Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Allir möguleikir opnir  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur ákveðið að sitja áfram sem borg- arfulltrúi og oddviti borgarstjórn- arflokks sjálfstæðismanna. Síðar munu borgarfulltrúar flokksins sam- eiginlega ákveða hver taki við emb- ætti borgarstjóra, þegar Ólafur F. Magnússon lætur af embætti að ári. Vilhjálmur útilokar ekki að hann muni sækjast eftir embættinu. »Miðopna Engar breytingar strax  Gjaldskrárbreytingar hjá Strætó bs. koma ekki til álita fyrr en í fyrsta lagi í haust, segir Ármann Kr. Ólafs- son stjórnarformaður Strætós, en í málefnasamningi nýs meirihluta í borginni er kveðið á um að fargjöld strætisvagna verði felld niður hjá börnum og unglingum að 18 ára sem og öldruðum og öryrkjum. Hug- myndirnar hafa ekki verið ræddar innan stjórnar Strætó. »2 Castro kosinn forseti  Þing Kúbu kaus í gærkvöldi Raul Castro í embætti forseta landsins. Ekki kom kjörið á óvart enda hefur Raul sinnt starfinu undanfarna nítján mánuði, í fjarveru eldri bróð- ur síns Fidels sem glímt hefur við veikindi. »14 Meistarar í fyrsta sinn  Snæfell og Grindavík urðu í gær bikarmeistarar í körfuknattleik. Snæfell bar sigurorð af Fjölni í karlaflokki, 109:86, og í kvennaflokki lagði Grindavík að velli Hauka, 77:67. Þetta er fyrsti bikarmeist- aratitill beggja liða. »Íþróttir SKOÐANIR» Staksteinar: Varðstaða um almannahagsmuni Forystugreinar: Horft til framtíðar Spilakassana burt Ljósvaki: Öflugir fréttaritarar UMRÆÐAN» Álver á Bakka Framhaldsskóli í Mosfellsbæ Þeim er heitt í hamsi á Selfossi Nýtt líf í gamlar lagnir Velta á markaði Forræktun vorlauka FASTEIGNIR » Heitast 0°C | Kaldast -10°C  Vaxandi norð- austanátt, 8-15 metr- ar á sekúndu, og þykknar upp seinni partinn. » 10 ,,Jón Páll makalaus í tærum sólóum sín- um,“ segir m.a. í djasstónleikadómi um fyrstu tónleika Múlans í ár. »33 TÓNLIST» Makalaus Jón Páll KVIKMYNDIR» Þriggja stjarna gamanmynd. »35 Kvikmyndaverð- launaafhendingar eru margar þessa dagana, m.a. Ósk- arinn, Spirit Award og Bodil. »39 KVIKMYNDIR» Verðlaun veitt víða TÖLVULEIKIR» Grafíkin í Assasin’s Creed er frábær. »34 FLUGAN» Flugan flögraði óhrædd um bæinn. »32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Kalkúnn fulltrúi Íra á Eurovision 2. Tveir menn féllu niður um ís 3. Clinton gagnrýnir Obama 4. Blautir draumar í vinnunni KOMUM barna á heilsugæslu- stöðvar hefur fjölgað stórlega síðan um áramót þegar ný reglu- gerð heilbrigð- isráðherra tók gildi sem felldi niður kostnað foreldra við þær. Þetta segir Gunn- ar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á heilsugæslu Árbæjar. Segir hann allt of mikið um að tekin séu strok- sýni vegna gruns um streptókokka- sýkingu og segja megi að hálfgerð móðursýki hafi gripið um sig vegna þessa með tilheyrandi fjölgun í komum barna á heilsugæslu- stöðvar. Bendir hann á að meiri- hluti þeirra sem fá hálsbólgu sé með vírussýkingu en ekki streptó- kokkasýkingu og því engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta og láta taka strok þegar hálsbólgu verður vart. Ákvörðun um strok eigi einnig að vera í höndum fag- fólks. | 4 Fleiri börn til læknis? PÁLL Magn- ússon útvarps- stjóri segist að- spurður ekki vita til annars en halda eigi Evró- visjón, Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Belgrad í Serbíu í maí nk., þrátt fyrir róstusamt ástand í borginni í kjölfar sjálfstæð- isyfirlýsingar Kosovo. Fjölmenn mótmæli voru í Belgrad í liðinni viku og m.a. kveikt í bandaríska sendi- ráðinu, en Bandaríkin styðja sjálf- stætt Kosovo. Páll segir slíkar ákvarðanir undir Evrópusambandi sjónvarpsstöðva (EBU) komnar því sambandið haldi í raun keppnina. Það hafi gætt örygg- is keppenda vel hingað til en sjálf- sagt komi keppnisstaðurinn til skoð- unar hjá EBU vegna ástandsins í Belgrad. Lagið sem Íslendingar senda til keppni í ár, Fullkomið líf, var valið með símakosningu í sjónvarpsþætt- inum Laugardagslögin í fyrrakvöld. Friðrik Ómar og Regína Ósk flytja lagið sem er eftir Örlyg Smára. Nán- ar er fjallað um úrslit Laugardags- laganna í blaðinu í dag, meðal ann- ars rætt við höfund lagsins og Egil Einarsson, eða Gillzenegger, úr Merzedes Club. | 36 Ekki heyrt af breytingum Páll Magnússon útvarpsstjóri „KONUR [í félaginu] eru fleiri en karlar enda eru þær félagslyndari. Þær segja að vinna í leikfélagi gefi lífinu gildi. Við gleymum gigtinni og efri árin verða bjart- ari,“ segir m.a. í leikskrá sem dreift var meðal frum- sýningargesta í Iðnó í gær og víst er að leikgleðin er í fyrirrúmi hjá Snúði og Snældu, leikfélagi eldri borg- ara. Leikritið Flutningarnir var skrifað sérstaklega fyrir félagið, en það gerði Bjarni Ingvarsson sem einn- ig leikstýrði hópnum. Inn í sýninguna er fléttað atrið- um úr Skugga-Sveini Matthíasar Jochumssonar. Þegar myndin hér að ofan var tekin styttist í stóru stundina og einn leikarinn leitaði ráða hjá leikstjór- anum. Verkið er létt og skemmtilegt og oft dundu hlátrasköllin um heimilislegan sal Iðnó á frumsýning- unni. Fáar sýningar eru fyrirhugaðar, en þær næstu verða 27. febrúar og 2., 6. og 9. mars. Leikgleðin í fyrirrúmi Leikfélag eldri borgara frumsýnir Flutningana í Iðnó Árvakur/Frikki „ÉG er mjög ánægð að fá þetta starf og spennt að takast á við nýtt verk- efni,“ segir Tatiana K. Dimitrova, sem ráðin hefur verið leikskólastjóri á leikskólann Berg á Kjalarnesi. Tatiana er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er í stöðu leikskólastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hún er búlg- örsk að uppruna en hefur búið á Ís- landi í tæp tuttugu ár. Tatiana segir það hafa komið sér á óvart að hún sé fyrsti útlending- urinn til þess að gegna stöðu leik- skólastjóra hjá borginni. Það skipti máli fyrir innflytjendur á Íslandi að sjá að þeir geti fengið fjölbreytt störf, leggi þeir sig fram við að læra tungumálið. Útlendingar vinni ekki aðeins við að þrífa og ræsta. „Ef fólk er með rétta menntun og stendur sig vel þá er alltaf möguleiki á því að vaxa í lífi og starfi,“ segir hún. Henni finnst ýmislegt hafa breyst frá því að hún flutti til Íslands. „Ís- land er orðið alþjóðlegra og mun opnara samfélag,“ segir hún. Að- spurð kveðst hún telja að útlend- ingar eigi betri möguleika á að hasla sér völl í íslensku atvinnulífi nú en fyrr. Tatiana er sjálf langskólagengin. Hún lauk leikskólakennaranámi í Búlgaríu áður en hún fluttist hingað til lands. Þá hefur hún lokið BA- prófi og MA-gráðu í bókmenntum og tungumálum frá Háskóla Ís- lands. Hún hefur starfað hér á landi sem leikskólakennari, deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Einnig hefur hún starfað sem sérfræðingur hjá Háskóla Íslands og á hugbún- aðarsviði fyrir ýmis einkafyrirtæki. Jafnframt hefur hún verið líkams- ræktarkennari í hlutastarfi frá því að hún fluttist til Íslands. Tatiönu líst vel á Berg. „Þetta er umhverfisvænn leikskóli en ég hef áhuga á umhverfismálum,“ segir Tatiana, sem tekur við starfinu þar 1. mars nk. Hún ætlar að halda áfram að vinna samkvæmt einkunn- arorðum leikskólans sem eru leikur, gleði og sköpun, en jafnframt vill hún auka þátt hreyfingar, leikfimi og dans í kennslu barnanna. Hún stefnir að því að bjóða upp á leikfimi og jóga, bæði fyrir börn og starfs- fólk. Ánægð að fá þetta starf Tatiana K. Dimitrova frá Búlgaríu er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn hefur verið í stöðu leikskólastjóra í Reykjavík Árvakur/Kristinn Ingvarsson Börn Tatiana K. Dimitrova með Simeon Bæring, fimm mánaða. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.