Morgunblaðið - 06.03.2008, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
13
61
0
2
/0
8
VORTILBOÐ 3.–6. MARS
+ Nánari upplýsingar og bókanir á
www.icelandair.is eða í síma 50 50 100
* Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar og gjöld. Ferðatímabil: 1.–30. apríl.
HEL
SINK
I
Verð
frá 8
.800
kr.*
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
LÍTILS háttar röskun í umhverfinu
getur leitt af sér margfalda sveiflu í
vistkerfinu og haft þannig afdrifarík
áhrif á lífsafkomu manna. Þetta
kemur fram í niðurstöðum forsíðu-
greinar tímaritsins Nature sem birt
er í dag. Hafa þær þegar vakið at-
hygli og er birt stór grein um rann-
sóknina á vefsíðu breska dagblaðs-
ins Telegraph í gærkvöldi.
Fjallar greinin í Nature um rann-
sóknir á stofnbreytingum í Mývatni
en þar eru mýflugur afar mikilvæg-
ar. Birtar eru niðurstöður rann-
sókna sem beinast að því að útskýra
þær miklu sveiflur sem orðið hafa í
lífríki Mývatns undanfarna fjóra
áratugi. Sveiflurnar hafa m.a. orðið
til þess að bleikjuveiði í þessu fræga
veiðivatni heyrir nú sögunni til. For-
svarsmaður rannsóknarinnar er
Anthony Ragnar Ives, prófessor í
stofnvistfræði við Wisconsin-há-
skóla í Bandaríkjunum, en meðhöf-
undar eru Árni Einarsson, forstöðu-
maður Náttúrurannsóknastöðvar
við Mývatn, Vincent Jansen, pró-
fessor við Royal Holloway College,
og Arnþór Garðarsson, prófessor
við HÍ.
Í greininni er kynnt nýtt reikni-
líkan fyrir mýflugustofna, en fræði-
leg reiknilíkön sem fyrir voru hafa
engan veginn dugað til þess að
skýra sveiflurnar í Mývatni. „Þetta
er ný vitneskja og hún breytir nokk-
uð sýn okkar á vistkerfið yfirleitt.
Það má segja að þarna sé um að
ræða vogarstangaráhrif,“ segir
Árni. „Lítil breyting í umhverfinu
getur valdið stórum breytingum á
hegðun lífríkisins.“
Nýja reiknilíkanið sýnir að mý-
stofnar geta sveiflast eftir lögmálum
sem áður voru óþekkt í vistfræðinni.
Þeir geta haldist í jafnvægi um
hríð en síðan tekið að sveiflast af
litlu tilefni. Lítils háttar röskun í
umhverfinu getur valdið því að
stofnarnir missa jafnvægið og taka
að sveiflast. Þeir geta náð jafnvægi
á ný af álíka litlu tilefni. Tímabil
jafnvægis og sveiflu skiptast hratt á
og útkoman verður sveifla með
óreglulegri tíðni sem líkist þeirri
sem mælst hefur í Mývatni.
Fram kemur í greininni að reikni-
líkanið spáir einnig um hæð og lægð
mýsveiflunnar en þar ræður úrslit-
um hve mikið af fæðu berst mýlirf-
unum af grynnri hlutum vatnsins.
Rannsóknin sýnir að lítils háttar
röskun á tilflutningi fæðu af grunn-
svæðum vatnsins til dýpri hluta þess
getur valdið allsherjar fæðuskorti
og hruni í átustofnum.
Svipuð lögmál í lífríki hafsins?
Árni segir auðvelt að ímynda sér
að niðurstöður rannsóknanna í Mý-
vatni geti átt við um fleiri vistkerfi
en Mývatn. „Í stærra samhengi hafa
niðurstöður rannsóknarinnar tals-
verða þýðingu. Þær sýna hvernig
smáröskun á umhverfinu getur vald-
ið margfaldri sveiflu í vistkerfinu og
þannig haft afdrifarík áhrif á lífs-
afkomu okkar. Það er vel hugsan-
legt að svipuð lögmál komi við sögu í
lífríki hafsins og nú hafa komið í ljós
í Mývatni.“
Smávægileg röskun í vistkerf-
inu getur haft afdrifarík áhrif
Morgunblaðið/Ómar
Sveiflur Árni Einarsson hjá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn segir
að mýsveiflurnar milli lágmarks og hámarks séu fimm til níu ár.
Niðurstöður rannsóknar í Mývatni eru forsíðugrein tímaritsins Nature
Mýstofnar sveiflast eftir lögmálum sem áður voru óþekkt
AÐ SÖGN Árna Einarssonar
varpa niðurstöðurnar sem birtar
eru í tímaritinu Nature einnig
ljósi á áhrif kísilgúrvinnslu á líf-
ríki Mývatns. Í fréttatilkynningu
frá Náttúrurannsóknastöðinni er
bent á að stofnsveiflur í vatninu
mögnuðust fljótlega eftir að
námugröftur á vatnsbotninum
hófst 1967, en starfseminni var
hætt 2004. Orsakasamhengið
milli röskunar á botni Mývatns og
átubrests í vatninu liggi nú ljóst
fyrir fræðilega séð. „Við teljum
okkur núna skilja gangverkið í
þeim sveiflum sem eiga sér stað í
Mývatni.
Það má orða þetta svo að ef
menn vildu magna upp nátt-
úrulegu sveiflurnar væri gott ráð
að grafa holu í botninn sem tekur
fæðuna frá mýlirfunum. Menn
hafa grafið stóra og mikla holu í
vatnsbotninn og upplifað miklu
dýpri sveiflur en áður þekktust í
þessum mæli og það hefur riðið
bleikjustofninum að fullu. Þessi
tengsl eru í okkar huga orðin
eins örugg og hægt er að reikna
með.“
Áhrif námu-
vinnslu ljós
TVEIR breskir kafarar voru hætt
komnir í hríðarbyl eftir að þeir töp-
uðu áttum á leiðinni heim að Steins-
stöðum fyrir ofan hraun í Vest-
mannaeyjum aðfaranótt sunnu-
dags. Ljós í Gvendarhúsi varð þeim
til bjargar.
Vikublaðið Fréttir, sem kemur út
í dag, segir að íbúar í Gvendarhúsi
hafi vaknað skömmu fyrir klukkan
sjö á sunnudagsmorgun við það að
barið hafi verið á svalahurðina á
efri hæðinni og síðan hafi rúða í
hurðinni brotnað. Hjónin Sigurgeir
Jónsson og Katrín Magnúsdóttir
hafi athugað málið og séð grilla í
tvo menn sem voru að reyna að
komast inn. „„Í guðanna bænum
hleypið okkur inn, við erum að
deyja,“ kölluðu þeir og höfðu ekki
krafta til að opna svaladyrnar,“ er
haft eftir hjónunum. Ennfremur að
annar maðurinn hafi getað staulast
inn þegar þau opnuðu en hinn mað-
urinn hafi hnigið örmagna niður í
snjóskaflinn úti á pallinum.
Fram kemur að annar maðurinn
hafi verið rænulítill en þau hafi
komið honum í bað og við það hafi
honum fljótlega farið að líða betur.
Mennirnir voru að skemmta sér í
bænum og eftir langa bið fengu
þeir leigubíl en hann komst ekki
langt vegna ófærðar. Þá ákváðu
þeir að ganga það sem eftir var, um
hálfan annan kílómetra, en veðrið
fór síversnandi og þeir töpuðu fljót-
lega áttum.
Kafararnir heita Philip Grant,
sem er tvítugur, og Ross Lewis,
sem er 29 ára. Þeir hafa verið að
störfum í Eyjum síðan í janúar.
„Við hefðum aldrei lagt í þetta
hefði okkur grunað hvernig veðrið
gat orðið og frekar reynt að fá gist-
ingu í bænum,“ er haft eftir þeim.
„Við misstum allt áttaskyn, lentum
út af veginum í hríðinni og vissum
ekkert hvar við vorum. Sáum svo
grilla í ljós og gengum á það.“
Ljósmynd/Fréttir
Hólpnir Bretarnir Ross Lewis og Philip Grant við Gvendarhús daginn eftir
að þeir komust í hann krappan í hríðarbyl í Vestmannaeyjum.
„Hleypið okkur inn,
við erum að deyja“
AFL starfsgreinafélag og GT verk-
takar hafa náð samkomulagi um
hluta deilumála vegna launa-
greiðslna til starfsmanna fyrirtæk-
isins en málið kom upp í október
síðastliðnum. Hefur fyrirtækið sam-
þykkt að greiða 4,2 milljónir króna
í laun til hóps starfsmanna fyr-
irtækisins og hafa verið gefnir út
launaseðlar í samræmi við það.
Í frétt á vefsíðu AFLS kemur
fram að starfsmennirnir hafi nú
fengið að mestu greidd laun í sam-
ræmi við vinnutíma og ákvæði
kjarasamninga, auk þess sem
meirihluti þeirra fékk greidd laun í
uppsagnarfresti út ráðningartím-
ann.
Fram kemur einnig að enn er
ágreiningur í málum tólf starfs-
manna. Þar er um að ræða atriði er
varða mismun á útborgun sam-
kvæmt eldri launaseðlum og þeim
raungreiðslum sem starfsmennirnir
viðurkenni að hafa móttekið, alls
um 1,8 milljónir króna. Þá er í
þremur málum deilt um rétt starfs-
manna til launa í uppsagnarfresti
og í þremur málum til viðbótar er
deilt um ráðningartíma starfs-
manna og hversu lengi þeir áttu því
rétt til launa í uppsagnarfresti.
Samanlagt nema þessar kröfur 3,4
milljónum króna. Segir að sam-
komulag hafi ekki tekist um nið-
urstöðu þessara mála og verði að
útkljá þau fyrir dómstólum og séu
stefnur vegna þeirra í undirbúningi.
Greiddu 4,2 milljónir
kr. í vangreidd laun SELJASKÓLI lagði Hagaskóla í
gærkvöldi í æsispennandi úrslita-
viðureign í ræðukeppni íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur, Mál-
inu. Aðeins munaði hársbreidd á
liðunum eða 12 stigum en alls voru
um 3.000 stig veitt í keppninni.
Ræðuliðin tókust á um hvort Ís-
land væri best í heimi. Hagskæl-
ingar studdu þá fullyrðingu en
ræðulið Seljaskóla andmælti.
Ísland reynd-
ist ekki best
ÞRÍR skákmenn eru jafnir og efstir
með þrjá vinninga að þremur um-
ferðum loknum á Reykjavíkur-
mótinu í skák.
Ítalski stórmeistarinn Fabiano
Caruana vann Svíann Emil Her-
mansson og er efstur ásamt gríska
stórmeistaranum Stelios Halkias,
sem vann Norðmanninn Espen Lie,
og alþjóðlega meistaranum Inna
Gaponenko frá Úkraínu, sem vann
Norðmanninn Kjetil A. Lie. Stefán
Kristjánsson og Hannes Hlífar Stef-
ánsson eru efstir Íslendinga með tvo
og hálfan vinning. Illya Nyzhnyk
frá Úkraínu, sem vann í 2. umferð
en gerði ekki jafntefli eins og mis-
hermt var, tapaði sinni fyrstu skák.
Þrír skákmenn
með fullt hús
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu leitar manns sem ruddist inn í
tölvuverslun í Borgartúni um miðj-
an dag í gær og reyndi að hafa tvær
tölvur á brott með sér. Starfsmaður
sem reyndi að stöðva för þjófsins
skrámaðist á andliti og var fluttur á
slysadeild til athugunar. Hann mun
ekki vera alvarlega slasaður en
hann kom í veg fyrir að þjófinum
tækist ætlunarverk sitt.
Reyndi að
ræna tölvum