Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 18
Áfangastöðum flugfélaga fráÍslandi í Austur-Evrópufjölgar stöðugt, og er þaðvel, því þar er margt að
sjá og njóta. Einn þessara staða er
Varsjá sem Iceland Express hefur
beint flug til í maí.
Kannski er það vegna þess að
maður er með staðlaða mynd í
hausnum af Austur-Evrópu eða af
því að maður veit ekkert við hverju
má búast: Varsjá kemur í öllu falli
skemmtilega á óvart enda er hún full
af lífi, grænum svæðum, söfnum,
leikhúsum, matsölustöðum og síðast
en ekki síst góðu fólki því borgar-
búar eru einstaklega gestrisnir, hlý-
ir og persónulegir.
Varsjá er allt önnur en áður enda
hefur borgin breyst ótrúlega mikið
undanfarin ár. Fyrir áratug var hún
ekki mjög aðgengileg fyrir erlenda
ferðamenn því flestar götur voru
eingöngu merktar á pólsku og fáir
töluðu ensku. Nú eru allar götur og
staðir merktir á ensku, menntun al-
menn og flestir enskumælandi, sér-
staklega unga fólkið.
Borgin er vaxandi þar sem upp-
bygging hefur verið mikil frá falli
kommúnismans árið 1989 og ekkert
lát er á þeirri uppbyggingu. Varsjá
er líka borg mikilla andstæðna, sem
gerir hana einmitt sjarmerandi og
fjölbreytta. Í miðbænum eru himin-
háir skýjakljúfar í vestrænum stíl
sem minna á Manhattan, en skammt
frá þeim leynast gamlar niðurníddar
Rússablokkir sem minna á fortíð
kommúnismans.
Þetta er því suðupottur þar sem
austur og vestur mætast á margan
hátt. Hæsta bygging Varsjár, Höll
vísinda og lista, gnæfir dökk yfir í
miðbænum og stingur skemmtilega í
stúf við glerhýsin allt í kring. Bygg-
ingin er risavaxið minnismerki sem
Stalín lét reisa um kommúnismann,
og hún ber óneitanlega gamla tím-
anum vitni enda byggð í sovéskum
stíl. Yngri kynslóðir Varsjárbúa
telja þessa byggingu fagra en þeir
sem eldri eru hata hana margir, því
hún minnir á vonda tíma, sem þeir
sjálfir upplifðu. Hvað sem heima-
mönnum finnst, mega þeir sem
heimsækja Varsjá ekki sleppa því að
gera sér ferð upp í þessa 42 hæða
byggingu og horfa yfir borgina. Í
þessari höll eru hvorki meira né
minna en 3.000 herbergi, tvö leikhús,
bíó, skrifstofur og ótal margt annað
tileinkað vísindum og listum.
Besta kaffið í gamla bænum
Þeir sem koma til Varsjár mega
heldur ekki missa af gamla bænum
(Stare Miasto), sem er einstakt
svæði. Þar eru gamlar hlýlegar
byggingar, torg með iðandi mannlífi,
götumarkaðir og allskonar veitinga-
staðir, litlar búðir og gallerí svo fátt
eitt sé nefnt. Besta kaffið í Varsjá ku
einmitt vera í gamla bænum á stað
sem heitir Pozegnanie 2 Afryka.
Fyrir þá sem lítið eru fyrir kaffi en
kjósa heldur te, er óhætt að mæla
með tehúsi í gamla bænum sem heit-
ir Same Fusy. Þar fyrirfinnst einnig
veitingastaðurinn Pierrogeria, fyrir
þá sem vilja smakka á hinum klass-
íska pólska rétti pierogi. Þarna er
þetta pastakennda góðgæti nefni-
lega ofnbakað, sem mörgum finnst
mun kræsilegra en þegar það er soð-
ið. Þessir réttir fást með nokkrum
ólíkum fyllingum og bragði, en sá
rússneski er sérlega góður.
Uppreisn og uppbygging
Varsjá er seigluborg, eða öllu
heldur eru Varsjárbúar seiglufólk.
Almennir borgarar fylktu liði og
tókst hið ómögulega árið 1944 þegar
neðanjarðarhreyfingin og heimaher-
inn reis upp gegn nasistum og hafði
betur. Full ástæða er til að mæla
með heimsókn í stórbrotið sögusafn-
ið sem heitir einfaldlega 1944. Þetta
safn er á þremur hæðum og frábær-
lega útfært. Það er mögnuð upplifun
og öllum hollt að fara þangað.
Varsjárbúar reistu líka borgina úr
rjúkandi rústum eftir að hún hafði
nánast verið jöfnuð við jörðu í heim-
styrjöldinni síðari. Varsjá var París
Austur-Evrópu áður en nasistarnir
Morgunblaðið/Kristín Heiða
Lírukassi Kynlega kvisti má finna í gamla bænum eins og þessi tvö sem voru við hafmeyjuna, tákn Varsjár.
Konungshöllin Í Łazienki-garðinum lét listrænn konungur forðum reisa
byggingar sem eru augnayndi þeirra sem þangað koma.
Stysta gatan Hún nær ekki hundrað metrum en er engu að síður fögur.
Vor í Varsjá
Höfuðborg Póllands,
kemur á óvart, í já-
kvæðum skilningi eins
og Kristín Heiða
Kristinsdóttir komst að
þegar hún heimsótti
Varsjá á dögunum.
|fimmtudagur|3. 4. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Helstu fréttirnar úr mínu bæjarlífi þessa vikuna
eru hiti, hálsbólga og beinverkir; inflúensa. Það
er heldur einhæft að mega varla fást við annað
en draga að sér andann og anda svo frá sér aft-
ur. Og lagfæra sængina.
Ekki má reyndar gleyma atvinnubílstjórunum
sem lúsuðust um götur bæjarins í fyrradag og
aftur í gær og lágu á flautunni, til þess að mót-
mæla háu verði á eldsneyti. Ég stalst út í fyrra-
dag til að taka af þeim mynd – en heyrði flautið í
svefnrofunum síðdegis í gær og lét það duga.
Hafði ekki einu sinni heilsu til að kaupa útsölu-
bensín á N1.
Ég komst að því fyrir nokkrum árum að maður
var líklega aldarfjórðungi of snemma í MA. Alls
ekki skal úr því dregið að mjög gaman var þar í
den, og ferð 6. bekkjar máladeildar með Gísla
heitnum Jónssyni að Hólum í Hjaltadal var eft-
irminnileg. En nú í bítið eru krakkarnir á ferða-
málakjörsviði í 4. bekk á leið í óvissuferð út í
heim.
Enginn úr hópnum fær/fékk að vita hvert ferð-
inni er heitið fyrr en núna klukkan 5 í Leifsstöð.
Þá verður/var opnaður kassi með upplýsingum
um það hvert er flogið, hverjir lenda saman í
hópi og hvaða borgir á að kanna.
Ávef MA sagði í gær: Að undanförnu hafa nem-
endur undirbúið þessa ferð. Hver um sig fékk
eina borg í þýsku- eða frönskumælandi landi til
að kynna sér og skrifa um góða og gagnlega rit-
gerð með hagnýtum upplýsingum fyrir ferða-
menn. Borgirnar eru í Þýskalandi, Frakklandi,
Sviss og Austurríki. [Í dag] kemur í ljós hverjar
þessara borga verða kannaðar og í hverri verða
fjögurra manna hópar að kynna sér aðstæður,
taka kvikmyndir og ljósmyndir, tala við heima-
menn og svo framvegis. Hóparnir koma heim til
Íslands á mánudag og fram á vorið er verkefni
hópanna að vinna úr því efni sem aflað er, gera
kynningarmyndbönd og fara með kynning-
arfyrirlestra í grunnskóla í bænum og nágrenn-
inu.
Sannarlega spennandi. Þetta er í þriðja sinn
sem nemendur á ferðamálabraut fara í sam-
bærilega ferð til útlanda en þetta er stærsti
hópurinn, sem farið hefur, álíka fjölmennur og
báðir fyrri hóparnir lagðir saman.
Sigurður J. Grétarsson, prófessor í sálfræði við
HÍ, heldur fyrirlestur dagsins á vikulegri sam-
komu áhugamanna um heimspeki á Amts-
bókasafninu. Sigurður byrjar kl. 17 að ræða um
möguleika sálfræðinnar á að setja fram eina
hugmynd um manninn.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á
Græna hattinum næstu daga. Hörður Torfason
verður þar á kertaljósatónleikum í kvöld, Andr-
ea Gylfadóttir og Blúsmenn hennar leika annað
kvöld og á laugardagskvöldið hópurinn sem fer
um landið og rokkar í nafni Rásar 2. Það eru Dr.
Spock, Bennys Cresbos Gang og Sign.
Næring fyrir sál og líkama verður í boði í Ket-
ilhúsinu í hádeginu á morgun. Þetta eru kall-
aðar Hádegisfreistingar; Helga Bryndís Magn-
úsdóttir og Aladár Rácz leika fjórhent á píanó
rhapsodiur í ýmsum litbrigðum og Einar lands-
liðskokkur á Karólínu reiðir fram veitingar í
takt við tónlistina.
Spenna MA-hópurinn sem er á leið úr landi.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
úr bæjarlílfinu