Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 35 25 FEB 17:00 Mannaland 20:00 Sálumessa 22:00 Melónuleiðin MÁN Allar upplýsingar er að finna á WWW.FJALAKOTTUR.IS JANE (Heigl) er hjálpsöm og fórnfús ljúflingur, sannur skáti. Ef einhver vinkvenna hennar þarf á hjálp að halda við brúðkaup þá er bara að hringja í Jane, slíkt stúss á hug hennar allan. Sjálfri gengur henni ekki sem best, er jafnan brúðarmærin, ekki brúðurin. Hún hefur reyndar vænan bita í sigt- inu, húsbónda sinn George (Burns), en þeir draumar breytast í martröð þegar Tess (Akerman), hin slóttuga systir hennar, birtist óvænt, stingur undan henni og er snögg að því. Blaðamaðurinn Kevin kemur til skjalanna og leggur snörur sínar fyrir Jane en án árangurs. Hún situr sem fastast á brúðarkjól- unum 27 og sér ekki lengra. Góðar, rómantískar gam- anmyndir eru frekar fáséðar, kafna oftar en ekki í óraunsærri væmni og silkimjúkum tökum á persónunum sem eru oftast nær leiknar af sætabrauðsdrengjum og -stúlkum. Það er hins vegar ósvik- inn drifkraftur í Heigl (Knocked Up, Grey’s Anatomy), ef hún heldur áfram að vanda hlutverka- valið, þarf hún ekki að óttast framtíðina því hún hefur ótvíræða gamanleikhæfileika. Akerman er ekki sem verst og ágætur val- kostur fyrir framleiðendur sem hafa ekki efni á Cameron Diaz. Handrit og leikstjórn hjálpa síðan til að gera 27 Dresses að prýði- legri afþreyingu, ekki aðeins fyrir ungar og ástfangnar stúlkur, heldur flesta gamanmyndaunn- endur. Jane skiptir um hlutverk KVIKMYND Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Anne Fletcher. Aðalleikarar: Katherine Heigl, James Marsden, Malin Akerman, Edward Burns. 105 mín. Bandaríkin 2008. 27 Dresses – 27 kjólar Sæbjörn Valdimarsson Ágæt gamanmynd „Það er hins vegar ósvikinn drifkraftur í Heigl (Knocked Up, Grey’s Anatomy), ef hún heldur áfram að vanda hlutverkavalið þarf hún ekki að óttast framtíðina því hún hefur ótvíræða gamanleikhæfileika.“ POPPSÖNGKONAN Britney Spears hitti syni sína tvo í fyrradag, Sean Preston og Jayden James, eftir um tveggja mánaða aðskilnað. Sean er tveggja ára og Jayden eins árs. Drengirnir fengu að vera í þrjár klukkustundir með móður sinni og afa, James Spears. Geðlæknir var einnig viðstaddur, að sögn banda- ríska tímaritsins People. Spears var flutt á geðdeild sjúkra- húss í Kaliforníu 4. janúar sl. Spears var svipt forræði yfir drengjunum í fyrra og það veitt föður þeirra Kevin Federline. Lögfræðingar Spears og Federline komust sl. föstudag að samkomulagi um að Spears fengi að hitta börnin. Fékk að hitta syni sína Reuters Fær að sjá börnin Spears á MTV- verðlaunahátíðinni í fyrra. EDDIE Murphy og Lindsay Lohan hlutu þann vafasama heiður að vera valin verstu leikarar ársins 2007 þeg- ar veitt svokölluð Golden Raspberry- verðlaun laugardaginn sl. Verðlaun þessi, kennd við gyllt hindber, eru veitt árlega í Bandaríkjunum og það skömmu fyrir afhendingu Ósk- arsverðlauna. Verðlaunagripurinn er úðaður með gylltri málningu og er 4,89 dollara virði. Í raun er verið að gera grín að Ósk- arsverðlaununum og þarf ekki að koma á óvart að Murphy og Lohan mættu ekki til að taka á móti Gull- hindberinu. Murphy og Lohan verst Reuters Lélegasta leikkonan Lindsay Loh- an tók ekki við Gullhindberinu í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.