Morgunblaðið - 03.04.2008, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Reykjavíkur hefur lagt til við borg-
arráð að gengið verði til samninga
við ÍR um uppbyggingu íþrótta-
aðstöðu í Suður-Mjódd. Um er að
ræða byggingu fjölnota íþróttahúss
á svæði ÍR.
Í húsinu er fyrirhugað að öll
íþróttastarfsemi ÍR vegna æfinga og
keppni verði, m.a. handknattleikur
og körfuknattleikur. Ölduselsskóli
og aðrir skólar munu jafnframt nýta
aðstöðuna.
Úlfar Steindórsson, formaður ÍR,
fagnar því að loks sé komið að upp-
byggingu hjá ÍR en hann telur að
ÍR-ingar hafi setið eftir í uppbygg-
ingu á sínu svæði. „Ef menn horfa
bara á sögu íþróttafélaga í Reykjavík
hefur ÍR í rauninni setið á hakanum
hvað varðar uppbyggingu á þeirra
eigin svæði,“ segir Úlfar. Hann segir
að frá því að félagsheimilið á svæð-
inu var tekið í notkun árið 1996 hafi
menn verið að „slást í þessum málum
sem nú sér fyrir endann á. Þetta
þýðir náttúrlega bara algjöra bylt-
ingu fyrir íbúa í Breiðholtinu,“ segir
hann af því að nú verði byggt upp
íþróttahús og mannvirki sem verði
með þeim hætti að ÍR sem íþrótta-
félag geti miklu betur þjónustað íbúa
hverfisins.
„Þeir sem starfað hafa í ÍR hafa
upplifað það dálítið sterkt und-
anfarin ár er að það sem vantar til að
félag geti verið félag er að sem flestir
félagarnir hafi aðstöðu á einhverju
einu skilgreindu svæði, en ekki út og
suður.“ Hann nefnir sem dæmi að
knattspyrnan hafi verið í Mjóddinni,
á félagssvæðinu, handboltinn í Aust-
urbergi, karfan í Seljaskóla „… svo
er reyndar dansdeildin þarna niðri í
félagsheimili, tae kwon do og júdó,
en frjálsar niðri í Laugardal,“ segir
Úlfar.
Allar íþróttagreinar á einn stað
Nú sjái menn fyrir sér að hægt
verði að koma öllum íþróttagreinum
sem stundaðar eru innan vébanda
ÍR á einn stað. „Þetta mun ger-
breyta félaginu að því leyti til að allir
verða á sama staðnum.“
Úlfar segir að unnið hafi verið að
málinu í mörg, mörg ár en síðastliðin
tvö ár hafi verið unnið að þeim samn-
ingi sem ÍTR hafi nú lagt fyrir borg-
arráð. „Það er búið að vinna í deili-
skipulagi á svæðinu og tvær
þarfagreiningar frá hendi félagsins
hafa verið gerðar. Síðan hafa póli-
tískir fulltrúar komið að þessum við-
ræðum við okkur. Við trúum því að
þessu máli verði lokið með samþykkt
borgarráðs á endanum,“ segir Úlfar.
Um leið og borgarráð hefur stað-
fest samninginn hefst samhliða
vinna við hönnun sem byggð er á
þarfagreiningunni. „Á sama tíma
verður farið í að vinna fram-
kvæmdaáætlun, en sú vinna er unnin
í samstarfi framkvæmdasviðs
Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags
Reykjavíkur [ÍR] og það er búið að
tilnefna aðila, tvo frá ÍR, tvo frá
Reykjavíkurborg og einn óvilhallan,
til að vera í byggingarnefnd,“ segir
Úlfar.
Hann vonast til að framkvæmdir
geti hafist á þessu ári.
Í samkomulagi sem ÍR hefur gert
við Reykjavíkurborg felst m.a. að
reist verða hús fyrir aldraða norðan
megin íþróttasvæðis ÍR, sem félagið
gefur eftir. Í staðinn fær félagið
svæði sunnan og vestan megin. „Við
töldum að með því að gera þetta með
þessum hætti væri líka auðveldara
fyrir Reykjavíkurborg að koma fyrr
og hraðar að þessu máli með okkur,
vegna þess að þarna er í raun og
veru verið að auka þjónustu við eldri
borgara sem við viljum að sjálfsögðu
stuðla að,“ segir Úlfar Steindórsson,
formaður Íþróttafélags Reykjavíkur.
Nýtt fjölnota íþrótta-
hús ÍR mikil bylting
Morgunblaðið/RAX
Gervigras Úlfar Steindórsson, formaður ÍR, segir tilkomu gervigrasvallarins, sem tekinn var formlega í notkun
um það leyti sem ÍR varð 100 ára á sl. ári, hafa breytt ótrúlega miklu fyrir starfsemi félagsins.
Samþykkt Úlfar Steindórsson, formaður ÍR, og Bolli Thoroddsen, formað-
ur ÍTR, handsala samþykkt ÍTR og ÍR um nýja íþróttahúsið.
Í HNOTSKURN
»ÍTR leggur til að samið verðivið ÍR um framlag Reykja-
víkurborgar næstu fimm árin til
uppbyggingar íþróttaaðstöðu í
Suður-Mjódd.
» Í húsinu er fyrirhugað að öllíþróttastarfsemi á vegum ÍR
verði, en starfsemin hefur fram
að þessu verið víða í borginni.
»Ölduselsskóli og aðrir skólarmunu einnig nýta aðstöðuna.
»Vonir standa til að fram-kvæmdir hefjist á þessu ári.smáauglýsingar
mbl.is
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808
fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is
5 900 800
Glæsileg og mjög rúmgóð íbúð á tveimur
efstu hæðunum, 133 fm ásamt 27 fm bíl-
skúr. Íbúðin var öll endurnýjuð á smekklegan
hátt fyrir nokkrum árum. Vönduð gólfefni og
innréttingar. Suðursvalir og glæsilegt útsýni.
Möguleiki að innrétta bílskúr sem íbúðarrými
eða vinnustofu. Verð 38,9 millj.
ATH. SKIPTI Á ÓDÝRARI EIGN.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17-18
LEIFSGATA 27 – EFSTA HÆÐ + RIS
Falleg kjallaraíbúð, 53 m2 í hjarta miðborgar
Rvk. Saml. inngangur, hol, geymsla, upp-
gert eldhús og baðherbergi, rúmgóð stofa
og svefnherbergi. Skjólgóður bakgarður er
vísar í suður. Verð 15,5 millj.
OPIÐ HÚS Í KVÖLD KL. 19-21
MÁNAGATA 22
Vorum að fá í sölu 177 fm 6 herb. endaíbúð
á 3. og 4. hæð ásamt bílskúr. Vandaðar inn-
réttingar, skáli með miklu útsýni yfir borgina
og víðar. Suðurvalir. Neðri hæðin er 113 fm
og efri 57 fm. Stórkostleg nýting.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 43,1 millj.
ATH. SKIPTI Á ÓDÝRARI EIGN.
RAUÐHAMRAR – GRAFARVOGI
Nýkomin í sölu 3ja herb. 82 fm íbúð á 1.
hæð í enda með sérinngangi. Björt og vel
skipulögð íbúð með sérgarðskika og nýleg-
um sólpalli með skjólgirðingu. Endurn. þak-
járn. Frábær staðsetning. Verð 24,5 millj.
HÆÐARGARÐUR
Nýkomin í sölu 3ja herb. 99 fm íbúð við
Tröllakór í Kópavogi. Íbúðin er á 2. hæð í
lyftuhúsi með útsýni til suðurs. Skiptist í 2
svefnherb., eldhús, stofu og borðstofu í
opnu rými, baðherb. og þvottahús. Rúmgóð
geymsla, hjóla-og vagnageymsla er á 1.
hæð. Stutt í skóla og íþróttasvæði.
Verð 25,9 millj.
TRÖLLAKÓR
Nýkomin í sölu glæsileg 97 fm 2ja herbergja
íbúð í velviðhöldnu fjölbýlishúsi á 2. hæð.
Komið inn í hol með fataskáp. Eldhús, bað-
herbergi m/tengi fyrir þvottavél, rúmgott
svefnherbergi, tvær stórar, bjartar stofur.
Nýstandsettar físalagðar vestursvalir. Falleg-
ur bakgarður. Þvottahús og tvær sérgeymsl-
ur í kjallara, (önnur sem herbergi 8 fm).
Verð 28,9 millj.
DUNHAGI
Vorum að fá í sölu sérlega skemmtilega, vel
skipulagða og bjarta 4ra herb. 86 fm íbúð
m/glugga á 3 vegu og yndislegt ústýni til
vesturs yfir Skerjafjörðinn, yfir Fossvogsdal-
inn og víðar. Gott skipulag, nýl.stands. bað-
herb. Hús og sameign yfirfarin.
FRÁBÆR STAÐSETNING NEÐST
Í FOSSVOGSDALNUM INNST
Í BOTLANGA MEÐ ÚTSÝNI.
FURUGRUND - NEÐST Í DALNUM
SÝNISHORN
ÚR SÖLUSKRÁ
FASTEIGN.IS
OPI
Ð
HÚS
OPI
Ð
HÚS