Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
FJÓRTÁN ungmenni hafa verið val-
in til að taka þátt í Snorraverkefninu
hérlendis í sumar. Ásta Sól Krist-
jánsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga, segir að
valið hafi verið sérstaklega erfitt að
þessu sinni því flestir umsækjendur
hafi verið mjög frambærilegir.
Að sögn Ástu Sólar hafa aldrei
fleiri umsóknir borist frá Alberta-
fylki í Kanada en að þessu sinni eða
sjö af 23 umsóknum. Því miður hafi
þurft að hafna nokkrum góðum um-
sækjendum en það sýndi jafnframt
styrk verkefnisins.
Þátttakendurnir, sem valdir voru,
eru Jane McReynolds frá Calgary,
Alberta, Eileen Aldis McCurdy frá
London, Ontario, Brad Heron frá
Canmore, Alberta, Tara Dawson frá
Aurora, Ontario, Marc Whiteway frá
Toronto, Ontario, Natalie Wirth frá
Winnipeg, Manitoba, Cheryl John-
son frá Winnipeg, Manitoba, T. J.
Michael Grisdale frá Calgary, Al-
berta, Heather Gummo frá Calgary,
Alberta, Páll Magnús Kornmayer
frá Alpharetta í Georgíu, Bandaríkj-
unum, Lyle Floyd Christensen frá
Elk Ridge, Utah, Katie Hinds frá
Mudesto, Kaliforníu og Alexander
Carl Bjornson frá Victoria í Bresku
Kólumbíu í Kanada.
Yngsti þátttakandinn er 19 ára og
sá elsti á 28. aldursári. Þátttakend-
urnir koma til landsins að morgni 15.
júní og fara héðan 26. júlí.
Snorraverkefnið (www.snorri.is)
er samstarfsverkefni Norræna fé-
lagsins og Þjóðræknisfélags Íslend-
inga. Það fer fram á Íslandi, hófst
sumarið 1999 og hafa 133 ungmenni
tekið þátt í því. Tilgangurinn með
verkefninu er fyrst og fremst að
gefa 18 til 28 ára ungmennum af ís-
lenskum ættum í Norður-Ameríku
tækifæri til þess að kynnast upp-
runa sínum og hvetja þau til að varð-
veita og rækta íslenskan menningar-
og þjóðararf sinn. Um sex vikna
verkefni er að ræða. Sambærilegt
verkefni fyrir íslensk ungmenni hef-
ur verið í Manitoba síðan 2001 og
hafa 43 krakkar tekið þátt í því auk
þess sem tvær stúlkur fóru á sams
konar verkefni í Ontario í fyrrasum-
ar. Þetta eru svonefnd Snorri vestur
verkefni. Ennfremur hefur verið
boðið upp á verkefni hérlendis fyrir
eldra fólk (Snorri plús) frá 2003 og
hafa 54 tekið þátt í því.
Kynning í framhaldsskólum
Um þessar mundir fer fram í ýms-
um framhaldsskólum landsins kynn-
ing á Snorra vestur verkefnunum í
Kanada. Ásta Sól segist ekki komast
yfir að heimsækja alla skólana, en
hún sendi þeim veggspjöld og veki
auk þess athygli á verkefnunum með
póstsendingum á Netinu.
Verkefnin vestra hafa notið mik-
illa vinsælda. Í Manitoba hefur verið
miðað við að taka á móti átta ein-
staklingum og tekið verður á móti
tveimur í Ontario í sumar eins og í
fyrrasumar. Wanda Anderson hefur
verið verkefnisstjóri í Manitoba frá
upphafi og forsvarsmenn Íslend-
ingafélaganna í Ottawa og Toronto
sjá um skipulagninguna í Ontario.
Farið verður til Manitoba 27. júní
og flogið heim 9. ágúst, en sambæri-
legar dagsetningar fyrir Ontario eru
26. júní og 8. júlí. Umsóknarfrestur
rennur út 19. mars og er umsækj-
endum bent á að hægt er að nálgast
umsóknareyðublöð á vefsíðu Snorra-
verkefnisins (www.snorri.is). Þar
eru einnig nánari upplýsingar.
Valið var sérstaklega erfitt í ár
Snorrar Þátttakendur í Manitoba 2007. Frá vinstri: Andrea Björnsdóttir, Þóra Samúelsdóttir, Sindri Viktorsson,
Íris Hauksdóttir, Eygló Einarsdóttir, Hrafnhildur Sigmarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Lára Gústafsdóttir.
Kynning Friðný Hermundardóttir, þátttakandi í verkefninu í Ontario 2007,
Lára Gústafsdóttir, og Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir, forseti Nemenda-
sambandsins Snorra, aðstoðuðu við kynningu á verkefninu á Akureyri.
Snorraverkefnið
í Kanada kynnt
í framhaldsskólum
landsins
Í HNOTSKURN
» Snorraverkefnið hófst sum-arið 1999 og hafa 133 ung-
menni tekið þátt í því.
» Sambærilegt verkefni,Snorri vestur, fyrir íslensk
ungmenni hefur verið í Manitoba
síðan 2001 og hafa 43 krakkar
tekið þátt í því auk þess sem tvær
stúlkur tóku þátt í sams konar
verkefni í Ontario í fyrrasumar.
ÚR VESTURHEIMI
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
„ÞETTA leikrit snýst um banda-
ríska drauminn á áttunda áratug
síðustu aldar. Við tökum púlsinn á
ýmsum kvikmyndum sem voru
sýndar á þeim tíma, þar sem ungt
fólk var að eltast við frægð og
frama,“ segir Gunnar Sturla Her-
varsson, höfundur leikritsins.
Þegar Morgunblaðið fór í heim-
sókn á æfingu í Bíóhöllinni í gær var
Gunnar Sturla að halda „hálfleiks-
ræðu“ og þar hvatti hann leikarana
og alla aðra sem að sýningunni koma
til dáða. Gunnar er leikstjóri og
semur að auki um helming tónlistar-
innar í leikritinu. „Við vorum ekki
nógu góð á síðustu æfingu og ég
þurfti að skerpa aðeins á einbeiting-
unni hjá krökkunum. Þau eru mjög
áhugasöm og dugleg en eins og ger-
ist og gengur dettur einbeitingin að-
eins niður af og til. Þá þarf að halda
„hálfleiksræðu“ eins og í íþrótt-
unum,“ sagði Gunnar.
Um 50 nemendur koma að leikrit-
inu með einum eða öðrum hætti og
er oft þröng á þingi í búningsklef-
anum, undir leiksviðinu í Bíóhöllinni.
Flosi Einarsson er tónlistarstjóri
sýningarinnar og stjórnaði hann
upptökum. „Tónlistin sem notuð er í
sýningunni er of flókin til þess að
vera með hljómsveit og lifandi flutn-
ing á leiksýningunni. Við tókum því
allt upp og þetta kemur ljómandi vel
út,“ sagði Flosi en hann ætti að vera
á heimavelli þegar þekktum banda-
rískum lögum frá áttunda áratugn-
um er skotið inn á milli frumsömdu
laganna sem Gunnar Sturla samdi.
„Ég kannast vel við þessi lög og hef
örugglega spilað þau flest á böllum
hér á árum áður með Tíbrá,“ bætti
Flosi við.
Dansatriði skipa stóran þátt í sýn-
ingunni en danshöfundarnir eru
Sandra Ómarsdóttir og Þórdís
Schram.
Þetta er ekki fyrsta verkið sem
Gunnar Sturla tekur þátt í að semja
og leikstýra. Hann hefur samið
söngleiki sem settir hafa verið upp í
grunnskólanum Grundaskóla á
Akranesi og hafa þau verk notið
mikilla vinsælda.
Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir er
í aðalhlutverki sýningarinnar en hún
leikur stúlku í framhaldsskóla sem
flytur til stórborgar í leit að frægð
og frama. „Þetta er mjög spennandi
verkefni og þá sérstaklega fyrir mig
þar sem ég er að útskrifast úr skól-
anum í vor. Þetta er því í síðasta
sinn sem ég fæ tækifæri að taka þátt
í verkefni NFFA,“ sagði Helga Ingi-
björg. Hún hefur ágæta reynslu af
því að leika og syngja og segir aðal-
leikkonan að mikill áhugi sé á verk-
inu hjá nemendum skólans. „Því
miður hefur félagslífið í vetur verið
frekar dauft miðað við áður. Ég veit
ekki hverju er um að kenna. Mér
finnst nemendur sýna lítið frum-
kvæði og það þarf að breytast.“
Helga Ingibjörg segir að „Algjör
draumur“ sé mjög líflegt leikrit en
hún hefur sjálf hlustað mikið á þá
tónlist sem notuð er í leikritinu.
„Þetta er tónlist sem allir kannast
við. Lög úr Fame, Footlose og Mich-
ael Jackson kemur einnig við sögu í
bland við frumsamda tónlist Gunn-
ars leikstjóra. Ég get lofað því að
þetta verður mjög fjörugt og
skemmtilegt leikrit.“ Aðspurð segir
Helga Ingibjörg að Gunnar haldi
uppi ágætum aga á leikhópnum.
„Hann þarf stundum að „æsa sig“
aðeins og koma okkur á réttu braut-
ina. Hópurinn sem stendur að þessu
er mjög samstilltur og við lærum
mjög mikið á þessari vinnu. Námið
situr svolítið á hakanum þessa dag-
ana. Eiginlega er ég ekkert að gera
nema að æfa fyrir þessa sýningu.“
Helga Ingibjörg ætlar jafnvel að
leggja leiklistina fyrir sig í framtíð-
inni.
„Já, ég er aðeins farin að skoða
mig um. Það gæti verið að ég endaði
í Boston í Bandaríkjunum. Ef allt
gengur upp þá mun ég fara í maí að
skoða skóla sem mér var bent á. Ef
það gengur eftir væri það frábært.“
Grín gert að bandaríska draumnum
Samstilltur hópur Það er kröftugur hópur sem tekur þátt í leiksýningunni Algjör draumur eftir Gunnar Sturlu
Hervarsson. Um 50 nemendur úr Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi taka þátt í sýningunni.
Söngleikurinn „Algjör
draumur“ verður frum-
sýndur á föstudaginn á
Akranesi. Leikfélag
Nemendafélags Fjöl-
brautaskóla Vest-
urlands á Akranesi
stendur að sýningunni.
Í HNOTSKURN
»Höfundur verksins er Gunn-ar Hervar Sturluson.
»Gunnar Sturla hefur samiðsöngleiki sem settir hafa ver-
ið upp í grunnskólanum á Akra-
nesi.
»Leikritið snýst um banda-ríska drauminn á áttunda
áratug síðustu aldar.
»Flosi Einarsson er tónlistar-stjóri sýningarinnar.
»Helga Ingibjörg Guðjóns-dóttir leikur aðalhlutverkið.