Morgunblaðið - 01.02.2008, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 45
ÞRÁTT fyrir ásakanir um barna-
misnotkun og þrálátar fréttir af
gjaldþroti hyggst tónlistarmaðurinn
Michael Jackson snúa aftur á þessu
ári. Og það með ekki aðeins eina
plötu, heldur tvær. Fyrri platan er
25 ára afmælisútgáfa á söluhæstu
plötu allra tíma Thriller (104 millj-
ónir eintaka seld) en sú síðari er
plata með glænýjum lögum sem
Jackson hefur unnið að á und-
anförnum árum. Á meðal þeirra sem
koma að Thriller 25 (útgáfudagur er
11. febrúar) með Jackson sjálfum
má nefna will.i.am úr Blackeyed
Peas, Kanye West og Akon en bæði
will.i.am og Akon komu að gerð nýju
plötunnar sem áætlað er að komi út
nokkrum vikum eftir útgáfudag
Thriller 25.
Mikið gengið á
Þessar fréttir eru eflaust mörgum
Jackson-aðdáendum gleðiefni því
popparinn hefur ekki sent frá sér
nýtt lag í um fimm ár. Skyldi engan
undra þar sem Jackson hefur verið á
hálfgerðum hrakhólum síðustu ár
eða allt frá fyrstu ásökunum um að
hann misnotaði börn á búgarði sín-
um í Kaliforníu. Jackson var sýkn-
aður af öllum ásökunum en flutti
fljótlega til arabaríkisins Bahrain í
kjölfar sýknunar. Talið var að þar-
lent fyrirtæki Two Seas myndi gefa
út næstu plötur popparans en nú
virðist sem upp úr því samstarfi hafi
slitnað. Jackson hefur nú stofnað
nýtt fyrirtæki, The Michael Jackson
Company Inc. sem mun sjá um öll
hans fjár- og útgáfumál.
Áhyggjur af sölu
Eins og áður sagði kemur 25 ára
afmælisútgáfa af Thriller-plötunni
út nú í febrúar en það skýtur svolítið
skökku við að í ár eru í raun 26 ár frá
því að platan kom út. Þykir þetta
bera vott um ruglinginn sem sagður
er allsráðandi í kringum Jackson og
að platan hafi í raun átt að koma út í
fyrra. Af því hafi hins vegar ekki
orðið vegna frestunar- og fullkomn-
unaráráttu popparans. Þegar hafa
tvær smáskífur af plötunni verið
settar í sölu á netinu, „The Girl is
Mine“ og „Wanna be Startin’ Somet-
hing“. Hvorugar hafa selst vel og
það segir e.t.v. einhverja sögu að
hingað til hafa þessar smáskífur
ekki ratað í útvarp. Fjárhags-
kröggur Jacksons hafa verið tölu-
verðar undanfarið og eru margir
farnir að búa sig undir annað fjár-
hagslegt áfall í kjölfar útgáfunnar.
Hingað til hefur fjárhagur Jacksons
aðallega snúist um að hann hefur
ekki jafnmikinn aðgang að lausafé
og áður. Hefur honum tekist að
stinga sér fyrir horn með því að selja
eignir, svo sem stóran hlut sinn í
Sony/ATV Music Publishing.
Við sjáum þó hvað setur. 2008
gæti orðið árið sem markaði end-
urkomu þessa furðulega konungs
poppsins.
Michael Jackson snýr aftur
25 ára afmælis-
útgáfa á Thriller í
febrúar og ný
plata í kjölfarið
Félagar Þessi mynd af þeim Britney og Jackson er að mörgu leyti táknræn
fyrir þau vandræði sem elt hafa stjörnurnar að undanförnu.
Reuters
Flakkari Popparinn hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár. Hér er hann
staddur á bandarískum herflugvelli í Japan í mars á síðasta ári.
Hryllingur Myndbandið við titillag
plötunnar hefur margoft verið
valið besta tónlistarmyndband
sögunnar.
Vinsæl Platan Thriller er ennþá
söluhæsta hljómplata allra tíma.
Frá árinu 1982 hefur hún selst í
meira en 104 milljónum eintaka.
Skilaboðaskjóðan
eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjöskylduna
sýn. sun. 3/2 kl. 14 & 17 örfá sæti laus
Konan áður
eftir Roland Schimmelpfenning
Ást og háski í hrollvekjandi aðstæðum
sýn. lau. 2/2 örfá sæti laus
sýningum að ljúka
Vígaguðinn e. Yasminu Reza
fös. 1/2 kl. 20 uppselt
lau. 2/2 kl. 16 örfá sæti laus
Ívanov eftir Anton Tsjekhov
Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur
örfá sæti laus um helgina
allra síðasta sýning 24/2
Óvægið gamanleikrit
á Smíðaverkstæðinu
„ Leikhúsinu til sóma...
Eitt af þremur bestu
leikverkunum á
stórhöfuðborgarsvæðinu
segir Jón Viðar.” DV 28/1