Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„BARA orð, engar aðgerðir í
Darfúr!“ segir Paul Reynolds sem
skrifar um alþjóðmál á vef BBC.
Hvernig stendur á því að að svona
mikil neyð og slæmt ástand sem rík-
ir í Darfúr-héraðinu í
Vestur-Súdan er látið
viðgangast ár eftir ár?
Vissulega hafa mörg
orð verið sögð. Tony
Blair, þáverandi for-
sætisráðherra Bret-
lands, sagði í bréfi til
allra leiðtoga Evrópu-
sambandsins í sept-
ember 2006: „Við erum
öll sammála um að hið
sorglega ástand í Darf-
úr er óásættanlegt og
alþjóðasamfélagið get-
ur ekki snúið baki við
milljónum manna í
Darfúr sem hafa þurft
að þjást í mörg ár.“
Kofi Annan, þáverandi
framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna,
sagði við Washington
Post í janúar 2006:
„Víða í Darfúr er fólk
áfram drepið, nauðgað
og flæmt frá heimilum
sínum í þúsundatali.“
Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, sagði við AFP-
fréttaþjónustuna í janúar 2007:
„Þjáningar fólksins í Darfúr eru ein-
faldlega óásættanlegar.“
Í dag er ástandið enn skelfilegt,
fólk er myrt, konum er nauðgað,
þorp eru lögð í eyði og fólk leitar
skjóls í flóttamannabúðum. 75%
þeirra sem búa í flóttamannabúðum
eru konur og börn. Það er búið að
samþykkja að senda, frá og með
janúar 2008, 26.000 friðargæsluliða
á vegum Sameinuðu þjóðanna og
Afríkusamtakanna til Darfúr, en
enn eru þeir aðeins 8.600 og ráða
ekki við aðstæður og mikið örygg-
isleysi ríkir.
2,5 milljónir manna hafa neyðst til
að flýja heimili sín og setjast að í
flóttamannabúðum.
Tala látinna skiptir hundruðum
þúsunda. Samtök og
hjálparstofnanir eru
með mismunandi tölur
um fallna, allt frá rúm-
lega 200.000 til
400.000. Í ályktun
Sameinuðu þjóðanna
nr. 1769 frá 2007 er
talað um meira en
250.000. Nýleg skýrsla
frá nefnd á vegum
breska þingsins áætlar
að um 300.000 hafi lát-
ist. En yfirvöld í Súdan
halda fram að rúmlega
9.000 manns hafi látist.
ACT/Caritas-
verkefnið í Darfúr sem
Hjálparstarf kirkj-
unnar styður hófst árið
2004 og er með
stærstu neyðarverk-
efnum sem fram-
kvæmd eru í Darfúr.
Að minnsta kosti
350.000 einstaklingar
nýta sér daglega þá að-
stoð sem boðið er upp
á. Reynt er að gera líf-
ið í flóttamannabúð-
unum bærilegra, fjölskyldur sem
eru nýkomnar fá húsaskjól og fá af-
henta neyðarpakka með ýmsu af því
allra nauðsynlegasta, skólastarf er í
gangi fyrir börnin og reynt að
tryggja aðgang að hreinu vatni.
Fræðsla er um heilsu, hreinlæti og
sjúkdóma, m.a. um alnæmi, og reynt
að veita áfallahjálp og sálrænan
stuðning vegna hinnar erfiðu lífs-
reynslu sem nánast allir hafa þurft
að fara í gegnum. Þar sem það er
mögulegt er fólki hjálpað til að
stunda jarðrækt, m.a. með því að út-
vega plóga og verkfæri. Lokamark-
miðið er að allir geti flutt aftur til
fyrri heimkynna, en það virðist
vegna ófriðarástandsins fjarlægur
draumur. Lífið í dag snýst um að
lifa daginn af.
En kemur þetta ástand mér við?
Já, segjum við hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar og stöndum þess vegna
fyrir söfnun fyrir fólkið í Darfúr.
Gíróseðlar eru sendir inn á öll heim-
ili og hvetjum við alla til að taka
þátt. Einnig er hægt að leggja fram-
lag inn á reikning 1150-26-886, kt.
450670-499, eða hringja í söfn-
unarsíma 907 202. Láttu ástandið í
Darfúr koma þér við og réttu fram
hjálparhönd.
Hrikalegt ástand
í Darfúr – kemur
það mér við?
Réttum fram hjálparhönd í
Darfúr, segir Bjarni Gíslason
» Í dag er
ástandið enn
skelfilegt, fólk
er myrt, konum
er nauðgað,
þorp eru lögð í
eyði og fólk leit-
ar skjóls í flótta-
mannabúðum.
Bjarni Gíslason
Höfundur er fræðslu- og upplýsinga-
fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Frá flóttamannabúðum í Darfúr.
Á ÍSLANDI, eins og hjá ná-
grannaþjóðunum, er krabbamein í
blöðruhálskirtli langalgengasta
krabbameinið meðal karla. Þar á eft-
ir koma lungnakrabbamein og
krabbamein í ristli og endaþarmi.
Þótt krabbamein í eistum séu ekki
meðal algengustu meinanna, þá eru
þau sérstök að því leyti að þau koma
fyrst og fremst fyrir hjá ungum
karlmönnum. Er afar ánægjulegt að
segja frá því að á síðustu áratugum
hefur árangur læknismeðferðar við
þeim sjúkdómi gjörbreyst til batn-
aðar og flestallir þeir sem greinast
læknast.
Blöðruhálskirtilskrabbamein eru
tæpur þriðjungur allra krabbameina
hjá körlum. Árlega greinast nú um
190 karlar, en nýgengið hefur fimm-
faldast frá árinu 1955, sem var
fyrsta ár krabbameinsskráningar á
Íslandi. Dánartíðnin hefur hins veg-
ar aðeins tvöfaldast á sama tímabili
og horfur sjúklinga því batnað mik-
ið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem
greinast eru í heildina góðar, eða yf-
ir 80% af því sem búast má við meðal
jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá
þeim sjúklingum sem greinast með
meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en
meinið hefur náð að dreifa sér, eins
og gildir almennt um krabbamein.
Meðalaldur við greiningu er um 72
ár og nú eru á lífi um 1500 karlar
sem hafa greinst með þetta mein.
Blöðruhálskirtilskrabbamein eru
oftast einkennalaus þangað til æxlið
er orðið það stórt að það hefur dreift
sér út fyrir blöðruhálskirtilshýðið.
Einkennin eru þá svipuð og við góð-
kynja blöðruhálskirtilsstækkun,
sem er mun algengara fyrirbæri en
blöðruhálskirtilskrabbamein. Dæmi-
gerð einkenni eru tíð þvaglát, erf-
iðleikar við að byrja þvaglát, kraft-
lítil þvagbuna og erfiðleikar við að
tæma þvagblöðruna. Ef þess háttar
erfiðleikar koma fram nokkuð
snögglega gæti það bent til að orsök-
in sé krabbameinsmyndun fremur
en góðkynja blöðruhálskirt-
ilsstækkun.
Þótt nýgengi lungnakrabbameins
sé talsvert lægra en nýgengi
krabbameins í blöðruhálskirtli, er
dánartíðnin hærri því horfurnar eru
mun verri. Lungnakrabbamein eru í
hópi örfárra krabbameina þar sem
meginorsök er þekkt en 80-90%
þeirra orsakast af tóbaksreykingum.
Lungnakrabbamein eru algengasta
dánarorsök af völdum krabbameina
meðal iðnvæddra vestrænna þjóða.
Sjúkdómurinn var áður tvöfalt al-
gengari hjá körlum en konum en nú
greinast nánast jafn margir ein-
staklingar af hvoru kyni. Nýgengið
jókst mjög hratt þar til á áttunda
áratug síðustu aldar þegar áhrif tób-
aksvarna fóru að sjást og hefur ný-
gengið lækkað lítillega á síðustu ár-
um. Meðalaldur við greiningu
sjúkdómsins hér á landi er um 67 ár.
Lungnakrabbamein á frumstigi gef-
ur sjaldan einkenni. Flestir reyk-
ingamenn eru með hósta vegna ert-
ingar frá tóbaksreyknum en
stöðugan hósta ber þó að taka alvar-
lega og rannsaka, t.d. með röntgen-
myndatöku. Stundum getur lungna-
krabbamein leitt til þess að
reykingahósti breytist. Fyrstu ein-
kenni geta líkst astma, en lungna-
bólga getur einnig verið fyrsta
merki um lungna-
krabbamein. Það að
hósta upp blóði er al-
varlegt einkenni sem
getur bent til þess að
æxli hafi vaxið í gegn-
um slímhúð lungnapíp-
anna.
Krabbamein í ristli
og endaþarmi eru rúm
10% illkynja æxla á Ís-
landi. Þau eru meðal
tíðustu krabbameina
sem greinast hjá vest-
rænum þjóðum og eru
algeng orsök dauðs-
falla. Þessi krabba-
mein eru heldur algengari hjá körl-
um en konum en árlega greinast 74
karlar hér á landi og meðalaldur við
greiningu er 70 ár. Þrátt fyrir um-
talsverða aukningu sjúkdómstilfella
síðustu áratugina hefur dánartíðni
af völdum sjúkdómsins ekki hækkað
að sama skapi og jafnvel lækkað. Nú
eru á lífi hátt í 500 karlar sem hafa
greinst með þessi mein. Þau ein-
kenni sem helst þarf að vera á varð-
bergi fyrir í sambandi við krabba-
mein í ristli og endaþarmi eru
breytingar á hægðamynstri, t.d. ný-
tilkomið harðlífi eða niðurgangur.
Blóð í hægðum er einnig oft fyrsta
einkenni um sjúkdóminn. Einnig
einkenni eins og kviðverkir, upp-
þemba, minnkuð matarlyst, þreyta,
slappleiki og óútskýrt þyngdartap.
Ánægjulegt er til þess að vita að
heilbrigðisráðuneytið er nú að und-
irbúa skipulega leit að krabbameini í
ristli og endaþarmi. Vonast er til að
sú leit geti hafist árið 2009. Mjög
faglega hefur verið staðið að und-
irbúningi þessa verkefnis hér á
landi. Ef vel tekst til getur dán-
artíðni af völdum þessa krabba-
meins lækkað verulega. Krabba-
meinsskrá Krabbameinsfélags
Íslands er unnin í umboði og á
ábyrgð landlæknis en rekin af
Krabbameinsfélagi Íslands. Á þeim
vettvangi verður unnt að fylgjast
með hver verður árangur leitar að
ristil- og endaþarmskrabbameini.
Krabbamein
hjá körlum á Íslandi
Laufey Tryggvadóttir og
Jón Gunnlaugur Jónasson
skrifa um algengustu
krabbamein meðal karla
» Ánægjulegt er til
þess að vita að heil-
brigðisráðuneytið er nú
að undirbúa skipulega
leit að krabbameini í
ristli og endaþarmi.
Jón Gunnlaugur
Jónasson
Laufey er framkvæmdastjóri
Krabbameinsskrár Krabbameins-
félags Íslands og Jón Gunnlaugur er
yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar
og prófessor við læknadeild HÍ.
Laufey
Tryggvadóttir
ÞAÐ verða ákveðin
tímamót í haust þegar
Heilsugæsla Árbæjar
og Þjónustumiðstöð
Árbæjar og Graf-
arholts flytjast undir
sama þak í nýju og sér-
hönnuðu húsnæði.
Skrifað var undir
leigusamninga þess
efnis þann 14. mars
síðastliðinn.
Samhliða flutningi
þessara tveggja þjón-
ustuþátta í sama hús-
næði skapast tækifæri til þess að
auka samstarf þeirra á milli. Það
tækifæri látum við ekki renna okkur
úr greipum og því var jafnframt
skrifað undir sérstakan samstarfs-
samning um leið og skrifað var undir
leigusamningana.
Farsælt samstarf
Til þess að samstarfið verði svo
farsælt sem frekast er kostur var
ákveðið að skipa fjögurra manna
samráðsnefnd með fulltrúum beggja
aðila til að móta nánara og formfast-
ara samstarf. Fulltrúar í samstarfs-
nefndinni verða þau Margrét Gunn-
arsdóttir hjúkrunarstjóri
Heilsugæslu Árbæjar, Haraldur Ó.
Tómasson, læknir, Sólveig Reyn-
isdóttir framkv.stj.
Þjónustumiðstöðvar
Árbæjar og Grafarvogs
og Þorgeir Magnússon
deildarstjóri/
sálfræðingur.
Hvort tveggja,
heilsugæsla og velferð-
arþjónusta, eru mik-
ilvægar nærþjónustur
við íbúa hvers svæðis.
Margir einstaklingar
eru í senn skjólstæð-
ingar Heilsugæslunnar
og Velferðarþjónust-
unnar. Aukin samvinna
býður upp á marga möguleika, s.s.
sameiginleg námskeið fyrir skjól-
stæðinga og starfsmenn, aukna sam-
vinnu starfsmanna, aukið upplýs-
ingaflæði og aukin þægindi jafnt
fyrir skjólstæðingana sjálfa sem og
aðstandendur þeirra, svo fátt eitt sé
talið.
Markmið
Tilvalið er að nýta það tækifæri
sem hér gefst til að koma á nánara
samstarfi þessara stofnana, bæði
hvað varðar skipulag á þjónustu við
sameiginlega skjólstæðinga og þjón-
ustuframboð almennt. Markmið
aukins samstarfs eru meðal annars
að:
auka skilvirkni þjónustuþáttanna
auka gæði þjónustunnar
kanna mögulega samþættingu
þjónustunnar
kanna lögformlegan og hag-
rænan grundvöll fyrir ennþá
frekara samstarfi heilsugæslu og
Velferðarsviðs
kanna möguleikann á sameig-
inlegri móttöku skjólstæðinga
auk annarrar samnýtingar hús-
næðis.
Fróðlegt verður að fylgjast með
vinnu samráðsnefndarinnar og sjá
hverjar niðurstöður hennar verða.
Það er ótvíræður vilji bæði heil-
brigðisráðuneytis og borgaryf-
irvalda að auka þetta samstarf sem
frekast er kostur.
Tímamótasamstarf heilbrigðis-
og velferðarþjónustu í Árbæ
Jórunn Frímannsdóttir segir
frá samstarfi heilsugæslu- og
þjónustumiðstöðvar Árbæjar
og Grafarholts
» Samhliða flutningi
þessara tveggja
þjónustuþátta í sama
húsnæði skapast tæki-
færi til þess að auka
samstarf þeirra á milli.
Jórunn Frímannsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og for-
maður velferðarráðs og formaður
framkvæmda- og eignaráðs.
23456789:86 ;<= > ?7;69@<A=B8 CD
E3FG HDD IJKJ > LLLM7G456789:86MG@