Morgunblaðið - 06.03.2008, Side 44
FIMMTUDAGUR 6. MARS 66. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Taka ekki verðtryggð lán
Samkvæmt tölum Seðlabanka Ís-
lands eru heimilin nánast hætt að
taka almenn verðtryggð lán í ís-
lenskum krónum. Lántökur í er-
lendri mynt aukast hins vegar ört.
» Forsíða
Kauptækifærin ráða
Engin ákveðin stefnumörkun býr
að baki því hversu mikið vægi þrjú
fyrirtæki hafa í innlendu hlutabréfa-
safni þriggja stærstu lífeyrissjóð-
anna að sögn stjórnarformanna. » 8
Hættan eykst um 22%
Samkvæmt nýrri rannsókn eykst
hættan á krabbameini um 22% við
aðeins einn tíma í ljósabekk. » 4
Samdráttur?
Enn gætir ekki samdráttar á at-
vinnumarkaði. Samdráttartímabil
gæti þó verið framundan en það
þyrfti ekki að hafa neikvæð áhrif.
» 4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Þorgerður vann!
Forystugreinar: Þjóðin á eyðslu-
fylliríi | Greiðslur í stað
leikskólapláss
Ljósvaki: Rannsókn á áhrifum glæpa
UMRÆÐAN»
Ein allsherjarsamtök
Hver er afstaða þín?
Umræður um jarðgöng
Alþjóðadagur gláku
Dýrari en önnur fjarskiptafélög
Tveggja milljarða dala mútumál Alcoa
Jákvæð tilkynning Kaupþings
Óhrein verslun í Evrópu …
VIÐSKIPTI »
3
3
3
3 3
3
3
4 "5 &
. + "
6! '! % 3 3 3
3 3
3
-
7$1 &
3
3
3
3 3 3 89::;<=
&>?<:=@6&AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@&7 7<D@;
@9<&7 7<D@;
&E@&7 7<D@;
&2=&&@% F<;@7=
G;A;@&7> G?@
&8<
?2<;
6?@6=&2+&=>;:;
Heitast 3°C | Kaldast -3°C
SA 13-20 m/s og
rigning eða slydda
sunnan og vestan til.
Austan 10-18 og snjó-
koma f. norðan og austan. » 10
Hver rithöfundurinn
á fætur öðrum lýgur
upp á sjálfan sig
hræðilegum örlög-
um til þess að selja
fleiri bækur. » 38
BÆKUR»
Upplognar
harmsögur
TÓNLIST»
Dr. Gunni og Heiða hylla
Þórberg. » 36
KVASS-kvartettinn
grefur upp gullmola
úr djasssögunni og
smíðar úr þeim
ramma utan um eig-
in tónlist. » 39
TÓNLIST»
Gullrammi
úr djassi
LEIKHÚS»
Liska hefur engan áhuga
á kassastykkjum. » 43
FÓLK»
Engar regnhlífar á
tónleikum. » 43
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Yfirlýsing frá Björk …
2. Lýst eftir Sigurbirni Marinóssyni
3. „Verstu meiðsli sem ég hef séð“
4. Hætt að djamma
Íslenska krónan styrktist um 0,1%
AÐEINS þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu eru með meira en hálfan leik-
mannahóp sinn skipaðan Englendingum.
Aston Villa stendur upp úr því 60 prósent
leikmanna liðsins eru ensk en Arsenal sker
sig líka mjög úr þar sem aðeins tveir leik-
menn af 22 í hópnum hjá Arsene Wenger
eru Englendingar. | Íþróttir
Tveir af 22 eru
Englendingar
Reuters
Fjölþjóðlegir Það fer lítið fyrir enskum
leikmönnum í liði Arsenal.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
KÍNVERSKA sendiráðið á Íslandi segir að
ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur á tón-
leikum hennar í Sjanghæ á sunnudaginn hafi
valdið mikilli gremju í
Kína en á tónleikunum
tileinkaði Björk Tíbetum
lagið Declare Independ-
ence. Í yfirlýsingu sem
sendiráðið sendi Morg-
unblaðinu segir meðal
annars að Tíbet sé óaf-
salanlegur hluti landsins.
„Almennur skilningur al-
þjóðasamfélagsins er á
þessa leið, þar á meðal
lýðveldisins Íslands, en ekkert ríki í heim-
inum viðurkennir Tíbet sem „sjálfstætt ríki“.
Öllum tilraunum til þess að aðskilja Tíbet frá
Kína verður vitaskuld mótmælt af Kínverj-
um sem og öðrum í heiminum með vott af
réttlætistilfinningu.“
Í yfirlýsingu sem Björk sendi frá sér
vegna málsins segir hún meðal annars að sér
beri skylda til þess að tjá allar mannlegar til-
finningar og að þörfin til að lýsa yfir sjálf-
stæði sé ein þeirra.
Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segist Guð-
mundur Gunnarsson, formaður Rafiðn-
aðarsambandsins og faðir Bjarkar, mjög
stoltur af yfirlýsingu dóttur sinnar. | 36
Sendiráð Kína
segir Björk
valda gremju
Björk
Guðmundsdóttir
INKAGULL, dans og söngur frá
Ekvador mun setja svip sinn á
Kópavog í haust, en þá verður árleg
menningarhátíð bæjarins tileinkuð
þessu suðurameríska ríki. Undir-
búningur er hafinn og í næstu viku
mun Gunnar I. Birgisson, bæjar-
stjóri Kópavogs, halda til Ekvadors
í vikuferð ásamt Lindu Udengaard,
deildarstjóra menningarmála hjá
Kópavogsbæ, og Ara Trausta Guð-
mundssyni. Markmið ferðarinnar
er að kynna sér landið og velja at-
burði fyrir menningarhátíðina í
haust.
Málþing um Galapagos-eyjar
Hátíðin er haldin ár hvert og
Gunnar segir að í ár hafi menn vilj-
að beina sjónum að Suður-Amer-
íku. Ari Trausti þekki þar vel til og
verði bænum innan handar.
Meðal þess sem verður í boði á
menningarhátíðinni í haust er sýn-
ing á fornminjum Ekvadora, allt
frá tímum inka og fram til þess
tíma sem Spánverjar hernámu
landið, að sögn Gunnars. „Síðan
munum við fá bæði söngvara og
dansara [á hátíðina],“ segir Gunn-
ar, en hátíðin hefst 4. október.
Einnig verður haldið málþing um
Galapagos-eyjar, sem tilheyra
Ekvador.
Ferðin til Ekvadors stendur í
viku og hefst í Quito, höfuðborg
landsins. Þangað fara þau í boði
borgarstjóra Quito og verður mót-
taka þar í boði hans. Þá mun sendi-
nefndin kanna hvaða viðburði
áhugi sé fyrir að fá hingað í haust.
„Þá munum við heimsækja forseta-
skrifstofuna en forseti landsins hef-
ur sýnt áhuga á að koma hingað,“
segir Gunnar.
Spenna hefur verið milli Ekva-
dors og nágrannaríkjanna Vene-
súela og Kólumbíu að undanförnu
eftir að her hins síðastnefnda gerði
loftárás á bækistöð í Ekvador og
felldi þar næstæðsta mann FARC-
samtakanna en þau hafa áratugum
saman barist við stjórnarher Kól-
umbíu. Gunnar segist ekki hafa
áhyggjur af þessu „Þetta eru allt
saman hershöfðingjar og góðir
menn sem taka á móti okkur,“ segir
hann.
Inkagull í Kópavogi
Gunnar Birgisson fer til Ekvador til að velja atburði fyrir
menningarhátíð Hefur ekki áhyggjur af róstum í landinu
Í HNOTSKURN
»Á menningarhátíðum fyrriára í Kópavogi hafa Spánn,
Rússland, Kanada og Kína ver-
ið kynnt.
» Gunnar segir að á næstaári verði sjónum líklega
beint til Evrópu. Að líkindum
verði Írland þá fyrir valinu
sem land hátíðarinnar.
Ferðahugur Gunnar I. Birgisson
er á leið á inkaslóðir.
NIÐURSTÖÐUR rannsókna á þeim sveiflum sem
orðið hafa í lífríki Mývatns eru forsíðuefni tíma-
ritsins Nature sem út kemur í dag. Framundan
er athyglisverð rannsókn á borkjarna úr Mývatni
„þar sem við lesum úr setlögunum hvernig líf-
ríkið hefur verið undanfarnar 20 aldir, ár fyrir
ár. Við getum þannig lesið allar þessar sveiflur
eins og þær hafa verið þennan tíma og ætlum
okkur fjögur ár í þetta verkefni en það er nú
þegar komið vel af stað“, segir Árni Einarsson,
forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar
við Mývatn. | 2
Hafin er 4 ára rannsókn á borkjarna úr Mývatni
Sjá sveiflur lífríkisins í 20 aldir
Morgunblaðið/RAX
Sveiflur Borkjarni úr Mývatni gerir kleift að afla upplýsinga úr setlögum um sveiflur í lífríkinu.
♦♦♦