Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 112. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is VISTVÆN FÖT NÝ FÖT TÖFRUÐ FRAM ÚR GÖMLUM HJÁ GYLLTA KETTINUM >> 18 Così fan tutte >> 37 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 12 68 03 .2 0 0 8 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞEGAR olían fer þverrandi þarf að líta til nýrra orkugjafa til að knýja bílaflotann,“ segir Monika Kentzler, sérfræðingur hjá þróunardeild þýska bílarisans Daimler, um orkugjafa bílaflotans í framtíðinni. Þýskaland er land hraðbrautanna og á næstu árum og áratugum sér Kentzler fyrir sér að samsetning þýska bílaflotans muni breytast. Rafmagns- og vetnisknúnar bif- reiðar muni keppa við bensín- og dísil- bifreiðar eftir því sem hlutur þeirra smátt og smátt minnkar. Rafmagnsbílar muni að óbreyttu einkum gagnast í þéttbýli en vetn- isbifreiðar þar sem meiri drægni sé þörf. Stöðugar hækkanir á eldsneytisverði hafa haft áhrif á samgöngustefnu margra ríkja og nægir að vísa til áherslu Bandaríkjastjórnar á etanólvinnslu hin síðari ár. Með hliðsjón af þróun olíuverðsins síðustu mánuði er athyglisvert að rifja upp að árið 2004 var gerð könnun á því hversu mikið meira Íslendingar væru tilbúnir til að greiða fyrir vetni en hefðbundið eldsneyti. Svarið var þá að stór hluti var tilbúinn að greiða 20% hærra verð. Það þótti drjúgt þá. Verðið hefur hækkað um 60% síðan þá. Hraðar þróun nýrra orkugjafa Ýmsir telja að himinhátt olíuverð gefi til- efni til að hraða þróun nýrra orkugjafa. Meðal þeirra sem taka undir þetta sjón- armið er Scott M. Staley, yfirverkfræðingur hjá einni af þróunardeildum Ford, sem hefur líkt og Kentzler haft aðkomu að tilraunum með vetnisbíla hér á landi, sem þau ræddu um á vetnisþingi í Reykjavík í vikunni. Staley telur að eftir því sem hinn umhverf- islegi kostnaður samfara bruna jarð- efnaeldsneytis byrji að hafa áhrif á verðlagið muni verðmunurinn á hefðbundnu eldsneyti og óhefðbundnum orkugjöfum, svo sem vetni, minnka frekar. Ljóst sé að rafhlöður bjóði að óbreyttu ekki upp á næga drægni til að verða almennur kostur í bifreiðum miðað við þróun litínrafhlaða. Því sé vetni inni í framtíðaráætlunum Ford en til að orkuberinn geti náð almennri útbreiðslu þurfi að lækka kostnað. Líkt og Kentzler sér Staley fram á að fjöldafram- leiðsla á vetnisbifreiðum geti hafist á næsta áratug. Framtíðin í samgöngukerfinu liggur að mati Staleys í nokkrum valkostum, t.d. tvinnbílum sem mengi langt í frá jafnmikið á líftíma sínum og Hummer-jeppinn, eins og sumir hafi t.d. haldið fram. Úr olíu í rafhlöður og vetni Daimler og Ford reikna með nýjum orkugjöfum Monika Kentzler Scott M. Staley Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HELGI Gunnlaugsson afbrota- fræðingur segir að mótmæli at- vinnubílstjóra að undanförnu séu bundin við aðstæður bílstjóranna sem flestir séu einyrkjar. Þau end- urspegli ekki stöðuna í þjóðfélag- inu, séu ekki vísbending um að allt sé að fara úr böndunum. Mótmælendur segja að aðgerðir þeirra séu til þess að fá fram breyt- ingar á reglum um hvíldartíma, að fallið verði frá fyrirhuguðu um- hverfisgjaldi og gjöld á vörubif- reiðar verði lækkuð sem og virð- isaukaskattur á eldsneyti. Helgi Gunnlaugsson bendir á að allt séu þetta mál almenns eðlis sem snerti alla en séu ekki einskorðuð við vörubílstjóra. Því telji hann að meira liggi að baki og þá almennt rekstrarumhverfi þessara farar- tækja. Margir vörubílaeigendur hafi eflaust tekið erlend lán til að kaupa bílana og þau hafi hækkað mikið að undanförnu. Verkefna- staðan hafi líka versnað skyndi- lega. Ástandið komi verr niður á einyrkjum en stærri fyrirtækjum. Nái menn ekki endum saman við þessar aðstæður sé ekki óeðlilegt að kveikiþráðurinn sé stuttur. Mótmælin ekki merki um breytt viðhorf Morgunblaðið/Júlíus Árás Ráðist var að lögreglumanni í gær og meiddist hann.  Stuttur kveikiþráður | 2 „ÞAÐ er mjög erfitt að breyta kúltúr innan heil- brigðisstofnana. Ef allt gengur í haginn tekur það minnst tíu ár.“ Þetta segir Björn Flygenring, hjartasérfræð- ingur við eina stærstu hjartadeild í heimi, Minnea- polis Heart Institute í Bandaríkjunum. Deildinni hefur í um áratug verið alfarið stjórnað af læknum og hefur það að sögn Björns skilað eftirtektar- verðum árangri. Hann segir að fyrir breytingum á heilbrigðisstofnunum verði að fara góður leiðtogi og að starfsfólkið þurfi að trúa á verkefnið. „Breyt- ingin má ekki aðeins koma ofan frá, hún verður einnig að koma neð- an frá. Þannig höfum við reynt að vinna og ég tel það ástæðuna fyrir því að okkur hefur farnast svo vel sem raun ber vitni. Við reynum að virkja alla og fá allt starfsfólkið til að taka þátt.“ | Miðopna Björn Flygenring Breytingarnar taka minnst tíu ár GEIR H. Haarde forsætisráð- herra segir fund sinn með Gord- on Brown, forsætisráðherra Bretlands, í gær hafa verið ánægjulegan og árangursríkan. Meðal þess sem ráðherrarnir ræddu var samstarf á sviði ör- yggismála og orkumál en Brown hefur mikinn áhuga á jarðhita og grænni orku að sögn Geirs. Einnig ræddu þeir ástandið á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum og áhrif þess á íslenskan og breskan fjár- málamarkað. Vilja öryggissamstarf Að sögn Geirs vilja Bretar undirrita viljayfirlýsingu um samstarf um öryggismál við Ís- lendinga líkt og Danir og Norð- menn hafa þegar gert. Eru við- ræður langt komnar við Breta um þessi mál og gerir Geir ráð fyrir að hægt verði að undirrita viljayfirlýsingu þar að lútandi þegar utanríkisráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, kemur til Bretlands á næstunni. Geir segist hafa lýst yfir von- brigðum með það við Brown að nýlegur fundur um málefni Hatton Rockall hafi ekki skilað árangri en breski forsætisráð- herrann hafi lýst því yfir að lausn yrði fundin á deilunni um svæðið, en það tæki hins vegar tíma. Brown og Geir ræddu hval- veiðar á fundinum og fóru þær viðræður fram í mestu vinsemd að sögn Geirs enda ráðherrarn- ir sammála um að vera ósam- mála í því máli þar sem bresk stjórnvöld hafa áður lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Viðræður við Breta um öryggis- mál langt komnar Geir H. Haarde átti fund með Gordon Brown í Downingstræti í gær Ræddu m.a. orku- og efnahagsmál Reuters Nr. 10 Geir færði Brown bókina Grafarþögn að skilnaðargjöf. Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir, Sarah og Gordon Brown.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.