Morgunblaðið - 25.04.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Gleðilegt sumar
20% afsláttur
af stökum jökkum
SUMARPILS
Verð 3.900 kr.
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Hverafold 1-3 (hjá Nóatúni)
sími 562 6062
Úrval af glæsilegum yfirhöfnum
Kjólar - skyrtur - buxur - pils o.fl.
Útsöluslár allt að 80% afsl.
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík,
sími 562 2862
Dagskrá fundarins er
1. Sk‡rsla stjórnar.
2. Ger› grein fyrir ársreikningi.
3. Tryggingafræ›ileg úttekt.
4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt.
5. Önnur mál.
Ársfundur 2008
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur
haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›,
8. maí 2008 og hefst kl. 16.30.
Reykjavík 21. 04. 2008
VEITTAR voru heiðursviðurkenn-
ingar til þriggja einstaklinga við
afhendingu útflutningsverðlauna
forseta Íslands á Bessastöðum síð-
asta vetrardag, í tilefni 20 ára af-
mælis verðlaunanna. Viðurkenn-
ingarnar hlutu Einar Benediktsson,
fyrrum sendiherra, dr. Rögnvaldur
Ólafsson dósent og Björk Guð-
mundsdóttir tónlistarmaður.
Í tilkynningu frá Útflutningsráði,
sem sér um verðlaunin, segir að
Einar fái viðurkenningu fyrir
frumkvæði í opinberu starfi, sem
eflt hafi íslensk útflutningsfyr-
irtæki á alþjóðlegum mörkuðum.
Einar hafi á löngum starfsferli sem
fulltrúi Íslands í alþjóðlegum stofn-
unum og sem starfsmaður í ráðu-
neytum viðskipta og utanríkismála
verið vakinn og sofinn yfir hags-
munum íslenskra útflutningsfyr-
irtækja og ávallt reiðubúinn til að
greiða götu þeirra. Rögnvaldur
Ólafsson fær viðurkenningu fyrir
frumkvöðlastarf í vísindum og
tækni sem eflt hefur íslenskan út-
flutningsiðnað. Segir í umsögn út-
hlutunarnefndar að eitt merkasta
nýsköpunarverkefni landsmanna
hafi byrjað á rannsóknarstofu hans
á Raunvísindastofnun Háskólans og
þróast þar í fimm ár uns það breytt-
ist í fyrirtækið Marel á vordögum
1983.
Björk Guðmundsdóttir fær við-
urkenninguna fyrir „tónlist sem
varpað hefur ljósi á land og þjóð og
þannig greitt götu íslenskra fyr-
irtækja á heimsvísu, en ótvírætt er
að Björk hefur með listsköpun sinni
vakið meiri athygli á Íslandi og því
sem íslenskt er en aðrir Íslendingar
– einstaklingar eða stofnanir,“ seg-
ir í umsögn úthlutunarnefndar for-
seta Íslands og Útflutningsráðs.
Morgunblaðið/Eggert
Viðurkenning Einar Benediktsson, Rögnvaldur Ólafsson, Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar, með viðurkenn-
ingarnar ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Vali Valssyni, formanni úthlutunarnefndar.
Heiðursviðurkenning
útflutningsverðlauna
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Flugstoðum varð vart við óþekkt loft-
far á íslenska flugstjórnarsvæðinu á
miðvikudag.
Ratsjárstofnun tilkynnti loftfarið
um kl. 8 á miðvikudagsmorgun, um
70–80 sjómílur fyrir utan lofthelgi Ís-
lands, og var vélin komin út af ís-
lenska flugstjórnarsvæðinu eftir kl.
13, en hún flaug langan hring rétt-
sælis umhverfis landið.
Flugvélar breska hersins fóru til
móts við loftfarið og auðkenndu það,
og sneru síðan aftur heim.
Flugstoðum hafa ekki borist upp-
lýsingar frá breska hernum, en að
sögn upplýsingafulltrúa Flugstoða er
talið að um rússneska herflugvél hafi
verið að ræða. Flugvélar þaðan hafa
farið samskonar eftirlitsflug með
reglulegu millibili undanfarin ár.
Vélin hafði ekki látið vita af sér en
flaug alllágt svo að almennri flugum-
ferð stafaði ekki hætta af.
Óþekkt loftfar
á íslenska flug-
stjórnarsvæðinu
Fréttir á SMS
Laminn illa
í miðbænum
KARLMAÐUR var laminn illa í
Tryggvagötu í miðborg Reykjavík-
ur laust fyrir klukkan 5 í gærnótt.
Maðurinn var í kjölfarið fluttur á
slysadeild og liggur nú á gjörgæslu-
deild. Ekki er búið að hafa upp á
árásarmönnunum.
Þá var maður sleginn í andlitið
við skemmtistaðinn Nasa kl. 5.30.
Var hann fluttur á slysadeild með
beinbrot í andliti. Einn var hand-
tekinn vegna málsins en hefur verið
sleppt.
Sími 551 3010