Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 11 FRÉTTIR Eftir Andr Karl andri@mbl.is TÍMABÆRT er að taka upp frekara samstarf með útgerðarfyrirtækjum skemmtiferðarskipa, að mati Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Faxa- flóahafna og stjórnarformanns Cruise Iceland, s.s. til að fjölga við- komustöðum skipanna í Norður-Atl- antshafi og auðvelda aðgengi far- þega að upplýsingum um hvað sé í boði á hverjum stað. Þetta kom fram í máli Ágústs á ráðstefnu Norrænu Atlantsnefndarinnar (NORA) um ferðaþjónustu tengda skemmtiferða- skipum. Á ráðstefnunni fóru hagsmunaðil- ar yfir stöðu mála í nútíð og framtíð, þau tækifæri sem felast í skemmti- siglingum og gildi svæðasamvinnu. NORA boðaði til ráðstefnunnar, ekki síst þar sem mikil aukning hefur orð- ið á ferðum skemmtiferðaskipa um Norður-Atlantshaf. Meðal þess sem kom fram var að gríðarlegu vöxtur er í greininni, ekki síst á norðurslóðum. Þá fer meðal- aldur farþega skemmtiferðaskipa sí- fellt lækkandi. Ísland hefur ekki far- ið varhluta af þessari þróun, en t.a.m. komu um 60 þúsund ferða- menn til landsins með 80 skemmti- ferðaskipum á síðasta ári, og reiknað er með enn fleiri farþegum í ár. Tengslanet norðursins Gott samstarf er milli landa í Norður-Evrópu þegar kemur að kynningarstarfsemi en betur má ef duga skal. Þannig kallaði Ágúst eftir því að allir hagsmunaaðilar kæmu sér saman um samstarf. Nefndi hann samstarfið Tengslanet norðursins (e. Network of the North). Ágúst sér fyrir sér að hægt sé að halda úti vef- svæði þar sem allir hagsmunaaðilar leggja til efni. Þannig sé hægt að leiða saman ólíka staði á Íslandi, Noregi, Færeyjum, Grænlandi og jafnvel Nýfundnalandi. Ágúst sagði þá lausn tilvalda þar sem auðvelt væri að halda úti slíku vefsvæði auk þess sem það væri tiltölulega ódýrt en jafnframt áhrifaríkt. Með tíman- um yrði vefurinn stórt gagnasafn um siglingar skemmtiferðaskipa í Norð- ur-Atlantshafi. Með svo góðu sam- starfi er auðséð að þjónusta við far- þega batnar mikið. Vel var tekið í hugmynd Ágústs, bæði aðilar í ferðaþjónustu í viðkom- andi löndum en eins forsvarsmenn útgerðarfyrirtækja sem voru á ráð- stefnunni. Einn af þeim er Philip Naylor, framkvæmdastjóri hjá Carnival UK. Í erindi sínu nefndi Naylor að afar mikilvægt væri að treysta samstarf, sérstaklega hafna og útgerðar. Í því sambandi nefndi hann sérstaklega að kallað sé eftir að úrval skemmti- og skoðunarferða í landi sé fjölbreytt og aðgengi auð- velt. Séu þessir þættir fyrir hendi er líklegra að skipið dvelji lengur á hverjum stað með tilheyrandi tekju- aukningu ferðaþjónustunnar. Sam- kvæmt könnun Faxaflóahafna eyða farþegar skemmtiferðaskipa um 6.700 krónum að meðaltali – alls um 400 milljónir króna á síðasta sumri. Einnig fór Naylor yfir hvernig þjónustunni skuli háttað á smærri áfangastöðum og tók Grænland sem dæmi. Nefndi hann að allir íbúar leggist þar á eitt við að þjónusta far- þega, og gera það með bros á vör. Skiptir þá engu þótt farþega skip- anna séu fleiri en bæjarbúar. Gott samstarf mun leiða til betri þjónustu við farþega NORA stóð nýver- ið fyrir ráðstefnu um ferðaþjónustu tengda skemmti- ferðaskipum Í HNOTSKURN »NORA er skammstöfun semstendur fyrir Nordisk Atlant- samarbejde, en hefur verið þýtt sem Norræna Atlantsnefndin. Nefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. »NORA leggur sitt af mörkumtil að styrkja samstarf á Norður-Atlantssvæðinu til að gera það að kröftugu norrænu svæði. »Markmið NORA er að eflasamstarf innan starfsvæðis NORA með því að styðja við at- vinnu- og byggðaþróun. »Starfssvæði NORA er Ísland,Færeyjar, Grænland og strandhéruð Noregs. Árvakur/ÞÖK Í Sundahöfn Viðbúið er að ferðum skemmtiferðaskipa til Íslands fjölgi enn frekar á næstu árum og vonast er til að farþegar hér við land verði um sjötíu þúsund árið 2009. Tæplega áttatíu skemmtiferðaskip komu hingað í fyrra. SKIPSTJÓRA á íslenska loðnuflot- anum hafa send frá sér yfirlýsingu vegna viðtals við Grétar Mar Jóns- son, þingmann Frjálslynda flokks- ins, en viðtalið birtist í Frétta- blaðinu 22. febrúar sl. Í blaðinu er haft eftir Grétari Mar: „Margir loðnuskipstjórar segja mér að ástandið sé þannig að það ætti bara að stoppa loðnuveiðar í tvö ár.“ „Við, skipstjórar á öllum íslenska loðnuflotanum, könnumst ekki við að hafa talað við Grétar Mar Jóns- son um ástand loðnustofnsins og þykir miður að hann skuli vera að gera okkur upp skoðanir. Það er lá- markskrafa að þingmenn þjóðarinn- ar fari með rétt mál og hafi heim- ildir réttar. Okkar skoðun á ástandi loðnu- stofnsins er ekki sú sama og Haf- rannsóknastofnunin hefur. Þann ágreining leysa menn með rökræð- um og endurskoðun mælinga með aðstoð hver annars en ekki með upphlaupi í fjölmiðum eins og Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur gerði í fréttatíma Ríkisútvarpsins í gær. Á þeim erfiðu tímum sem íbúar sjávarplássa hringinn í kringum landið eru ganga í gegnum verður að ríkja trúnaður og traust á milli Hafrannsóknastofnunarinnar og hagsmunaaðila. Við skipstjórarnir á þeim skipum sem hafa verið á mið- unum erum sannfærðir um að ástand loðnustofnsins er betra en Hafrannsóknastofnunin telur. Það mynstur sem við upplifum núna hef- ur sést áður og það ætti ekki að valda mönnum áhyggjum.“ Undir yfirlýsinguna skrifa skip- stjórar á, Jónu Eðvalds, Krossey, Aðalsteini Jónssyni, Jóni Kjartans- syni, Berki, Vilhelm Þorsteinssyni, Anders, Bjarna Ólfassyni, Hoffelli, Sighvati Bjarnasyni, Kap, Álsey, Júpiter, Þorsteini, Huginn, Guð- mundi, Ingunni, Faxa, Lundey, Há- kon, Víkingi, Áskeli. Eru ekki sammála Hafró Yfirlýsing frá loðnuskipstjórum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BREYTINGAR sem meirihlutinn í bæjarstjórn Álftaness gerði á tillögu til breytingar á aðalskipulagi 2005- 2024 virðast ekki ætla að duga til að setja niður deilur um Skólaveg og Breiðumýri. Tillagan var samþykkt á hitafundi í bæjarstjórn á fimmtudag. Gerður Björk Sveinsdóttir, for- svarsmaður hópsins Verndum börnin sem berst bæði gegn því að Skólaveg- ur verði lagður og Breiðumýri lokað, segir að meirihluti Álftaneshreyfing- arinnar í bæjarstjórn hafi aðeins gert örlitlar lagfæringar á sinni upphaf- legu tillögu, þ.e. að loka Breiðumýri milli Suðurnesvegar og Birkiholts og leggja Skólaveg frá Breiðumýri að Norðurnesvegi. Bæjarstjórnin hafi látið sveigja Skólaveginn aðeins frá Suðurtúni en með því sé í raun og veru ekkert kom- ið til móts við sjónarmið þeirra 730 íbúa sem mótmæltu þessum breyt- ingum en það er tæplega helmingur íbúa 18 ára og eldri. Þá hafi bæjar- stjórnin gefið óljósar yfirlýsingar um að hún myndi koma enn frekar til móts við mótmæli íbúa en þær breyt- ingar hafi hvergi verið kynntar. Að sögn Gerðar mun umferð sem að öðrum kosti hefði farið um Breiðu- mýri fara um Skólaveg. Skólavegur verði því bæði aðkoma að skólanum og helsta leið íbúa á miðsvæði Álfta- ness út úr bæjarfélaginu. „Þú þarft ekki að eiga erindi á skólasvæðið til að þurfa að aka veginn,“ segir hún. Þá minnir hún á að í verðlaunatillögu, sem aðalskipulagið byggist á, hafi ekki verið gert ráð fyrir að loka Breiðumýri. Meirihluti bæjarstjórnar hafi látið í það skína að málið snúist um pólitík og sérhagsmuni íbúa í Suð- urtúni. Það sé hins vegar ekki rétt. Málið snúist um öryggi barna. Gerður býr við þá götu. „Það er ekki rétt, þetta snýst um hagsmuni íbúanna,“ segir Gerður. „Við viljum ekki beina allri umferðinni meðfram skólanum. Þetta er leiksvæði barnanna.“ Greiðir fyrir umferð Breiðamýri liggur að Suðurnesvegi sem er hluti af hringveginum um nes- ið. Sigurður Magnússon, bæjarstjóri á Álftanesi, segir að Skólavegur hafi ávallt verið inni í verðlaunatillögunni sem aðalskipulagið byggist á og hafi raunar ráðið mestu um að sú tillaga varð fyrir valinu á sínum tíma. Til- löguhöfundar hafi reyndar ekki gert ráð fyrir að loka Breiðumýri í annan endann en umferðarsérfræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að of margir vegir tengdust inn á Suður- strandarveg á stuttum kafla. Því hefði verið talið rétt að loka Breiðu- mýri. Sigurður segir að til þess að koma til móts við íbúa sem mótmæltu þess- um áformum hafi verið ákveðið að sveigja Skólaveg frá Suðurmýri. Þar að auki verði bætt við nýjum vegi sem muni liggja frá Suðurnesvegi að Skólavegi en vinnuheiti hans er Að- algata. Sigurður segir að gert verði ráð fyrir þeim vegi á deiliskipulagi sem verið sé að vinna og gert sé ráð fyrir að hámarkshraði um veginn verði 15 km/klst. Deiliskipulagið er hins vegar ekki tilbúið og því hvergi til teikning af honum. Aðalgata og aðrar breytingar sem gerðar verða á skipulagi þeirra byggðar sem fyrir- hugað er að reisa á miðsvæðinu, muni létta umferð af Skólavegi töluvert eða úr 3.000 bílum að hámarki í 2.400. Þá verði að hafa í huga að umferðin fari ekki endilega öll framhjá skólanum. Sigurður segir að íbúar við Breiðu- mýri hafi margir fagnað fyrirhugðum breytingum. „Ef hætt verður við Skólaveg, sem er ekki kostur á að gera og verður ekki gert, verður um- ferð aukin um Breiðumýri. Og menn tala alltaf um Breiðumýri eins og hún liggi ekki að skólanum en hún gerir það, bara á aðra vegu,“ segir hann. Þannig sé Breiðamýri eina gatan þar sem höfð sé vakt á morgnana til að minnka líkur á að börn verði fyrir bíl- um. Þá minnir hann á að þegar Á-list- inn komst til valda hafi legið fyrir deiliskipulag fyrir miðsvæðið sem meirihluti íbúa hafi mótmælt harð- lega. Á-listinn hafi tekið tillit til þeirra mótmæla öfugt við síðasta meirihluta D-lista. Það hafi Á-listi einnig gert nú. Fengu ekki að lesa upp tilkynningu Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag óskuðu fulltrúar íbúa- hópsins Verndum börnin eftir því að lesa yfirlýsingu þar sem tillögu meiri- hlutans var mótmælt. Slíkt er heimilt skv. stjórnsýslulögum að sögn Gerðar Bjarkar Sveinsdóttur. Forseti bæjarstjórnar hafnaði því en að ósk íbúahópsins lögðu fulltrúar D-listans yfirlýsinguna fram sem bókun. Sjálfstæðismenn mótmæltu þar að auki breytingunni. Breytingar á tillögu dugðu ekki til  Skiptar skoðanir eru um breytingar á aðalskipulagi á Álftanesi  Íbúar óttast öryggi skólabarna og hafa safnað undirskriftum  Bæjarstjóri Álftaness bendir á að eftir sé að vinna deiliskipulag                            

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.