Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 29 ✝ Guðrún ÁgústaMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1947. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi 19. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Magnús Nikulásson, f. 20. júlí 1923, d. 25. maí 2005 og Elín Þorsteinsdóttir, f. 6. desember 1926. Systkini Guðrúnar eru Kristín, f. 1949, Þóra, f. 1955, og Magnús, f. 1968. Hinn 29. júlí 1967 gekk Guðrún að eiga Vigni H. Benediktsson múr- arameistara, f. 1. september 1947, Lukka Miriam, f. 2001. 3) Andri Reyr, f. 21. janúar 1982, unnusta Sandra Brynjólfsdóttir, f. 8. ágúst 1984. Börn þeirra eru Alexander Ágúst, f. 2005 og Oliver Aron, f. 2007. Unnusti Guðrúnar er Gísli Sig- urgeirsson, f. 15. ágúst 1956. Guðrún ólst upp í Laugarnesinu. Hún lauk gagnfræðiprófi frá Aust- urbæjarskóla 1964, og stundaði síð- ar nám við öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð. Á yngri árum spilaði Guðrún handbolta með Ármanni, varð hún Reykjavík- ur- og Íslandsmeistari með þeim. Hún var mikil áhugamanneskja um golfíþróttina og stundaði hana af miklu kappi, hérlendis sem erlend- is. Gegndi hún einnig hinum ýmsu félagsstörfum og var í mörgum nefndum. Guðrún vann ýmis skrif- stofustörf og nú síðast hjá Kenn- araháskóla Íslands. Útför Guðrúnar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. d. 11. apríl 2002. For- eldrar hans eru Þór- dís Jónsdóttir, f. 5. desember 1926 og Benedikt B. Björns- son, f. 20. febrúar 1918, d. 26. júlí 2006. Börn Guðrúnar og Vignis eru 1) Vigdís Elín, f. 11. nóvember 1970 gift Bjarna Þór Ólafssyni, f. 28. júlí 1969. Börn þeirra eru Sandra Dís, f. 1993, Vignir Hans, f. 1996 og Anton Örn, f. 2005. 2) Davíð Örn, f. 25. nóvember 1975, unnusta hans er Sunna Miriam Sig- urðardóttir, f. 28. apríl 1977. Börn þeirra eru Tinna Líf, f. 1998 og Elsku Guðrún mín. Lífsglöð varstu allt frá okkar fyrstu kynnum. Jákvæð og alltaf til í það sem mér datt í hug að gera, hvort sem það var göngutúr, leikhúsferð, tónleikar – svo ekki sé minnst á golf- ferðir. Það er svo gaman að gera þetta saman, sagðir þú og njóta þess að vera til og njóta lífsins. Golfið var það sem dró okkur sam- an og áhugamál númer eitt hjá okkur báðum. Þú varst meira að segja með lægri (betri) forgjöf en ég þegar við kynntumst. Það voru meira að segja tvær golfferðir á döfinni hjá okkur. Stefnan hafði verið sett á heimavöll Guðrúnar á erlendri grund, Islantilla á Spáni, og mikil tilhlökkun að kom- ast út á golfvöll nú á vormánuðum til að komast í gírinn eins og sagt er. Mikið yndi hafði Guðrún af tónlist og síðustu tónleikar sem farið var á voru í London á skírdag þar sem hin fræga hljómsveit Eagles var með tónleika. Þeir fluttu hvert lagið af öðru og Guðrún tók hressilega undir af mikilli innlifun og kunni nánast hvern einasta texta. Í sömu ferð var fórum við á söngleikinn Mamma Mia og hún geislaði af gleði eftir þá sýn- ingu. Guðrún hafið mikið dálæti á Eric Clapton og okkar ágæta Björgvin Halldórssyni. Ekki má gleyma hversu Guðrún hafði gaman af því að setja saman stöku, sem hún gerði með miklum sóma og fengi hún senda stöku var hún fljót að svara á sama hátt. Elsku Guðrún, takk fyrir að fá að vera í nálægð þinni og þiggja frá þér allt það góða sem þú hafðir fram að færa. Elsku Vigdís, Davíð, Andri og fjöl- skyldur, megi Guð ávallt vera með ykkur. Gísli Sigurgeirsson. Elsku mamma mín, ég sakna þín, og ég vildi óska að við hefðum haft meiri tíma saman. Ein af mínum sterkustu æsku- minningum er þegar ég er svona 6-7 ára gamall. Það var þegar pabbi fór í vinnuna og ég kom upp í rúm til þín eða fram í eldhús. Áður en ég fór í skólann, þú nýttir tímann fram að há- degi að kenna mér að ríma og fara með stuðla og höfuðstafi. Læra ljóð með því að syngja þau. Þó stundum hafi mér fundist það tilgangslaust eru þær minningar mjög dýrmætar í dag. Þú kenndir mér að vera ég sjálfur, og ekki láta aðra segja mér hvernig ég ætti að vera. Það tók ég heldur betur bókstaflega á unglingsárunum og hætti að hlusta á þig, sem ég betur hefði ekki gert. Við vorum alltaf bestu vinir, þó við rifumst og þrættum eins og gömul hjón var það bara af því að okkur þótti svo vænt um hvort annað, og að okkur var ekki sama. Við vorum svo lík í hegðun, við sáum það ekki sjálf, þrátt fyrir að allir aðrir í kringum okkur tækju eftir því. Þegar pabbi dó þurftir þú að taka það hlutverk að þér að vera bæði mamma og pabbi, sem þú gerðir með stakri prýði. Þú passaðir að allir yrðu saman á afmælis- og dánardegi hans pabba, jafnt og öðrum hátíðisdögum. Ætla ég mér að heiðra minningu þína á sama hátt. Ég vona að þér líði bet- ur, komin til pabba og ég óska þess að þið getið verið stolt af mér. Ég finn til með öllum sem þekktu og kynntust þér, þú hafðir góða nær- veru og góð áhrif á fólk. Þú skilur eftir þig stórt sár sem á eftir að vera lengi að gróa. Mér finnst sárast að börnin mín og systkina minna, þau sem eru það lítil og þau sem ófædd eru, fái ekki að kynnast þér, því þú varst góð fyrir- mynd, glæsileg kona, sem gott var að hafa hjá sér. Við sem sitjum eftir reynum að feta í fótspor þín og finna það sem mestu máli skiptir, ást og umhyggju hvert í garð annars. Ég elska þig. Andri Reyr. Elsku tengdamamma. Þegar þessi orð eru skrifuð er erf- itt að átta sig á því að þú sért farin frá okkur, þú sem varst í blóma lífsins og áttir eftir að gera svo margt. Við höf- um öll fjölskyldan verið að rifja upp yndislegar stundir sem við áttum með þér þegar við vorum öll saman. Þær stundir voru ekki ófáar hvort sem það var í Hléskógum, í Súlu- höfðanum eða í Sumó, en upp úr stendur þó ferðin okkar allra til Te- nerife síðasta haust þar sem þú hélst upp á 60 ára afmælið þitt með öllum þeim sem þú elskaðir mest. Mér er svo minnisstæður afmæliskvöldverð- urinn þegar þú bauðst öllum út að borða og þar varst þú við borðend- ann, svo glöð að þú geislaðir af ham- ingju og sagðir við okkur hvað þetta væri yndisleg fjölskylda sem þú ætt- ir. Síðustu daga höfum við verið að skoða myndir af þér saman með ung- unum okkar sem hefur ekki verið auðvelt, það er ekki auðvelt að skilja að ástvinur sé farin og enn erfiðara er að útskýra það fyrir börnunum sem þú elskaðir svo mikið að amma Guð- rún sé ekki lengur hjá okkur, en það gleður þau þó að afi skuli taka á móti þér. Það er svo skrýtið með þetta líf að þegar sorgin er mest þá hlæjum við, þegar gleðin er mest þá grátum við, tilfinningarnar eru svo flókið fyr- irbæri að ekki er hægt að skilja þær. Ég kynntist þér fyrst fyrir rétt um 18 árum síðan, á þeim tíma höfum við átt góðar stundir saman og þá sér- staklega þegar ég kom í kaffi til þín og við spjölluðum bara tvö um lífið og tilveruna og allt þar á milli. Eftir að Vignir dó þá urðu tengslin enn sterk- ari og þú komst oft til mín og ég til þín til þess að leysa eða skipuleggja hin ýmsu mál. Eitt af okkar sameiginlegu áhugamálum var matargerð og þar áttum við margar góðar og minnis- stæðar stundir saman þegar verið var að skipuleggja veislu fyrir fjöl- skylduna hvort sem það var um jól, áramót eða bara kvöldverð í bústaðn- um sem þér var svo kær. Elsku Guðrún tengdamamma mín, mikið sakna ég þess að hafa þig ekki lengur hérna hjá okkur, eftir svo langan tíma saman í þessari fjöl- skyldu er erfitt að segja bless, erfitt að skilja tilgang lífsins og erfitt að hugsa til þess að við munum ekki eiga jól, áramót, afmæli eða lambalæri í bústaðnum saman aftur, en eins og við sögðum oft, við verðum að njóta lífsins því það er ekki sjálfsagður hlutur að vera til á morgun eða vera heilbrigður. Eitt af því mikilvægasta sem ég lærði af samveru við þig og Vigni var að fjölskyldan er það besta sem við eigum í þessu lífi og ég hef reynt að tileinka mér það, ég mun reyna eins og ég get að halda áfram því starfi sem er mér kærast en það er að halda utan um fjölskylduna okkar. Ég vona að sú ferð sem þú hefur nú hafið verði þér farsæl, á meðan mun- um við hin njóta lífsins þangað til við setjumst öll til borðs á ný og hlæjum saman. Elsku tengdamamma, ég sakna þín. Þinn tengdasonur, Bjarni Þór. Elsku besta og sætasta amma okk- ar. Við söknum þín og afa mest. Þeg- ar við heyrðum fréttirnar grétum við og grétum, við trúðum þessu bara ekki. „Þú, amma okkar“ nei, þú varst alltaf svo hress og kát. Okkur fannst svo gaman á Tenerife með þér og fjöl- skyldunni. Við elskuðum þig og afa svo mikið, og gerum það enn. Þú og afi verðið alltaf í hjartanu okkar. Það var alltaf svo gaman í matar- boði í Hléskógunum, þá skemmtu all- ir sér vel. Við og allir krakkarnir fengum alltaf sleikjó og rúsínur hjá þér. Þú varst alltaf svo dugleg að gefa krökkunum rúsínur og hnetur eftir að afi dó. Það er ekki eins gaman að lifa án þín og afa. Takk fyrir samveruna, Tinna Líf og Lukka Miriam. Elsku amma mín Það er skrýtið að hugsa til þess að amma Guðrún sé farin og muni ekki koma aftur, það er mjög sárt. Það eru svo margar frábærar minningar sem ég hef átt með þér. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég var 6 ára og þú komst alltaf á miðvikudögum og sótt- ir mig í skólann. Við fórum þá saman í bakaríið og gerðum eitthvað skemmtilegt saman. Þessa daga köll- uðum við Dúlludaga. Ég gleymi því heldur aldrei, þegar ég sá í hverju þú ætlaðir að vera í brúðkaupinu hjá mömmu og pabba. Þú varst í bleikum síðum kjól sem mér fannst gullfallegur og vildi helst vera í honum sjálf. Ég bað þig síðan alltaf um að koma í bleika kjólnum þegar ég átti afmæli. Ég skil núna af hverju það var ekki hægt að amma kæmi í síðkjól í afmælið mitt. Ég vissi alltaf að ég gat leitað til þín og gat treyst þér alveg fullkom- lega. Ég talaði við þig um svo margt og vissi að þú myndir ekki segja nein- um frá því. Við vorum svo góðar vin- konur og áttum okkar góðu stundir. Þú varst svo góð og gullfalleg kona, og áttir það besta skilið. Það sem var svo gott við þig, var að þegar það var eitthvað að hjá mér. Þá gat ég alltaf leitað til þín. Þetta var líka svona með marga hluti, amma náði alltaf að redda öllu, alveg sama hvað það var. Ef eitthvað skemmdist, eða bilaði, þá gat amma reddað því. Ekki má nú gleyma því að þú ert og verður alltaf öryggisfulltrúi númer 1. Amma, þú passaðir alltaf upp á allt. Allir væru vel klæddir, ekki gleyma að slökkva á kertunum, hvort maður væri með lykla o.s.frv. Ég sá alltaf hvað þú varst stolt af fjölskyldunni sem þú og afi höfðuð búið til. Þegar við sátum öll saman við stóra borð- stofuborðið í Hléskógum. Sast þú stolt amma við endann á borðinu og hugsaðir hvað þú ættir stóra og fal- lega fjölskyldu. Sem var þér svo dýr- mæt. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst ánægð þegar ég fermdist, þú varst sko ánægð með þína dúllu. Þá varst þú í bleikum kjól fyrir dúlluna þína. Það er ein ferð sem er alveg ógleymanleg. Það var þegar við fór- um öll saman til Tenerife í nóvember sl. í tilefni 60 ára afmælis þíns. Þetta var alveg frábær ferð og það sem ég er svo þakklát fyrir er að við fórum í þessa ferð og létum drauminn um að fara öll saman til útlanda rætast. Þú talaðir alltaf um hvað þú varst ánægð að allir hefðu getað komist með þér til útlanda og halda upp á afmælið þitt. Elsku amma það er svo margt sem mig langar að skrifa hérna en kem því ekki alveg frá mér. Ég væri svo mikið til í að þú værir hér ennþá og við gætum haldið áfram að gera þessa skemmtilegu hluti sem við gerðum saman. Núna veit ég að þú ert á góðum stað, þar sem þú ert með afa og þið eruð ánægð saman. Ég veit að þú munt alltaf fylgjast með mér. Ég elska þig mjög mikið, elsku amma mín, og óska þess svo innilega að þú værir hér, hjá mér. Ég elska þig svo mikið. Þín dúlla, Sandra Dís. Guðrún Ágústa Magnúsdóttir sveiflaði sér inn í líf Gísla bróður míns fyrir rétt liðlega einu ári. Hvort það var hennar fima golf- sveifla sem vakti áhuga hans eða hvað hún var glæsileg á velli er ekki gott að segja en í Tyrklandi hittust þau og voru óaðskiljanleg síðan. Glæsileg kona og einstaklega hlý- leg vann Guðrún hug okkar allra í fjölskyldunni. Hún hvatti mig óspart í golfinu og ávallt tilbúin með hvatn- ingu og hlý orð. Foreldrum okkar Gísla sýndi hún hlýhug og kom aldrei tómhent í heimsókn til þeirra á Grandaveginn. Kannski voru það kartöflur úr Kolaportinu eða fallegar servíettur, eða blómakarfa og nú síð- ast falleg næla sem hún færði móður okkar í sinni síðustu heimsókn. Við hjónin eyddum páskunum með Gísla og Guðrúnu í heimsborginni Dublin. Þangað komu þau fljúgandi frá London eftir mikla tónleika og leikhúsferð. Við héldum áfram í tón- listinni og næsta upplifun voru írskir tónleikar á sveitakrá. Á páskadag fórum við að skoða hótel og golfvelli á Írlandi sem þau Gísli og Guðrún ætl- uðu að spila í lok maí ásamt hópi vinnufélaga Gísla. Allt leit þetta ljóm- andi vel út og var Guðrún full til- hlökkunar að mæta með settið til að kljást við vötn og tré, hallandi flatir og hvers kyns gildrur sem bíða golf- ara. Hún hlustaði áhugasöm þegar golfmeistari vallarins útskýrði hvern- ig væri best að slá á einhverri braut- inni undir trén og yfir vatnið og passa að lenda akkúrat þarna megin en alls ekki hinum megin. Þarna talaði fólk saman, sem skildi hvort annað. En ekki ferðu í þessa golfferð, Guðrún mín, og í dag hefðir þú átt að standa keik með kylfuna á heimavell- inum þínum, Islandtilla á Spáni. En það var önnur leið, sem lá fyrir þér, önnur ferð sem þú þurftir að fara og við Eggert söknum þess að fá ekki tækifæri til að kynnast þér betur. Fyrir hönd okkar Eggerts votta ég fjölskyldu Guðrúnar og Gísla bróður mína innilegustu samúð og vona að Guð verði ávallt með ykkur öllum. Guðrún Sigurgeirsdóttir. Elsku Guðrún mín, hvað getur maður sagt á svona stundu? Mikið á ég eftir að sakna þín, við vorum nánast í daglegu sambandi og nú er allt búið. Þú sem alltaf varst svo mikill gleði- gjafi. Ég man þegar ég hitti þig fyrst, ég hafði ákveðið að fara með Óskari og Adda til Islantilla í golfferð en með því skilyrði að þeir spiluðu alltaf með mér. Þegar við komum út kom Addi til mín og sagði mér að hér væri kona sem væri ein, en þá hafðir þú nýlega misst manninn þinn, og vantaði spila- félaga hvort hún mætti ekki spila með okkur jú, jú, auðvitað var það í lagi. En það fór svo að eftir þetta spil- uðum við oftast saman og sáum ekki strákana, mikið ofsalega var gaman í þessari ferð og þú talaðir oft um það að aldrei hefðir þú hlegið jafn mikið í svona marga daga. Eftir þessa ferð varð svo til 8 manna hópur sem fór nokkrum sinn- um saman út í golfferðir og spiluðum líka saman hér heima ásamt fleiri uppákomum og alltaf var gaman. Nú síðast þegar við komum til þín í janúar til að fagna með þér 60 ára af- mælinu en þú náðir þeim áfanga í nóv. sl. og þá fórstu með stórfjöl- skylduna út til sólarlanda. Nú er golfvertíðin að byrja og ég var búin að skrá okkur í fyrsta mótið en þú verður bara með mér þar á annan hátt, Guðrún mín. Nú þegar þú ert farin fyllumst við þakklæti fyrir að hafa átt þig sem vin- konu og fyrir allar góðu minningarn- ar sem við eigum um þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Gísli, Vigdís, Davíð, Andri og fjölskyldur. Við biðjum guð að gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Guðrún mín ég kveð eins og við gerðum alltaf. Þú skilar svo kveðjunni góðu. Katrín, Óskar og Andri Már. Guðrún Ágústa Magnúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Ágústu Magnúsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES BJARNASON, Hólmgarði 25, Reykjavík, sem lést föstudaginn 18. apríl á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.00. Dagbjört Guðmundsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Þóra Björt Sveinsdóttir, Andri Berg Haraldsson, Jóhannes Berg Andrason, Þorsteinn Jóhannesson, Ólöf Erlingsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Steinunn Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.