Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MATUR OG ÖRYGGI Fæðuöryggi var til umræðu viðsetningu Búnaðarþings umhelgina. Orkuöryggi hefur ver- ið mál málanna í Evrópu undanfarið. Öryggishugtakið snýst ekki bara um það að vera grár fyrir járnum. Það snýst um að vera öðrum sem minnst háður um lífsnauðsynjar. Hugmyndin að gera Ísland að vetnissamfélagi hef- ur aðallega verið rædd frá sjónarhóli umhverfisverndar, sem þegar litið er á hana frá öryggissjónarmiði fær á sig aðra mynd. Þegar horft er á landbún- að á Íslandi út frá forsendum öryggis kemur ný vídd í umræðuna um nið- urgreiðslur, styrki og hátt verðlag. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ræddu báðir fæðuöryggi við setningu Búnaðar- þings á sunnudag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í há- tíðarræðu á þinginu að fæðuöryggi hverrar þjóðar væri nú komið ofar á forgangslistann en áður og rætt væri um öryggi þjóða og varnir með öðrum hætti en áður: „Nú hefur heimsmynd- in tekið stakkaskiptum. Afleiðingin er meðal annars sú að brýnt er fyrir hverja þjóð að móta stefnu sem trygg- ir fæðuöryggi hennar í framtíðinni, tryggir aðgang að nægum og hollum mat á viðráðanlegu verði.“ Eins og fram kom í máli forsetans eru helstu ástæður breytinganna fjölgun mannkyns, sóknin til borga og bæja, bættur hagur fólksfjöldans í fjarlægum álfum og hlýnun jarðar með rýrnun gróðurlendis og áhrif á vatnabúskap jarðarinnar. Hann bætti við að Íslendingar yrðu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma og hefja umræðuna um hlutverk landbúnaðar- ins yfir hefðbundna togstreitu um verðlag og skipulag framleiðslunnar. Þetta er þörf ábending hjá Ólafi Ragnari. Ágangurinn á auðlindirnar fer vaxandi og nú fer fram kapphlaup milli stórvelda heimsins um að tryggja sér aðgang að orkugjöfum og matvæl- um. Eftir því sem velmegun eykst í heiminum eykst eftirspurn eftir dýr- ari matvælum á borð við kjöt, sem eykur eftirspurn eftir kornmeti í fóð- ur. Það þýðir að minna kornmeti verð- ur til skiptanna til manneldis og verð- lagið hækkar. Þetta er þegar farið að ógna fæðuöryggi í þróunarríkjum. Þegar kemur að öryggismálum er hver sjálfum sér næstur. Ef til vill yrði ódýrast að leggja niður íslenskan landbúnað og flytja inn allan mat til Íslands. En komi til neyðarástands í matvælamálum, til dæmis vegna far- sótta, verða þarfir Íslendinga fyrir mat hvergi efstar á forgangslistanum. Það sama á við í orkumálum. Aukin velmegun í þróunarlöndunum hefur í för með sér aukna orkunotkun. Olía er enn grundvallarorkugjafinn og það þarf ekki að halda langar ræður um það hve mikið öryggi yrði fólgið í því fyrir ríki að vera með öllu óháð olíu og sjálfu sér nægt um orku. Öryggismál þarf að skoða frá öllum hliðum. OFSI ÍSRAELA Ísraelar gripu til gamalkunnugraraðferðar þegar þeir réðust af þunga gegn Palestínumönnum á Gaza í liðinni viku. Árásirnar hófust eftir að ísraelskur námsmaður lést þegar Hamas-liðar skutu eldflaug á útjaðar Sderot, sem er skammt frá Gaza. Það var fyrsta mannfallið í slíkri árás í níu mánuði. Nú hafa rúm- lega 100 Palestínumenn látið lífið, að minnsta kosti 54 þeirra höfðu ekki komið nálægt átökunum og meðal hinna föllnu eru 25 börn. Aðgerðir Ísraela eru ekki í neinu samhengi við áreitið. Allir stjórnmálaflokkar fordæmdu aðgerðir þeirra á Alþingi í gær og ut- anríkisráðuneytið sendi Ísr- aelsstjórn mótmæli. Evrópusam- bandið gagnrýndi Ísrael fyrir harkaleg viðbrögð og skoraði á Pal- estínumenn að hætta eldflaugaárás- um. Bandaríkjamenn skoruðu á Ísr- aela að hætta átökunum og gæta þess að saklaust fólk týndi ekki lífi. Ísraelar eru nú hættir árásunum, en Ehud Olmert forsætisráðherra sagði að ekki hefði verið um einangr- aðar árásir að ræða. Því má búast við að þeim verði haldið áfram og var haft eftir háttsettum embættismanni að aðeins yrði gert hlé í tvo daga. Það þýðir að Ísraelar ætla að halda að sér höndum í dag og á morgun, rétt á meðan Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, verður í Jerúsalem og Ramallah til að ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessar aðgerðir Ísraela gegn Pal- estínumönnum eru glórulausar. Ísr- aelar eru staðráðnir í að veikja stöðu Hamas, sem eftir sigurinn í síðustu kosningum tóku völdin á Gaza. Fatah-hreyfingin með Mahmoud Ab- bas er áfram við völd á Vesturbakk- anum. Abbas hefur nú aflýst öllum samskiptum við Ísraela. Deila má um það hversu mikið þeim tekst að veikja Hamas með hernaðaraðgerðum, en ljóst er að þeir grafa um leið undan friðarferlinu, sem ýtt var úr vör með ráðstefnunni í Annapolis í Bandaríkj- unum í nóvember. Ísraelar geta ekki farið með blóðsúthellingum gegn Pal- estínumönnum á Gaza og ætlast til þess að samtímis sitji Palestínumenn gegnt þeim við samningaborðið eins og ekkert hafi ískorist. Árásir Ísraela í Gaza hafa valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið og Egyptar hafa opnað landamæri sín til að særðir menn komist undir lækn- ishendur. Þrátt fyrir aðgerðir Ísr- aelshers hafa Hamas-liðar haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísraela. Fyrir hvert skref, sem tekið er fram á við, eru tekin tvö aftur á bak. Condoleezza Rice getur nú reynt að koma vitinu fyrir Ísraela. Hryðju- verk er ekki hægt að afsaka, en það er engin leið að verja ómannúðleg viðbrögð Ísraela. Með árásunum ein- angra þeir ekki hryðjuverkamenn- ina, heldur skapa samúð með þeim. Með árásum sínum greiða þeir ekki fyrir friði, heldur grafa undan hon- um. Það verður að koma böndum á ástandið. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það bar til tíðinda á dög-unum að tveir þingmennúr röðum Sjálfstæð-isflokksins misstu þol- inmæðina, tóku fram fyrir hend- urnar á flokksforystunni og tjáðu sig í Morgunblaðsgrein um efna- hagsvandann sem blasir við þjóð- inni. Af lestri greinarinnar má ráða að þeir telji rík- isstjórnina ekki bregðast við aðsteðj- andi vanda og koma fram með hugmyndir og tillögur um hvað sé til ráða. Telja þing- mennirnir ungu greinilega að for- ystumenn Sjálfstæð- isflokksins og Sam- fylkingarinnar hafi legið of lengi undir feldi á hveitibrauðs- dögum ríkisstjórn- arinnar, án þess að merkja megi svo lítið sem tilburði til nokkurra athafna. Er því ekki að furða að þeir hafi verið farnir að ókyrrast, ungir og tápmiklir menn. Það má taka undir margt af því sem þingmennirnir leggja til en annað er að mínu viti síður til þess fallið að leysa þann vanda sem steðjar að. Aðalatriðið er að ekki er lengur samstaða um það í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins að gera ekki neitt. Vandi í efnahagsstjórn En í hverju er vandinn fólginn? Í afar stuttu máli sagt glíma lands- menn nú við mikla þenslu í hagkerf- inu sem viðheldur verðbólgu og verðbólguþrýstingi. Hefur sú þensla að miklu leyti orsakast af miklu góðæri sem hér hefur ríkt um árabil með tilheyrandi kaupmátt- araukningu einstaklinga og fjár- festingum fyrirtækja og opinberra aðila. Annar þáttur er áður óþekkt aðgengi bankanna að ódýru erlendu lánsfjármagni sem dælt hefur verið inn í hagkerfið í miklum mæli á liðn- um misserum. Þenslan er enn fyrir hendi en ódýrt lánsfjármagn er ekki lengur til staðar vegna að- stæðna á alþjóðamörkuðum og því er lánsfjárkreppa yf- irvofandi ef núverandi skuldatryggingarálag bankanna helst áfram í hæstu hæðum. Aðilar á almennum vinnumarkaði náðu saman um kjarasamn- inga sem hafa það að aðalmarkmiði að við- halda hér stöðugleika og tryggja kaupmátt þeirra sem lægst hafa launin og bæta kjör þeirra sem setið hafa eftir í góðærinu und- anfarin misseri. Það er jákvætt, ekki síst ef það takmark að kjara- samningarnir stuðli að hjaðnandi verðbólgu nær fram að ganga. Framsóknarmenn vöruðu við því strax í sumar að grípa þyrfti til ráð- stafana af hálfu ríkisins til að draga úr þenslu í hagkerfinu og að nýta ætti þann ríka heimanmund sem ný ríkisstjórn fékk úr búi síðustu rík- isstjórnar til að auka aðhald í rík- isrekstri og koma þannig Seðla- bankanum til aðstoðar við að ná tökum á ástandinu. Í stað þess að draga úr umsvifum ríkissjóðs og taka á með Seðlabank- anum lagði ríkisstjórnin aftur á móti fram fjárlög með 20% út- gjaldaauka frá fyrri fjárlögum. Samt höfðu samfylkingarmenn um það stór orð í fjárlagagerð fyrir árið 2007 að þar væri um kosnin fjárlög að ræða. Reifuðu þe að segja hugmyndir um lag ingu til að binda hendur rá síðasta árið fyrir kosningar mikil þótti þeim útgjaldaau þá. Er því eðlilegt að spyrj hafi breyst sem réttlæti þe stefnubreytingu? Tillögugerð sjálfstæðis Þingmennirnir tápmiklu til að Seðlabankinn hverfi f bólgumarkmiðum sínum og þegar vaxtalækkunarferli. hagfræðinga Seðlabankans svarað þessum hugmyndum lega þegar þeir benda á að skaði trúverðugleika penin unnar og geti orðið til þess krónunnar falli hratt, sem auki enn á verðbólguna. Nó er hún nú samt. Það er því ilvægt að Seðlabankinn ræ bundið hlutverk sitt, stand og fylgi þeirri stefnu sem h ur sett sér, þótt sú stefna s sjálfsögðu aldrei hafin yfir rýni og sé síður en svo meit óbreytanleg í stein. Verðbólgumarkmið og Íbúðalánasjóður Önnur hugmynd þingma er að breyta Íbúðalánasjóð þar bönkunum aukið hlutv breytingum á Íbúðalánasjó kjörtímabili var sýnt fram má ná vöxtum á Íslandi nið svipað stig og þekkist meða þjóða sem við berum okkur saman við. Tilvera Íbúðalá hefur virkað sem hvati á ba að gera betur og ég tel það glapræði að ætla að hverfa þeirri stefnu sem þá var mö Íbúðalánasjóður gegnir lyk verki í fjármögnun íbúðarh Vaknar ríkisstjórnin n Eftir Guðna Ágústsson Guðni Ágústsson Eftir Silju Björk Huldudóttur og Steinþór Guðbjartsson Ný íslensk rannsókn þar semheilsufar og líkamsástand sjó-manna var skoðað yfir sex mán-aða tímabil sýnir að aukin hreyf- ing og bætt mataræði stuðlar að betri heilsu og líðan sjómanna. Sonja Sif Jóhannsdóttir vann verkefnið og var um að ræða rannsóknarverkefni í meist- aranámi í íþrótta- og heilsufræðum. Hún segist hafa lagt mikið upp úr því að sjómenn- irnir væru ábyrgir fyrir eigin heilsu og það hafi skilað góðum árangri. „Þeir voru mjög fróðleiksfúsir,“ segir hún. Að sögn Erlings Jóhannssonar, prófess- ors við Kennaraháskóla Íslands og verkefn- isstjóra rannsóknarinnar, er nýnæmi verk- efnisins mikið í ljósi þess að sambærileg rannsókn meðal íslenskra sjómanna hefur ekki verið gerð áður og líklega heldur ekki á Norðurlöndunum. Bendir hann á að nýnæm- ið felist fyrst og fremst í því að gripið sé til aðgerða til íhlutunar í sex mánuði um borð í skipinu og unnið með sjómönnum að bætt- um lífsstíl bæði um borð og í landi. Heilsufar sjómannanna var skoðað út frá tveimur mælingum með sex mánaða millibili, en meðal þess sem var mælt var holdafar, blóð- þrýstingur, þrek og hreyfing og teknar blóð- prufur og hjartarafrit. Einnig svöruðu þátt- takendur spurningalista um heilsutengd lífsgæði sem m.a. tengjast heilsu, velferð og öðrum lífsstílsþáttum. Miklar framfarir Alls tóku 62 starfandi sjómenn hjá Brimi hf. þátt í rannsókninni og stóð íhlutunartímabil- ið yfir í 183 daga, plús, mínus 21 dag. Stöðu- rannsóknin unarhópnu um og græn uðum dryk breytingar um lífsgæð „Við telju sérstaklega um borð til takendur h formi þegar náttúrlega eiga mjög e Erlingur og stakling í lé geta að eng á heilsufars mæling fór fram í maí 2007 og svo aftur í nóvember. Brim er styrktaraðili rannsóknarinnar ásamt Tryggingamiðstöðinni, Sjómennt, Rannsóknarsjóði KHÍ, sjávarútvegsráðu- neytinu, Sjómannafélagi Reykjavíkur og Sjómannafélagi Eyjafjarðar. Að sögn Er- lings var á rannsóknartímanum gripið til íhlutunar gagnvart helmingi þátttakenda, þ.e. allra sjómanna í tveimur áhöfnum á Guðmundi í Nesi RE, en sjómenn á öðrum ísfiskstogurum voru í samanburðarhópnum. Í íhlutuninni fólst að breytt var um mat- aræði um borð, t.d. með því að auka magn grænmetis og ávaxta og minnka notkun á feitum mjólkurvörum á borð við smjörlíki. Aðgengi sjómanna að líkamsræktartækjum var aukið, t.d. með því að fá líkamsrækt- arhjól um borð auk þess sem þátttakendur voru fræddir um mikilvægi góðs mataræðis, gildi aukinnar hreyfingar og ábyrgð þeirra á eigin heilsu. Þátttakendur sem ráðskast var með tóku miklum framförum á rannsóknartímanum. Íhlutunarhópurinn léttist að meðaltali um 3,5 kg sem er breyting upp á 3,9%. Mikil breyting varð á líkamsþyngdarstuðli, fitu- hlutfall líkamans lækkaði um 7,3% og mitt- ismálið breyttist hjá íhlutunarhópi úr 97,3 cm í 93,2 cm að meðaltali sem er breyting upp á 4,2%. Líkamsþrek jókst um 14,3% Þegar niðurstöður blóðmælinga eru skoð- aðar hjá íhlutunarhópnum kom m.a. í ljós að gildi þrýglýseriðs (fitu) lækkaði um 18,6% og HDL (góða kólesterólið) hækkaði um 11,4%. Líkamsþrek sjómannanna í íhlutunarhópi jókst um 14,3% og um 230% aukning varð á hreyfingu eða virkni þeirra fyrir og eftir Rannsókn á sjómönnum Brims hf. sýnir að aukin hreyfi Heilsan batnaði hjá þeim sem ráðskast var með Í góðu for

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.