Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldóra Ósk-arsdóttir fædd- ist í Hábæ í Þykkva- bæ 17. júlí 1931. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum sunnudaginn 24. febrúar síðastliðinn á 77. aldursári. For- eldrar hennar voru þau Óskar Sigurðs- son, bóndi í Hábæ í Þykkvabæ, f. 13. október 1906, d. 25. september 1988 og Steinunn Sigurðardóttir hús- freyja, f. 23 desember 1908, d. 18. desember 1940. Óskar var sonur hjónanna Sigurðar Ólafssonar, bónda í Hábæ, f. 21 maí 1870, d. 2. desember 1957 og Sesselju Ólafs- dóttur húsfreyju, f. 26. ágúst 1867, d. 1. júní 1967. Steinunn var dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar, smiðs og bónda, f. 24. apríl 1870, d. 21 desember 1954 og Þuríðar Árnadóttur húsfreyju, f. 19. mars 1871, d. 13. apríl 1954, í Bæ á Akranesi. Systur Halldóru eru Jóna Birta, f. 16. október 1934, Sigurlín Sesselja, f. 6. september 1936, Ragnhildur, f. 13. nóvember 1937, og Árný Elsa, f. 14. október 1940. Halldóra giftist 7. ágúst 1954 Tómasi Þ. Guðmundssyni raf- virkjameistara, f. 9. júní 1926, d. 21. janúar 2004, syni hjónanna Guðmundar Tómassonar, skip- stjóra og útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, f. 24. júní 1886, d. 12. október 1967, og Elínar Sig- urðardóttur húsmóður, f. 5. júní 1891, d. 10. október 1978. Hall- dóra og Tómas byggðu sér hús að Hjarðartúni 12 í Ólafsvík sem nefnt var Arnarhóll. Þar stofnuðu þau heimili og bjuggu þar uns þau fluttu haustið 2003 að Aflagranda 40 í Reykjavík. Haustið 2006 flutt- ist hún á Droplaugarstaði. Börn Halldóru og Tómasar eru: 1) Unnsteinn rafvirkjameistari, 7) Sesselja myndlistarmaður, kennari Bed., f. 15.1 1963, gift Bárði H. Tryggvasyni fast- eignasala. Börn þeirra eru; Silja Rún, f. 24.2. 1998 og Tryggvi Snær, f. 10.3. 2003. 8) Þórhildur, f. 18.2.1965, sonur hennar og Björns I. Rafnssonar, er Hallur Lind, f. 2.3. 1984, d. 6.5. 1984; sonur Þór- hildar og Jens Hanssonar er Tind- ur Óli, f. 5.11. 1985; dætur Þór- hildar og Birgis Pálssonar eru Auður Kolbrá, f. 18.5. 1989; og Brynhildur, f. 12.9. 1990, d. 20.11.1990; sonur Þórhildar og Kristins H. Árnasonar er Árni Dagur, f. 15. 4. 1993. 9) Steinunn fjármálastjóri, f. 8. 9. 1967, gift Þresti Leóssyni M.S. í rekstr- arhagfræði. Börn þeirra eru; Hall- dór, f. 30.7. 1993; og Kristín, f. 20.10.1997. 10) Goði tölvuráðgjafi, f. 8.4. 1970. 11) Njörður fram- kvæmdastjóri, BA í sálfræði, MBA, f. 8.4. 1970, kvæntur Gunn- hildi L. Marteinsdóttur sálfræð- ingi. Börn þeirra eru; Sturla, f. 2.3. 1995, Perla, f. 5.10. 1998 og Tómas, f. 5.6.2007. Alls eru afkom- endur Halldóru og Tómasar 47. Halldóra ólst upp í foreldra- húsum í Þykkvabænum. Móðir hennar lést þegar Halldóra var á tíunda aldursári, gekk þá Ágústa Árnadóttir, f. 15. júní 1904, d. 2. maí 1991, henni í móðurstað. Hún lauk almennri grunnmenntun í Þykkvabænum og gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akra- nesi 1948. Halldóra kynnist Tóm- asi þegar hann vann við rafvæð- ingu í Þykkvabænum. Fluttu þau hinn 17. júlí 1952 vestur til Ólafs- víkur með frumburðinn Unnstein og fljótt stækkaði barnahópurinn. Eftir að vestur var komið stofnuðu þau eigin atvinnurekstur, rafverk- takaþjónustu og verslun. Hún var listhneigð, víðlesin, stundaði hann- yrðir og hafði ástríðu á garðyrkju. Hún starfaði við félagsmál, m.a. hjá Kvenfélaginu, söng í kirkjukór og Samkór Ólafsvíkur. Hún hafði unun af matargerðarlist og rak gestkvæmt heimli með glæsibrag. Útför Halldóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. f. 29.1. 1950, maki Ingibjörg K. Högna- dóttir, sjálfstætt starfandi, börn þeirra eru: Tómas Högni, f. 19.2. 1973, kvæntur Hönnu Birnu Jón- asdóttur, þau eiga tvær dætur, Birtu Ósk, f. 6.2. 1997 og Lilju Maríu, f. 21.8. 1999; b) Anna Dóra, f. 18.5. 1974, gift David de Kretser, börn þeirra eru Ro- bert Adam, f. 2.8. 1997 og Emily Ingibjörg, f. 25.1. 2003, sonur Önnu Dóru og Birgis Jónssonar er Daníel Freyr, f. 2.12. 1993; c) Brynjar, f. 10.4. 1985, börn hans og Ólafar Ragnarsdóttur eru Ingi- björg Lóa, f. 25.10. 1998, Michael Máni, f. 7.1. 2002, og Ingibjörg Erna, f. 25.5. 2006; d) Harpa Tanja, f. 30. 3. 1987. 2) Guð- mundur rekstrarhagfræðingur, MBA, f. 5.3. 1953, kvæntur Hjör- dísi Harðardóttur heimilislækni, þau eiga 3 börn; a) Hörður, f. 24.6. 1980, maki Sigríður Th. Egils- dóttir, sonur þeirra er Snorri Freyr, f. 17.11.2007; b) Halldóra Hrund, f. 14. 3. 1982, maki Svein- björn L. Sveinsson; og c) Tómas Þórhallur, f. 21.2. 1991. 3) Elín húsmóðir, f. 5.3. 1953, d. 3.6. 1991. Börn hennar og Sigurðar Ó. Gunn- arssonar eru; a) Jökull, f. 12.10. 1971, maki Guðrún E. Guðmunds- dóttir 26.6. 1980; b) Mjöll, f. 9.11. 1979; og c) Vilborg, f. 5.6. 1981, d. 30.3. 2007. 4) Ágústa húsmóðir, f. 15.3. 1956, gift Tryggva K. Eiríks- syni hagfræðingi. Börn þeirra eru; a) Erla Berglind, f. 2.4. 1985 maki Þórður Ófeigsson, dóttir þeirra er Jónína Margrét, f. 11.2. 2006; b) Ragnhildur Ýr, f. 13.7. 1986; og c) Ástþór Hugi, f. 3.7. 1987. 5) Óskar trésmiður, f. 27.12 .1957. Dóttir Óskars og Sigríðar A. Stef- ánsdóttur er Marta, f. 17.11. 1988. 6) Jökull, f. 3.3. 1960, d. 6.11. 1965. Elskulega mamma mín. Nú er komið að kveðjustundu. Þú sem hefur alltaf verið hluti af lífi mínu ert nú horfin á braut til ann- arra starfa. Það eru margar góðar og ljúfar minningar sem birtast í hug- skoti mínu þegar ég læt hugann reika, sem lítil stúlka í Ólafsvík. Ég kem heim úr skólanum og þar tekur á móti mér ilmurinn af heimabakstri og notalegheitum. Eldhúsið er hreint, ilmandi kaka í ofninum og miðdegissagan að hefjast. Þá sest ég við heimalærdóminn og við hlustum saman á miðdegissöguna. Þetta voru yndislegar stundir sem ylja mér enn um hjartarætur og mér finnst ég hafa verið heppnasta barn í heimi. Þú varst mikill fagurkeri bæði hvað varðar mat, myndlist, tónlist, ljóðlist og sögur. Það var eins og þú gætir allt. Menningarferðir til Reykjavík- ur voru vinsælar, en þá var farið í leikhús, bíó og á myndlistarsýning- ar. Efst í huga mér er ferð í safn Sig- urjóns Ólafssonar, þar sem við hitt- um listamanninn í eigin persónu. Sumarfríin voru dekurtími. Þá var byrjað á því að stoppa í Ástarbrekk- unni, þar var dregið upp nesti, heimabakaðar flatkökur með ný- soðnu hangikjöti og jafnvel kaldar kótilettur í raspi. Síðan var keyrt um landið og ávallt dróst þú upp heima- tilbúið góðgæti. Þú varst góður kokkur og þegar ég fór að heiman fékk ég uppskriftir frá þér. Börnin mín eru hæstánægð með fiskigrat- ínið hennar ömmu og piparkökurnar eru ómissandi því að alltaf verður piparkökusöngurinn að fylgja. Þú starfaðir við Kvenfélag Ólafs- víkur og voruð þið ávallt með kaffi- sölu. En þegar ég horfði yfir tertu- staflana flökraði mig og hvíslaði að þér, „æ, mamma, má ég ekki hlaupa heim og fá mér flatkökur með kæfu?“ Þú brostir og sagðir „já“. Ég man ekki eftir að þú hafir nokkurn tímann sagt nei. Þú hafðir það mesta langlundargeð, sem ég hef þekkt um ævina og ég mun ávallt meta það mikils og varveita í hjarta mínu. Einu sinni var pabbi að fara í bæinn í viðskiptaferð og mig langaði mikið til að fara með honum. Hann sagði nei við mig, þá hljóp ég til þín og þú sagðir mér að pakka niður og vera tilbúin. Þú skyldir tala við pabba, og viti menn, það var glatt barn sem fór suður með pabba þann dag. Þú hafðir alltaf nóg að gera, en samt hafðir þú alltaf tíma til að að- stoða mig. Ef þú hjálpaðir mér þá settir þú mig í annað verkefni tengt heimilinu. Ég var aldrei ósátt og er þakklát fyrir þessi verkefni í dag, þar sem ég stend uppi sem enn sterkari einstaklingur fyrir vikið. Myndarskapurinn var aldrei langt undan. Ég man eftir því þegar ég fór í ferðalag með 9. bekk, þá varst þú búin að sauma á mig flauelsúlpu og prjóna nýja peysu. Jæja elsku mamma mín, nú er komið að kveðjustundu. Eftir lifa minningar um frábæra móður, mik- inn fagurkera og töffara. Þegar þú komst í mat til mín seinni árin komstu alltaf með bros á vör, stolt mamma og amma, og þinn frábæri húmor var aldrei langt undan. Silja Rún bað mig um að skila kveðju til þín, og segja þér að nú myndir þú hitta Tomma afa og Míró og að jafn- vel væri afi búinn að koma sér vel fyrir og biði eftir þér í Nangiada. Þín dóttir, Sesselja. Þótt andlitið kunni að gleðjast um stund, getur hjartað grátið. Ef þú vilt komast hjá því að syrgja og sakna, skaltu hætta að elska. Því að þeir missa mest sem mikið elska. Sá sem ekki elskar missir ekki neitt, en fer mikils á mis. Leyfðu sorginni að hafa sinn tíma og fara sinn eðlilega farveg. Svo mun það gerast, smátt og smátt, að þú gefst upp fyrir henni og minningarnar björtu og góðu komast að, taka við og búa með þér. Ómetanlegar minningar sem enginn getur frá þér tekið. Að harðasta vetrinum loknum fer svo að vora og yljandi vindar taka aftur um þig að leika og litskrúðug ólýsanlega fögur blóm gera vart við sig, hvert af öðru. Þau taka að spretta umhverfis lind minninganna. Blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn bara með því að faðma og vera. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku mamma. Takk fyrir að leiða mig í gegnum lífið af æðruleysi og virðingu. Takk fyrir allt. Steinunn. Tengdamóðir mín, Halldóra Ósk- arsdóttir, er nú látin eftir erfiðan sjúkdóm, sem hún barðist við í mörg ár af einstöku æðruleysi og dugnaði. Ég kynntist Halldóru fyrst fyrir tæpum 29 árum, vorið 1979, þegar við Ágústa, næstelsta dóttir Hall- dóru og Tómasar, hófum búskap. Þau hjónin bjuggu þá í Hjarðartúni 12 í Ólafsvík. Halldóra var víðlesin bæði á inn- lenda og erlenda höfunda. Hún var líka einstaklega minnug á allt það sem hún las.Við umsjón heimilisins og umönnun barnanna, sem alls urðu 11, kom sér vel hvað Halldóra var lagin við allt sem hún gerði, hvort sem það var við saumaskap og aðrar hannyrðir eða við eldamennsku, en hún var listakokkur. Halldóra var sömuleiðis mikill sælkeri. Með tímanum þegar börnin voru flutt að heiman og barnabörnunum fjölgaði komu Halldóra og Tommi oftar til Reykjavíkur og gistu þá gjarnan fyrstu árin hjá okkur Ágústu og síðar einnig hjá öðrum börnum og tengdabörnum. Þessi tími var okkur og börnunum okkar mjög dýrmætur í alla staði og lær- dómsríkur fyrir krakkana okkar. Þarna kynntust þau afa og ömmu til lífstíðar og eiga eftir að muna eftir þeim alla tíð. Við fórum líka saman til útlanda í eftirminnilegar ferðir. Fyrri ferðin okkar var Evrópuferð, sumarlöng ökuferð til margra landa, sem við Ágústa fórum í með Halldóru og Tomma 1981, árið sem Halldóra varð fimmtug. Í þeirri ferð komu margir góðir kostir Halldóru fram, bæði fróðleiksmolar um önnur lönd og sögu þeirra en einnig nægjusemi við marga hluti, svo sem vegna gistingar og uppihalds. Seinni ferðin árið 2001 var styttri en öllu íburðarmeiri án þess að telj- ast einhver lúxusferð nema í þeim skilningi hve hún var skemmtileg. Þá fórum við Ágústa og fleiri systkini hennar ásamt tengdabörnum með Halldóru og Tomma til Veróna og gistum við Garda-vatnið. Tilefnið var 70 ára afmæli Halldóru og 75 ára af- mæli Tomma. Þrátt fyrir langa dvöl í Ólafsvík, þar sem Halldóra bjó í 51 ár, gleymdi hún ekki uppruna sínum. Hún fædd- ist og ólst upp í Jaðri og síðan Hábæ í Þykkvabænum. Sagði hún margar sögur af dvöl sinni þar og frá Akra- nesi þar sem hún gekk í Gagnfræða- skólann og lærði þar ýmislegt sem nýttist henni alla ævina. En lífið er ekki alltaf dans á rósum og það fékk Halldóra að reyna á eig- in skinni strax í æsku þegar hún á tí- unda ári missti móður sína, sem þá dó af barnsförum. Varð þessi atburð- ur til að móta hana að einhverju leyti alla tíð. Það átti líka fyrir henni að liggja að missa tvö barna sinna, Jök- ul 5 ára og Elínu 38 ára. En þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hélt Halldóra alltaf sinni léttu lund sem einkennd- ist af rósemi og undirliggjandi glettni. Ekki verða tíundaðar hér all- ar þær fleygu setningar, sumar nán- ast spakmæli, sem lifa eftir Halldóru en þær búa með afkomendum henn- ar um ókomna tíð. Að lokum votta ég börnum Hall- dóru og öðrum aðstandendum dýpstu samúð mína við fráfall henn- ar um leið og ég þakka henni sam- fylgdina. Jafnframt viljum við fjöl- skyldan í Hjálmholtinu færa öllum þeim sem komið hafa að umönnun Halldóru síðustu ár kærar þakkir fyrir frábært starf. Tryggvi Karl Eiríksson. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilífð sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnar þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Berglind Tryggvadóttir. Hún Halldóra elsta systir mín er dáin. Hún lést á Droplaugarstöðum hinn 24. febrúar sl. Við vorum fjórar systurnar sem urðum fyrir þeirri miklu sorg að missa móður okkar á unga aldri. Móðir okkar var aðeins 32 ára þegar hún lést af barnsförum, og faðir okkar stóð einn uppi með stelpurnar sínar fjórar sem honum þótti undur vænt um. Þá voru góð ráð dýr og einn daginn birtist hún Ágústa með hana Elsu sína með rauðu krullurnar og átti hún eftir að alast upp með okkur eins og besta systir alla tíð. Seinna bættist Magga Fía í hópinn sem hefur alltaf reynst okkur trygg og góð uppeldissystir. Það voru merk tímamót hjá okkur Þykkbæingum þegar rafmagnið var lagt í sveitirnar. Því fylgdu miklar breytingar og það komu ungir og efnilegir piltar til að leggja rafmagn- ið. Þar á meðal var Tómas Þórhallur Guðmundsson. Hann hreifst fljótt af hinni ungu blómarós, Halldóru, og gengu þau í hjónaband hinn 7. ágúst 1954. Sambúð þeirra var farsæl og eignuðust þau 11 börn, þar af tvenna tvíbura. Halldóra var hæglát kona og hafði mikið yndi af lestri góðra bóka. Hún var stóra systir mín og gat ég alltaf leitað til hennar á tán- ingsárum mínum í sambandi við fataval, þótt úrvalið væri ekki mikið, því erfitt var að fá bæði garn og efni í fatnað á þeim tíma. Þá var gripið til þess ráðs að rekja upp notaðar flíkur og prjóna þær aftur með öðru sniði og hinu sama gegndi um pils og ann- an fatnað. Eins og áður segir áttu Halldóra og Tómas ellefu börn en tvö þeirra eru látin, þau Jökull og El- ín, blessuð sé minning þeirra. Ég kveð systur mína með hjartans þökk fyrir samfylgdina í gegnum ár- in og votta fjölskyldunni innilega samúð okkar hjóna. Blessuð sé minning Halldóru. Jóna Birta Óskarsdóttir Elsku stóra systir, ég vil kveðja þig með þessum orðum. Nú kveðjustund er komin kæra systir mín, ég leyfi tárum trítla í trega niður kinn. Ég alltaf vildi vera vina eins og þú. Ég minntist þess sem lítil stúlka að vera eins og þú. Já, svona eins og hún. Brátt mun sorgin sefast við sjáumst aftur fljótt í sölum þeim við syngjum sjálfum Guði lof. (Höf. ók.) Ég bið Guð um að styrkja ástvini þína í þessari sorg. Þín systir, Árný Elsa. Halldóra frænka var mér svo mik- ils virði, hún var frænka mín, stóra systir hennar mömmu minnar. Hún tók ríkan þátt í uppeldi mínu sem að mestu fór fram vestur í Ólafsvík, í Hjarðartúninu, hún átti heima á númer 12 með öll börnin sín og Tomma sinn og Lipurtá og mamma og pabbi áttu heima á númer 3 með okkur systkinin. Í huganum er ég komin vestur, við Steinunn erum að koma heim úr skólanum og bökunarlyktina leggur út á tröppur þar sem við stöldruðum svo oft við, það var fínt að hanga þar, steypt handriðið ekki svo hátt að við kæmust ekki upp á það. Halldóra var alltaf inni í eldhúsi og ef hún var ekki að elda mat eða gera við föt þá sat hún bara þar og reykti sígarettur undir gamla lúxorlampanum, sjálf- sagt að undirbúa næstu lotu. Það voru forréttindi að fá að setjast við Halldóra Óskarsdóttir Elsku amma Halldóra, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Takk fyrir að vera alltaf góð við okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn vörn og skjól þar ég finn. (Höf. ók.) Kristín og Halldór. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.