Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 21
sem sveitarfélag þannig að það sé eftirsókn-
arvert að eiga aðsetur hér í Reykjavík og við
þurfum líka að skapa slík skilyrði að það þyki
eftirsóknarvert að byggja og búa í Reykjavík
og það gerum við með því að byggja upp góða
grunnþjónustu, m.a. góðan grunnskóla, leik-
skóla, íþrótta- og tómstundaiðkun og menning-
arstarfsemi. Á öllum þessum málum er tekið í
núverandi fjárhagsáætlun og tillögum að nýrri
þriggja ára áætlun. Við viljum gera Reykjavík-
urborg að umhverfisvænu samfélagi og jafn-
framt að fólk finni fyrir öryggi í lífi sínu og
starfi í borginni,“ segir Vilhjálmur og nefnir
hann Orkuveitu Reykjavíkur sem mikilvægan
hlekk í öryggiskeðjunni. „Ég hef ávallt verið
eindreginn talsmaður þess að OR verði ekki
einkavædd og það er skýr stefna hjá núver-
andi meirihluta að svo verði ekki. Ég tel að
fyrirtækið veiti borgarbúum ekki aðeins nauð-
synlega þjónustu heldur einnig mikið öryggi.“
Þá segir hann skipulags- og lóðamál vera
mikilvægan lið í þessari framtíðarsýn. „Við
hófum á sínum tíma nýtt átak í skipulags- og
lóðamálum og ákváðum að hafa til ráðstöfunar
lóðir undir eitt þúsund íbúðir og fjölguðum
lóðum undir sérbýli miðað við það sem áður
var. Við ákváðum að hafa 50% í einbýli og sér-
býli og 50% í fjölbýli og breyttum skipulags-
forsendum varðandi upp byggingu í Úlfarsfelli,
fækkuðum íbúðum frá því sem áður var gert
ráð fyrir þannig að hægt væri að fjölga lóðum
undir sérbýli og endurskoðuðum það skipulag
sem þar lá fyrir. Þetta gekk mjög vel eftir og
við munum að sjálfsögðu halda því áfram í nú-
verandi meirihluta að skapa betri skilyrði
varðandi nægilega úthlutun íbúðalóða.
Horfur hafa breyst í efnahagsmálum og það
verður forvitnilegt að sjá hvernig eftirspurnin
eftir lóðum þróast en við munum reyna að
svara eftirspurninni eftir því sem við best get-
um en munum ekki skammta einhvern fyr-
irfram ákveðinn fjölda lóða og segja að það
dugi,“ segir Vilhjálmur og bætir við að þjón-
usta borgarinnar eigi að vera til fyrirmyndar á
öllum sviðum.
„Við höfum á að skipa frábæru starfsfólki
úti um alla borg og það er mannauður sem er
afskaplega dýrmætur og við finnum það að í
könnunum þykir þjónusta borgarinnar góð en
auðvitað getur hún orðið enn betri og það vilj-
um við.“
við lítum 50-100 ár fram í tímann, er hann
samt töluvert betri og umhverfisvænni kostur
að mínu mati. Göngin ná alveg niður á Kirkju-
sand og því léttir þessi leið töluvert á umferð
um Kleppsveg og svæðið þar í kring.
Það hefur verið deilt um mislæg gatnamót
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þau
eru talin mjög góður kostur, bæði út frá um-
ferðaröryggi og umferðarflæði, og 70-80%
Reykvíkinga eru mjög hlynnt þessari lausn.
Við erum að vinna að því að sú lausn verði val-
in og jafnframt að hluti Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar verði settur í stokka.
Þannig er hægt að draga mikið úr mengun í
Hlíðunum og öðrum hverfum. Þetta eru mjög
fjárfrekar framkvæmdir og það er ríkið sem
greiðir þessar framkvæmdir að mestu leyti.
Þetta mun taka einhvern ákveðinn tíma en að-
alatriðið er að hafa skýr markmið um hvert við
viljum stefna og að gott samstarf sé að þessu
verkefni milli ríkis og borgar. Að þessu er ver-
ið að vinna núna og vonandi tekst að hefja
framkvæmdir á þessu kjörtímabili.“
Áhersla á að styrkja og efla Reykjavík
Vilhjálmur nefnir lækkun fasteignaskatta á
íbúðarhúsnæði sem leið til að létta undir með
eigendum íbúðarhúsnæðis í borginni. „Við höf-
um lækkað álagningarstuðul fasteignagjalda
um 15% og það er mál sem ég tel að eigi að
halda áfram. Við eigum að lækka fast-
eignaskatta eins mikið og við getum. Fast-
eignaskattar á íbúðarhúsnæði eru – líkt og
eignaskatturinn var áður – mörgum erfiður en
þetta er mikilvægur tekjustofn fyrir okkur
þannig að við getum ekki fellt hann niður í
einu vetfangi nema að fá annan tekjustofn í
staðinn. Við ætlum jafnframt að hækka veru-
lega tekjuviðmið til þeirra tekjulágu elli- og
örorkulífeyrisþega sem fá niðurfellingu eða af-
slátt af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði.
Einnig höfum við ákveðið að grunnskólabörn
og elli- og örorkulífeyrisþegar fái frítt í
strætó.“
Hann segir framtíðarsýn og megináherslu
meirihlutans vera að efla og styrkja Reykja-
víkurborg sem er miðstöð samgangna, þjón-
ustu og viðskipta á Íslandi. „Reykjavík er höf-
uðborg landsins og við höfum mjög mikilvægu
hlutverki að gegna. Það verður að rækta og
skapa atvinnulífi þau skilyrði sem við getum
frekari eflingu heimaþjónustu og heimahjúkr-
unar sem ríkið ber ábyrgð á. Með aukinni
samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkr-
unar eru miklar líkur á að þessi þjónusta skili
sér í betri og efldri þjónustu. Þrátt fyrir að ég
sé mjög fylgjandi því að fólk geti búið heima
hjá sér eins lengi og mögulegt er þá er það nú
þannig að þegar fólk er orðið eitt og býr við
félagslega einangrun þá er annar kostur betri.
Menn tala um að það eigi ekki að eyða miklum
peningum í steypu en staðreyndin er sú að það
vantar þessi rými og úr því þarf að bæta til að
tryggja meiri félagslegri nánd og umönnun
þeirra sem virkilega þurfa á því að halda,“
segir Vilhjálmur og nefnir jafnframt sam-
göngumál sem eitt þeirra stóru verkefna sem
fram undan eru.
Hlynntur gangaleið
„Nú sjáum við loksins fyrir endann á ákvörð-
unartöku um Sundabraut. Ég er þeirrar skoð-
unar að við eigum að fara þessa gangaleið og
borgarstjórnin hefur samþykkt hana sam-
hljóða enda er hún mjög góður kostur þótt
hún sé dýrari en aðrir kostir. Til framtíðar, ef
vandanum getum við dregið úr honum. Sam-
fara hækkun á lóðaverði, fasteignaverði og
fasteignasköttum hefur leiguverð hækkað um
100% á undanförnum 5-6 árum og það sér
hver heilvita maður að fólk með 150-200 þús-
und krónur á mánuði ræður ekki við að borga
100 þúsund í húsaleigu. Þetta er vandi sem ég
tel að ríkið, Reykjavíkurborg og önnur sveit-
arfélög þurfi að takast á við með markvissari
hætti en gert hefur verið. Ég þekki það úr við-
tölum mínum, bæði sem borgarstjóri og borg-
arfulltrúi, að þetta er æpandi vandi hjá allt of
stórum hópi fólks,“ segir hann.
Markviss uppbygging mikilvæg
Vilhjálmur segir að hið sama megi segja um
biðlista eftir þjónustu- og öryggisíbúðum og
hjúkrunarrýmum sem borgaryfirvöld verða að
taka á og það átak sé þegar hafið. „Ríkið ber
alla ábyrgð á rekstri hjúkrunarheimila og
verður að samþykkja hvort hjúkrunarheimili
séu byggð. Reykjavíkurborg hefur í áratugi
greitt u.þ.b. 30% af stofnkostnaði við byggingu
hjúkrunarheimila þrátt fyrir að lagaskylda
geri ráð fyrir öllu lægri upphæð. Ríkið ber
hins vegar alla ábyrgð á rekstrarkostnaði
hjúkrunarheimila en við höfum kosið að greiða
hærri hlutdeild í stofnkostnaði í þeim tilgangi
að flýta uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er,
eftir margra ára bið, að hefjast uppbygging
hjúkrunarheimilis, með u.þ.b. 100 rúmum, í
Mörkinni í Sogamýri auk þess sem búið er að
veita heimild til byggingar hjúkrunarheimilis á
svokallaðri Lýsislóð í Vesturbænum í sam-
starfi borgarinnar, Seltjarnarnesbæjar og rík-
isins. Þar eru þó ekki hafnar neinar fram-
kvæmdir en mikilvægt að þeim framkvæmdum
verði flýtt. Nú er það eðlileg krafa að ein-
staklingsrýmum verði fjölgað sem þýðir að á
þeim hjúkrunarheimilum þar sem töluvert er
um tveggja manna herbergi mun leguplássum
fækka. Þess vegna er svo mikilvægt að haldið
verði áfram markvissri uppbyggingu nýrra
hjúkrunarheimila til þess að mæta brýnni þörf
þess fólks sem virkilega þarf á þessu þjón-
ustuúrræði að halda.
Ég er mikill talsmaður þess að efla heima-
hjúkrun fyrir eldri borgara og nú er í gangi
samvinnuverkefni á milli Reykjavíkurborgar
og heilbrigðisráðuneytisins um að stuðla að
rotnað né bognað“
Árvakur/Frikki
nfarna mánuði hafa verið mikinn átakatíma en hann hafi reynt að halda sjó. „Þetta hefur eðlilega verið mjög erfiður tími fyrir alla.“
BORGARSTJÓRNARFLOKKUR Sjálfstæð-
isflokksins sendi í gær frá sér eftirfarandi yf-
irlýsingu.
„Borgarstjórnarflokkurinn lýsir yfir óskor-
uðum stuðningi við oddvita sinn, Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson, og meðfylgjandi yfirlýsingu
hans.
Borgarstjórnarflokkurinn tekur undir það
með Vilhjálmi að ekki sé ástæða til að ákveða
nú hver verði borgarstjóri eftir rúmt ár. Sú
ákvörðun verður tekin af borgarstjórn-
arflokknum í sameiningu þegar nær dregur og
með hagsmuni flokksins og borgarbúa að leið-
arljósi.“
Undir þetta skrifa allir borgarfulltrúar og
varaborgarfulltrúar flokksins að Vilhjálmi
undanskildum, þau Áslaug María Friðriks-
dóttir, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason,
Kristján Guðmundsson, Bolli Thoroddsen,
Marta Guðjónsdóttir, Gísli Marteinn Bald-
ursson, Ragnar Sær Ragnarsson, Hanna Birna
Kristjánsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jórunn Ósk
Frímannsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
og Júlíus Vífill Ingvarsson.
Lýsa yfir óskoruðum
stuðningi við Vilhjálm
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti borg-
arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sendi í
gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.
„Hvað mig varðar er opið hver tekur við
embætti borgarstjóra af hálfu Sjálfstæð-
isflokksins í mars 2009. Borgarstjórnarflokk-
urinn mun ákveða borgarstjóraefnið í samein-
ingu þegar nær dregur.
Í samráði við borgarstjórnarflokkinn og
með stuðningi hans hef ég ákveðið að gegna
áfram starfi oddvita borgarstjórnarflokksins
og formanns borgarráðs. Borgarfulltrúar
flokksins munu áfram vinna saman af heilum
hug í þágu borgarbúa það sem eftir lifir kjör-
tímabilsins. Ég mun leggja mig allan fram við
að vinna með öllum borgarbúum eins og ég hef
gert hingað til.“
Borgarstjóraefnið
ákveðið í sameiningu
» Við munum þegar nær
dregur taka sameiginlega
ákvörðun um það hvert verður
borgarstjóraefni okkar og gera
það með góðum fyrirvara. Mér
er ekki kunnugt um neinn flokk
sem velur sér borgarstjóraefni
með árs fyrirvara, það er yf-
irleitt gert í prófkjörum. Þannig
var ég valinn í prófkjöri sem
haldið var í nóvember 2005
og þá voru u.þ.b. sex mánuðir
til kosninga. Það er því
ekki verið að skapa neina
óvissu nema síður sé.