Morgunblaðið - 06.03.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.03.2008, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ getur stundum verið erf- itt að sitja á forsetastóli Alþingis og hlusta á umræður, án þess að eiga þess kost að bregðast við því sem til umræðu er hverju sinni. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma mánudaginn 3. mars sl. bar varaþingmaður Framsóknarflokksins úr Norðaustur- kjördæmi upp fyr- irspurn til samgöngu- ráðherra. Þingmaðurinn spurð- ist fyrir um jarð- gangagerð á Austur- landi. Mátti ætla af málflutningi að í þeim landhluta hafi nánast ekkert verið gert og ekkert hafi staðið til að gera í nánustu framtíð. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkrar stað- reyndir. Á síðasta kjörtímabili var lokið við gerð jarðganga í Almanna- skarði og einnig jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar. Báðar þessar fram- kvæmdir hafa haft mikla þýðingu fyrir byggðina á Austurlandi. Á síðasta kjörtímabili var boð- in út gerð jarðganga milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar, svokölluð Héðinsfjarðargöng, sem all- nokkur umræða hefur orðið um og ætti því að vera í fersku minni margra ekki síst þing- manna. Það verk er í fullum gangi og sér fyrir enda þess risavaxna verkefnis á næsta ári. Í samgönguáætlun fyrir tíma- bilið 2007–2010, sem samþykkt var 17. mars 2007, var gert ráð fyrir fjármögnun Héðinsfjarð- arganga og einnig Bolungavík- urganga sem nú er búið að bjóða út. Jafnframt var gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun til jarð- gangagerðar við svo- kölluð Vaðlaheið- argöng sem átti að verða einka- framkvæmd kostuð með veggjaldi með samningum við hlutafélag sem hafði unnið að undirbún- ingi og lýsti vilja til þess að bora göngin og reka þau. Í samgönguáætlun fyrir tíma- bilið 2007–2018, svokallaðri lang- tímaáætlun, sem var lögð fyrir þingið var jafnframt gert ráð fyr- ir framkvæmdum við jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar, gerð Norðfjarðarganga í stað Oddsskarðsganga og svoköll- uð Lónsheiðargöng. Að auki var gert var ráð fyrir öðrum göngum sem áttu að vera á höfuðborg- arsvæðinu og var þar um að ræða jarðgöng undir Öskjuhlíðina, en þá var ekki farið að ræða um Sundagöng sem nú er eðlilega gert. Samgöngunefnd Alþingis hafði lokið umfjöllun um þá áætl- un sem beið lokaumræðu og at- kvæðagreiðslu, en hún var stöðv- uð í þinginu vegna deilna við þáverandi stjórnarandstöðu við lok þinghaldsins vorið 2007, í að- draganda alþingiskosninganna. Þetta er nauðsynlegt að rifja upp vegna þess að umræður í þinginu gáfu ekki rétta mynd af staðreynd mála. Þingmenn Norð- austurkjördæmis ættu allra þing- manna síst að kvarta undan því að ekki hafi verið hugsað fyrir jarð- gangagerð í þeim landshluta. Frá því þessar áætlanir voru til með- ferðar á síðasta ári hafa stjórn- arflokkarnir gripið til sérstakra mótvægisaðgerða, eins og þekkt er, m.a. með því að auka verulega fjármuni til vegagerðar. Þær jarð- gangaframkvæmdir sem fyrr- nefndar áætlanir gerðu ráð fyrir ættu því að geta komist í gagnið enn fyrr en vonir stóðu til. Ný jarðgangaverkefni á Austurlandi hljóta að bíða uns lokið hefur ver- ið við jarðgöngin sem eru í fyrr- nefndum áætlunum, ekki síst jarð- göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar sem munu gjörbreyta aðstæðum á Vestfjörðum. Því verkefni má ekki fresta. Umræður um jarðgöng Sturla Böðvarsson skrifar um samgönguáætlanir » Þingmenn Norðaust- urkjördæmis ættu allra þingmanna síst að kvarta undan því að ekki hafi verið hugsað fyrir jarðgangagerð í þeim landshluta. Sturla Böðvarsson Höfundur er forseti Alþingis. Í DAG, 6. mars, er haldinn al- þjóðlegur dagur gláku (World Glaucoma Day) í fyrsta sinn um all- an heim. Glákudagurinn er sam- starfsverkefni Alþjóðasamtaka lækna sem fást við gláku (World Glau- coma Association) og samtaka sjúklinga sem glíma við gláku (World Glaucoma Patient Association). Til- gangur þessa dags er að vekja athygli á gláku og vaxandi fjölda fólks sem fær gláku, með aukinni fólksfjölgun og hækk- andi meðalaldri. Gláka er flokkur sjúkdóma sem veldur óafturkræfum skemmdum í sjóntaug og síðar á sjón og sjónsviði. Með tímanum myndast skuggar í sjónsviði sem renna síðan saman í stærri og dekkri skugga þannig að sjónsviðið þrengist. Yfirleitt er skarpa sjónin beint fram góð þar til á lokastigum sjúkdómsins og því er hætta á að sjúkdómurinn greinist seint. Því miður gefur gláka ekki einkenni fyrr en sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig og hefur valdið óaft- urkræfum skemmdum. Til eru margar gerðir af gláku. Algengasta tegundin og sú sem al- menningur þekkir best er hægfara, krónísk gláka. Sú tegund gláku sýnir yfirleitt engin einkenni fyrr en sjúkdómurinn er kominn langt eða á lokastig. Önnur tegund gláku, sem er tiltölulega sjaldgæf á Íslandi en algeng í Asíu, er þröng- horns-gláka og bráðagláka. Þá hækkar augnþrýstingur skyndilega og yfirleitt upplifir sjúklingurinn mikla verki og vanlíðan. Þessi teg- und gláku getur leitt til blindu á mjög skömmum tíma. Aðrar teg- undir gláku eru meðfædd gláka (congenital glaucoma), gláka hjá börnum og unglingum (juvenile glaucoma) og gláka í tengslum við aðra sjúkdóma (secondary glau- coma). Þannig geta í raun allir ald- urshópar fengið gláku en algeng- asta glákan, hægfara krónísk gláka, kemur yfirleitt ekki fram fyrr en um og eftir miðjan aldur. Glákutíðni er um 2% á Íslandi eða um 6.000 manns og fer tíðni gláku hækkandi með aldri. Tíðni gláku hefur ekki minnkað en hins vegar hefur blindutilfellum fækk- að mikið frá því sem var. Fram yfir miðja 20. öldina var blinda af völdum hægfara gláku langalgengasta blinduorsökin hér á landi. Í fyrstu blindu- könnun sem gerð var hér á landi árið 1940 voru rúmlega 70% blindra blindir vegna hægfara gláku. Um 1950 voru blindir af völdum gláku yfir 50% af öllum blindum hér á landi og gláka enn langalgengasta blinduorsökin. Árið 1979 var gláka komin niður í annað sæti af blindu- valdandi sjúkdómum eða 19% af öllum blindum. Í dag er blindutíðni af völdum gláku á Íslandi um 6% af blindum og er gláka enn í öðru sæti yfir blinduvaldandi sjúkdóma hér á landi. Í vanþróaðri löndum er blindutíðni mun hærri og blind- utíðni allt að 90% á ákveðnum svæðum í Afríku. Á alþjóðavísu er gláka í öðru sæti yfir blinduvald- andi sjúkdóma og er talið að tæp- lega 5 milljónir manna séu blindir af völdum gláku og að þessi tala eigi eftir að hækka í 11–12 milljónir árið 2020. Lengi hefur verið vitað að gláka lægi í ættum og er talið að ætt- arsaga sé einn sterkasti áhættu- þátturinn fyrir glákumyndun. Elstu greinar sem lýsa ættum með gláku eru frá miðri 19. öld. Stöð- ugar rannsóknir á gláku og erfðum gláku eiga sér stað um allan heim og hafa m.a. nýlegar rannsóknir ís- lenskra augnlækna og vísinda- manna hjá Íslenskri erfðagreiningu vakið athygli. Þrátt fyrir geysimiklar framfarir á síðustu áratugum er enn engin lækning til við gláku. Hins vegar er hægt að halda sjúkdómnum niðri og stöðva skemmdir. Meðferð við gláku má skipta í þrennt, lyfjameðferð, leysimeðferð og skurðaðgerðir. Oft- ast er lyfjameðferð beitt fyrst en skurðaðgerðum í alvarlegri tilfellum og þegar önnur meðferð dugar ekki. Árlega eru gerðar um 100 skurð- aðgerðir vegna gláku á Íslandi. Gláku geta einstaklingar ekki greint sjálfir, en eins og að framan greinir er mikilvægt að greina gláku snemma til þess að forðast alvar- legar afleiðingar sjúkdómsins. Mælt er með að þeir sem komnir eru yfir fertugt fari í almenna augnskoðun þar sem augnlæknir leitar m.a. að gláku og ýmsum öðrum augnsjúk- dómum. Viðkomandi augnlæknir metur síðan hvernig eftirliti skuli háttað. Mikilvægt er að hafa í huga á þessum degi að þrátt fyrir miklar framfarir í greiningu og meðferð á síðustu áratugum er gláka enn í dag alvarlegur blinduvaldandi sjúkdóm- ur á Íslandi sem og annars staðar. Nánari upplýsingar á www.wgday.net Alþjóðadagur gláku Vaxandi fjöldi fólks fær gláku segir María Soffía Gottfreðs- dóttir » Þrátt fyrir miklar framfarir í grein- ingu og meðferð á síð- ustu áratugum er gláka enn í dag alvarlegur blinduvaldandi sjúk- dómur á Íslandi María Soffía Gottfreðsdóttir Höfundur er sérfræðilæknir við augn- deild Landspítalans og formaður Augnlæknafélags Íslands. SÍÐUSTU daga hafa verið að berast inn um bréfalúgur fé- lagsmanna í stéttarfélögunum á almennum vinnu- markaði kjörseðlar í atkvæðagreiðslunni sem nú stendur um nýgerða kjarasamn- inga. Því miður er það reynsla okkar á undangengnum árum að allt of stór hópur nýtir ekki lýðræð- islegan rétt til að hafa áhrif á nið- urstöður samninga. Það er ekki alltaf djúp hugsun að baki því, stundum jafnvel hugsunarleysi, stundum fullyrðingar um að atkvæðið skipti ekki máli, aðr- ir hafi ákveðið þetta fyrir mann hvort eð er. Sannarlega er það mikill misskiln- ingur. Benda má á dæmi frá síðustu ár- um við afgreiðslu kjarasamninga þar sem aðeins munaði örfáum tugum at- kvæða til að kjara- samningur félli í at- kvæðagreiðslu. Þess vegna er það meginatriði að greiða atkvæði um samninginn. Við sem bárum hit- ann og þungann af samningsgerð- inni erum þess fullviss að ekki var hægt að ná lengra að þessu sinni í launa- eða réttindamálum. Það var deginum ljósara að efna- hagsumhverfi kjarasamninganna nú var erfiðara en oftast áður. Há verðbólga og versnandi atvinnu- ástand framundan er ekki ósk- astaða samningamanna við kjara- samningsborðið. Eftir nærri hálfs árs þref töldum við okkur hafa fengið því framgengt sem hægt var án átaka. Mikilvægast af öllu var að ná fram hækkun lægri launa. Annar mikill ávinningur var að fá fram hækkun gagnvart þeim sem setið hafa eftir í launaskriði undanfar- inna ára. Það á við um fjölda fólks á almennum vinnumarkaði. Jafnframt var okkur mikil nauð- syn á því að binda samninginn verðbólguviðmiðum til að geta framlengt hann ef vel gengur en sagt honum upp ef allt fer á verra veg. Af öðrum atriðum sem má nefna er verulega bættur or- lofsréttur, stórhækk- aðar tryggingabætur, aukin réttindi vegna veikra barna, meira fé til menntunar og stór- átak til að takast á við vaxandi örorku í landinu. Þá getur framlag stjórnvalda í skattamálum, vaxta- bótum, barnabótum og húsaleigubótum skipt miklu máli fyrir fjölskyldur sem sam- hliða eru að fá kjara- bætur í þessum samn- ingum þó að þessar aðgerðir stjórnvalda séu ekki hluti kjara- samningsins. En kjarasamning- urinn er bara áfangi á leiðinni. Fyrsta árið er prófsteinn á hvort hann dugar út samn- ingstímann. Þess vegna biðjum við nú launamenn að kynna sér samninginn og taka upplýsta afstöðu. Við vonumst auðvitað til þess að sem flestir verði okkur sammála. Fyrsti áfanginn er að búa til skjól fyrir þá sem minnst hafa og síðan áframhaldandi ávinning fyrir okk- ur öll með því að takast á við verðbólguna. Þetta á ekki síst við um fyrirtækin og þá umræðu sem þar hefur átt sér stað um að velta öllum kostnaði út í verðlagið. Ef við missum tök á efnahagsmál- unum þá tapa allir. Þess vegna er svo mikilvægt að þú nýtir þér atkvæðisrétt þinn. Hver er afstaða þín? Sigurður Bessason skrifar um nýgerða kjarasmninga Sigurður Bessason » Fyrsta árið er próf- steinn á hvort hann dugar út samningstím- ann. Þess vegna biðjum við nú launamenn að kynna sér samninginn og taka upplýsta afstöðu. Höfundur er formaður Eflingar. GUÐMUNDUR G. Gunnarsson, sem mun vera fyrr- verandi bæjarstjóri Álftaness og núver- andi bæjarfulltrúi í minnihluta sjálfstæð- ismanna sendir almannatengsla- fyrirtæki mínu tóninn í nýlegu lesendabréfi í Morgunblaðinu. Hann segir meðal annars „Útgerð þessi sér um að koma skrumskældum frétt- um úr bæjarlífinu á framfæri við íbúa, á heimasíðunni alfta- nes.is …“ Í starfi mínu við almannatengsl undir merkjum Bæjarútgerð- arinnar ehf. velti ég öðru hverju vöngum með viðskiptavinum um hvernig bregðast eigi við rang- færslum sem fram koma um þá eða fyrirtæki þeirra. Almennt er það svo að betra er að svara en láta ósannindi standa. Stundum er þó málflutningur andstæðingsins þannig að maður ályktar að hann hljóti að dæma sig sjálfur. Ég hef ákveðið að svara Guðmundi ekki. Þeirri ákvörðun minni til stuðnings langar mig til að birta vísu sem hann gerir að lokaorðum sínum í lesendabréfinu sem ég hef hér vitnað til. Vísa Guðmundar er svona: Lifandi og linnulaus hamingja, lætin eru rétt að byrja, þúsundir peninga látlaust dyngja, þá er ekki að lokum að spyrja. Ég held að það sé ekki ráðlegt að rökræða við mann sem sendir svona nokkuð frá sér á prenti. Bragur bæjarfulltrúa Sigurður G. Valgeirsson skrifar vegna greinar Guðmundar G. Gunnarssonar Sigurður G. Valgeirsson »Hér er fjallað um hvenær á að svara rangfærslum og hvenær ekki. Höfundur rekur almannatengsla- fyrirtækið Bæjarútgerðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.