Morgunblaðið - 06.03.2008, Side 4
!
"
#
-
/
+
)
)+
)/
)
)-
!"
0- 0-1 0 01 0. 0.1 0+
#
'
#$#% $
&
! ARÐSEMI framkvæmda á gatna-
mótum og stokkum við Kringlumýr-
arbraut og Miklubraut eru metnar á
milli 10–15% að því kemur fram í
kynningu verkfræðistofunnar Línu-
hönnunar fyrir umhverfis- og sam-
gönguráði Reykjavíkurborgar. Þrír
þættir búa aðallega til tekjurnar;
tímasparnaður, fækkun óhappa og
umhverfisáhrif, þ.e. minni hávaði.
Í kynningunni kom fram að fyrsta
áfanga framkvæmdanna mætti ná á
árunum 2009-2011. Í heild er reiknað
með fimm ára framkvæmdatíma.
„Það má segja að þegar búið er að
byggja þetta, græðum við hálfan
milljarð króna á ári í tímasparnað,“
segir Baldvin Einarsson, yfirverk-
fræðingur hjá Línuhönnun. „Þegar
líða tekur á fer sú upphæð að öllum
líkindum upp í 800 milljónir kr. á
ári.“
Dönsk aðferð notuð
Einnig hefur verið reiknað út hvað
umferðaröryggi vegna fram-
kvæmdanna vegur þungt, en það eru
á milli 400-600 milljónir króna á ári.
Þá gefa tekjur vegna minni umferð-
arhávaða á milli 40 til 70 milljónir
króna, samkvæmt spánni. „Þá er
reiknað eftir dönskum aðferðum,
þ.e. eins og þeir meta ávinning. Það
er aðferð sem byggist á breytingum
á kaupverði húsnæðis, miðað við
ákveðið hávaðastig. Svo er bætt við
þá tölu út frá heilbrigðiskostnaði.“
Gert er ráð fyrir að stofn- og við-
haldskostnaður nemi um 15 milljörð-
um króna en tekjur um 24 milljarðar.
Þá er reiknað með að framkvæmdin
skili tekjum í 25 ár.
Arðsemin
tíu til fimm-
tán prósent
Tímasparnaður um
hálfur milljarður árlega
4 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ENGINN ætti að nota ljósabekki, síst börn og
unglingar undir átján ára aldri, ef marka má rann-
sókn sem greint er frá í ástralska dagblaðinu Her-
ald Sun. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinn-
ar eykst áhættan á sortuæxli um 22% við aðeins
eitt skipti í ljósabekk. Að mati húðlæknis renna
niðurstöðurnar stöðum undir það sem vitað er: að
ljósabekkir og notkun þeirra er hættuleg.
Nýverið var hrundið af stað átakinu „Hættan er
ljós“ og er þetta fimmta árið sem Geislavarnir rík-
isins, Krabbameinsfélagið, Landlæknisembættið
og Lýðheilsustöð standa saman að því. Átakinu er
beint að fermingarbörnum en ekki síður að for-
eldrum eða forráðamönnum þeirra. Ástæðan er sú
tilhneiging að fermingarbörn verði að vera sól-
brún. Færri gera sér hins vegar grein fyrir hætt-
unni sem ljósabekkjaböðunum fylgir.
Ef vísað er á ný í áströlsku rannsóknina sést að
fólk undir 35 ára aldri eykur líkurnar á húð-
krabbameini um 98% ef það notar ljósabekki. Þar
kemur jafnframt fram skoðun vísindamannsins
Louisu Gordon hjá Queensland Institute of Medi-
cal Research – sem framkvæmdi rannsóknina –
sem er að banna ætti fólki undir átján ára aðgang
að slíkum bekkjum.
Bárður Sigurgeirsson húðlæknir bendir á þann
galla við rannsóknina, að ekki sé búið að birta
grunngögnin né vísindagrein sem fjallar um nið-
urstöðurnar. „En þetta er virt stofnun sem fram-
kvæmdi rannsóknina þannig að ég sé enga
ástæðu til að draga hana í efa. Hún byggir jafn-
framt á viðameiri gögnum en oft áður,“ segir
Bárður. „[Niðurstöðurnar] renna stoðum undir
það sem við höfum vitað, að ljósabekkir og notk-
un þeirra er hættuleg og eykur sterklega lík-
urnar á húðkrabbameini og þá helst alvarlegri
tegundinni.“
Árlega látast átta manns
Sortuæxlum hefur fjölgað mikið undanfarna
áratugi hér á landi og tíðnin tvöfaldast á einum
áratug. Æxlin eru algengari meðal kvenna en
karla. Fjölgunin er mest áberandi hjá ungum
konum og raunar er sortuæxli orðið algengasta
krabbameinið hjá ungum konum í dag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá
Krabbameinsfélagsins greinast að meðaltali um
50 manns á ári með sortuæxli í húð, rúmlega 50
með önnur húðæxli og um 220 með grunnfrum-
æxli. Átta Íslendingar deyja árlega að meðaltali
úr sortuæxlum í húð.
Börn og ungmenni eru mun næmari fyrir skað-
legum áhrifum geislunar ljósabekkja og er notk-
un í þeirra hóp allt of mikil. Samkvæmt könnun
sem Capacent Gallup framkvæmdi á síðasta ári
höfðu 27% stúlkna á aldrinum 12–15 ára farið í
ljós undanfarið ár og 13% pilta.
Einn ljósatími eykur hættu
á krabbameini um 22%
Samkvæmt Gallupkönnun fóru um 27% stúlkna á aldrinum 12-15 ára í ljós á sl. ári
ÚTIFUNDUR var haldinn á Lækjartorgi í hádeginu í
gær þar sem mótmælt var blóðbaðinu á Gaza-strönd
undir yfirskriftinni „Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum
umsátrið um Gaza.“ Katrín Fjeldsted læknir og Ög-
mundur Jónasson alþingismaður ávörpuðu fundinn og
baráttukveðjur bárust frá utanríkisráðherra sem sagði
íslensk stjórnvöld fordæma framferði Ísraelsmanna
sem væri óafsakanlegt og skýrt brot á alþjóðalögum.
Morgunblaðið/Golli
Mótmæltu blóðbaðinu á Gaza-strönd
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
SAMDRÁTTAR virðist
enn sem komið er ekki farið
að gæta að neinu ráði á at-
vinnumarkaði. Raunar hefur
verið nóg að gera hjá ráðn-
ingarskrifstofum síðustu
mánuði, en yfirgnæfandi
meirihluti þeirra sem leita að
nýrri vinnu er fólk sem er í
vinnu en leitar sér að ein-
hverri tilbreytingu. Þó að
eitthvað sé um uppsagnir sé
það ekki meira en í venjulegu
árferði. Þetta kemur fram í
samtölum blaðamanns við
framkvæmdastjóra nokkurra
ráðningarfyrirtækja.
Guðný Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri STRÁ MRI,
segir að strax í haust hafi
verið spáð samdrætti á
vinnumarkaði en að sá sam-
dráttur hafi ekki enn komið
fram af fullum þunga og
þannig hafi febrúar verið al-
gjör metmánuður í ráðn-
ingum hjá hennar fyrirtæki.
Þess ber þó að geta að að-
allega var um að ræða ráðn-
ingar í skrifstofu-, sérfræði-,
millistjórnunar- og stjórn-
unarstörf, en að sögn Guð-
nýjar eru yfir 70% af ný-
skráðum umsækjendum
háskólamenntaðir.
Stjórnendur hafa
brugðist fyrr við
Spurð hverju hún spái um
framhaldið segist hún standa
við fyrri spár um að sam-
dráttartímabil sé í aðsigi, en
tekur fram að það muni ef til
vill aðeins þýða að ákveðið
jafnvægi náist á vinnumark-
aði sem sé ekki endilega nei-
kvætt. Vísar hún þar til þess
að minnkandi þensla þýði að
erlent vinnuafl sem komið
hafi hingað til að vinna í
tímabundnum verkefnum
snúi aftur heim, minni hreyf-
ing verði á vinnumarkaði og
hinar miklu launakröfur fari
minnkandi. Annar viðmæl-
andi blaðamanns sagðist bú-
ast við því að undirliggjandi
samdráttar á vinnumarkaði
fari ekki að gæta fyrir alvöru
fyrr en með vorinu.
Að mati Guðnýjar, sem
starfað hefur í bransanum í
nær aldarfjórðung og því oft
áður orðið vitni að uppgangi
og samdrætti á vinnumark-
aði, er margt sem bendir til
þess að atvinnurekendur séu
betur í stakk búnir nú til að
mæta yfirvofandi samdrátt-
arskeiði sökum þess hversu
stutt er síðan síðasta sam-
dráttarskeið gekk yfir, þ.e. á
árunum 2001-2004. Það þýði
að stjórnendur bregðist
hraðar og öruggar við
ástandinu, sem geti vonandi
þýtt að núverandi samdrátt-
arskeið verði ekki jafn
harkalegt og langdregið og
það síðasta.
Gríðarleg eftirspurn
eftir fólki til starfa
Undir þetta taka fleiri við-
mælendur blaðamanns og
benda á að forsvarsmenn fyr-
irtækja séu þegar byrjaðir að
hagræða í rekstri sínum, af-
nema ýmis fríðindi sem þóttu
sjálfsögð á uppgangstímum,
horfa í auknum mæli á fram-
leiðni starfsmanna sinna og
halda frekar í það starfsfólk
sem skili meiri framleiðni,
draga saman í deildum eða
leggja niður störf innan fyr-
irtækjanna sem ekki skili
beinum hagnaði auk þess
sem það sé liðin tíð að verið
sé að bjóða fólki ofurlaun í
nýráðningum.
„Staðan er góð. Við finnum
ekki mikið fyrir samdrætti
enn sem komið er a.m.k. Það
er gríðarlega mikil eftirspurn
eftir fólki til starfa og fram-
boðið af starfskröftum hefur
ekki aukist óeðlilega mikið,“
segir Katrín S. Óladóttir,
framkvæmdastjóri Hag-
vangs, og tekur fram að það
sé eftirspurn eftir fólki í
flestöll störf. Aðspurð segist
hún vissulega heyra af ein-
staka uppsögnum hér og þar,
en ekkert í tuga- eða hundr-
aðavís nema í einstaka til-
fellum. Segir hún algjörlega
eðlilegt að ákveðin hreyfing
sé á vinnumarkaði.
Eftir því sem blaðamaður
kemst næst virðist alltaf vera
eftirspurn eftir reyndum
bókurum, verkfræðingum,
iðnmenntuðu fólki, lagerfólki
og starfsfólki í veitingageir-
anum. Þegar viðmælendur
eru spurðir hvar helst sé of-
framboð á vinnukröfum
nefna flestir annars vegar
viðskiptafræðinga og hins
vegar ófaglært starfsfólk.
Samdráttartímabil í spilunum
Morgunblaðið/Ómar
Hreyfing Ákveðin hreyfing á vinnumarkaði þykir eðlileg.
„ÞAÐ eru ýmsir samningar í gangi,“
segir Ásmundur Stefánsson ríkis-
sáttasemjari um stöðuna í gerð kjara-
samninga, en yfir 200 samningar eru
lausir á árinu. Alþýðusambandið hef-
ur gengið frá sínum kjarasamningum,
en enn eiga stórir hópar eftir að ljúka
samningum. Þar á meðal er starfsfólk
heilbrigðisstofnana og fleiri hópar.
Ásmundur segir flesta samningana
vera lausa núna á vormánuðum. Hóp-
ar á vegum hins opinbera sé um þess-
ar mundir að byrja á sínum viðræðum
þótt þær séu ekki komnar á borð rík-
issáttasemjara.
Ásmundur segir erfitt að átta sig á
því hversu erfiðir samningar, sem
ekki lúta að hinu opinbera, verði í
framhaldi af samningum Alþýðusam-
bandsins, en um þessar mundir er
unnið að samningum við starfsfólk
flugfélaga.
Stórir
hópar eftir
að semja
Flestir lausir í vor