Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 23 Fátt er dýr-mætara ílífinu engóð heilsa, undirstaða hamingju og vel- farnaðar. Heilsa og heilbrigður lífsstíll er upplifun sem flestir vilja búa við. Efling heilsu er mikilvæg for- senda velferðar og vellíðanar hverjum einstaklingi á sama hátt og sameiginleg heilsa okkar sem þjóðar, lýðheilsa, er forsenda vel- líðanar, þroska og framfara. Stefna ríkisstjórnarinnar er að veita heilbrigðisþjónustu á heims- mælikvarða. Sú stefna tekur ekki hvað síst mið af lýðheilsu. Að á Íslandi verði lögð stóraukin áhersla á að stuðla að heilbrigð- ari lífsháttum. Brýnt er að skapa þjóðfélag þar sem fólk á auðvelt með að taka heilsusamlegar ákvarðanir. Í þessum anda er nú verið að vinna að mótun heilsu- stefnu (public health policy) á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Heilsa og heilbrigði eru hvoru tveggja verkefni einstaklinga en á sama tíma hópa einstaklinga s.s. þjóða. Því liggja tækifæri í að rækta samtakamátt heildarinnar og þar með lýðheilsu í verkefni eins og því sem við ráðherrar heilbrigðis- og menntamála hefj- um formlega í Álftamýrarskóla í dag. Enginn getur bætt heilsu al- farið á eigin ábyrgð, til þarf að koma þjóðfélag sem auðveldar borgurum sínum ákvarðanir sem leiða til bættrar heilsu og aukins heilbrigðis. Hreyfing er mikilvægur þáttur í eflingu heilbrigðis. Við þurfum ekki að fara nema 10 ár aftur í tímann til þess að sjá að hreyfing var mun stærri þáttur af hinu daglega lífi okkar en hún er í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú eru til tölvur og bílar á nánast hverju einasta heimili, sem er af hinu góða. Oft hófu unglingar sín fyrstu spor á vinnu- markaðnum sem sendlar á hjóli og þeyttust út um allan bæ með bréf og póst. Þessi vinna er nú framkvæmd að mestu í gegnum tölvur. Að sjálfsögðu fögnum við þeim framförum sem orðið hafa á sviði tækninnar, en við verðum líka að átta okkur á þeim breyt- ingum sem fylgt hafa í kjölfarið og snerta lífsstíl okkar og hafa mikil áhrif á lýðheilsu. Það verð- ur ekki litið fram hjá því að breyttir lifnaðarhættir okkar hafa sumpart orðið á kostnað hreyfingarinnar. Stöðugt koma fram fleiri rann- sóknir sem staðfesta að regluleg hreyfing er lykilþáttur fyrir heilsu og vellíðan fólks á öllum aldri. Fólk sem hreyfir sig reglu- lega minnkar ekki aðeins lík- urnar á ýmsum langvinnum sjúk- dómum, s.s. hjarta- og æðasjúkdómum, sumum teg- undum af krabbameinum, syk- ursýki af tegund tvö, stoðkerf- isvandamálum og hvers konar geðröskunum, heldur eykur hreyfing umfram allt líkurnar á því að einstaklingar búi lengur við sjálfstæði, heilbrigði og ham- ingju í lífi sínu. Heilbrigðri þjóð vegnar betur og mannauður eflist og ekki er verra ef kostnaður heilbrigðiskerfis takmarkast sam- hliða því. Þrátt fyrir að mikilvægi hreyf- ingar fyrir heilsu og vellíðan sé vel þekkt eru margir sem ná ekki að hreyfa sig í samræmi við ráð- leggingar um hreyfingu. Lýð- heilsustöð mælir með að full- orðnir hreyfi sig í minnst 30 mínútur á dag og börn og ung- lingar í minnst 60 mínútur á dag. Með þetta að leiðarljósi ætlar Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands ásamt heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og Lýð- heilsustöð að hrinda af stað verk- efninu Lífshlaupinu (www.lifs- hlaupid.is). Menntamálaráðherra, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, skipaði í byrjun ársins 2005 starfshóp til þess að fara yfir íþróttamál á Ís- landi með það að markmiði að móta íþróttastefnu. Formaður starfshópsins var Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigð- isráðherra. Starfshópurinn setti fram hugmyndir um mótun stefnu og tillögur að aðgerðum í skýrslunni, Íþróttavæðum Ísland, aukin þátttaka, breyttur lífsstíll. Meginniðurstöður skýrslunnar voru að mikilvægast er að finna leiðir fyrir alla hópa þjóðfélags- ins, óháð aldri, búsetu, fjárhag eða öðrum þáttum, að stunda íþróttir og hreyfingu með einum eða öðrum hætti sér til heilsubót- ar. Skýrslan er nú nýtt í stefnu- mörkunarferli heilsustefnu innan heilbrigðisráðuneytisins. Vinna starfshópsins leiddi af sér upp- setningu vefs sem ÍSÍ var afhent- ur haustið 2006. Síðan þá hefur almenningsíþróttasvið ÍSÍ, ásamt samstarfsaðilum, mótað verkefnið Lífshlaupið með það að markmiði að hvetja alla landsmenn til dag- legrar hreyfingar. Lífshlaupið höfðar til allra ald- urshópa. Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er í frítíma, við heim- ilisstörfin, í vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Inn á vef Lífs- hlaupsins, www.lifshlaupid.is er hægt að velja um þrjár leiðir; vinnustaðakeppni fyrir 16 ára og eldri, hvatningarleik fyrir 15 ára og yngri og einstaklingskeppni þar sem þátttakendur geta skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið. Einnig er hægt að fylgjast með hvernig sveitarfélög standa sig á sérstöku korti á vefnum sem gefur upp heildarfjölda þátt- takenda og liða í hverju sveitar- félagi. Þetta gerir sveitarfélögum og vinnustöðum auðvelt fyrir að „keppa“ hvert við annað. Kæru landsmenn, við berum saman ábyrgð á heilsu okkar. Veljum þá hreyfingu sem okkur þykir skemmtileg, möguleikarnir eru margir. Það þarf ekki að kosta miklu til að fara út að ganga, í sund og leika okkur saman. Höfum hreyfingu inni á okkar daglegu stundarskrá. Tök- um þátt í Lífshlaupinu og eflum líkama og sál með því að hreyfa okkur daglega. Þín heilsa – Þín skemmtun – Ávinningur okkar allra. Lífshlaupið Eftir Guðlaug Þór Þórðarson og Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur Guðlaugur Þór Þórðarson »… mikilvægast er að finna leiðir fyr- ir alla hópa þjóð- félagsins, óháð aldri, búsetu, fjárhag eða öðrum þáttum að stunda íþróttir og hreyfingu með einum eða öðrum hætti sér til heilsubótar. Guðlaugur Þór er heilbrigð- isráðherra. Þorgerður Katrín er menntamálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir nga- eir meira gasetn- áðherra r, svo ukningin a hvað essa smanna u leggja frá verð- g hefji nú Ég tel s hafa m ágæt- það ngastefn- að gengi aftur ógu mikil mik- æki lög- di vaktina hann hef- sé að gagn- tluð annanna ði og fela erk. Með óði á sl. á að það ður á al þeirra r helst ánasjóðs ankana til mikið a frá örkuð. kilhlut- húsnæðis flokksins taki undir með okkur. Ég tel líka rétt að skoða með opn- um huga þá hugmynd tvímenn- ingana að lækka enn álögur á at- vinnulífið og fara með tekjuskatt fyrirtækja niður í t.d. 12%. Það er ljóst að sú jákvæða hugmyndafræði sem liggur á bak við kjarasamn- ingana um megináherslu á hækkun lægstu launa mun, þrátt fyrir mark- mið sín um hjaðnandi verðbólgu, óhjákvæmilega leiða til aukins kostnaðar hjá atvinnurekendum. Það er því mikilvægt að beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að hækkunin fari ekki beint út í verð- lagið og verði étin upp á örskots- stundu af verðbólgudraugnum. Enn frekari lækkun tekjuskatts á fyrirtæki getur verið leið til þess og því er mikilvægt að vega og meta kosti og galla þessa af fullri alvöru. Erindi Framsóknarflokksins við þjóðina hefur í ríflega 90 ára sögu hans verið það að berjast fyrir bættum hag íslensku þjóðarinnar og standa vörð um sjálfstæði henn- ar og sérkenni. Við höfum því í verkum okkar barist fyrir því að stækka þjóðarkökuna og tryggja að henni sé jafnframt skipt þannig að það sé til nóg handa öllum. Það er alltof algengt að einblínt sé um of á daginn í dag í stað þess að horfa af fyrirhyggjusemi til framtíðar. Margir vilja haga sér eins og svínið, hundurinn og kött- urinn í Litlu gulu hænunni sem vildu bara borða brauðið sem aðrir höfðu bakað. Ríkisstjórnin hefur bakað okkur mikil vandræði með deyfð sinni og því að hafa ekki tek- ist af ábyrgð á við efnahagsvandann hér heima. Þá væri bjartara yfir stöðu landsmálanna. til framtíðar sem er oftar en ekki fólkið í sjávarbyggðunum. Framsóknarmenn telja mik- ilvægt að hvetja til sparnaðar hjá almenningi. Við teljum að beita eigi skattkerfinu til að hvetja fólk til að leggja fyrir í stað eyðslu. Með því að veita almenningi skattaafslátt á móti sparnaði má ná fram tvennu: Í fyrsta lagi dregur úr þenslu með því að draga úr fjármagni í umferð og beina því þess í stað inn á sparn- aðarreikninga, hvort sem um lífeyr- issparnaðarreikninga eða húsnæð- issparnaðarreikninga væri að ræða. Skattalegur hvati sem ýtir undir að launþegar leggi fyrir einhvern hluta af launum, gæti verið þýðing- armikill við núverandi aðstæður og myndi strax hafa áhrif á samneysl- una, á viðskiptajöfnuðinn og flýta fyrir því að hér á landi skapist um- hverfi til vaxtalækkana. Í öðru lagi mun innstreymi fjármagns á sparn- aðarreikninga sem vistaðir eru í bönkunum draga úr þörf bankanna til að leita erlendis eftir lausafé. Þannig má fullyrða að með einfaldri breytingu á skattalögum megi stíga stór skref í þá átt að ná tökum á að- steðjandi efnahagsvanda og búa í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið í íslensku samfélagi. Sterkt atvinnulíf er undirstaða velferðarinnar Framsóknarmenn háðu margar rimmur í fyrrverandi ríkisstjórn um eflingu Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Sjónarmið okkar um mikilvægi öflugra eft- irlitsstofnana mætti sjaldnast mikl- um skilningi hjá þessum fyrrum samstarfsflokki okkar. Af þeim sök- um fagna ég því sérstaklega að nú skuli augu ungra manna í Sjálf- stæðisflokknum hafa opnast fyrir þessu og að framtíðarforystumenn og er í mörgum tilfellum eina stofn- unin sem er tilbúin til að lána til kaupa á íbúðarhúsnæði á lands- byggðinni. Er hlutverk hans því ómetanlegt. Þjóðin vill eiga sterkan bakhjarl í Íbúðalánasjóði og eðlilegt er að spyrja sig hvort ekki sé betur hægt að sætta sig við hærri vexti á skammtímaskuldbindingum ef langtímaskuldbindingar heimilanna fá að vera í vari. Vinsældir Íbúða- lánasjóðs hjá þjóðinni segja mér það. Ráðdeild og sparnaður Það er mikilvægt að ríkissjóður og ríkisstjórnin taki mið af efna- hagsástandinu á hverjum tíma og framkvæmdir og aðgerðir til að bæta stöðu þeirra sem höllum fæti standa séu markvissar og árang- ursríkar. Það hefur vantað mikið upp á að þannig hafi verið staðið að málum og hafa framsóknarmenn m.a. gagnrýnt mótvægisaðgerðir vegna samdráttar í sjávarútvegi vegna þess að þær gagnast ekki þeim sem bera hitann og þungann af því að byggja upp fiskistofnana nú af þyrnirósarsvefni? » Það er alltof al- gengt að einblínt sé um of á daginn í dag í stað þess að horfa af fyrirhyggjusemi til framtíðar. Margir vilja haga sér eins og svínið, hundurinn og kött- urinn í Litlu gulu hæn- unni sem vildu bara borða brauðið sem aðr- ir höfðu bakað. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. heilbrigðis- og forvarnarstarfs. Tekur hann fram að bætt heilsa sjómanna dragi úr fjar- vistum vegna veikinda og slysa og auki um leið öryggi þeirra sem hefur í för með sér minni útgjöld fyrir alla aðila. Gott fyrir alla Brim hf. styður verkefnið Lífsstíll 7-9 ára barna sem hófst 2006 og lýkur í haust, en það miðar að því að koma á daglegri hreyf- ingu í 60 mínútur hjá börnunum. Guð- mundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að hann hafi viljað koma á svipuðu átaki á meðal sjómanna sinna til að bæta heilsufar þeirra og efla samstarfsandann enn frekar. „Þetta gekk ljómandi vel og næsta skref er að færa átakið yfir á önnur skip,“ segir hann. manna í viðmiðunarhópi á þessu tímabili. „Ef eitthvað er þá versnaði líkamsástand sjómanna í viðmiðunarhópnum að mörgu leyti.“ Bætt heilsa dregur úr fjarvistum vegna veikinda og slysa Spurður hvernig rannsóknarniðurstöðurnar verði nýttar segir Erlingur ljóst að nið- urstöðurnar verði kynntar bæði hérlendis og erlendis, auk þess sem bæði Brim og TM ætla að nýta niðurstöðurnar til leiðsagnar og ráðgjafar á öðrum skipum. Bendir hann á að rannsóknarniðurstöðurnar gefi dýrmætar vísbendingar um að þverfaglegar og einfald- ar lífsstílsíhlutanir séu árangursríkar og því mikilvægt að hafa það í huga við skipulag na. Þátttakendur í íhlut- um borðuðu einnig meira af ávöxt- nmeti og drukku minna af sykr- kkjum. Athyglisverðar jákvæðar komu einnig fram í heilsutengd- ðum hjá íhlutunarhópnum. um þetta mjög góðar niðurstöður, a þar sem ekki var góð aðstaða líkamsræktar. Þó er ljóst að þátt- hefðu mátt vera í betra líkams- r rannsóknin hófst, en þeir eru að vinna þannig vinnu að þeir erfitt með að hreyfa sig,“ segir g bendir á að auðvelt sé fyrir ein- élegu formi að bæta sig. Þess má gar breytingar til betri vegar urðu sbreytum né líkamsástandi sjó- ing og bætt mataræði stuðlar að betri heilsu og líðan Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson mi Sjómenn á Guðmundi í Nesi RE eru mun betur á sig komnir nú en þegar rannsóknin byrjaði fyrir tæplega ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.