Morgunblaðið - 06.03.2008, Page 20

Morgunblaðið - 06.03.2008, Page 20
neytendur 20 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 6. - 9. mars verð nú verð áður mælie. verð Bónus ferskir bl./kjúklingabitar ............. 299 404 299 kr. kg KS ferskur lambabógur......................... 499 639 499 kr. kg KS ferskt lambaprime ........................... 1.499 1.999 1.499 kr. kg KF ömmukjötfars, frosið ........................ 299 449 299 kr. kg KF kofareykt folald m/beini ................... 383 574 383 kr. kg Ali hamborgarahryggur m/beini............. 1.252 1.610 1.252 kr. kg Ali svínabógur ...................................... 499 599 499 kr. kg Danskar svínalundir, frosnar ................. 1.079 1.798 1.079 kr. kg Sparigrís beikon í bréfum...................... 998 1398 998 kr. kg Bónus brauð 1 kg. ............................... 98 139 98 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 6. - 8. mars verð nú verð áður mælie. verð FK. hamb.hryggur ................................ 998 1.398 998 kr. kg Nautafile úr kjötborði ........................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg Nauta-piparsteik úr kjötborði ................ 2.398 2.998 2.398 kr. kg Grillaður kjúklingur ............................... 698 898 698 kr. stk. Frosin kjúkl.br. m/vængb.2,5 kg ........... 1.199 1.498 1.199 kr. kg Matfugl kjúkl.læri ................................. 454 699 454 kr. kg Matfugl kjúkl.vængir............................. 191 319 191 kr. kg Hamb.m/brauði, 4 stk., 80 g ................ 398 498 398 kr. pk. Mini-vorrúllur, 50 stk. ........................... 1.289 2.062 1.289 kr. pk. Krónan Gildir 6. - 9. mars verð nú verð áður mælie. verð Krónu þurrkryddað lambalæri................ 998 1.468 998 kr. kg Dönsk pörusteik, hryggur ...................... 1.169 2.337 1.169 kr. kg Grísakótilettur, 10 stk. .......................... 979 1.398 979 kr. kg Nautahakk .......................................... 898 1.298 898 kr. kg Grillborgarar með brauði, 4 stk.............. 398 499 398 kr. pk. Naggalínan kjötbollur 450 g ................. 399 534 887 kr. kg Kartöflukaka 170 g .............................. 168 198 988 kr. kg Líf Appels/eplasafi, 3 fyrir 2 ................. 178 267 59 kr. ltr Shop Rite cake mix, 2 teg., 520 g ......... 159 199 306 kr. kg Super uppþvottal. sítrónu 500ml .......... 79 89 158 kr. ltr Nóatún Gildir 6. - 9. mars verð nú verð áður mælie. verð Nóatúns bayoneskinka ......................... 998 1.669 998 kr. kg Nóatúns lambalæri m/ferskum kryddj. .. 1.399 1.998 1.399 kr. kg Grísahnakki úrb., sneiðar...................... 898 1.598 898 kr. kg Lamba sirloinsneiðar............................ 1.298 1.498 1.298 kr. kg Lambagrillsteik í tómat/basil ................ 2.398 3.298 2.398 kr. kg Rose kjúklingabr. danskar, 900 g .......... 1.298 1.498 1.442 kr. kg Dönsk dósaskinka, 450 g..................... 699 899 1.553 kr. kg BC Shake pönnukökur 2 teg. ................ 247 309 247 kr. pk. Brazzi ávaxtasafar 5 teg., ...................... 99 135 99 kr. ltr Hunts tómatsósa, 1020 g..................... 169 225 166 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 6. - 9. mars verð nú verð áður mælie. verð Kjötborð lamba-innralæri...................... 2.889 3.390 2.889 kr. kg Goði ofnsteik m/ítölskum blæ............... 1.490 1.862 1.490 kr. kg Goði grísakótilettur ............................... 1.398 1.699 1.398 kr. kg Goði skinka, bunkar, 216 g................... 298 415 298 kr. pk. Ísl.fugl kjúkl.læri m/legg ....................... 454 699 454 kr. kg Ísfugl kalkúnabollur steiktar .................. 798 1.153 798 kr. kg Billys Pan pitsa pepp., 170 g ................ 199 239 199 kr. pk. Trópí appelsínus. 1/4 ltr, 3 pk. .............. 139 199 139 kr. pk. O&S hvítlauksostur, 150 g.................... 155 190 155 kr. stk. Bláber Box .......................................... 179 399 179 kr. pk. Þín verslun Gildir 6. - 12. mars verð nú verð áður mælie. verð Finn Crisp multigrain/sesame, 250 g .... 109 135 436 kr. kg Sacla original 3 teg., 420 g .................. 298 389 710 kr. kg Freyju hrís, 120 g................................. 159 229 1.325 kr. kg Homeblest, 300 g................................ 129 155 430 kr. kg Nescafé gull, 200 g ............................. 679 779 3.395 kr. kg Hatting Panino Noce, 360 g.................. 359 459 998 kr. kg Hatting Panino Rustico, 420 g .............. 359 459 998 kr. kg Emmess heimilis/daimtoppar, 4 stk. ..... 465 569 117 kr. stk. helgartilboðin Lamba- eða svínakjöt í helgarsteikina Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Í LJÓSI vaxandi umhverfisvitundar almennings fer fólk að horfa með öðrum augum á ýmislegt sem hing- að til hefur kannski ekki þótt skipta máli. Eitt af því er plöstun á bókum. Til hvers þarf að plasta bækur? Það hlýtur að hækka verð bókarinnar, því eitthvað kostar bæði plastið og vinnan við að pakka bókinni inn í það. Og síðan þarf að farga því plasti eins og öðrum umbúðum í um- búðasamfélaginu sem við lifum í. Og hvers vegna er meira um það hér á landi að bækur séu plastaðar, en í mörgum öðrum löndum? Leitað var svara hjá Kristjáni B. Jónassyni, formanni Félags ís- lenskra bókaútgefenda. „Það er langt í frá einsdæmi að bækur séu plastaðar. Til dæmis eru allar harðspjaldabækur í Þýskalandi plastaðar og einnig var nokkuð um það á Norðurlöndum. En í Suður- Evrópu eru það fyrst og fremst listaverkabækur og ljósmyndabæk- ur sem eru í plasti og ég minnist þess ekki að hafa til að mynda nokk- urntíma séð nýja skáldsögu í plasti í Frakklandi. Hér heima er nú hafin þróun í þá átt að plasta ekki kiljur. Hjá bókaútgáfunni Bjarti eru kiljur til dæmis ekki lengur plastaðar og ég sé fyrir mér að eftir kannski tvö ár verði engar kiljur á íslensku plastaðar,“ segir Kristján. „Plöstunin er ekki dýr og hún er aldrei tekin fram sem sérstakur til- tekinn liður í prenttilboðum. En sparnaðurinn við að plasta ekki er einhver til langs tíma litið og í út- gáfu kiljanna munar um hverja krónu, því útsöluverð þeirra er lágt.“ Plastið áfram á harðspjaldabókunum Kristján segir mjög svo einfalda ástæðu liggja að baki því að bækur séu plastaðar. „Þetta er fyrst og fremst til að vernda bækurnar, svo það sé ekki blaðað í þeim. En svo verður líka til einhver hefð sem fólk spekúlerar kannski ekkert í af hverju hefur orðið til. Ég held að enginn hafi lagst yfir fyrirbærið plöstun á bókum og hugsað það í grunninn. Ég sé ekki fyrir mér að við hættum að plasta harð- spjaldabækur á næstu árum. Harð- spjaldabækur á erlendum málum sem verið er að selja hér, eru marg- ar plastaðar, sérstaklega frá þýska málsvæðinu. Ef við erum að hugsa þetta út frá umhverfisáhrifum eru þau mál betri hérlendis en til dæmis í Þýskalandi, því þar eru bækur pla- staðar með mun þykkara plasti en gert er hér á landi. Við notum að- eins þunna plastfilmu.“ Kristján segist halda að það færi ekki vel í kaupendur að hætta að plasta harðspjaldabækur. „Ég sé fyrir mér að bókakaupendur yrðu ekki hrifnir af slíkri þróun. Fólki finnst þá kannski eins og bókin sé ekki ný, heldur notuð, og það hentar ekki til gjafa, en eins og við vitum eru bækur mikið keyptar til jóla- gjafa og útskriftargjafa. Fólk upp- lifir vöruna í raun allt öðruvísi ef hún er ekki innpökkuð í plast. Þetta er jú markaður og þá þarf að hugsa fyrir því hvernig fólk upplifir vör- una.“ Er nauðsynlegt að plasta bækur? Morgunblaðið/Golli Plast eða ekki plast Sumar bækur eru plastaðar en aðrar ekki. Þær eru ófáar maskara-auglýsingarnar sem lofalengri og þéttari augnhár-um. Sumar ganga meira að segja svo langt að gefa í skyn að vindhviður fylgi augnflökti með rétta maskaranum. Það vita hins vegar flestar konur að gervi- augnhár eru líklegri til að framkalla augnháralengingu en maskarinn einn og sér. Og gerviaugnhárunum barst nýlega liðstyrkur – augnhára- lengingar. Snyrtistofan Ágústa er ein þeirra snyrtistofa sem bjóða upp á augn- háralengingar hér í borg, þjónustu sem að sögn Ágústu Kristjánsdóttur, eiganda stofunnar, nýtur töluverðra vinsælda meðal íslenskra kvenna. „Augnháralengingin skerpir augn- umgjörðina og gerir hana þéttari. Konur láta því gjarnan lengja á sér augnhárin fyrir brúðkaup og árshá- tíðir, sumarfríið og skíðaferðina. Þetta hentar nefnilega ekkert síður vel í fríinu en fyrir hátíðleg tæki- færi, því það er gott að geta sleppt því að setja á sig augnmálningu þeg- ar deginum er eytt uppi í skíða- brekku eða niðri á strönd,“ segir Ágústa. Augnháralengingin er nákvæmn- isvinna sem unnin er að stórum hlut í gegnum stækkunargler. „Við lím- um eitt augnhár á hvert augnahár sem fyrir er til að lengja þau og þykkja, höfum þau svo aðeins styttri við enda augans og lengri í miðj- unni, þannig að þetta tekur vissu- lega sinn tíma. Ég segi hins vegar alltaf: Það sem er flott og þarf að vera vel gert, það tekur tíma.“ Augnháralengingin endist í 4–8 vikur, svo framarlega sem farið er varlega og passað upp á að nudda ekki augun. Að sögn Ágústu er tölu- vert um að konur vilji viðhalda þess- ari nýju augnháralengd og komi því aftur í ásetningu. Morgunblaðið/Golli Fyrir Augnháralenginguna má nota til að þétta augnumgjörðina. Ásetningin Ágústa Kristjánsdóttir segir augnháralenginguna vinsæla. Eftir Þétt og löng augnhár og því jafnvel hægt að sleppa því að mála sig. Fyrir skíðin og brúðkaupið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.