Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Haukur Nikulásson | 2. mars
Þetta má skaðlaust
fara í kvörnina
Ef einhver vill nota eigin peninga í að
kaupa þetta þotuskrifli þá er það í fínu
lagi.
Reynið ekki að réttlæta það að ríkið
eigi að borga fyrir þetta frekar en margt
annað sem má að skaðlausu fara í kló-
sett sögunnar. Hvernig væri umhorfs
hérna ef aldrei mætti farga neinu
drasli vegna óskiljanlegrar tilfinn-
ingasemi gagnvart dauðum hlutum
sem meira að segja eru ekki einu sinni
nálægt því að vera í upprunalegri
mynd. Þessi þota er ekki safngripur
frekar en húskumbaldarnir á Lauga-
veginum sem keyptir voru í vitleys-
ikasti stjórnarskiptanna í borginni.
Meira: Meira: haukurn.blog.is
Valur Stefánsson | 2. mars
Gullfaxa heim
Kristján Möller samgönguráðherra!
Nú viljum við fá þinn stuðning í að
koma Gullfaxa heim, við höfum því
miður þurft að horfa upp á allt of
mikla fórn varðandi flugsöguna eins
og t.d. Grumman og Catalinubátana.
Við treystum á þig Kristján Möller að
fá 80 milljónir til að kaupa Gullfaxa
svo hljótum við að geta fengið frekari
stuðning til að mála og koma henni
heim, vonumst svo til þess að FL
Group dafni svo þeir geti komið mynd-
arlega að þessu verkefni.
Gullfaxa heim!!
Meira: Meira: valurstef.blog.is
Huld Ringsted | 1. mars
Þessa vél þarf
að varðveita
Hún markar byrjun á þotuflugi á Ís-
landi. Við megum ekki láta hana enda
í brotajárni!
Ég man eftir því þegar þessi þota
kom til landsins, þó að ég hafi bara
verið 5 ára, það var þvílík hátíðastund
og mikill spenningur í landanum.
Henni var flogið hingað norður til að
sýna hana og fór ég með pabba og
systkinum mínum til að skoða.
Spenningurinn var mikill þar sem
þetta var merkilegt fyrirbæri, mér
fannst þetta risastórt glansandi og
fallegt flykki sem framleiddi mikinn og
ærandi hávaða. Löng var biðröðin í að
skoða hana, gengið var inn að framan
og út að aftan. Okkur fannst þetta al-
gjört ævintýri.
Meira: Meira: ringarinn.blog.is
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
„EINS og venjulega þegar maður
tók á móti fólki hélt ég að þau væru
að biðja um peninga, en þau voru
ekki að því, þau voru bara að segja
mér hvað þau voru að gera,“ segir
Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr,
um fyrstu kynni sín af starfsemi
Hlutverkaseturs. Auður Axelsdóttir,
forstöðumaður geðheilsumiðstöðvar
hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins, heimsótti hann þá ásamt sam-
starfsaðilum sínum, en Þórólfur var
þá borgarstjóri Reykjavíkur.
Þórólfur er nú formaður svokall-
aðs Bakhjarlahóps Hugarafls, en
markmið hópsins er að styðja við
frumkvæðið sem einstaklingar hafa
sýnt í málefnum geðfatlaðra.
Eftir heimsókn Auðar hóaði Þór-
ólfur í „lykilaðila í þjóðfélaginu“,
eins og hann orðar það. Þetta voru
þau Karl Steinar Guðnason hjá
Tryggingastofnun en síðar tók Sig-
ríður Lillý Baldursdóttir við, Grétar
Þorsteinsson hjá ASÍ, Ari Edwald,
þá hjá Samtökum atvinnulífsins, og
síðar Hannes G. Sigurðsson, Ingi-
mundur Sigurpálsson, formaður
Samtaka atvinnulífsins, Hrafn
Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka lífeyrissjóða, Lára Björns-
dóttir, sem var yfir velferðarsviði
Reykjavíkurborgar þá, og síðar
Stella Víðisdóttir og Þór Sigfússon,
sem þá var framkvæmdastjóri
Verslunarráðsins. Þau eru öll, ásamt
fleirum, í Bakhjarlahópnum, sem er
sjálfskipaður. „Þetta er fólk sem er
áberandi og athafnasamt í þjóðlífinu
og hefur mest um það að segja
hvernig þessi mál þróast,“ segir Þór-
ólfur. Hlutverkasetri var í kjölfarið
komið á fót, að frumkvæði Auðar og
Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, en þar
er starfsendurhæfing fyrir notendur
geðheilbrigðisþjónustu.
„Allir þeir, sem ég taldi upp áðan,
taka þátt í verkefninu sem ein-
staklingar, það eru engar skuldbind-
ingar og félagsskapurinn er óform-
legur. Við köllum okkur Bakhjarla
en markmið okkar er fyrst og fremst
að vera andlegur stuðningur við
starfsemina,“ segir Þórólfur.
Aukið sjálfstraust og
minni fordómar
Bakhjarlahópurinn fundar reglu-
lega og meðlimir í Hugarafli taka
alltaf þátt í fundunum. „Þau fá mjög
aukið sjálfstraust við þetta, þetta
minnkar fordóma, þau eru ekki
feimin við að segja það sjálf að þau
séu að koma sér inn í atvinnulífið aft-
ur,“ segir Þórólfur og bætir við að
miklir hagsmunir séu að fá þetta fólk
aftur inn í atvinnulífið. „Ísland er
svolítið sérstakt með það að atvinnu-
þátttakan er svo nátengd hlutverk-
inu. Fólk spyr: hver ertu? og þá er
átt við hvað gerirðu?“ segir Þórólfur
og hlæjandi viðurkennir hann að
þessum spurningum fylgi gjarnan
spurningin hverra manna ertu.
Innan Bakhjarlahópsins ríkir
mikil ánægja með að Hlutverkasetur
hefur tekið til starfa. „Við höfum
stutt það rekstrarform sem Elín
Ebba og Auður hafa kosið sér; að
hafa það sem einkahlutafélag sem er
rekið með engri hagnaðarvon, held-
ur að arður gangi til uppbyggingar
félagsins,“ segir Þórólfur. Óháðir að-
ilar sitja í stjórn Hlutverkaseturs, í
sjálfboðavinnu, en það eru Andri
Árnason lögmaður, Hulda Styrm-
isdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Árni
Gunnarsson og Þórólfur sjálfur. Ei-
ríkur Guðmundsson, rekstrarstjóri
Hlutverkaseturs, lýsti því svo í sam-
tali við Morgunblaðið að allir þeir
sem tækju þátt í starfinu, hvort sem
væri Bakhjarlar eða í stjórn, gerðu
það af hugsjón. „Við gerum þetta
bara til að aðilar úti í bæ hafi trú á
þessu og höfum lagt nöfn okkar og
ábyrgð við þetta einkahlutafélag,“
útskýrir Þórólfur.
„Hugmyndafræði Hlutverka-
seturs er að hafa tekjustreymi með
þrenns konar hætti; þjónustusamn-
ingum við opinbera aðila, en slíkir
samningar hafa verið gerðir við fé-
lagsmálaráðuneytið og Reykjavík-
urborg. Nú, með samningum við líf-
eyrissjóðina, þar hefur ríkt mikill
velvilji gagnvart þessu starfi. Síðan
viljum við líka opna fyrir einkaaðila
og fyrirtæki til að koma að rekstr-
inum. Sparisjóðirnir hafa t.d. komið
myndarlega að verkefnum Hlut-
verkaseturs, með sérstakri fræðslu
til ungs fólks.“
Í Hlutverkasetri er hluti notenda í
endurhæfingu, til að undirbúa end-
urkomu í atvinnulífið. Einnig starfar
þar nokkur fjöldi, mest í hlutastörf-
um. Þórólfur hrósar notendum í
Hlutverkasetri, segir þá mjög hæfi-
leikaríka. Sem dæmi um það nefnir
hann hönnun heimasíðunnar, hlut-
verkasetur.is, en notendurnir sáu al-
farið um hönnun hennar. „Þau hafa
kannski ekki fulla starfsorku í átta
tíma á dag,“ segir hann, „en þjóðfé-
lagið á líka að hafa miklu meiri
sveigjanleika í dag, fyrir hlutastörf,
verkefnabundin störf, tímabundna
ráðningu og tímabundna starfsþátt-
töku. Og ég segi nú bara að það er
stutt á milli snilldar og örðugleika.
Það er þekkt í listsköpun, tölvu-
málum og öðru að snilldin er ekki
mæld í heilsdagsvinnu. Hún er mæld
í hugmyndaauðgi,“ segir Þórólfur
Árnason, formaður Bakhjarlahóps
Hugarafls.
„Snilld er mæld í hugmyndaauðgi“
Hlutverkasetur hefur öflugan hóp
Bakhjarla sem styðja við starfsemina
Árvakur/Golli
Heimasíða Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, l.t.h., var, ásamt fleiri Bak-
hjörlum, viðstaddur opnun vefjarins hlutverkasetur.is síðastliðinn föstudag.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
NIÐURRIFI Gullfaxa, fyrstu þotu
Íslendinga, sem til stóð að rífa í
Roswell í Nýju-Mexíkó í Banda-
ríkjunum í næstu viku, hefur verið
frestað um tvo mánuði. Þetta segir
Hafþór Hafsteinsson, stjórnarfor-
maður Avion Aircraft Trading, sem
er einn styrktaraðila flugsafnsins á
Akureyri. Safnið hefur reynt að fá
vélina hingað til lands en ekki tek-
ist, en krafist var um 80 milljóna
króna fyrir vélina.
Hafþór, sem ítrekað hefur reynt
að fá vélina hingað til lands til
varðveislu, segist hafa sett sig í
samband við núverandi eigendur
vélarinnar, sem hafi góðfúslega
fallist á að fresta niðurrifinu í tvo
mánuði.
Þann tíma hyggst Hafþór nota til
þess að safna fé svo hægt verði að
flytja hluta vélarinnar hingað heim
til varðveislu á flugsafninu á Ak-
ureyri.
Ekki keypt í heilu lagi
Hafþór segir ekki ætlunina að
kaupa alla vélina, það sé ekki raun-
hæft. „Það sem menn eru núna að
velta fyrir sér er að fá fremsta
hluta vélarinnar, eða stjórnklefann
[hingað til lands] í heilu lagi.“
Hann segir að kostnaður við þetta,
með flutningi á safnið, ætti ekki að
verða meiri en 10 milljónir króna.
Hann segir ekki raunhæft að
flytja vélina í heilu lagi hingað, það
sé ekki raunhæft að fljúga henni
hingað til lands og skila svo vængj-
unum. Ekki sé heldur pláss við
safnið fyrir heila vél. Þá sé mesti
akkurinn að fá stjórnklefa vélar-
innar heim, aðrir hlutar hennar séu
mjög breyttir frá því sem var árið
1967. Mikið myndi kosta að koma
þessum hluta vélarinnar í uppruna-
legt horf.
Hafþór segir að á næstunni verði
þetta skoðað með þeim aðilum sem
eiga vélina. „Áður en við tökum
endanlega ákvörðun þarf líka að
safna fjármagni,“ segir hann. Hann
er bjartsýnn á að vel gangi að safna
fé til þess að flytja hluta Gullfaxa
hingað til lands. Hann telur að vélin
gæti verið komin hingað í sumar og
fyrir 41 árs afmæli vélarinnar í júní
ef vel gengur. Vélin kom hingað
fyrst laugardaginn 24. júní, en ekki
22. júní líkt og fram kom í Morg-
unblaðinu á sunnudag.
Hafþór bendir á að menn þurfi
líka að huga að fleiri minjum úr ís-
lenskri flugsögu sem gaman væri
að fá hingað til lands og meta þurfi
kostnað við hvert einstakt verkefni
með hliðsjón af þessu. Fyrsta þyrl-
an sem Landhelgisgæslan notaði sé
til að mynda enn til en hún sé í Ari-
zona í Bandaríkjunum.
Niðurrifi Gullfaxa
frestað um tvo mánuði
Reynt að kaupa
stjórnklefann
Í HNOTSKURN
»Gullfaxi markaði tímamót ogupphaf þotualdar á Íslandi er
hún lenti hér á Reykjavík-
urflugvelli 24. júní 1967.
»Flugfélag Íslands keypti vél-ina nýja frá Boeing-
verksmiðjunum, en hún var af
gerðinni Boeing 727-100.
»Vélin komst síðan í eigu Flug-leiða við sameiningu Flug-
félags Íslands og Loftleiða og var
seld úr landi 27. janúar 1984.
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur
ákært 20 manns fyrir 75 milljóna
króna fjársvik, hylmingu og pen-
ingaþvætti í tengslum við rannsókn á
meintum innanbúðarsvikum fyrr-
verandi starfsmanns Trygginga-
stofnunar ríkisins. Viðkomandi
starfsmaður ber aðalsökina í málinu
en meðákærðu voru bótaþegar TR
og sæta ákæru fyrir að aðstoða við
brotin.
Málið komst upp sumarið 2006 og
sætti umræddur starfsmaður gæslu-
varðhaldi vegna málsins. Grunur
beindist m.a. að því að hann hefði
svikið út bætur sem TR greiddi
skjólstæðingum sínum.
Hjá innra eftirliti TR vöknuðu
fyrstu grunsemdir um alvarlegt
trúnaðarbrot starfsmannsins sem
hafði unnið hjá stofnuninni í fjölda
ára. Virtist sem hann hefði með
blekkingum og í krafti stöðu sinnar
látið einstaklinga kerfisbundið og án
tilefnis fá greiðslur frá stofnuninni.
Eftir frekari skoðun og samanburð
gagna hjá TR sem styrktu þessar
grunsemdir var málið kært til rík-
islögreglustjóra og krafist opinberr-
ar rannsóknar.
Sérfræðingar TR ásamt efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra hófust
handa við að afla gagna og skoða
bókhald samhliða eftirliti hjá stofn-
uninni.
Málið verður þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur 14. mars þar sem
sakborningarnir munu tjá afstöðu
sína til sakarefnisins. Við þingfest-
ingu verður ákveðið hvenær málið
verður tekið fyrir.
Fjársvik Fyrrverandi starfsmaður
TR ber aðalsökina í málinu.
20 ákærðir
vegna fjár-
svika í TR