Morgunblaðið - 01.02.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 33
vernda og styrkja á þessum erf-
iðum tímum.
Ástarkveðja.
Linda frænka, Gunnar,
Tinna Líf, Auður Krist-
ín, Melkorka Mist, Isabel
Diljá og Alexandra Von
Athena Gunnarsdætur.
Fallin er nú frá, langt um aldur
fram, elskuleg vinkona okkar Þór-
dís Tinna Aðalsteinsdóttir. Á þess-
ari stundu er margt sem fer í gegn-
um hugann. Margar spurningar
vakna sem ekki fást svör við. Við
getum þó huggað okkur við að
þrautum vinkonu okkar er lokið og
þakkað fyrir að hafa kynnst sönn-
um sigurvegara því Þórdís var og
er í orðsins fyllstu merkingu sann-
ur sigurvegari. Hún hefur meðal
annars kennt okkur að það eru ekki
hlutir eða aðstæður okkar sem slík-
ar í lífinu sem geta orðið að hindr-
unum heldur afstaða okkar til
þeirra. Hún bjó yfir óbilandi kjarki
og mætti þeim hindrunum sem á
vegi hennar urðu með hugrekki að
vopni. Við slíkar aðstæður kom
einnig bersýnilega í ljós að hugsun
hennar var einstaklega lausnamið-
uð enda lét hún fátt stoppa sig og
fór jafnvel á fund heilbrigðisráð-
herra til að leita lausna ef því var
að skipta. Hún var svo sannarlega
einstök manneskja eða einstök
móðir eins og hún sagði sjálf.
Þórdís og Kolbrún Ragnheiður,
dóttir hennar, voru mjög nánar.
Kærleikurinn sem ríkti á milli
þeirra fór ekki framhjá neinum
sem umgekkst þær. Kolbrún Ragn-
heiður var líf hennar og yndi.
Þórdís var mikill húmoristi og
hafði einstaklega næmt auga fyrir
spaugilegum atvikum í
hversdagslegum aðstæðum. Nú
þegar sótt er í sjóð minninganna
koma þær upp í huga okkar eins og
leiftursnöggar ljósmyndir. Dillandi
hlátur hennar og léttleiki, hún í öllu
sínu veldi í eldhúsinu að elda
margra rétta máltíðir og umhyggja
hennar fyrir velferð annarra. Henni
var ekkert mannlegt óviðkomandi
og hjarta hennar sló í takt við þá
sem einhverra hluta vegna voru
beittir óréttlæti. Hún vílaði ekki
fyrir sér að taka upp hanskann fyr-
ir aðra þó svo að málin væru henni
sjálfri jafnvel alveg óviðkomandi.
Elsku Þórdís, í hjörtum okkar
geymum við minningar um þig líkt
og gullmola umvafinn kærleika sem
við berum til þín. Um leið og við
kveðjum þig í hinsta sinn, kæra
vinkona, vitnum við í orð Gunnars
Hersveins heimspekings er hann
ritaði: „Sorgin er nú djúp minning
sem aldrei hverfur og við viljum
ekki láta af hendi. Hún er hluti af
okkur, því hún, ásamt huggun, mun
fylla skarð þess sem við misstum.
Við erum líka það sem við glötum.“
Elsku Kolbrún Ragnheiður,
Kolla, Alli, Sigrún, Benni, Steini,
Hrund og aðrir ástvinir, hugur okk-
ar er hjá ykkur. Megi allt það göf-
uga, góða og hreina umvefja ykkur
öll. Minning um kæra vinkonu og
sannan sigurvegara lifir í hjörtum
okkar um ókomna tíð.
Karen H. Viðarsdóttir,
Helgi Fr. Halldórsson,
Jóhanna Jensdóttir,
Gísli Guðlaugsson,
Anna S. Árnadóttir,
Jón Þór Björgvinsson.
Í dag kveðjum við okkar ynd-
islegu vinkonu, Þórdísi Tinnu Að-
alsteinsdóttur. Þó að í hug okkar
og hjarta sé sár sorg kveðjum við
hana með stolti og minningum sem
gera okkur kleift að brosa í gegn-
um tárin.
Flestar kynntumst við Þórdísi
við upphaf skólagöngu í Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði. Við urðum því
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
samferða Þórdísi nær allt hennar
líf. Í tuttugu ár höfum við hist
reglulega í saumaklúbbnum okkar,
sem löngu er orðinn órjúfanlegur
þáttur af tilverunni.
Í veikindum Þórdísar gerðum við
okkur grein fyrir því að á milli okk-
ar vinkvennanna ríkir vinátta og
væntumþykja sem á sér djúpar
rætur. Nú þegar Þórdís hefur kvatt
okkur allt of fljótt getum við þó
huggað okkur við það að við eigum
fallegar og skemmtilegar minning-
ar um hana. Minningar um prakk-
arastrik æskunnar, hömluleysi ung-
lingsáranna og vináttu
fullorðinsáranna. Minningar sem
munu lifa með okkur og ylja um
ókomna tíð.
Þórdís kenndi okkur ótalmargt.
Hún tókst á við sjúkdóm sinn af
miklu æðruleysi og hetjuskap.
Hversu slæmar fréttir sem hún
fékk af gangi mála tókst henni allt-
af að koma auga á það jákvæða og
skemmtilega í tilverunni. Með
skrifum sínum og nærveru kenndi
hún okkur að njóta þess smáa í líf-
inu – að alltaf má finna eitthvað til
að gleðjast yfir hvernig sem á
stendur.
Stundum fannst okkur að veik-
indi Þórdísar hlytu bara að vera
slæmur draumur. Alltaf þegar við
hittum hana geislaði af henni lífs-
gleði og jákvæðni og hláturinn
hennar hljómaði allt um kring. Við
erum stoltari en orð fá lýst af Þór-
dísi vinkonu okkar – af þeim styrk
og þeirri reisn sem hún sýndi í
veikindum sínum.
Þórdís var svo sönn, svo opin og
átti auðvelt með að tjá sig um allt
milli himins og jarðar. Þrátt fyrir
að hún ætlaði sér sigur í baráttunni
horfðist hún í augu við að kannski
þyrfti hún að hverfa á braut fyrr en
hún óskaði. Það var skrýtið að
hlusta á vinkonu sína, í blóma lífs-
ins, tala um dauðann og undirbúa
komu hans. En þannig var Þórdís –
hrein og bein. Hún vildi tryggja
framtíð Kolbrúnar Ragnheiðar,
dóttur sinnar, sem best hún gat. Á
milli þeirra mæðgna var einstak-
lega fallegt og náið samband.
Elsku Kolbrún Ragnheiður, við í
saumaklúbbnum hennar mömmu
þinnar erum líka vinkonur þínar.
Við biðjum allt það góða að um-
vefja þig, ömmu þína og afa, Sig-
rúnu, Benna, Steina, Hrund og alla
þá sem standa þér nærri.
Minning hennar lifir.
Alda, Anna, Bára, Ellý,
Guðrún, Jóhanna J, Jó-
hanna R, Karen, Karól-
ína, Minna, Svava og
Sigríður Ágústa.
Ég kynntist Þórdísi fyrir 20 ár-
um þegar við unnum saman á Hótel
Borg. Þar sem ég var dálítið ung
og margt sem gerist á vinsælum
skemmtistöðum fannst mér gott að
vita af henni nálægt. Þórdís var
yndisleg manneskja, ofsalega hlý,
kát og skynsöm, þannig að fólki
leið vel nálægt henni. Hún kunni
líka að lifa lífinu og það sást best á
síðasta ári hvernig hún tók lífið
með trompi þegar hún komst að því
að hún gæti átt takmarkaðan tíma
eftir. Hún naut lífsins lystisemda af
mikilli innlifun og deildi því með
fólkinu sínu og lesendum bloggsíðu
sinnar. Hún barðist hetjulega í
veikindunum en varð að láta í
minni pokann. Á leiðinni finnst mér
þó að hún hafi sigrað, með æðru-
leysi sínu, jákvæðni, baráttugleði
og dugnaði. Hún kenndi mér margt
sem ég verð henni ævinlega þakk-
lát fyrir.
Kolbrún Ragnheiður var þó aug-
ljóslega líf og yndi Þórdísar Tinnu.
Þegar samvinnu okkar Þórdísar
lauk á Hótel Borg skildi leiðir en
þær lágu aftur saman þegar við
fórum að vinna saman í stjórn for-
eldrafélags Lækjarskóla. Kolbrún
Ragnheiður kom oftast með
mömmu sinni á fundi foreldra-
félagsins og virtust þær mæðgur
nánast óaðskiljanlegar. Þær voru
ótrúlega sætar saman og Kolbrún
ber það með sér að hafa verið
augasteinn mömmu sinnar. Ég held
að Þórdís hafi kennt Kolbrúnu svo
margt og gert það svo vel að Kol-
brún þarf ekki að kvíða framtíðinni,
svona greind, dugleg og hjartahlý
manneskja eins og hún er á eftir að
spjara sig vel í lífinu. Hún mun allt-
af búa að því sem mamma hennar
kenndi henni.
Við Þórdís áttum mjög gott sam-
starf í foreldrafélaginu og mun ég
áfram vinna að ákveðnu verkefni
sem við Þórdís vorum að vinna í
sameiningu. Hún hafði mikinn
áhuga á að leggja sitt af mörkum
til þess að gera skólann að enn
betri stað fyrir dóttur hennar að
vera á. Við í foreldrafélaginu mun-
um sakna Þórdísar úr okkar hópi
og minnumst hennar sem skemmti-
legs félaga.
Mig langar að senda fjölskyldu
og vinum Þórdísar Tinnu innilegar
samúðarkveðjur, sérstaklega þó
Kolbrúnu Ragnheiði, Sigrúnu,
Benna og foreldrum Þórdísar.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir.
Gæt þessa dags
því hann er lífið
lífið sjálft
Og í honum býr allur
allur sannleikurinn
og sannleikur tilverunnar
unaður vaxtar og grósku
dýrð hinna skapandi verka
ljómi máttarins.
Því gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð
en þessi dagur í dag
sé honum vel varið
umbreytir hverjum gærdegi
í verðmæta minningu
og hverjum morgumdegi
í vonarbjarma
Gæt þú því vel
þessa dags.
(Úr sanskrít.)
Minningarnar hrannast upp.
Dansandi spariklæddar 17. júní.
Leikandi í dúkkuleik undir svöl-
unum í Grænukinn 1. Gangandi
saman fyrsta skóladaginn að
hausti.
Diskódrottningar umgengust
pönkarann án fordóma.
Börn okkar tóku að fæðast, hvert
kraftaverkið á eftir öðru.
Minningarnar sem við skópum
saman eru ómetanlegar og munu
lifa í hjörtum okkar það sem eftir
er.
Síðasta árið sem Þórdís lifði þar
sem hún markvisst umbreytti
hverjum degi í verðmæta minningu
og kenndi þeim sem eftir lifa að
það er ekkert gefið í þessu lífi og
við eigum að þakka fyrir hvern
dag.
Elsku Kolbrún Ragnheiður, Alli,
Kolla, Steini, Hrund, Sigrún og
Benni, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Kristín R. Sæbergsdóttir.
Sólveig R. Sæbergsdóttir.
Lára Guðmundsdóttir.
Ég sá Þórdísi Tinnu fyrst á 9.
áratug síðustu aldar þegar ég hljóp
fáeina tíma í skarðið fyrir íslensku-
kennara hennar í Flensborg. Senni-
lega veitti ég henni meiri eftirtekt
en öðrum nemendum af því að ég
þekkti Þorstein bróður hennar. Ég
gleymdi að minnsta kosti ekki þess-
ari fríðu grannvöxnu stúlku með
dökkt hár, dillandi hlátur og augu
sem leiftruðu af hlýju og gleði. Ætli
það hafi ekki verið ári síðar sem ég
hringdi í hana og bað hana að sitja
hjá börnum mínum eina kvöldstund
þegar ég þurfti að bregða mér af
bæ. Hún kom – og þaðan í frá var
hún vinur allra í fjölskyldunni.
Lífsgleði, hlátur og mýkt í sam-
skiptum er það fyrsta sem manni
kemur í hug þegar maður minnist
Þórdísar. Jafnvel einörðustu
drumbum stökk bros í návist henn-
ar og menn sem höfðu aldrei sagt
hug sinn trúðu henni fyrir sínum
leyndustu þönkum. Hún átti líka
auðvelt með að sjá fegurð allt í
kringum sig, reyndar svo að mig
grunar að forarvilpur hafi stundum
skipt um lit og lag þegar hún gekk
hjá.
En hún hafði líka sterka réttlæt-
iskennd, stóð jafnan með þeim sem
hart urðu úti í samfélaginu og lá
ekki á skoðunum sínum um og við
valdhafa sem henni fannst ekki
standa sig. „Ég nenni ekki að kjósa
jafnaðarmannaflokk sem vill vera
alveg eins og íhaldið,“ ansaði hún
mér hlæjandi fyrir einhverjar bæj-
arstjórnarkosningar þegar ég
spurði hvort hún kysi enn Samfylk-
inguna. Skömmu fyrir andlátið lét
hún sig heldur ekki muna um að
ganga á fund heilbrigðisráðherra til
að gera honum grein fyrir hvað
mætti bæta í skiptum sjúkrahúsa
við krabbameinssjúka og aðstand-
endur þeirra.
Veikindi settu líf Þórdísar
snemma úr skorðum, komu t.d. í
veg fyrir að hún lyki framhalds-
skólanámi. Annars hefði hún
kannski farið í myndlistarskóla því
hún var afar listhneigð. Það orð
hefði hún reyndar aldrei notað sjálf.
„Ég er svo mikill dútlari,“ sagði
hún oft þegar hún sýndi manni það
sem hún hafði verið að búa til, t.d.
undurfallega skartgripi.
Í veikindum sínum gaf Þórdís yf-
irleitt ekki færi á að litið væri á
hana sem sjúkling. „Sjáðu, ég er al-
veg eins og froskur,“ heilsaði hún
flissandi þegar hún kom inn um
dyrnar hjá mér rúmlega tvítug, nær
óþekkjanleg af ofnæmi. Og í síðasta
skipti sem við töluðum saman til-
kynnti hún mér að hún væri að fara
á líknardeildina, gerði sig glettn-
islega í röddinni og bætti við: „Ég
verð þá farin að grilla í garðinum í
vor, er það ekki?“
Þórdís var alla tíð trúuð. Nú þeg-
ar hláturinn hennar lyftir ekki leng-
ur okkur, sem þekktum hana, upp
úr hvaða leiðindum sem er, geta
þau okkar sem vantrúuð eru að
minnsta kosti gælt við þá hugmynd
að hún sé komin til síns guðs. Og þá
söknum við hennar kannski ekki al-
veg eins mikið þegar við sjáum
hana fyrir okkur þar sem hún er
tekin til við að punta upp á himna-
ríki með dútlinu sínu – og segja al-
mættinu á sinn brosmilda og hrein-
skilna hátt hvað megi betur fara.
Kolbrúnu litlu og aðstandendum
Þórdísar öllum senda ég og mínir
sínar hlýjustu kveðjur.
Bergljót S. Kristjánsdóttir.
Elsku vinkona. Það er svo óraun-
verulegt að þú sért ekki lengur hér.
Það á eftir að taka langan tíma fyr-
ir mig að átta mig á því. Þó svo að
ég vissi í hvað stefndi þá var ég svo
viss um að þú kæmir til með að
hrista þetta af þér, eins og svo oft
áður, og ná því að horfa á litla eng-
ilinn þinn, hana Kolbrúnu Ragn-
heiði, vaxa úr grasi. Þú sem gerðir
samning við Guð, og ætlaðir þér
svo að fá að framlengja samninginn
þegar þar að kæmi. Ég sagði svo
oft við þig að heimurinn væri svo
miklu betri ef til væri annað eintak
af þér. Alltaf fannst þú á þér ef
einhver var veikur hjá mér, þá
fékk ég símtal, og spurði ég mig,
hvernig getur hún vitað þetta? En
svona varst þú, yndislegust, alltaf
að hugsa um það að allir aðrir
hefðu það sem allra best.
Elsku vinkona, ég kveð þig með
þessu fallega ljóði sem ég tók af
síðunni þinni, og finnst mér það
lýsa þér svo vel.
Ég elska þig ekki aðeins fyrir það
sem þú ert,
heldur fyrir það sem ég er þegar ég
er með þér.
Ég elska þig ekki aðeins fyrir það sem þú
hefur gert
úr sjálfum þér, heldur fyrir það sem þú
gerir úr mér.
Ég elska þig vegna þess að þú hefur gert
meira en
nokkur trú hefði megnað til að ég yrði góð
og meira en nokkur örlög hefðu megnað
til að ég yrði ánægð.
Þú hefur gert það án þess að snerta,
án þess að segja orð eða gefa merki.
Þú hefur gert það með því að vera þú
sjálfur. Kannski er
það einmitt þetta sem felst í að vera vinur.
(Ók. höfundur)
Elsku litla englinum Kolbrúnu
Ragnheiði, Sigrúnu, Benna, Steina
og foreldrum Þórdísar votta ég
mína dýpstu samúð og bið ég al-
góðan guð að vernda og veita ykk-
ur styrk á þessum erfiðu tímum.
Ólöf Ásta Stefánsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SKÚLA ÞÓRSSONAR,
Norðurvangi 28,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsólki heima-
hlynningar LSH fyrir ómetanlega aðstoð við
heimahjúkrun.
Hrafnhildur Sigurbjörnsdóttir,
Ína Skúladóttir, Ásgeir Úlfarsson,
Björg Skúladóttir, Jón Ásgeir Ríkarðsson,
Ragnheiður Skúladóttir, Emmanuel Ruffet,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI FRIÐRIK LEIFSSON,
lést sunnudaginn 20. janúar, útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Dóra Hervarsdóttir,
Leifur Sigurvin Helgason, Rut Stefánsdóttir,
Haraldur Freyr Helgason, Guðrún Ólafsdóttir,
Eggert Páll Helgason, Ásta Jónsdóttir,
Ásberg Helgi Helgason, Sigrún Arnarsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hásæti 6,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á deild 1 á
Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fyrir frábæra
umönnun og umhyggju.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Kjartan Erlendsson, Stefanía Ósk Stefánsdóttir,
Kolbeinn Erlendsson, Sólveig Inga Friðriksdóttir,
barnabörn og langömmubörn.