Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
FOOL´S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.7 ára
STEP UP 2 kl. 3:30 B.i.7 ára
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
OVER HER DEAD BODY kl. 3:50 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
P2 kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
STÓRA PLANIÐ kl. 4D - 6D - 8D - 10D B.i. 10 ára DIGITAL
JUNO kl. 6 B.i. 7 ára
HANNAH MONTANA kl. 43D LEYFÐ 3D-DIGITAL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
eeee
- H.J., MBL
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
BÍÓTAL
KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
DRILLBIT TAYLOR kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 10 ára
DRILLBIT TAYLOR kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP
IN THE VALLEY OF ELAH kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30 LEYFÐ
SHINE A LIGHT kl. 5:30 LÚXUS VIP
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
óbreytt miðaverð á midi.is
SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
Bar 11 er glæsileg og stíliseruðrokkbúlla, minnti grein-arhöfund á viðlíka staði í
Austur-Berlín. Innviðirnir eru
sæmilega hráir, rokkið undirstrikað
með margvíslegu veggskrauti, lík-
kista myndar búr fyrir plötusnúð og
svo er það auðvitað dúndrandi rokk-
tónlistin sem er svona hæfilega fyrir
ofan samtalsmörkin. Ekki spillir
vertinn þá fyrir, svalur rokk-
abillígaur með barta og alles. Á efri
hæðinni er svipt upp rokktónleikum
við og við, á svæði þar sem ekki er
með góðu móti hægt að skipta um
skoðun, slík eru þrengslin. Þannig á
að það líka að vera, og þar, í svita-
kófi, fóru fram einkar magnaðir
tónleikar síðasta föstudag. Dauða-
rokkssveitin Universal Tragedy hóf
tónleikana, hin fjölsnærða öfga-
rokksveit Shogun, sigurvegari Mús-
íktilrauna 2007, fylgdi í kjölfarið en
kvöldið enduðu síðþungarokk-
ararnir í Celestine, vonarstjörnur
íslensks þungarokks og sýndu svo
um munaði að hér fer engin venju-
leg hljómsveit.
Ég man ekki eftir að hafa séðjafn rosalega hljómsveit á sviði
í mörg ár, það er helst að Mínus hafi
framkallað svipaðar tilfinningar
þegar þeir voru á Jesus Christ
Bobby skeiðinu. Þetta er bara svo
„fokking intense“, svo ég sletti nú,
að maður trúir því varla þegar mað-
ur horfir á og hlýðir. Þunginn er
svakalegur, þéttleikinn svo gríð-
arlegur að það rennur bókstaflega
ekki vatn á milli. Það er ómögulegt
annað en að hrífast með þegar
hljómsveitin læsir sig í „grúvið“ eins
og það er kallað, og þá skiptir engu
máli hvort þú ert fyrir svona tónlist
eða ekki. Tónlistin rennur áfram,
transbundin, meðlimir allir sem
einn týndir í tónlistinni. Ég lék mér
að því að fylgjast með því hvernig
sumir áhorfenda lygndu aftur aug-
um og létu berast með hljómbylgj-
unum í mikilli innlifun. Þetta var
ekki ólíkt því að fylgjast með Sigur
Rós á tónleikum, áhrifin sem koma
fram eru nauðalík þó að áferð tón-
listarinnar sé við fyrstu hlustun ger-
ólík. Tónlistarlega er Celestine að
spila níðþungt síðþungarokk í anda
hinnar mikilhæfu Isis, þar sem
mínimalískir kaflar eru brotnir upp
með tilraunakenndum „atmosfer-
ískum“ innslögum. Söngurinn er þá
kapítuli út af fyrir sig; innblásinn,
tilfinningaþrunginn og nístandi.
Celestine fer í víking innanskamms, mun leika á tón-
leikum í Evrópu og kemur m.a.
fram á hinni mikilvægu SPOT hátíð
í Danmörku, einni helstu „show-
case“ eða kynningarhátíð Skandin-
avíu. Vonandi leggja sem flestir þar
augu og eyru við. Því að eins og með
gulldrengina í Sigur Rós er engu
upp á þessa pilta logið.
Týndir í
tilfinningunni
» Það er ómögulegtannað en að hrífast
með þegar hljómsveitin
læsir sig í „grúvið“ eins
og það er kallað, og þá
skiptir engu máli hvort
þú ert fyrir svona tónlist
eða ekki.
Ljósmynd/Guðmundur Óli Pálmason
Innlifun „Þunginn er svakalegur, þéttleikinn svo gríðarlegur að það rennur bókstaflega ekki vatn á milli.“
arnart@mbl.is
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen