skilið að fá í andlitið þá um- ræðu sem nú er í gangi í fjölmiðlum og ekki síst á veraldarvefnum? Fordómafull umræða upp á síð- kastið hefur nokkuð verið bundin við ungt fólk. Nýlega birtist viðtal í DV þar sem rætt var við Keflvík- inga, unga að árum, um félagsskap sem þeir hafa stofnað til undir nafn- inu ÍFÍ, eða „Ísland fyrir Íslend- inga“. Voru ummæli hinna ungu stofnenda í garð nýbúa niðrandi í meira lagi og algjörlega ólíðandi, svo ekki sé minnst á þann aragrúa af staðreyndavillum sem finna mátti í málflutningi þeirra. Því var m.a. haldið fram að farandverkafólk stæli af okkur allri bygginga- og/eða fiskvinnu, þeirri vinnu sem sífellt færri Íslendingar vilja stunda. Svo ekki sé minnst á það þegar for- svarsmenn ÍFÍ tala um innflytj- endur frá Austur-Evrópu sem litað fólk. Ekki er heldur langt að minn- ast þeirrar umræðu sem skapaðist í kringum vefsíðu Skap- arans, en miðað við framkomu og málfar vefstjóra hennar mætti ætla að hann væri ekki nema rétt búinn að missa barna- tennurnar. Hver er ástæðan fyrir því að skyndilega virðast flestar flóð- gáttir hafa brostið og fordómar ungs fólks í garð innflytjenda orð- ið svo áberandi? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og nú virðist sem alda- gamlir undirliggjandi fordómar þeirra sem eldri eru séu að koma fram meðal afkomenda þeirra. „Það er eins og þær séu skítugar á hönd- unum, þessar pöddur“ heyrðist gömul kona segja við börn sín og barnabörn, um þeldökka ein- staklinga. Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig vanþekking og hræðsla Íslendinga gagnvart því sem nýtt er og framandi gengur mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð. Svo virðist einnig vera að ekki megi ræða um viðhorf og virðingu innan veggja skólanna þar sem það sé inn- ræting og andstætt viðhorfum for- eldranna. Hvenær ætlum við að opna faðm- inn og taka innflytjendum fagnandi í stað þess að bölsótast yfir þeim? Hvenær munum við hjálpa þeim að aðlagast máli og menningu í stað þess að rausa yfir málleysi þeirra og vanþekkingu á okkar siðum og venjum? Er ekki kominn tími til að bindast vinaböndum í stað þess að stofna hættuleg mótmælendafélög? Gunnlaugur Br. Björnsson og Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifa um fordóma gegn innflytjendum »Hver er ástæðan fyrir því að skyndi- lega virðast flestar flóðgáttir hafa brostið og fordómar ungs fólks í garð innflytjenda orðið svo áberandi? Gunnlaugur Br. Björnsson Höfundar eru í stjórn Ungmenna- hreyfingar Rauða kross Íslands. Jón Þorsteinn Sigurðsson Siðferðisboðskapur óskast Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.