Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ HUNDAR Eftir Auði Sif Sigurgeirsdóttur og Þorstein Thorsteinsson VORSÝNING Hundaræktarfélags Íslands var haldin sl. helgi í Reið- höllinni í Víðidal og voru um 800 hundar af 83 tegundum skráðir til leiks ásamt tæplega 40 ungum sýn- endum. Dómararnir að þessu sinni voru 5 talsins ásamt dómara sem dæmdi keppni ungra sýnenda og komu þeir frá Noregi, Svíþjóð, Slóv- eníu, Bandaríkjunum og Ítalíu. Besti hundur sýningar var whipp- ettíkin ISW-06 ISCH INTUCH Co- urtborne Keyzers Arwen sem er innflutt hingað til lands frá Noregi. Eigandi hennar er Gunnur Sif Sig- urgeirsdóttir. Besti hvolpur dagsins í yngri flokki á laugardegi var þýski fjár- hundurinn Gunnarsholts Ramon en eigandi hans og ræktandi er Hjördís Ágústsdóttir. Besti hvolpur dagsins í eldri flokki á laugardegi var loðinn chihuahua, Conan Catchas Pop Up The World, en eigendur hans eru Tinna Marína Jónsdóttir og Daníel Örn Hinriks- son. Á sunnudegi var whippet hlut- skarpastur í yngri hvolpaflokki, Álfadísar Drauma Bjartur en eig- andi hans og ræktandi er Kristín Kristvinsdóttir. Í eldri hvolpaflokki var það box- ertíkin Robinsteck In Her Shoes sem bar sigur úr býtum en eigandi hennar er Inga Björk Gunn- arsdóttir. Besti öldungur sýningar var IN- TUCH ISCH Homerbrent Kokuo en hann er af tegundinni japanskur chin og er í eigu Guðríðar Vestars. Fyrri dag sýningarinnar lét unga kynslóðin ljós sitt skína en þá var keppt í flokki ungra sýnenda þar sem samspil hunds og sýnanda er dæmt ásamt því hvernig sýnandi nær að láta hundinn sýna allar sínar bestu hliðar. Hanne Kristin Balken frá Noregi dæmdi. Í eldri flokki ungra sýnanda, 14-17 ára, var það Þorbjörg Ásta Leifsdóttir sem bar af en hún sýndi írskan setter. Í yngri flokki sýnanda, 10-13 ára, varð Theodóra Róbertsdóttir hlutskörp- ust en hún sýndi einnig írskan set- ter. Ný tegund mætti til leiks í fyrsta skipti á Íslandi á þessari sýningu en það var tík af tegundinni lagotto ro- magnolo en þessi tegund er upp- runnin frá Ítalíu, tilheyrir teg- undahópi veiðihunda og er m.a. notuð til sveppaleitar. Almenn ánægja ríkti meðal dóm- aranna um skipulag og starfsfólk sýningarinnar. Þeir töluðu einnig um að sýnendur hundanna hefðu staðið sig vel og þar væri unga fólkið áberandi. Dómararnir nefndu einnig hve gæði hundanna væru mikil og greinilegt að íslenskt hundafólk vandaði til verka við innflutning og ræktun. Ljósmynd/Johan Frick-Meijer Besti hundur sýningar Whippet-tíkin ISW-06 ISCH Courtborne Keyzers Arwen var valin besti hundur sýningar. Ungur sýnandi Theodóra Róbertsdóttir, besti ungi sýnandi yngri flokks, ásamt dómaranum Hanne Kristin Balken. Theodóra sýndi írskan setter. Öldungurinn Besti öldungur sýningar var japanskur chin, INT CH ISCH Homerbrent Kokuo. Eigandi hundsins er Guðríður Vestars. Besti hvolpur Á fyrri degi sýningarinnar var þýski fjárhundurinn Gunn- arsholts Ramon valinn besti hvolpurinn í yngri flokki. Besti hundur sýning- ar var whippet-tík Boxer Besti hvolpur sunnudags í eldri hvolpaflokki var boxertíkin Robinsteck In Her Shoes. Bestur Besti ungi sýnandi eldri flokks, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir, ásamt dómaranum Hanne Kristin Balken. Þorbjörg sýndi írskan setter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.