Morgunblaðið - 01.02.2008, Side 42

Morgunblaðið - 01.02.2008, Side 42
2008 gæti orðið árið sem markaði endur- komu þessa furðulega kon- ungs poppsins … 45 » reykjavíkreykjavík ÞULAN, blaðakonan, stjörnubloggarinn og nú sjónvarps- þáttastjórnandinn Ellý Ármanns hefur sagt skilið við Sviðsljósið á mbl.is. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hefur Ellý ráðið sig til netsjónvarpsstöðv- arinnar ÍNN sem Ingvi Hrafn Jónsson stýrir en þar eru fyrir fjölmiðlakonurnar Kolfinna Baldvinsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir auk annarra frétta- og fræðimanna. Síðasta Sviðsljóssfærslan var skrifuð í gær og síðasti dálkur Ellýjar á baksíðu 24 stunda birtist í dag. Ellý hef- ur nú staðið vaktina í Sviðljósinu frá október á síðasta ári. Vefsíðan þótti nokkuð vinsæl og oftar en ekki tók Ellý málefni líðandi stundar með eilítið öðruvísi hætti en geng- ur og gerist. Ellý sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hún varð langvinsælasti bloggari landsins en á tímabili voru um 10.000 manns fastagestir á bloggi hennar, ellyar- manns.blog.is. Ellý skrifar gjarnan um samskipti kynjanna og þá sérstaklega um reynslu vinkvenna sinna af karlmönnum. Síðustu fregnir herma að framleiðslufyrirtækið Pegasus hafi keypt framleiðsluréttinn á bloggi Ellýjar en hug- myndin er að framleiða þætti á borð við bandarísku sjón- varpsþættina Sex and the City. Enn verður hægt að lesa Sviðsljósið og skoða gömul myndskeið á svidsljos.is. Frá Sviðsljósinu á ÍNN Morgunblaðið/Kristinn Vistaskipti Ellý yfirgefur Sviðsljósið og færir sig yfir til Ingva Hrafns Jónssonar á ÍNN.  Frosti Loga- son, fyrrverandi gítarleikari Mín- uss (og núverandi gítarleikari í Drepi), kann ýmis klækjabrögðin er kemur að því að renna upp og niður gítarhálsinn. Hann hefur nú ákveð- ið að beita þeirri útsjónarsemi á fleiri sviðum þar sem hann er kom- inn á kaf í stúdentapólitíkina, en hann skipar nú fjórða sæti á fram- boðslista Vöku til Háskólaráðs (sjá http://vaka.host.is/frambod/ haskolarad2008). Frosti leggur stund á stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Það hefur seint þótt rokkað að halla sér til hægri í póli- tíkinni en Frosti getur þó alltént af- skrifað vinnu fyrir Sjálfstæð- isflokkinn eftir að hafa látið glannaleg ummæli falla um heil- brigðisráðherra í DV á dögunum. Frosti í framboði  Eitt merkasta hljóðver Íslands- sögunnar er Stúdíó Grettisgat sem Egill Ólafsson tónlistarmaður lét reisa í gömlu hesthúsi á bak við heimili þeirra hjóna á Grettisgötu. Í Grettisgati tóku fjölmargar rokk- hljómsveitir upp plötur sínar auk þess sem tónlist við kvikmyndir var reglulega samin þar og tekin upp. Þegar Stuðmenn komu saman aftur var heiti hljóðversins breytt í Stúd- íó Sýrland, samanber Sumar á Sýr- landi, en með tíð og tíma fluttist hljóðverið norður fyrir Laugaveg og nafnið með. Nú hefur heyrst að tónaflóð muni aftur fylla hesthúsið gamla við Grettisgötuna og að von sé jafnvel á einhverjum merkum tónlist- armönnum í húsið í framtíðinni. Grettisgat í gagnið á ný Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG Á eitt lag í myndinni, það kemur alveg í lokin áður en kreditlistinn rúllar. Þetta er svaka dramatík,“ segir Arnar Guðjónsson tónlistarmað- ur úr hljómsveitinni Leaves, en breski leikstjór- inn Sean Ellis valdi lag eftir Arnar í nýjustu mynd sína, hryllingsmyndina The Broken sem sýnd er á Sundance-kvikmyndahátíðinni um þessar mund- ir. Þar hefur myndin vakið töluverða athygli og fengið góða dóma. Umrætt lag er tekið af plötunni Leðurstræti sem kom út fyrir átta árum. „Þetta er tónlist sem ég gerði með bróður mínum, Sigurði Guðjónssyni myndlistarmanni. Þetta var tónlist sem við gerð- um fyrir myndbandsverk árið 2000,“ segir Arnar. „Leikstjórinn Sean Ellis fékk svo þennan disk og varð mjög hrifinn af honum. Hann setti sig strax í samband við mig og síðan þá hefur þetta legið í loftinu. Það var svo ekki fyrr en núna sem hann kom þessu að.“ Í anda Lynch og Hitchcock Aðspurður segir Arnar að hann hafi endur- unnið lagið örlítið áður en það var notað í mynd- inni. „Þetta er eins konar blanda af raftónlist og kvikmyndatónlist, ég vann þetta með bróður mín- um sem er mikið að vinna með ambient-hljóð,“ segir hann og bætir því við að um gott tækifæri sé að ræða. „Það er frábært að komast einhvers staðar inn og ég gæti alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Það er líka aldrei að vita nema einhver taki eftir þessu lokalagi.“ Sjálfur er Arnar ekki búinn að sjá myndina, enda hefur hún einungis verið sýnd opinberlega á Sundance. „Ég er bara búinn að sjá þetta loka- atriði þannig að ég veit ekkert hvað gerist í myndinni. En mér skilst að hún sé í anda bæði David Lynch og Alfreds Hitchcock,“ segir Arnar sem stefnir þó að því að sjá myndina sem fyrst. „Það er spurning hvort maður komist á frumsýn- inguna í Bretlandi, það væri gaman.“ Ekki er hægt að sleppa Arnari án þess að spyrja hann út í næstu plötu Leaves sem hefur verið nokkuð lengi í bígerð. „Hún er alveg að verða tilbúin, við förum að láta í okkur heyra. Við erum mjög sáttir við það sem við erum að gera núna, en höfum ekki verið það hingað til. Við vilj- um koma lagi í gang fyrir sumarið, svo ætlum við að koma plötunni út hér heima sem fyrst.“ Svakaleg dramatík Lokalagið í bresku hryllingsmyndinni The Broken er eftir Arnar Guðjónsson Árvakur/Golli Tónskáld Arnar Guðjónsson er líklega þekktastur fyrir að vera aðalsprauta hljómsveitarinnar Leaves sem hefur verið að vinna að plötu í nokkurn tíma. UNIFEM á Íslandi Laugavegi 42 Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Sími 552 6200 unifem@unifem.is www.unifem.is Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42 Laugardaginn 2. febrúar kl. 13–14 UNIFEM-UMRÆÐUR um Kongó og Suður-Súdan Sigríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður og þróunarfræðingur Er eitthvað annað en stríð í Súdan? Bergljót Arnalds rithöfundur og leikkona Kongó: Helvíti í paradís Fyrirlesararnir fjalla um söguna, pólitíkina og jafnrétti kynjanna eftir stríðsátökin í Suður-Súdan og Kongó út frá eigin reynslu. Allir velkomnir og ókeypis inn. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.