Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 17 LANDIÐ Eftir Vilhjálm Eyjólfsson Hnausar í Meðallandi | Þessi vetur hefur verið nokkuð illviðrasamur og þetta er fyrsti slæmi veturinn síðan aldamótaveturinn að það hafa ekki verið miklir snjóar. En það hafa ver- ið vond veður og frost komst niður undir 20 gráður. Fyrsta róbótafjósið hefur verið tekið í notkun hér, er það í Úthlíð í Skaftártungu. Þar búa hjónin Valur Oddsteinsson og Ásta Svandís Sig- urðardóttir ásamt dóttur sinni, Elínu Heiðu. Fjósið er 63 legubásar og passar fyrir einn róbót. Einnig er verið að gera upp fjós í Langholti í Meðallandi. Þar var gam- alt fjörutíu kúa fjós sem nú er verið að breyta í legubásafjós og fullklára mjaltabás. Þar búa hjón sem eru ný- tekin við jörðinni, Jenný Lind Grétu- dóttir og Kristinn Björnsson, en þau bjuggu áður á Arnarhóli í Gaulverja- bæjarhreppi. Þau hafa fengið efnið í fjósið úr gömlu fjósi að Stekkum í Flóa. Enga loðnu rekur Nú veiðist loðnan hér við strönd- ina. Það sést best á því að hrafninn er nú horfinn frá bæjunum að mestu leyti því að hann hefur nóg æti á fjör- unum, það rekur alltaf eitthvað af loðnu á fjörurnar þegar verið er að veiða fyrir utan. Árið áður en loðnu- veiðar hófust, en það mun hafa verið nærri 1960, rak loðnu hér í stórum stíl, fáum dögum fyrir sumar. En eft- ir að loðnuveiðar hófust hefur aldrei rekið hér hrygnda loðnu, það sýnir best hvað veiðarnar hafa haft mikil áhrif á hrygningu loðnunnar. Illviðra- samur vetur Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ísafjörður | Ljósmyndasafnið á Ísa- firði hefur eignast ljósmyndasafn Sigurgeirs B. Halldórssonar, sjó- manns og áhugaljósmyndara, sem tók mikið af myndum á árunum milli 1940 og 1960. Afkomendur Sigur- geirs afhentu myndasafnið við at- höfn um helgina um leið og opnuð var sýning á nokkrum myndum úr safninu í Safnahúsinu á Ísafirði. Á níunda hundrað myndir eru í myndasafni Sigurgeirs. Jóhann Hin- riksson, forstöðumaður Ljósmynda- safnsins, segir mikilvægt að fá myndir úr atvinnulífinu inn í safnið og myndir Sigurgeirs séu því mikill fengur. Verið er að setja myndirnar inn á vef ljósmyndasafnsins (mynda- safn.isafjordur.is). Jóhannes Bjarni Eðvarðsson, húsasmiður í Mosfellsbæ, yfirfærði myndir afa síns á stafrænt form. „Ég fór fyrst á ljósmyndanámskeið þegar ég var sautján eða átján ára. Ég mundi eftir því að alltaf var verið að tala um hvað afi hefði tekið mikið af myndum og bað ömmu á Ísafirði um að senda mér nokkrar filmur til að stækka eftir,“ segir Jóhannes Bjarni um upphaf þess að hann fór að vinna í myndasafni afa síns. Hann var síð- an að vinna að þessu verkefni með hléum í mörg ár. Aðstaðan breyttist þegar stafræna tæknin varð almenn og hægt var að kaupa skanna á við- ráðanlegu verði. Í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Sigurgeirs Bjarna sem fæddist 1908 og lést 1972, og þau tímamót urðu til þess að Jóhannes lauk verkinu. Ómetanlegar heimildir Sigurgeir hóf ungur að læra ljós- myndun hjá Simson ljósmyndara á Ísafirði. Hann var fljótt kominn með stóra fjölskyldu og telur Jóhannes að það hafi orðið til þess að hann hélt ekki áfram náminu, hafi orðið að fá sér vinnu til að framfleyta fjölskyld- unni. Hann fór á sjóinn og var mat- sveinn allan sinn starfsaldur. Jóhannes segir greinilegt að sá grunnur sem afi hans fékk hjá Sim- son hafi nýst honum vel sem áhuga- ljósmyndara. Hann segir skemmti- legt að fara í gegnum myndirnar. Hann hafi verið með myndavélina með sér til sjós sem ekki hafi verið algengt á þeim tíma og raunar alls ekki sjálfsagt að fjölskyldur ættu myndavélar. Á sýningunni í Safnahúsinu á Ísa- firði eru 27 stækkaðar myndir úr safni Sigurgeirs. Þar af eru níu ljós- myndir sem hann litaði. Fjöldi gesta var við opnunina. Jóhannes segir að eldri Ísfirðingar hafi gjarnan farið um nokkrir saman og rifjað upp sög- ur sem tengjast myndefninu. Hann segir að myndirnar séu ómetanlegar heimildir um Ísafjörð fyrir sextíu til sjötíu árum, hús og mannlíf, auk at- vinnusögunnar. Ljósmyndasafn sjómanns afhent Ljósmynd/Sigurgeir B. Halldórsson Grund Húsið Grund sést á myndum í safni Sigurgeirs, meðal annars í tengslum við knattspyrnuvöllinn. Þar voru líka kýr á beit og börn að leik. Ljósmynd/Sigurgeir B. Halldórsson Sjávarútvegur Sigurgeir tók mikið af myndum um borð í skipum og frá at- hafnalífinu í höfnum. Hér er Freydís að koma til hafnar á Ísafirði. Vallarheiði | Ástir og örlög fram- haldsskólanemenda er til umfjöll- unar í söngleiknum Sjensinn sem Vox Arena, leikfélag Fjölbrauta- skóla Suðurnesja frumsýndi sl. föstudag. Verkið er sýnt í kvik- myndahúsinu á Vallarheiði, And- rew’s Theater. „Þetta er gífurlega skemmtilegt. Allir krakkarnir skemmta sér vel. Til þess er leikurinn líka gerður,“ sagði Guðmundur Viktorsson, for- maður Nemendafélags FS og einn af leikurum í Sjensinum. Hann get- ur þess að aðstandendur sýning- arinnar hafi fengið góð viðbrögð. Leikfélagið fékk að þessu sinni þrjár konur til að semja fyrir sig leikverk og stýra því. Þetta eru Gunnheiður Kjartansdóttir, Frey- dís Kneif Kolbeinsdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir sem allar hafa sett upp verk í grunnskólum í Reykjanesbæ. „Þær hafa getið sér gott orð fyrir sýningar og margir krakkar hér voru spenntir fyrir að vinna með þeim, meðal annars krakkar sem hafa verið þeim þeim í sýningum áður,“ sagði Guðmundur. Nærri fjörutíu nemendur skólans koma að verkinu, sem leikarar, dansarar og aðstoðarfólk. Verkið hefur verið æft í tvo mánuði og seg- ir Guðmundur að í ljós hafi komið að margir efnilegir söngvarar og dansarar eru í skólanum. Verkið fjallar um ástir og örlög framhaldsskólanema, eins og áður segir, og því er ekki langt að sækja efnivið og innblástur. Þótt leik- urinn gerist í ónefndum skóla við- urkennir Guðmundur að ýmislegt sé kunnuglegt af göngum Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Næstu sýningar eru í kvöld, ann- að kvöld og fimmtudagskvöld, öll kvöldin kl. 20. Miða er hægt að fá í skólanum. Andrew’s Theater er 500 manna kvikmyndahús á fyrrum varn- arliðssvæði sem leikfélagið tók á leigu fyrir þessa uppsetningu. Guð- mundur tekur undir að aðstæður séu góðar, salurinn sé í það minnsta nógu stór. Leikfélagið þurfi þó að útvega sér ýmsan tæknibúnað, svo sem ljós og hljóð- kerfi. Góð aðsókn var á fyrstu sýn- ingarnar, að sögn Guðmundar, og góð stemning. Söngleikur Pönkarahópurinn lætur að sér kveða í sýningum á Sjensinum. Ekki langt að sækja innblástur í leikinn SUÐURNES Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir hreyfiráðleggingum og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 4. mars! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 40 43 3 03 /0 8 Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Fersk sending • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: lifshlaupid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.