Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stofnfélagar Benedikt Sigurðarson hjá Búsetea afhendir Jóni Stefáni Baldurssyni og Önnu Marit Níelsdóttur innflutningsgjöf. Þau voru meðal stofnfélaga á sínum tíma, eiga búseturéttarnúmer 1 og búa í nýja húsinu. BÚSETI á Norðurlandi hefur afhent allar 58 íbúðirnar í nýju fjölbýlishúsi félagsins við Kjarnagötu í Nausta- hverfi á síðustu sex mánuðum. Um er að ræða stærsta fjölbýlishús utan höfuðborgarsvæðisins og er áætlað að íbúar í húsinu verði rösklega 200 talsins. Á sama byggingarreit við Kjarnagötu og Brekatún er hafin bygging 24 íbúða í viðbót. Framkvæmdirnar við Kjarnagötu og Brekatún eru umfangsmesta verkefni sem Búseti á Norðurlandi hefur ráðist í. Fjölbýlishúsið stóra, sem nú er komið í notkun, er ríflega 6 þúsund fermetrar að stærð og við það er bílakjallari með 65 bílastæð- um. Alls verða 82 íbúðir byggðar á reitnum og heildarbyggingarmagn verður nærri 10 þúsund fermetrar. Kostnaður við framkvæmdirnar í heild verður um 2 milljarðar króna. Hagkvæmur kostur Áætlað er að framkvæmdunum á reitnum ljúki á árinu 2009. Þegar framkvæmdirnar voru í hámarki munu 70-80 manns hafa verið að störfum og jafnvel allt að 100 manns einstaka daga. Alls rekur Búseti á Norðurlandi vel á þriðja hundrað íbúðir á Akur- eyri og Húsavík. Um er að ræða svo- kallaðar búseturéttaríbúðir þar sem kaupendur greiða 10% stofnverðs og síðan fast mánaðargjald og í því er innifalið allt viðhald, hússjóður, fast- eignagjöld og tryggingar, auk raf- magns og hita í nýju fjölbýli. Mán- aðargreiðslur eru jafnar yfir árið og almennt nokkru lægri en húsaleiga á markaði, skv. upplýsingum Búseta. Í nýjum íbúðum félagsins eru öll tæki í eldhúsi og þvottahúsi innifalin, þ.e. ísskápur, uppþvottavél, ör- bylgjuofn, þvottavél og þurrkari. Fjölgun félagsmanna í Búseta á Norðurlandi síðustu mánuði er tölu- verð og ljóst virðist á því að þessi húsnæðisvalkostur vekur áhuga. Fé- lagar í Búseta á Norðurlandi eru orðnir 800. Ekki er aðeins áhugi meðal al- mennra félagsmanna heldur hafa nokkur sveitarfélög á Norðurlandi sýnt áhuga á samstarfi við félagið um þá valkosti sem það hefur að bjóða. Þar má nefna t.d. Fjalla- byggð, Dalvíkurbyggð, Þingeyjar- sveit og fleiri. Félagið hefur nú 24 íbúðir í byggingu á áðurnefndum reit við Kjarnagötu og Brekatún og áformar byggingu 25-30 íbúða á reit við Hólmatún, auk þess sem önnur svæði á Akureyri eru í skoðun. Áhuga almennings á húsnæðis- lausnum Búseta á Norðurlandi verð- ur því fylgt eftir á komandi mánuð- um og árum í samræmi við stefnumótun félagsins, skv. upplýs- ingum frá Búseta. 200 í stærsta fjölbýli utan borgarsvæðisins Í HNOTSKURN »Félagsmönnum í Búseta áNorðurlandi hefur fjölgað um 265 á 14 mánuðum og eru nú um 800 talsins. Allir geta gerst félagar og greiða einungis lágt árgjald en öðlast félagsnúmer og þar með rétt til að fá úthlutað íbúð innan kerfisins. Allar 58 íbúðir í nýju fjölbýli Bú- seta verið afhentar Eyjafjarðarsveit | Fjöldi fólks vítt og breitt af Norðurlandi lagði leið sína fram í Halldórsstaði nú nýver- ið þegar ábúendur þar, þau Rósa Hreinsdóttir og Guðbjörn Elf- arsson, tóku í notkun nýtt og glæsi- legt 300 kinda fjárhús. Húsið er einnig hesthús þar sem rúm er fyrir 20 hesta. Í heild er byggingin 460 fermetrar. Alls eru Rósa og Guð- björn með 500 fjár sem er lang- stærsta fjárbú hér í sveit. Ærnar eru hafðar á taði sem nú er aftur að ryðja sér til rúms en um áratuga skeið voru nær eingöngu byggð fjárhús með grindum og vél- gengum kjöllurum. Nú er hins veg- ar talið að ánum líði mun betur á taði heldur en ef þær eru hafðar á grindum. Auk þess að byggingin verður mun ódýrari án áburð- arkjallara. Í þessu nýja fjárhúsi er vélgengt í allar krærnar og taðinu mokað út með traktor á nokkurra mánaða fresti. Húsið er stálgrindarhús frá fyr- irtækinu Hýsi ehf. í Mosfellsbæ og voru starfsmenn þess á staðnum og veittu gestum upplýsingar um hús- in. Morgunblaðið/Benjamín Fjöldi gesta Auðséð var að ánum leið vel í nýjum húsakynnum. Margir skoðuðu nýtt og glæsilegt fjárhús Ánægð Rósa Hreinsdóttir og Guð- björn Elfarsson voru að vonum ánægð með nýju bygginguna. Reyðarfjörður | Áfram er unnið að því að gangsetja álver Alcoa Fjarðaáls, sem er bæði tímafrekt og vandasamt. Erna Indr- iðadóttir upplýsingafulltrúi, segir gang- setningu nýs álvers álíka algenga í heim- inum og geimskot. „Við höfum nú lokið við að gangsetja 279 ker af 336 í kerskálunum. Búið er að flytja út rúmlega 50 þúsund tonn af áli nú þegar og hefur það farið á Evr- ópumarkað.“ Hún segir nýframkvæmdum á vegum fyrirtækisins hvergi nærri lokið og framkvæmt verði fyrir hundruð milljóna á svæðinu á næstu árum með tilheyrandi út- boðum. Fjögur hundruð starfsmenn hafa nú verið ráðnir til álversins og eru 28% þeirra konur, 53% starfsmanna af Austur- landi og 47% annars staðar af landinu, frá ýmsum stöðum. Búseta starfsmanna skipt- ist þannig að um 22,5% búa á Egilsstöðum, 72% í Fjarðabyggð og aðrir annars staðar á Austurlandi, svo sem á Seyðisfirði, Breið- dalsvík og Stöðvarfirði, eða 5,5%. Ljósmynd/Alcoa Fjarðaál Álvinnsla Framleiðsla álvíra í háspennu- strengi er hluti af starfsemi álversins. Nýfram- kvæmdum ekki lokið Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is STÓRFRAMKVÆMDIR á Aust- urlandi eru nú að taka enda. Eftir mikla þenslu er að slakna á og Aust- firðingar á ákveðnum vendipunkti. Heildaráhrif framkvæmdanna á Austurlandi kunna að verða nokkru minni en búist var við, einkum vegna samdráttar í sjávarútvegi, þar sem í það minnsta 250 störf hafa tapast. Vel launuðum störfum hefur fjölgað í fjórðungnum með tilkomu álvers Alcoa Fjarðaáls og af 400 starfsmönnum þess eru 100 há- skólamenntaðir. Búist er við að af- leidd störf vegna álversins verði fleiri en spáð hafði verið. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi, sem atvinnumála- nefnd Fljótsdalshéraðs hélt fyrir nokkrum dögum, um þróun at- vinnulífs á Austurlandi. Róttæk áhrif á miðsvæðinu Sem dæmi um uppsveifluna á miðhluta Austurlands má nefna að farþegar um Egilsstaðaflugvöll voru árið 2001 60 þúsund en voru í fyrra 160 þúsund talsins. Mikið hef- ur verið byggt af íbúðarhúsnæði í nýjum hverfum og fasteignaverð hefur hækkað. Fasteignasalar hafa talað um hækkun allt að 200% í sumum tilvikum. Byggðir hafa verið um 50 þúsund fermetrar af iðnaðar- húsnæði. Tekjur sveitarfélaga juk- ust tímabundið umtalsvert, ekki síst meðan mikill fjöldi utanaðkomandi starfsmanna vann við byggingu virkjunar og álvers. Ýmislegt situr þó eftir sem tekjur fyrir sveitar- félög, svo sem fasteignagjöld af ál- verinu og stöðvarhúsi Kárahnjúka- virkjunar. Umsvif opinberrar þjónustu, svo sem skóla, heilsugæsl- unnar, sjúkrahúss í Neskaupstað, löggæslu og tollgæslu hafa aukist til muna. Mikil sókn er í málefnum framhaldsmenntunar. Verslun og þjónusta hefur eflst, m.a. með til- komu lágvöruverslananna Bónuss og Krónunnar. Þá hafa bæði Byko og Húsasmiðjan sett upp verslanir og sterk fyrirtæki mætt til leiks, t.d. Launafl, Vélsmiðja Hjalta Einars- sonar og Gámaþjónustan. Breskt stórfyrirtæki í varahlutum, Bram- mer, ætlar að opna útibú á Reyð- arfirði. Mikil uppbygging er kring- um Mjóeyrarhöfn og Eimskip og Samskip bæði með stóra samninga við Alcoa Fjarðaál og auka mjög umsvif sín á Austurlandi. Vegasam- göngur hafa batnað, m.a. með til- komu Fáskrúðsfjarðarganga, vegar úr Fljótsdal inn í Kárahnjúka, yf- irstandandi vegbótum um Hólma- háls og væntanlegum Norðfjarðar- göngum sem eiga að verða tilbúin 2011. Erna Indriðadóttir, upplýsinga- fulltrúi Alcoa Fjarðaáls, sagði á fundinum að fyrirtækið teldi ekki óeðlilegt að næstu samgöngubætur yrðu í formi jarðganga milli Eski- fjarðar og Egilsstaða. „Við teljum að álverið muni skapa kjölfestu sem hægt verður að byggja á. Forsend- ur fyrir því að svæðið vaxi og dafni áfram eru samgöngumál þannig að það verði eitt atvinnusvæði. Góðar samgöngur og góð þjónusta eru lyk- ill að því að fólk vilji flytja á Austur- land,“ sagði Erna. Sveitarfélög utan miðsvæðis Austurlands standa heldur höllum fæti og berjast nú með oddi og egg fyrir því að bæta hlut sinn í sam- félags- og atvinnulegu tilliti. Í kjölfar stórframkvæmda Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sviptingar Talað er um að 250 störf hið minnsta hafi tapast í sjávarútvegi á Austurlandi vegna hagræðingar og niðurskurðar á móti þeim 400 sem skapast hafa hjá Alcoa Fjarðaáli ásamt afleiddum störfum. Heildaráhrif nokkru minni en vænst hafði verið Í HNOTSKURN »Laun hafa hækkað, mennt-unarstig sömuleiðis og at- vinnulíf tekið mikinn kipp á Austurlandi undanfarið. »Heildaráhrif kunna aðverða minni en vænst hafði verið þar sem um 250 störf hafa tapast í sjávarútvegi. AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.