Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 39 DÖNSKU kvikmyndaverðlaunin Bodil voru veitt í gær. Verðlaun fyr- ir bestu mynd ársins hlaut leikstjór- inn Peter Schønau Fog fyrir kvik- myndina Kunsten at græde i kor, eða Listina að gráta í kór. Fog mun þó ekki hafa tekið við verðlaununum himinlifandi, ef marka má fréttir danskra fjölmiðla í gær. Fog beindi orðum sínum að þeim sem töfðu fyrir gerð mynd- arinnar þannig að það tók sex ár að ljúka henni. Þetta sagði hann skyggja á ánægjuna af því að hljóta verðlaunin. Jesper Asholt fékk verð- laun fyrir bestan leik en hann lék að- alhlutverkið í myndinni. Grátið í kór Úr dönsku kvikmynd- inni Kunsten at græde í kor. Bodil-verð- launin veitt ENN af kvikmyndaverðlaunum. Breska tímaritið Radio Times kannaði á dögunum hvaða kvik- myndir lesendur teldu hafa átt að hljóta Óskarsverðlaun á sínum tíma, þ.e. af þeim sem tilnefndar hafa verið til verðlauna en engin hlotið. Kvikmyndin The Shawshank Re- demption lendir þar efst á blaði, hlaut sjö tilnefningar árið 1995 en engin verðlaun. Aðrar myndir á lista eru allar sígildar, The Sixth Sense, Fight Club, Blade Runner, It’s a Wonderful Life, The Great Es- cape, Taxi Driver, Psycho, Singin’ in the Rain og Dr Strangelove. Sjö tilnefningar Úr Shawshank Redemption frá árinu 1994. Fengu eng- an Óskar ÍRAR hafa valið sinn fulltrúa í Evr- óvisjón í ár, kalkúninn Dustin. Kal- kúnninn var kosinn á laugardags- kvöldið, sama kvöld og Íslendingar kusu sitt lag til keppni. Dustin flytur lagið „Irelande Douze Pointe“, gerir s.s. grín að atkvæðagreiðslunni í keppninni. Kalkúnn þessi er enginn nýgræð- ingur í fjölmiðlum heldur sjónvarps- stjarna á Írlandi til nær 20 ára og hefur hann haldið úti eigin sjón- varpsþætti til fjölda ára. Dustin hef- ur auk þess gefið út 14 smáskífur og sex hljómplötur. Fleiri þjóðir völdu sína keppendur um helgina, Make- dóníumenn, Króatar, Pólverjar, Rúmenar, Búlgarar og Úkra- ínumenn. Aðalkeppnin fer fram 24. maí. Dustin Írskur kalkúnn með mikla reynslu af fjölmiðlum og söng. Írar senda kalkún INDEPENDENT Spirit-kvik- myndaverðlaunin bandarísku, sem helguð eru sjálfstæðri kvikmynda- gerð, voru veitt í fyrradag, degi fyrir Óskarsverðlaunin. Ólétta kom þar nokkuð mikið við sögu, leikkonan Angelina Jolie mætti með dágóða kúlu og Cate Blanchett með eina öllu stærri. Þá fékk kvikmynd sem segir af vand- ræðum óléttrar táningsstúlku, Juno, verðlaun sem besta kvikmyndin og aðalleikkona myndarinnar, Ellen Page, hreppti verðlaun fyrir bestan leik kvenna. Handritið að myndinni þótti einnig best, skrifað af Diablo Cody, fyrrum fatafellu. Verðlauna- hátíð þessi er mun frjálslegri en ósk- arsverðlaunaafhendingin, hinir frægu og ríku mæta í gallabuxum eða hverju því sem þeim finnst þægi- legt og borða popp á meðan afhent er. Þá var mikið blótað að þessu sinni, bæði í ræðu kynnis og þakk- arræðum. Julian Schnabel, popp- listamaður og leikstjóri, hlaut verð- laun fyrir bestu leikstjórn, fyrir myndina The Diving Bell and the Butterfly og kyssti spænska leik- arann Javier Bardem fyrir með til- þrifum. Cate Blanchett fékk verðlaun fyr- ir bestan leik kvenna í aukahlutverki fyrir myndina I’m not there. Verð- launin voru veitt í 23. sinn í ár og er þar athyglinni beint að ögrandi um- fjöllunarefni í kvikmyndum og smærri framleiðendum. Óléttar konur í öndvegi og blótað í ræðum Reuters Kossaflens Leikstjórinn Julian Schnabel hlaut verðlaun fyrir besta leik- stjórn og sést hér kyssa hjartaknúsarann Javier Bardem allhressilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.