Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 18
gæludýr
18 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Fríðu Björnsdóttur
fridavob@islandia.is
Dýraspítalinn í Garðabæfluttist um set í desem-berbyrjun, úr Lyngásiyfir í Kirkjulund 13. Þar
bíður gæludýranna og eigenda
þeirra fullkomið dýrasjúkrahús með
öllum helstu tækjum og tækni. Þar
starfa nú fimm dýralæknar auk að-
stoðarfólks.
„Við Jakobína Sigvaldadóttir
dýralæknir hófum starfsemina í
Lyngásnum árið 1997,“ segir
Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir.
Dýralæknastofan var ekki stór í
upphafi og ekki leið nema ár þang-
að til þær stöllur sáu að nauðsyn-
legt væri að auka við rýmið. Þær
voru í vafa um það hversu mikil
stækkunin ætti að verða, en stigu
skrefið til fulls og stækkuðu rýmið í
240 fermetra. Ekki leið þó á löngu
þar til meira að segja það reyndist
of lítið. Nú er spítalinn kominn í yf-
ir 400 fermetra húsnæði í Kirkju-
lundi.
Starfsþjálfun fyrir
dýrahjúkrunarfræðinga
Hanna segir að á spítalanum sé
mikið lagt upp úr að starfsmenn
vinni sem teymi og geti skipst á
ráðum og gagnrýni. „Við viljum
gjarnan að hér starfi fólk sem sé
þjálfað á ákveðnum sviðum. Þannig
er Jakobína í sérhæfingarnámi í
bæklunarlækningum og skurðlækn-
ingum og ég lýk í haust framhalds-
námi í fagdýralækningum í Dan-
mörku og legg áherslu á
lyflækningar. Dagmar Ýr Ólafs-
dóttir dýralæknir hefur enn ekki
farið í sérfræðinám en hefur fram
að þessu lagt sig mikið eftir ýmsu
sem tengist fuglum.
Auk okkar þriggja starfa hér
dýralæknarnir Agnes Helga Martin
og Sunneva Eggertsdóttir. Fram-
kvæmdastjóri er Björn S. Árnason
hundaatferlisráðgjafi og fjár-
málastjóri er Jón Örn Kristinsson.“
Á Dýraspítalanum í Garðabæ
vinna einnig nokkrar aðstoðar-
stúlkur sem taka við sjúklingunum
úr höndum dýralæknanna og sinna
því sem ekki teljast dýralækna-
störf. „Ætlunin er að þjálfa hér í
framtíðinni hjúkrunarfólk,
dýrahjúkrunarfræðinga, og í því
sambandi höfum við fengið vottun
sem starfsþjálfunarstaður hjá Ráði
dýralækna og dýrahjúkrunarfræð-
inga í Danmörku. Við stefnum að
því að verða á næstu þremur árum
með þrjá starfsmenn í slíkri þjálf-
un. Bóklega námið fer fram í Dan-
mörku en það verklega hér og nám-
ið tekur tvö og hálft ár.“
Hið nýja húsnæði Dýraspítalans í
Garðabæ var endurhannað frá
grunni og skiptist eiginlega í
tvennt. Framan til er verslun, mót-
taka og skoðunarherbergi en fyrir
innan skurðstofur og fleira. „Við
höfðum reynslu af vera í litlu hús-
næði og vissum hvar skórinn
kreppti og hvað þyrfti að bæta svo
að hægt væri að láta bæði dýrum
og starfsfólki liða vel,“ segir
Hanna. „Hér í miðrýminu geta þrír
eða fleiri unnið samtímis, hver að
sínum sjúklingi, en þó í nánu sam-
starfi. Aðgerðir fara fram á lokaðri
skurðstofu og geta tveir unnið þar í
einu með fullkomna aðstöðu, bæði
varðandi svæfingar og eftirlit.“
Súrefnið leitt í veggina
Algjör nýjung á dýraspítala hér á
landi er að allt súrefni er í leiðslum
í veggjum sem gerir kleift að
tengja dýrin við súrefni víða í hús-
inu. Þessu fylgir aukið öryggi fyrir
dýrin að sögn Hönnu. Yfir tuttugu
búr af ýmsum stærðum bíða dýra
sem m.a. þurfa að jafna sig eftir að-
gerðir. Hægt er að setja þau í sér-
stakt súrefnisbúr, ef þess gerist
þörf, en þar líður þeim betur og eru
öruggari en séu þau tengd súrefnis-
grímum og alls konar slöngum.
Böðunaraðstaða er einnig nýtísku-
leg og dýrið getur t.d. sjálft gengið
upp í baðkerið. Það er mikill kostur
og reynir minna á þann sem þarf að
baða dýrið. Væntanlegt er svo sér-
stakt þjálfunarker með hlaupa-
bretti. Þar eru dýr sem þurfa á
endurhæfingu að halda látin ganga
eða synda áreynslulítið í vatni.
Breytilegt eftir árstíðum
Aðallega segir Hanna að á Dýra-
spítalanum í Garðabæ sé sinnt
gæludýrum en þangað hafi þó kom-
ið ýmis önnur dýr, kindur, lömb,
grísir, svanir, gæsir, uglur og súlur,
og jafnvel hreindýr úr Hús-
dýragarðinum. Aðspurð hvað hrjái
dýrin helst svarar hún að bragði:
„Ekki þunglyndi, en kannski allt
annað. Mikið er um niðurgangs-
pestir, slys, afleiðingar áfloga, ætt-
genga sjúkdóma og nánast allt ann-
að.“
Krankleikinn er svolítið breyti-
legur eftir árstíðum. Á sumrin
koma hundarnir með niðurgang eft-
ir að hafa komist í grillmat eigenda
sinna og í ljósaskiptunum, vor og
haust, eru afleiðingar slysa í um-
ferðinni tíðari.
Hanna segir að lokum að hugar-
far dýraeigenda hafi mikið breyst,
sérstaklega varðandi hunda og
ketti, og nú sé fólk tilbúið til að
gera meira til að bjarga lífi
heimilisdýrsins en áður var. Trygg-
ingar hafa haft nokkur áhrif í þessa
veru og auðveldað fólki að standa
straum af lækniskostnaði, en því
miður eru enn allt of fáir sem
tryggja dýrin, að sögn Hönnu sem
bætir við að almennt hugsi Íslend-
ingar mjög vel um dýrin sín og það
sé ólíkt skemmtilegra að vinna við
slíkar aðstæður en þar sem van-
ræksla og slæm meðferð er daglegt
brauð eins og víða í hinum stóra
heimi.
Sjúkrarými Nóg er af búrum fyrir sjúklingana.Dýrafóður Birgðageymslan er full af fóðri.
Morgunblaðið/RAX
Skurðstofan Aðgerðir á dýraspítalanum fara fram á lokaðri skurðstofu.
Baðherbergi Baðkerið er þannig að dýrin geta gengið
upp í það sjálf sem reynir minna á þann sem dýrið baðar.
Dýraspítalinn í Garða-
bæ flytur og stækkar
Mjá Kisa virtist kunna vistinni vel.
Líflegt Glaðlegar myndir taka á móti gestum í afgreiðslu.
HUNDATÍSKA veltir líklega ekki
sömu fjárhæðum og sú sem menn-
irnir klæðast. Engu að síður er tölu-
verður markaður fyrir hundaföt og
margir sem leggja þónokkuð upp úr
því að hvutti sé rétt klæddur.
Að láta krílið klæðast upp að hætti
Hollywood-stjarnanna freistar því
örugglega einhvers hundaeigand-
ans. Eigendur hundatískumerkisins
Little Lily eru alla vegna þeirra
skoðunar því þeir hafa sent frá sér
línu af hundafatnaði sem er inn-
blásin af þeim fatnaði sem stjörn-
urnar hafa sést í við afhendingu Ósk-
arsverðlaunanna.
Leikkonan Penelope Cruz klæddist
kjól frá Versace á Óskarnum 2007.
Hvutti Tíkin Lily í kjól sem hannaður er út
frá kjól Cruz á Óskarnum í fyrra.
Hvuttar
í Óskars-
klæðum
Reutes
Í fótspor DiCaprio Lara Alameddine, einn eigenda Little Lily, með
hundinn Rocco í smóking líkum þeim sem Leonardo DiCaprio var í.