Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is RAUL Castro var kjörinn forseti Kúbu í lokuðu kjöri á Kúbuþingi í gærkvöldi. Með nýjum forseta telst nærri hálfrar aldar valdatíma Fidels Castros lokið, en hann tilkynnti í síð- ustu viku að vegna heilsubrests hygði hann ekki á áframhaldandi setu sem forseti landsins. Kjör Rauls, bróður Fidels, þykir gefa til kynna að ekki sé mikilla hug- myndafræðilegra breytinga að vænta á Kúbu á næstunni. George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir væntingum um breytingar í átt til lýðræðis á Kúbu og „að nýr forseti fæli í sér upphafið að lýðræðislegum umskiptum.“ Til að storka þeim um- mælum lýsti Fidel því hins vegar yfir að þrátt fyrir breytingar myndu yf- irvöld halda áfram að feta veginn í anda byltingarinnar. Kjör Rauls kemur ekki á óvart og samkvæmt heimildum AFP frétta- stofunnar var hann sá eini sem mælt hafði verið með til kjörs á þinginu. Jose Ramon Machado, sem er 77 ára og því árinu eldri en Raul, var kjör- inn fyrsti varaforseti landsins og kom sú ákvörðun þingsins nokkuð á óvart. Búist hafði verið við að yngri maður tæki við því embætti og hafði Carlos Lage, 56 ára varaforseti, ver- ið nefndur í því tilliti. Lage telst til „millikynslóðar“ forystumanna bylt- ingarinnar á Kúbu og var einn af nánustu samstarfsmönnum Fidels Castros. Á þinginu kusu fulltrúarnir jafnframt yfirmann hersins, fimm varaforseta, ritara flokksins og 23 meðlimi ríkisráðsins. Munu ráðfæra sig við Fidel Á þinginu í gær lagði nýkjörinn forseti til að allar stórar ákvarðanir sem yfirvöld hygðust taka yrðu bornar undir Fidel Castro og þótti Raul þar undirstrika að Fidel væri enn aðalleiðtogi landsins, þó tími hans sem forseta væri liðinn. Tillög- unni var tekið fagnandi á þinginu. Flestir stjórnmálaskýrendur hafa spáð því að helstu breytingar á Kúbu verði efnahagslegs eðlis. Raul hefur gert umsvifalitlar breytinga í þá 19 mánuði sem hann hefur gegnt for- setahlutverkinu í veikindum Fidels, en hefur lofað stærri breytingum sem allar „muni þó falla að ramma sósíalismans.“ Reuters Litli bróðir Raul Castro eftir kjörið á Kúbuþingi í gærkvöldi. Raul Castro tekur við sem forseti á Kúbu Kjörið þykir benda til að ekki sé mikilla breytinga að vænta Aups. AP. | Jarðkeppir eru brúnir klumpar af sveppaætt sem vaxa neð- anjarðar og eru mikils metnir meðal matgæðinga. Keppurinn hefur verið kallaður „demantur matargerð- arlistarinnar“ og er sagður gera konur blíðari og karlmenn betri elskhuga. Sveppurinn vex í skjóli trjáróta og fyrir óreynda getur verið erfitt að finna þá, því þeir líkjast helst moldarkögglum. Áður fyrr voru svín notuð til að þefa sveppina uppi, en nú er notast við sérþjálfaða hunda. En nú eru blikur á lofti. Á mörk- uðum þar sem jarðkeppaviðskiptin blómstruðu áður ríkir kreppa. Undanfarin fimm ár hafa þurrkar gengið yfir Var-hérað í Suðaustur- Frakklandi og þau héruð á Spáni og Ítalíu þar sem sveppurinn vex. Verð keppanna hefur meira en tvöfaldast sl. fimm ár. Það hefur reyndar alltaf verið hátt, en nú er svo komið að kílóið er á rúmar 80.000 íslenskar krónur. Framleið- endur eru sannfærðir um að yf- irstandandi þurrkur verði langvar- andi og muni hafa alvarlegar afleiðingar. Eina vopnið sem þeir hafa er að vökva nógu mikið en án þess yxu engir jarðkeppir. Með breyttu veðurfari gæti fram- leiðslan flutt sig um set og nú hefur m.a. verið hafinn innflutningur á jarðkeppum til Frakklands frá Kína. Kínversku sveppirnir eru mun ódýrari en þeir frönsku, en franskir kunnáttumenn gefa lítið fyrir þá vöru „okkar viðskiptavinir eru fag- menn og láta ekki blekkjast,“ segir Lucien Barbaroux, gamall framleið- andi sem hefur ekki nokkrar áhyggj- ur af samkeppninni úr austri. Loftslagsfræðingar segja það of snemmt að segja til um hvort lofts- lagsbreytingar valda þurrkinum. Kreppa á keppamarkaði Framleiðsla jarðkeppa í Suður-Evrópu gæti verið á undan- haldi vegna loftslagsbreytinga, þurrkar ógna framleiðslu AP Þefað Matgæðingur kannar gæði jarðkepps í Suður-Frakklandi VIÐSKIPTAVINIR rakaranna á götum Lahore-borgar virðast sáttir við látlausa umgjörð viðskiptanna, enda væntanlega um prýðis rakstur að ræða. Lahore-borg er höfuðborg Punjab-héraðsins í Pakistan og er önnur stærsta borg landsins, með um 10 milljónir íbúa. La- hore hefur verið nefnd „hjarta Pakistans“ vegna sögu- legs mikilvægis hennar, en hún hefur verið aðalmiðstöð menningar- og stjórnmála landsins. AP Stund á milli stríða DIMITRIS Christofias, formaður Kommúnistaflokksins á Kýpur, vann sigur í forsetakosningunum á Kýpur í gær. Aðalkeppinautur hans, Ioannis Kasoulides úr hægri flokknum DISY, játaði sig sigraðan en hét Christofias jafnframt stuðn- ingi sínum í baráttunni fyrir sam- einaðri Kýpur. Meginástæða þess að ríkjandi forseti, Papadopoulos, komst ekki í aðra umferð kosninganna er talin vera hversu mjög hann hefur í valdatíð sinni sett sig gegn því að sættir næðust við Kýpur-Tyrki, en eyjan hefur verið tvískipt frá árinu 1974. Sameining gæti m.a. gert Tyrkjum auðveldara fyrir að ganga í Evrópusambandið. Leiðtogi Kýpur-Tyrkja, Mehmet Ali Talat, hringdi í nýkjörinn for- seta í gær til að óska honum til hamingju og mun jafnframt hafa lýst sig reiðubúinn til fundar við Christofias innan tíðar. „Það eru erfiðir tímar fram- undan en við munum sameina krafta okkar til að ná að sameina land okkar á ný,“ sagði Christofias stuðningsmönnum sínum, sem fögnuðu ákaft eftir að úrslit voru orðin kunn. Frambjóðendurnir stóðu mjög jafnir allt fram að lokum talningar. Nýr forseti talinn munu stuðla að sameiningu Kýpur Fögnuður Stuðningsmenn Christ- ofias streymdu um götur Nicosia. EINNI af farþegaþotum Virgin Atlantic var í gær flogið frá London til Amsterdam með því að nota lífrænt eldsneyti og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt eldsneyti er notað í áætl- unarflugi. Markmiðið með fluginu var að sýna fram á að lífrænt eldsneyti ylli minni losun koltvísýr- ings en venjulegt þotueldsneyti. Talsmaður Virgin Atlantic sagði að það myndi taka nokkrar vikur að rannsaka upplýsingarnar um flugið. Richard Branson, forstjóri Virgin Atlantic, sagði tilraunaflugið marka tímamót og gera flugfélaginu kleift að nota „hreint eldsneyti“ fyrr en áætlað hafði verið. Í tilrauninni var einn af fjórum hreyflum þotunnar knúinn með eldsneyti sem unnið var úr kókoshnetum og pálmahnetuolíu. Nokkrir sérfræðingar fögnuðu tilrauninni, sögðu hana geta reynst gagn- lega í baráttunni gegn losun lofttegunda sem eru taldar stuðla að loftslags- breytingum í heiminum. Aðrir lýstu henni sem auglýsingabrellu af hálfu Bransons og sögðu að mörgum spurningum væri enn ósvarað um hversu gagnlegt lífrænt eldsneyti gæti verið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Farþegaþota knúin með líf- rænu eldsneyti í tilraunaflugi Brella? Branson kastar hnetu við þotu Virgin Atlantic. VIAGRA, undra- lyfið við ris- vandamálum karlmanna, verður 10 ára í næsta mánuði. Viagra er mikið notað í Dan- mörku og nota nú yfir 40.000 Danir lyfið að því er fram kemur á vefsíðu Berl- ingske Tidende. En það eru ekki aðeins karlmenn komnir yfir fer- tugt sem nota lyfið eins og miðað var við þegar framleiðsla á Vi- agra hófst. Danskir kynlífsfræð- ingar hafa áhyggjur af því hversu hratt notkun lyfsins vex meðal ungra karla. Tæplega 3.000 manns undir fertugu fái lyfið hjá lækni og það sé um 7% af sam- anlagðri neyslu í Danmörku. Fyr- ir utan það verði margir sér úti um lyfið á netinu. Notkunin teygi sig niður til 15 ára unglinga. Kynlífsfræðingarnir segja það vissulega í lagi að skrifa upp á lyfið ef um tímabundið ástand sé að ræða. Til frambúðar sé lyfið hinsvegar afleit lausn fyrir svo unga menn, oft megi leysa ris- vandamál þeirra með fræðslu eða samtölum. Notkun Viagra fer vaxandi meðal ungra karlmanna Undralyfið bláa. RALPH Nader, sem hefur barist fyrir réttindum neytenda í Bandaríkjunum, skýrði frá því í gær að hann hygðist bjóða sig fram í forseta- kosningunum í nóvember. Nader, sem er að verða 74 ára, kvaðst ætla að bjóða sig fram í þágu umhverfismála, vinnuvernd- ar og gegn sérhagsmunum fyr- irtækja. Margir demókratar telja að framboð Naders árið 2000 hafi orðið til þess að George W. Bush komst til valda. Nader fékk þá um 97.000 atkvæði í Flórída sem réð úrslitum í forsetakosningunum. Hann fékk aðeins 0,3% atkvæða í forsetakosningunum árið 2004. Ralph Nader boð- ar forsetaframboð Ralph Nader SJÁLFSMORÐSÁRÁSARMAÐUR drap allt að 40 manns og særði 60, er hann réðst á áningarstað sjíta- pílagríma suður af Bagdad í gær. Pílagrímarnir voru á leiðinni til borgarinnar Karbala þar sem Imam Hussein er grafinn, en dauði hans lagði grundvöll að sjítahreyfing- unni. Að sögn lögreglu eru nú um 40.000 lögreglumenn í viðbragðs- stöðu þar sem helgisamkomur sjíta hafa tíðum verið skotmörk súnní- uppreisnarmanna. Hápunktur helgihaldsins er á miðvikudag. Reuters Tugir sjíta létu lífið í sprengingu STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.