Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 24

Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EITT af undrum veraldar, nán- ast jafn hreint og tært og vatnið og er til á flestum ís- lenskum heimilum, er hið dásamlega tæki reiðhjól. Flest erum við alin upp við ágætt aðgengi að hjólinu frá 6-7 ára aldri. Sumir jafnvel fyrr. Og frá því snemma á vorin og fram eftir sumri voru hjólin einhvers staðar saman úti á túni á meðan við krakkarnir lékum löggu og bófa og fórum ekki heim fyrr en heyrðist í fyrstu mömmunni á svölunum hrópa: „Matur!“ Þá voru hjólin gripin og húrrast heim og bílarnir stoppuðu og við leiddum hjólin yfir og mörg þeirra sváfu úti yfir nótt- ina. Algengt var að hjólin væru í sæmilegu standi fram eftir sumri en svo sprakk einn daginn. Þá voru pabbarnir í vinnunni og mömmu- rnar bráðum líka og það var eig- inlega bara hætt að hjóla í staðinn fyrir að fá hjálp við að gera við dekkið. Mennirnir á planinu á BP áttu ventil en þeir voru ekkert að hjálpa til við sprungið dekk. Synd. Þeir hefðu átt að vera orðnir vinir hjólabarnanna fyrir langa löngu og vera manna flinkastir við að bæta slöngur og taka um leið í brems- urnar og sjá hvort þær væru í lagi. Þá hefðu hjólin sjálfsagt ekki endað svona snemmsumars aftur í hjóla- geymslunni. Þegar börn eru 7 ára gömul hjóla þau í fullum rétti á meðal bílanna á götunni undir leiðsögn og eftirliti manns sem hefur náð 15 ára aldri. Er ekkert skrítið við það? 17 ára er það bílprófið og þá er ökuskóli og þá þarf að vita um hvað umferðin snýst. En 7 ára börn mega lögum sam- kvæmt trilla með reið- hjólin sín út á götuna og rúlla af stað. Og það er látið eins og ekkert þurfi að brýna fyrir þeim annað en að festa á sig hjálminn. Umferðarmerki; hvað merkja þau? Handa- bendingar hjólreiða- fólks; hvað er nú það? Bílarnir; stórhættuleg skrímsli sem börn eiga að vara sig á – og hvað? „Farðu upp á gangstétt.“ En hjólreiðamaður á gangstétt er til al- mennra óþæginda fyrir gangandi vegfarendur, er þar gestur og á engan rétt. Þjóðirnar austan megin við okkur eru löngu búin að átta sig á því að við björgum ekki borgum með fleiri bílastæðum. Það nennir enginn að láta sjá sig í borg sem er bara fyrir bíla. Þeir geta verið flottir en þú heimsækir ekki borgir til þess að skoða bíla. Til þess ferðu á bílasöl- ur. Og það er eðlilegt að þær séu í útjaðri borga. Þar eru bílastæðin ódýrara landsvæði en bílastæði í kjarna borga – þangað sem fólk sækir. Í stærri borgum er eðlileg hugsun að fækka bílastæðum til þess að draga úr umferð einkabíla í miðborginni. Og þú hjólar í miðbæ- inn. Eða tekur strætó í bæinn og nælir þér þaðan í Borgarhjól/ Citybike fyrir lítinn eða engan pen- ing. Reiðhjólabyltingin er hafin, stóð í Mogganum í síðustu viku. Borgir í Evrópu eru að hjólvæðast. Væri ekki flott að stíga skrefið með nágrannaþjóðum okkar? Leggja okkar af mörkum til að byggja betri borg. Láta sjá okkur úti í umferðinni. Brosandi. Njótum þess að finna vindinn í kinnunum og mætum veðrinu eins og það er. Gerum klárt fyrir hjólreiðar í for- stofunni. Finnum til regngallann og setjum aukafötin í þægilegan bak- poka. Það þarf að hafa gleraugu á nefinu. Það er vont að fá korn í augun. Sleppum samferðafólki okk- ar við bræluna úr bílunum okkar. Verðum hraust í daglega lífinu. Hjólum í ræktina. Finnum góðar leiðir. Spörum okkur læknisferðir og óþarfa lyfjakostnað. Lækkum blóðþrýstinginn með daglegum lífs- stíl. Lengjum líf okkar með þeirri ánægjulegu hreyfingu sem hjólreið- ar eru. Á ábyrgan hátt. Hjólafærni; hvað er nú það? Eitt- hvað fyrir alla sem vilja ferðast um á hjóli. Það gerir lífið bara skemmtilegra og fær okkur til þess að hugsa upp á nýtt um þversagn- irnar í umferðinni. Og eflir okkur og styrkir í að njóta borgarinnar okkar: Á hjóli. Hjólað í betri borg Sesselja Traustadóttir skrifar um hjólreiðar » Þegar sumarið kom var hjólað. Þar til dekkið sprakk. Þá fór það aftur inn í geymslu. Evrópuborgir hjólavæð- ast. Njótum þess að taka slaginn með þeim. Sesselja Traustadóttir Höfundur er varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna. NÝLEGA var varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gestur Sigmundar Ernis í Mannamáli á Stöð 2. Það sem vakti mesta athygli mína voru orð Þorgerðar um það hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið sig í utan- ríkismálum í gegnum tíðina. Hún sagði orð- rétt: „Það hefur ekk- ert merkilegt gerst í utanríkispólitík Ís- lendinga nema fyrir tilstuðlan Sjálfstæð- isflokksins“. Ég geri verulegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og spyr hvað varafor- maðurinn eigi hér við. Annað hvort veit varaformaðurinn ekki betur eða reynir að villa um fyrir lands- mönnum með ósann- indum. Hvorugt er gott fyrir stjórnmála- mann í valdastöðu. Sjálfstæðisflokk- urinn dragbítur Hið sanna er að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur dregið lappirnar í fjölmörgum málum sem upp hafa komið á síðustu árum og sem varða utanríkismál. Í því sambandi má nefna Schengen-samstarfið, samninga um þorskveiðar í Bar- entshafi, þróunarsamvinnu, fram- boð Íslands til öryggisráðsins, Norðurslóðasamstarf og Kyoto- samninga. Þau mál sem eru mönnum efst í huga nú eru Evrópumálin. Margt bendir til þess að komast hefði mátt hjá hluta þeirra erfiðleika sem við erum nú í varðandi efna- hagsmál hefðum við verið í ESB og búin að taka upp evru. Því er nauðsynlegt að ræða þau mál op- inskátt, bæði kostina og gallana, og meta hvort ESB-aðild henti okkur – í stað þess að loka aug- unum og vona að við það verði heimurinn kyrr og óbreyttur. For- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins kýs að ganga þann veg og mætir á hvern stórfundinn á fætur öðrum og segir pass. Nýj- asta dæmið er aðalfundur Samtaka atvinnulífsins. Meira en tveir þriðju vilja undirbúa aðildarviðræður Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að 67,8% þjóðarinnar vilja und- irbúa aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Hvað varðar Sjálfstæð- isflokkinn þá er hlutfallið 56,9%. Þessar tölur sýna að „óbreyttir“ sjálfstæðismenn hafa sjálfstæðar skoðanir á Evrópumálum. Öll Reykjavíkurbréfin og allar yfirlýsingarnar frá fyrrverandi og nú- verandi formönnum Sjálfstæðisflokksins ráða ekki skoðunum manna. Ætlar for- ystan að skella skolla- eyrum við þessari staðreynd og draga lappirnar í þessu máli líka? Forysta Sjálf- stæðisflokksins talar gegn meirihluta þjóð- arinnar og meirihluta eigin flokks. Vissulega eru skipt- ar skoðanir í öllum stjórnmálaflokkum um aðild að ESB og þær ber að virða. Það er hlutverk stjórn- málamanna að losa umræðuna úr fjötrum innanflokksátaka. Það er líklega best gert með þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild- arviðræður eins og ýmsir hafa bent á að undanförnu. Samstarfið við Bandaríkjamenn Það sem sjálfstæðismenn töldu sig hins vegar vera sérfræðinga í og treystu á út í hið óendanlega var samstarfið við Bandaríkja- menn um varnir Íslands. Þeir reyndu jafnan að halda samskipt- unum við Bandaríkjastjórn út af fyrir sig og töldu sig hafa sér- staka, ef ekki sögulega þekkingu á málaflokknum. Sjálfstæðismenn vildu ekki taka tillit til nýrra að- stæðna og ræða við Bandaríkja- menn um breyttar varnir Íslands og minni umsvif á Keflavík- urflugvelli. Nei, ríghalda skyldi í fjórar orrustuflugvélar og þyrlu- sveit þeim tengda og Bandaríkja- menn skyldu halda fullum dampi á Miðnesheiði. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvernig því máli lauk. Við þetta má svo bæta því að þegar ég kom í utanríkisráðu- neytið höfðu tveir ráðherrar gegnt embætti utanríkisráðherra í 2 ár þar á undan. Það voru þeir Davíð Oddsson og Geir H. Haarde. Vinnumórallinn í ráðuneytinu var ekki góður og þeir félagar höfðu ekki sparað við sig í skipan nýrra sendiherra á þessum tíma. Fátt annað bar til tíðinda. Sjálfstæðisflokk- urinn og utan- ríkispólitíkin Valgerður Sverrisdóttir skrifar í tilefni af ummælum Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur í sjónvarpsþættinum Mannamáli » Sjálfstæð- isflokkurinn hefur dregið lappirnar í fjöl- mörgum málum sem upp hafa komið á síðustu árum og sem varða utanrík- ismál. Valgerður Sverrisdóttir Höfundur er alþingismaður. Menntamálaráðuneytið á að standa vörð um íslenska tungu. Þriðjudaginn 22. apríl auglýsti ráðuneytið ráðstefnu í hádegisút- varpinu undir heitinu: „Ekta eða feik“. Ég hélt mér hefði misheyrst. Svo var ekki. Um kvöldið var þessi sama auglýsing endurtekin: „Ekta eða feik“. Þetta er alóþörf ensku- sletta. Þótt velflestir Íslendingar skilji ensku, gera það alls ekki all- ir. Menntamálaráðuneyti lýðveld- isins á að nota íslensku í auglýs- ingum. Þessi slettuauglýsing er engum til sóma. Hvorki ráðuneyt- inu né Ríkisútvarpinu. Hvað hefði Jónas Hallgrímsson sagt? Eiður Guðnason Hvað hefði Jónas sagt? Höfundur er sendiherra. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.