Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 17 MENNING TÓNLIST Hafnarborg Kammertónleikarbbbmn Þorkell Sigurbjörnsson: Hafnarborg- arkvartettinn (1991). Hafliði Hall- grímsson: Memorabilia (2008; frumfl.). Tsjækovskíj: Píanótríó í a Op. 50. Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló og Peter Máté píanó) ásamt Pálínu Árnadóttur fiðla og Margréti Árnadóttur selló. Sunnudaginn 20. apríl kl. 20. TUTTUGU ár er virðulegur aldur í hinni ungu íslenzku listmúsíksögu, og má nærri kalla einstætt að sami kammerhópur starfi enn að fullu eft- ir jafnlangan og farsælan feril og Tríó Reykjavíkur hefur notið. Þetta rifjaðist upp á fjölsóttu tónleikunum í Hafnarborg á sunnudag, og verður afrekið ekki minna í fámenni hér- lendra tónkera samfara þröngum fjárhagsramma þar sem enn hefur ekki reynzt kleift að halda úti föstum strengjakvartetti nema í mesta lagi til 4–5 ára í senn. Þetta síðasta kom upp í hugann við endurflutning hins stutta [9] en andríka „Hafnarborgarkvartetts“ Þorkels Sigurbjörnssonar fyrir hina óvenjulegu víólulausu áhöfn tveggja fiðlna og tveggja sellóa; að sögn til- komna fyrir heimsókn tveggja vina Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gunnars Kvaran er léku á sömu hljóðfæri. Utan dagskrár fluttu Guðný og Pálína Árnadóttir síðan lítið píanólag eftir Hafliða Hall- grímsson í umritun höfundar fyrir fiðludúó, áður en kom að frumflutn- ingi á nýju píanótríói Hafliða, „Mem- orabilia“ [8]. Eins og titillinn bar með sér vakti verkið tilfinningar um liðnar en ljúfar minningar líkt og milli svefns og vöku, er ágerðust fyr- ir tilstilli naumhyggrar tremóló- áferðar á köflum ásamt miklum slag- hörpupedal, svo hlustandanum fannst hann stundum svífa í móki milli þessa heims og annars. Að loknu ljómandi vel heppnuðum frumflutningi og síðan hléi var kom- ið að kunnu Píanótríói Pjotrs Tsjæk- ovskíjs til minningar um vin hans Nikolai Rúbinstein frá 1882. Það var frá sama ári og 1812-forleikurinn en vitanlega ólíkt daprara verk, þó birti víða yfir í fjölbreytta tilbrigðaþætt- inum. Í heild var margt dável leikið og af auðheyrðri innlifun, þó að sumt hefði mátt vera meira samtaka eins og kannski var viðbúið í jafn löngu og krefjandi verki. Hitt er svo persónulegt andvarp utan úr garðshorni að enn finnst manni vanta upp á sannfærandi jafnvægi píanótríóáhafnar – jafnvel í höndum stærstu tónsmíðameistara – sem viðbætt víóla kippir í lag á svip- stundu. Sannarlega sárgrætilegt að Mozart auðnaðist aðeins að semja tvo slíka píanókvartetta, ekki sízt úr því slagharpan átti eftir að marg- faldast að styrk og dýpt og mynda hljómgjá sem lægsta flygillokstilling nær varla að brúa. Ríkarður Ö. Pálsson Tríó fagnar tvítugu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rúmlega tríó Frá vinstri: Guðný Guðmundsdóttir, Peter Máté, Margrét Árnadóttir, Gunnar Kvaran og Pálína Árnadóttir. TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníutónleikar bbbmn Bandarísk kvikmynda- og söngleika- tónlist. Kim Criswell einsöngur; Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: John Wilson. Kynnir: Barbara. Laugardaginn 19. apríl kl. 14. Fjölskyldutónleikaröðin Tónsprot- inn var á ferð á laugardag við mikla aðsókn og yngdi heldur bet- ur upp hefðbundinn áheyrendahóp- inn, eða allt niður á leikskólaaldur. Barbara trúður sá um kynningar milli atriða af sprækskrækum þokka, og mátti lesa á milli lína að kenna þurfi orðið mynd-oföldu nú- tímaungviði að hlusta og hugsa sjálfstætt. Trúlega mun fjöregg tónlistar, á tímum þegar ekki einu sinni einfaldasta popplag verður selt án vídeós, einmitt hvað greinin er í eðli sér „ósýnileg“ og þarfnast meðsköpunar áheyrenda. Hljómsveitarstjóri og einsöngv- ari gengu hér aftur frá tónleikum s.l. fimmtudags og með þeim um 4 sönglög frá fyrra Hollywood/ Broadway lagavali eða um helm- ingur hérumræddrar 1 klst. löngu dagskrár, s.s. Arlen-lögin „Get Happy“ og „Over The Rainbow“, „I Have Confidence“ úr The Sound of Music (Rodgers) og „Don’t Rain On My Parade“ úr Funny Girl (Styne). Þar áður var forleikur að „Stjörnustríði“ Johns Williams og í lokin „Undraveröld Harry Potters“ eftir sama mar- góskaraða meistara. Að ósekju hefði einnig mátt tjalda Indiana-Jones músík hans engu lakari, og í stað heldur færi- bandakenndrar spennumúsíkur Lalos Schifrins (Mission im- possible í 5/4) hefði óneitanlega verið meira bragð að t.d. Bleika Pardusi Henrys Mancinis. Menn eru á villugötum ef valið er annars flokks yngra efni á kostnað fyrsta flokks eldra, uppá að ná í sem flesta unga krakka – hvort sem þau sjónarmið hafi annars ráðið ferðinni eður ei. Lagasyrpan úr Mary Poppins, er kom eftir „I Have Confidence,“ hljómaði líkt og söngröddinni hefði verið bætt inn í spilverk á síðustu stundu; alltjent voru tengibrýr milli laga fullstuttar og stressaðar. Engu að síður söng Kim Criswell af óhögguðum glæsibrag líkt og fyrri daginn, og hljómsveitin var að sama skapi vammlaus í neon- glampandi Breiðvangssveiflunni. Þar hefur sitthvað sannarlega breytzt til batnaðar frá því sem maður mundi eftir fyrir bara 12–15 árum og væri gaman að vita hvers vegna – fáist það annars gefið upp. Ríkarður Ö. Pálsson Tónlist án mynda Morgunblaðið/G. Rúnar Einbeiting Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í vetur. LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur held- ur klukkan átta í kvöld aukasýn- ingu á leikriti Hrefnu Frið- riksdóttur 39½ vika sem sýnt hefur verið í Möguleikhúsinu við Hlemm að undanförnu. Hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi og fyrr en til stóð af óvið- ráðanlegum orsökum og því ákveðið að bæta við einni sýningu þegar færi gafst. 39½ vika er farsakenndur gam- anleikur sem snýst að verulegu leyti um barneignir og sauð- fjárrækt. Leikstjórar eru Ásta Gísladóttir, Júlía Hannam og Sig- urður H. Pálsson. Áhugaleikhópurinn Hugleikur var stofnaður árið 1984. Hann hefur þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að leikverkin eru öll samin af félagsmönnum. Auka- sýning á 39½ viku Hrefna Friðriksdóttir Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.