Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 33

Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 33
Reuters MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, útskurður og myndlist kl. 13-16.30, Grandabíó kl. 13-15. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15, opin smíðastofa og handavinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 9.30, helgi- stund kl. 10.30, leikfimi kl. 11 og myndlist kl. 13.30. Uppl. í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Samverustund með sr. Hans Markúsi kl. 13.30. Hárgreiðsla, böðun, lífsorku- leikfimi, almenn handavinna, myndlist, morg- unkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bók- band, kaffi. Föstud. 4. apríl kl. 13.30 dansað með Jean. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16, leiðb. Hafdís. Lýður og harmonikkan kl. 14, guðs- þjónusta kl. 15.10. Sr. Bjarni Karlsson, annan hvern fimmtudag. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-kórinn æfir í KHÍ kl. 17. Nýjar raddir velkomnar. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður í handavinnustofu, almenn leikfimi og málm- og silf- ursmíði fyrir hádegi, róleg leikfimi og bókband kl. 13, bingó kl. 13.45, myndlistarhópur kl. 16.30 og dönskukennsla kl. 16-18. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður, brids og handavinna kl. 13, jóga kl. 18.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Bókband kl. 10, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12.40, handa- vinnuhorn námskeið í bútasaumi og karlaleikfimi kl. 13 og boccia kl. 14. Miðar í bæjarferð nk. mánudag seldir í Jónshúsi í dag kl. 10-16 og á morgun kl. 13- 16, verð kr. 1.500. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30. Frá hádegi eru vinnustofur opnar, m.a. myndlist og perlusaumur. Á morgun kl. 10 er prjónakaffi, umsj. Ágústa Hjálmtýsd. og Bragakaffi, létt ganga um El- liðaárdalinn kl. 10.30. Uppl. í síma 575-7720 og á gerduberg.is. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jóhönnu kl. 9- 16, boccia kl. 10, böðun fyrir hádegi. Hádegisverður. Félagsvist kl. 13.30, 1. og 2. verðlaun, kaffiveitingar í hléi. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Listasmiðjan opin, félagsvist, skapandi skrif, Bör Börsson, Müllersæfingar, brids, þegar amma var ung, leikfimi, sönghópur Hjördísar Geirs, Stef- ánsganga o.fl. Bókmenntaferð til Akureyrar 14.-16. Uppl. í síma 568-3132 Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og Listamiðjan á Korpúlfsstöðum er opin kl. 13-16. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, vinnu- stofa í handmennt opin leiðb. Halldóra kl. 9-16, leir- listarnámskeið leiðb. Hafdís kl. 9-12, boccia kl. 10. Nýtt símanúmer á skrifstofu er 411-2760. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19 í félagheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9, boccia kl. 9.15-14, aðstoð v/böðun kl. 9.15-15.30, handavinna kl. 10-12, spænska framh. kl. 11.45, há- degisverður, kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 14.30, kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband, gler- vinnsla, morgunstund, boccia, handavinnustofan opin, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofan opin allan daginn, upplestur kl. 12.30, spilað kl. 13.. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús kl. 14-16, söngstund með org- anista, samkirkjuleg bænastund kl. 16.30, á ensku þar sem stuðst er við ritið „True life in God“, klúbb- ur 8 og 9 ára barna kl. 17 og TTT-samvera kl. 18, efni beggja fundanna er „Pictionary-keppni“. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12, leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12, 6-9 ára starf kl. 16-17. Meme junior kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is. Dómkirkjan | Opið hús í safnaðarheimilinu Lækj- argötu 14a kl. 14-16, kaffi og spjall. Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum. Hægt er að kveikja á bæn- arkerti og eiga kyrrláta stund. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl.10-12, kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15- 16 í Víkurskóla. Grensáskirkja | Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni kl. 18-19. Bænin, orð guðs og alt- arisganga eru uppistaða messunnar. Hversdags- messan einkennist af kyrrð og einfaldleika. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. KFUM og KFUK á Íslandi | Fundur í AD KFUM kl. 20. Fallnir stofnar – Ólafur Ólafsson. Efni: Egill Helgason dagskrárgerðarmaður. Hugleiðing sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, kaffi eftir samkomu. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í umsjá Rann- veigar Ólafsdóttur hefst kl. 16.15 með kaffi. Allar konur velkomnar. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, orgeltónlist í kirkjuskipi kl. 12-12.10, að bænastund lokinni kl. 12.30, er léttur málsverður í boði í safnaðarheim- ilinu. Helgistund í félagsaðstöðunni á Dalbraut 18- 20, kl. 15, umsjón hefur sóknarprestur. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Vinir Zip- py’s, lífsleikni fyrir ung börn. Guðrún Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræðingur sér um efnið. 70ára afmæli. Í dag, 3.apríl, er sjötugur Jón Hjálmarsson vélfræðingur, Ásfelli II, Hvalfjarðarsveit. Hann er að heiman. 60ára afmæli. Á morgun,föstudaginn 4. apríl, verður sextug Jónína Hjalta- dóttir frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, til heimilis að Norðurgötu 16, Akureyri. Að því tilefni tekur hún á móti gestum á afmælisdaginn, á Kaffi Marínu (áður Oddvitinn) frá kl. 20. Vonast Jónína til að ættingjar og vinir sjái sér fært að mæta og eyða með henni kvöldstund í tilefni dagsins. dagbók Í dag er fimmtudagur 3. apríl, 94. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16.) Hugvísindaþing 2008 verðurhaldið á föstudag og laug-ardag undir yfirskriftinni„… fræðimenn búa til gát- ur“. Margrét Guðmundsdóttir, verkefn- isstjóri hjá Hugvísindastofnun, er að- alskipuleggjandi þingsins sem hún segir óhætt að kalla lykilviðburð í ís- lensku hugvísindasamfélagi: „Á Hug- vísindaþingi er á hverju ári borið fram það nýjasta í fræðunum, bæði innan hugvísindadeildar og guðfræðideild- ar,“ segir Margrét um þennan viðburð sem fyrst var haldinn 1996 en hefur verið árviss frá 1999. „Þingið end- urspeglar mikla fjölbreytni, allt frá ís- lenskum og erlendum bókmenntum og málfræði til heimspeki, sögu og guð- fræði.“ „Alls verða fluttir á áttunda tug fyr- irlestra á þinginu, ýmist í samstæðum málstofum eða stofum þar sem stökum erindum er raðað saman eftir efni,“ segir Margrét. „Stærsta málstofan í ár spannar báða daga þingsins, og ber þá skemmtilegu yfirskrift „Íslenskan öll?“ Þar er á ferð eins konar uppske- ruhátíð verkefnisins Tilbrigði í setn- ingagerð sem hlaut öndvegisstyrk frá Rannís. Rannsóknin er með þeim um- fangsmestu á íslensku nútímamáli og þar er setningagerð könnuð á annan hátt en áður hefur verið gert.“ Önnur stór málstofa ber yfirskrift- ina „Staðir og staðleysur“ og fjallar um íslenskar nútímabókmenntir, frá barnabókum til glæpasagna. Eins eru bókmenntir fyrirferðarmiklar í mál- stofunni „Við landamærin“ á vegum fræðimanna á sviði ensku, frönsku og spænsku og fjallað er um kennslu ann- ars máls í tveimur málstofum,“ út- skýrir Margrét. Einnig verður málstofa um Njálu, mál og samfélag, sögu heimspekinnar, trú og samfélag, náttúru og austræna heimspeki, sagnfræði og skáldskap í fornsögum, Ísland og umheiminn: „Þá efna sagnfræðingar til hlaðborðs til heiðurs Gísla Gunnarssyni prófessor þar sem rætt verður um sagnfræði frá ýmsum tímum og sjónarhornum. Loks er ónefnd málstofa Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, um hlýnun og umhverfi með þátttöku fræðimanna af raunvísindasviði.“ Þýðingarsetur HÍ heldur svo í tengslum við ráðstefnuna málstofu um þýðingar á vettvangi Evrópusam- bandsins þar sem rýnt verður í stöðu lítilla og stórra mála innan ESB. Hugvísindaþing er öllum opið og dagskrá að finna á heimasíðu Hugvís- indastofnunar. Fræði | Á annan tug fyrirlestra á Hugvísindaþingi 2008 HÍ á fös. og lau. Fræðimenn búa til gátur  Margrét Guð- mundsdóttir fædd- ist 1963 og ólst upp í Árnessýslu. Hún lauk BA-prófi í ís- lensku frá Háskóla Íslands 1989 og MA-prófi í mál- fræði frá sama skóla 2000. Mar- grét hefur starfað við bókaútgáfu en frá 2006 verið verkefnisstjóri hjá Hugvísindastofnun HÍ. Eiginmaður hennar er Friðrik Magnússon mál- fræðingur og eiga þau þrjú börn. Tónlist Gamla Bókasafnið í Hafnarfirði | Tónleikar kl. 20, húsið opnað kl. 19.30, frítt inn. Fram koma hljóm- sveitirnar Coral, Napoleon og Papa de Boss. Bókasafnið er í Mjósundi 10 við miðbæ Hafn- arfjarðar. Tjarnarbíó | Borko fagnar plötu sinni, Celebrating Life, með tón- leikum kl. 21 en húsið verður opn- að kl. 20. Seabear verða gestir. Miðasala á www.midi.is og verðið er 1.200 kr. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Hugvísindaþing verður haldið í Aðalbyggingu HÍ 4.-5. apríl. Að því standa Hugvís- indastofnun og Guðfræðistofnun. Fyrirlestrar verða hátt í 80, um bókmenntir og menningu, mál- fræði, kennslu annars máls, sagn- fræði, guðfræði og heimspeki. Dagskrá: www.hugvis.hi.is. Félagsheimili KR | Framhalds- aðalfundur KR kvenna verður 10. apríl kl. 19. Venjuleg aðalfund- arstörf og kosning gjaldkera. Samtök áhugafólks um skólaþró- un | Ráðstefna um starfendarann- sóknir verður 4. apríl kl. 13-17 í Borgarholtsskóla. Flutt verða sex erindi um starfendarannsóknir. Meðal fyrirlesara er Jean McNiff, prófessor við St. Mary’s Univers- ity College í London. Skráning fer fram á http://www.skolathroun.is. Háskóla Íslands | John Lindow flytur erindið Skáru á skíði: Völu- spá 20 og örlaganornirnar, á veg- um Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Lindow mun fjalla um 20. erindi í Völuspá og rýna í athæfi örlaga- nornanna. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. ÞESSIR þrír sviplíku félagar eru meðal íbúa í ástralska Taronga-dýragarðinum í Sydney. Það var í gær opnuð sýning á dýr- um sem synda og fljúga um Suðurhöf og eiga þar heimkynni, þar á meðal á selum, sæljónum, mörgæsum og pelikönum. Sviplíkir í Suðurhöfum MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynn- ingu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 30.3. var spilaður tvímenningur á 11 borðum. Best- um árangri náðu í N/S: Sveinn Sveinsson – Gunnar Guðmss. 237 Kristín Óskarsd. – Freysteinn Björgv. 235 Sigfús Skúlas. – Óli Gíslason 233 Austur/vestur Jóna Magnúsd. – Jóhanna Sigurjónsd. 270 Þorgeir Ingólfss. – Garðar V. Jónss. 267 Karólína Sveinsd. – Sigurjóna Björgvd. 240 Næsta sunnudag, 6.4., hefst fjögurra kvölda tvímennings- keppni. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 31.03. Spilað var á 11 borðum. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 268 Björn E. Pétursson - Gísli Hafliðas. 255 Viggó Nordqvist - Gunnar Andréss. 248 Árangur A-V Guðbjörn Axelsson - Gunnar Jónsson 263 Ragnar Björnss. - Jón Lárusson 248 Soffía Theodórsd. - Elín Guðmannsd. 244 Gullsmárinn Úrslit 31/3. Spilað á 13 borðum. N/S Elís Kristjánss. - Páll Ólason 268 Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsd. 256 Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjss. 254 Hrafnhildur Skúlad. - Þórður Jörundss. 248 A/V Stefán Ólafsson - Ernst Backman 260 Díana Kristjánsd. - Ari Þórðars. 243 Sigurður Björnss. - Ólafur Gunnarss. 242 Dagný Gunnarsd. - Steindór Árnas. 240 Meðalskor 220 Bridsdeild Sjálfsbjargar Spilað var á 9 borðum mánudag- inn 31. mars. Úrslitin urðu þessi í N/S: Sigríður Einarsd. - Ásmundur Guðmss. 237 Sigríður Gunnarsd. - Björn Björnss. 222 Gréta Guðlaugsd. - Rafn Benediktss. 221 A/V Örn Sigurðss. - Kristinn Sigurjónss. 248 Kári Jónss. - Marteinn Marteinsson 246 Kristján Albertss. - Guðjón Garðarss. 245 Birna Lárusd.- Sturlaugur Eyjólfss. 245 Spilamennsku verður framhaldið næsta mánudag. Alltaf má bæta nýjum spilurum við í Hátúnið. Bridsfélögin á Suðurnesjum Mánudaginn 31. mars hélt að- alsveitarkeppni hjá Bridsfélaginu Muninn í Sandgerði og Bridgs- félagi Suðurnesja áfram og spiluðu 16 pör. Spilaðir eru þrír 9 spila leikir á hverju kvöldi og er keppn- in mjög jöfn um efstu sætin. Staða 5 efstu eftir 3 kvöldið af 5 er sem hér segir: Garðar Garðarsson og Karl G Karlsson/ Þorgeir Ver Halldórsson 182 Lilja Guðjónsd. og Guðjón Óskarss. 156 Jóhannes Sig/Óli Þór Kjartansson og Svavar Jensen 156 Þórir Hrafnkelss og Guðni Sigurðss. 152 Vignir Sigursvss. og Úlfar Kristinss. 152 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Garðar Garðarsson og Þorgeir Ver 57 Arnar Arngr.s. og Garðar Þ. Garðarss. 52 Lilja Guðjónsd. og Guðjón Óskarss. 50 Karl Einarss. og Birkir Jónsson 49 Mánudaginn 7. apríl er fjórða og næstsíðasta spilakvöld í þessari keppni. Tvö efstu pörin í þessari keppni verða okkar fulltrúar á Kjördæmamótinu ásamt völdum pörum. Spilarar sem komast ekki verða að útvega sér varamann. Spilað er alla mánudaga í Fé- lagsheimilinu að Mánagrund og hefst spilamennska á slaginu 19:15. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.