Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 14

Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Vegna árshátíðar starfsfólks verður fyrirtækið lokað í dag, föstudag. Gleðilegt sumar! AFSAKIÐ HLÉ STJÓRNARHERINN á Srí Lanka og skæruliðahreyfing Tamíl-tígra hafa hvort um sig lýsti yfir sigri í átökum sem brutust út síðastliðinn miðvikudag við landamæri Jaffna- skagans í norðurhluta landsins. Samkvæmt upplýsingum AP- fréttastofunnar er ekki ljóst hversu mikið mannfall varð í átökunum og hefur fjölmiðlum verið meinaður að- gangur að svæðinu. Talsmenn stjórnarhersins segjast hafa fellt hundrað skæruliða auk þess að hafa hertekið lítinn hluta lands. Talsmenn tígranna segjast hinsvegar hafa fellt yfir hundrað hermenn og að aðeins 16 tamílar hafi fallið. Samkvæmt upplýsingum stjórn- arhersins létust 43 hermenn í átök- unum, 33 er saknað og 120 særðust. Mesta mannfall frá 2006 Þetta er mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur orðið fyrir frá því að 129 hermenn féllu í átökum á Jaffna-skaganum í október 2006. Að sögn AP hafa yfirmenn hersins hafa gefið út þá yfirlýsingu að skæruliðahreyfingin verði yfirbuguð fyrir árslok. Tamíl-tígrarnir hafa barist fyrir eigin ríki í norður- og norðaust- urhluta landsins frá því á áttunda áratugnum og hafa yfir 70.000 manns látist í átökum. Reuters Vígbúnir Hermenn stjórnarhersins tilbúnir til árásar á tígrana í apríl síð- astliðnum, búist er við áframhaldandi átökum í landinu. Stjórnarher Srí Lanka hyggst yfirbuga tígrana fyrir árslok BURGER King í London hyggst fyrst skyndibita- fyrirtækja bjóða upp á eðalborgara sem munu kosta 85 pund eða 12.000 íslenskar krónur. Matreiðslumeistari á Savoy hótelinu í London „þróar“ nú uppskriftina að hamborgaranum sem verður búinn til úr fyrsta flokks hráefni. Ham- borgarinn verður í boði í fínni hverfum London eins og Kensington eða Chelsea. Hægt verður að kaupa franskar og kók með dýrðinni. Hamborgari á 12.000 krónur YFIRVÖLD í Berlín vilja auka þátt Berlínarmúrsins í ferða- mannaþjónustu borgarinnar og gera sögu hans áþreifanlegri og aðgengilegri. Tuttugu ára falls múrsins verður minnst á næsta ári og vinna yfirvöld nú á marg- víslegan hátt að undirbúningi þess. Saga múrsins er átakanleg og enn er ekki vitað með vissu hversu margir létu lífið er þeir reyndu að komast yfir hann til vesturhluta borgarinnar. Talið er að fórnarlömbin skipti hundruð- um og voru flest þeirra skotin af austur-þýsku landamæralögregl- unni. Með falli Austur-Þýskalands ár- ið 1989 var Berlínarmúrinn rifinn niður af miklu kappi og hlutar hans seldir eða muldir til endur- vinnslu. Mjög lítill hluti stendur enn og því lítið eftir til að skoða fyrir forvitna ferðamenn. Fjögurra tíma leiðsögn Borgarstjóri Berlínar, Klaus Wowereit, kynnti í vikunni nýja tækni sem mun „endurreisa“ múrinn á vissan hátt. Brátt geta ferðamenn leigt handhæg tæki búin nýjustu fjölmiðlunartækni þar sem ljós- og kvikmyndir auk hljóðupplýsinga varpa ljósi á sögu múrsins. Tækið er með GPS-búnaði og gefur því upp- lýsingar samkvæmt staðsetningu ferðamannsins. Fjölhliða upp- lýsingar auk viðtala við íbúa borgarinnar fylgja þannig ferða- mönnum í fjórar klukkustundir um fimm helstu sögustaði múrs- ins. Vegvísir Með GPS-búnaði. Reuters Upplýstur Yfirvöld vilja auka gildi Berlínarmúrsins fyrir ferðamenn. Múrinn „endurreistur“ STUTT Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR á bandarískum flugmarkaði telja líkur á því að hægja muni verulega á hjá þarlend- um flugfélögum á næstunni, að því er fram kemur í frétt Dow Jones- fréttaveitunnar. Hækkandi elds- neytisverði sé fyrst og fremst um að kenna. Bandarísku flugfélögin hafa hvert á fætur öðru skilað lélegum upp- gjörum að undanförnu fyrir fyrsta fjórðung þessa árs. Segir í frétt Dow Jones að ætla megi að draga muni úr fjölda flug- farþega á næstunni, þar sem við því sé að búast að flugfargjöld muni hækka vegna aukins eldsneytis- kostnaðar félaganna. Þetta muni ekki eingöngu ná til einstaklinga sem ferðist væntanlega minna en áður, heldur muni fyrirtæki og stofnanir einnig draga úr flugferð- um starfsmanna vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Samrunar félaga Flugfélögin Delta Air Lines og Northwest Airlines, sem unnið er að því að sameina, greindu í fyrra- dag frá sameiginlegu uppgjöri fyrir fyrsta fjórðung þessa árs sem sýnir tap upp á 10,6 milljarða dollara, eða um 780 milljarða íslenskra króna. Mest munar um niðurfærslur í eignasafni í tengslum við samruna félaganna. Þannig var viðskiptavild Delta til að mynda lækkuð um 6,1 milljarð dollara. Tap Delta var um 6,4 milljarðar dollara á tímabilinu en tap Northwest um 4,2 milljarðar. Með samruna Delta og North- west verður til stærsta flugfélag heims miðað við fjölda farþega. Í frétt í bandaríska blaðinu New York Times segir að vonir standi til að sparast muni um einn milljarður dollara með sameiningunni innan fjögurra ára vegna ýmiss konar hagræðingar. Þá segir í fréttinni að sum önnur félög séu einnig að skoða möguleika á samruna. Þau neyðist til þess, því haldist verð á olíu áfram yfir 100 dollurum á tunnuna sé óhjákvæmilegt annað en að ein- hver flugfélög verði gjaldþrota að öðru óbreyttu, því takmörk séu á því hve mikið sé hægt að hækka fargjöldin. Hægir á hjá flugfélögum Reuters Samrunar Verið er að sameina Delta og Northwest. Sérfræðingar spá fleiri samrunum flugfélaga í Bandaríkjunum á næstunni. ● FÆREYSKI bankinn Eik Banki, sem er skráður í kauphöllinni á Íslandi, hagn- aðist um 8 milljónir danskra króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það svarar til um 126 milljóna íslenskra króna á núverandi gengi. Á sama tíma- bili í fyrra var hagnaður bankans um 118 milljónir danskra króna. Hreinar vaxtatekjur Eik Banka á fyrsta fjórðungi þessa árs námu 160 millj- ónum danskra króna samanborið við 85 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hreinar rekstrartekjur drógust hins vegar sam- an, námu 119 milljónum í ár en 199 milljónum á fyrstu þremur mánuðum síð- asta árs. Í tilkynningu frá Eik Banka segir að með hliðsjón af stöðunni á fjár- málamörkuðum sé afkoman í heild á fyrsta fjórðungi þessa árs ágæt í sam- anburði við síðasta ár Eik Banki hagnast um 128 milljónir BANDARÍSKI tæknirisinn Apple hagnaðist um liðlega einn millj- arð Bandaríkjadollara á fyrsta fjórðungi þessa árs, og jókst hagnaðurinn um 50% frá sama tímabili á síðasta ári. Tekjur tímabilsins námu um 7,5 millj- örðum dollara og jukust um 43% milli ára. Í tilkynningu frá Apple kemur fram að fyrirtækið seldi um 2,3 milljónir Machintosh-tölva á tímabilinu, sem er svipuð aukn- ing milli ára og aukning hagn- aðarins, eða um 50%. Þá seldi fyrirtækið um 1,7 milljónir iPhones, sem eru að verða mik- ilvægur hluti af framleiðslu fyr- irtækisins. Þá seldi Apple um 10,6 milljónir iPod-spilara á tímabilinu, en salan á þeim jókst um 1% milli ára. Machintosh selst vel Reuters iPod Steve Jobs, forstjóri Apple. VOLKSWAGEN, stærsti bílafram- leiðandi Evrópu, hagnaðist um 1,3 milljarða evra á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem svarar til um 153 milljarða íslenskra króna. Það er um 26% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins jukust einnig um 26% milli ára. Segir í umfjöllun erlendra vefmiðla að aukinn hagnað megi einna helst rekja til aðhalds fyrirtækisins í starfsmannamálum en einnig til nýrra bíla sem fyrirtækið hefur verið að setja á markað. VW hagnast um 1,3 millj- arða evra Á sýningu Nýr Volkswagen Bora á bílasýningu í Kína. Reuters ● HAGNAÐUR bandaríska flugvélafram- leiðandans Boeing var um 38% meiri á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Nam hagnaðurinn um 1,2 milljörðum dollara, jafnvirði tæplega 89 milljarða íslenskra króna. Heildarvelta fyrirtækisins jókst um 6% milli ára og nam um 16 milljörðum dollara. Segir í tilkynningu frá Boeing að meg- inástæðan fyrir auknum hagnaði félags- ins sé aukin sala á farþegaflugvélum. Boeing framleiðir einnig hernaðartæki ýmiss konar. Aukinn hagnaður hjá Boeing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.