Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 27

Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 27 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR HARALDSDÓTTIR, Mýrargötu 20, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardag- inn 26. apríl kl. 14.00. María Hjálmarsdóttir, Konráð Hjálmarsson, Arndís Kristinsdóttir, Ragnhildur Hjálmarsdóttir, Benedikt Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, AGNES ÁRNADÓTTIR, Kópavogsbraut 1b, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudag- inn 9. apríl, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. Árni Þórhallsson, Amalía Þórhallsdóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Kristín S. Þórhallsdóttir, Herdís Þórhallsdóttir, Þorsteinn N. Ingvarsson, Þórarinn Þórhallsson, María R. Ólafsdóttir, Lárus Þ. Þórhallsson, Hildur E. J. Kolbeins, Þórhildur Þórhallsdóttir, Reynir Sturluson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR A. EVENSEN, sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi föstudaginn 18. apríl, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 26. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa Orgelsjóði Blönduóskirkju eða Parkinson-samtökunum að njóta þess. Anne Jóhannsdóttir, Erla B. Evensen, Guðmundur Haraldsson, Þorvaldur I. Evensen, Charlotta Evensen, Jóhann K. Evensen, Elísabet Jónsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR SVEINBJARNARDÓTTIR, Lambey, Fljótshlíð, lést á Landspítalanum laugardaginn 19. apríl. Útför hennar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 26. apríl kl. 11.00. Jón Kristinsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Þorvaldsson, Þórhildur Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Guðjón E. Ólafsson, Sveinbjörn Jónsson, Jaana Rotinen, Kristinn Jónsson, Guðbjörg Júlísdóttir, Katrín Jónsdóttir, Helmut Grimm, Þorsteinn Jónsson, Ásta Brynjólfsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Jón Valur Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, amma, dóttir og tengdamóðir, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, lést sunnudaginn 20. apríl. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. apríl kl. 15.00. Kristinn S. Sæmundsson, Verity Sharp, Gunnar S. Sæmundsson, Sigríður G. Ásgeirsdóttir, Hörður Sæmundsson, Margrét Lárusdóttir, Jóhanna Svanhvít Júlíusdóttir og barnabörn. spyrnudeildarinnar í Víking og loks var hann leikmaður í liðinu, sem fór upp í efstu deild knattspyrnunnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Von- andi má sú fullyrðing hans sjálfs verða fólkinu hans einhver huggun í minningunni. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið og lifa þau föð- ur sinn. Þeim öllum, sérstaklega aldraðri móður, og fjölskyldum þeirra eru sendar samúðarkveðjur við fráfall Arnar Guðmundssonar. Við Víkingarnir hans og skólafélag- arnir munum varðveita í huga okkar minninguna um frábæran félaga og hinn stóra og stæðilega miðvörð sem var alltaf til staðar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur, hvíl í friði. Ólafur Þorsteinsson. Hverfulleiki lífsins minnti óþyrmilega á sig mánudaginn 14. apríl þegar sú harmafregn barst að æskufélagi okkar, Örn Guðmunds- son, hefði orðið fyrir alvarlegu áfalli um morguninn. Við brynjuðum okk- ur með voninni, von sem varð að rætast en brást fimm dögum síðar þegar Örn kvaddi fyrir aldur fram. Dagar sorgar og minninga um kær- an vin tóku við. Lífið er undarlegt ferðalag, kvað Tómas. En það var ekkert undar- legt við það að eignast vináttu Arn- ar, hvort sem þau vináttubönd tengdust í Sogamýrinni og Bústaða- hverfinu meðal Víkinga eða á Grett- isgötu Framara. Örn var þannig gerðar að það varð ekki hjá því komist að þykja vænt um hann og verða vinur hans ævilangt. Og ævi- langt átti að verða miklu lengra. Hann var hluti af okkur, okkar lífs- göngu. Kynni Atla og Arnar spanna 54 ár. Frá fyrsta skóladegi í Háagerð- isskóla, forvera Breiðagerðisskóla, 11. desember 1954. Við fórum á mis við þrjá mánuði í upphafi skóla- göngu okkar vegna tafa á bygginga- framkvæmdum en vorum jafn gáf- aðir fyrir það. Síðan bekkjarbræður allan barnaskólann, tvo vetur í gaggó, Réttarholtsskóla, og í fót- boltanum öll árin út í eitt með Egg- erti Jóhannessyni, Þjálfara með stórum staf. Edda, sem ól okkur upp og hafði alltaf trú á okkur, jafnt í mótbyr sem meðbyr. Með honum urðum við haustmeistarar árið 1959 og Örn bikarmeistari með 2. deildar liði Víkings árið 1971. „Those were the days, my friend“ og öll árin síð- an. Ragnar kynntist Atla og Erni þegar þeir komu í Gagnfræðaskól- ann við Vonarstræti til að þreyta landspróf haustið 1962. Það var stór hópur sem laðaðist að Erni á þess- um árum, hópur sem átti mörg sam- eiginleg áhugamál. Þetta voru glað- værir, áhyggjulausir drengir af 68-kynslóðinni svokölluðu sem stunduðu íþróttir og aðrar skemmt- anir af krafti. Þetta voru hin dásam- legu Glaumbæjarár – órofavinátta alla tíð síðan, þrátt fyrir breytta hagi og breytta hegðan. Ekki alls fyrir löngu hittumst við þrír til að gera áætlanir um golf næsta sumar, en Örn stundaði þá íþrótt af sömu keppnishörku og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Örn var með myndarlegri mönn- um, hávaxinn, grannur og hnarreist- ur, með fallegan og bjartleitan augnsvip og bar af sér góðan þokka. Víkingur í húð og hár og jákvæður ljúflingur. Hans er gott að minnast. Við vottum Esther, Emelíu móður hans, Arnari, Helenu, Svövu, barna- börnunum og fjölskyldunni allri okkar hjartans samúð. Atli Gíslason og Ragnar Steinarsson. Látinn er góður félagi og vinur langt um aldur fram. Leiðir okkar Arnar lágu aðallega saman í störfum fyrir Knattspyrnu- félagið Víking um áraraðir. Örn var mikill félagsmálamaður, kappsamur jafnt á leikvelli sem í öðrum störfum fyrir félagið og forustumaður um margs konar uppákomur. Alltaf hlýr, bjartur og manna best klædd- ur við öll tækifæri. Genginn er góður drengur. Mínar dýpstu samúðar- kveðjur til Estherar og barnanna og ekki síst til aldraðrar móður hans, frú Emelíu Helgadóttur. Anton Örn Kærnested. Hvað væri lífið án gleði, hláturs og góðra drengja? Hvað væri hið dag- lega líf án vináttu og leikbræðra? Hvers konar samfélag væri það, sem ekki ætti einstaklinga sem skilja gildi félagsskapar í leik og starfi og í sínu nánasta umhverfi? Allt þetta var að finna hjá Erni Guðmundssyni. Hann gaf af sér, naut lífsins og smit- aði út frá sér í brosum og vinarþeli. Ég þekkti svo sem ekki mikið til Arnar, þegar kom að hinu daglega brauðstriti. Hann var viðskiptafræð- ingur að mennt og starfaði víða um dagana og sjálfsagt hefur hann þurft að glíma við ýmis ljón á sínum vegi, berjast við breyskleika og freisting- ar. En slík vandamál voru ekki á dagskrá þegar við Örn hittumst eða töluðum saman. Við vorum leikbræð- ur í orðsins fyllstu merkingu. Lékum okkur saman í knattspyrnu og kunn- ingjahópum, í glaðværum félagsskap og góðra vina hópi. Þar var Örn í essinu sínu, kurteis og fágaður fag- urkeri. Góður maður og grandvar. Brosmildur og einlægur, bjartur yf- irlitum og hló með. Hló að allri vit- leysunni þegar brandararnir flugu. Tengsl okkar hófust í gegnum fót- boltann. Hann var Víkingur með stórum staf. Hann var í kappliði Vík- inga þegar endurreisnin hófst í því félagi í kringum 1970. Ungur og efni- legur og hélt áfram að vera það. Seinna lékum við saman í Lunch United, oldboysbolta, fyrst á Mela- vellinum og síðar í Laugardalnum. Örn var mikill keppnismaður en um leið tryggur sínu félagi, enda má segja að hann hafi verið einn ötul- asti, ef ekki sá ötulasti, í því góða fé- lagi Víking í rúmlega þrjátíu ár, hvort sem hann var kosinn eða ekki til ábyrgðar. Hann bar félagið á herðum sér og þau eru ófá tilefnin og skemmtanirnar sem ég hef sótt um dagana í Víkinni, fyrir tilstuðlan Arnar. Ég minnist Arnar vinar míns sem hróks alls fagnaðar, bróður í leik, innsta kopps í glaðværð og uppákomum. Það er eftirsjá að slík- um mönnum, leikbræðrum og vinum. Örn deyr langt um aldur fram. Hann átti margt ógert og kveðjustundin var ekki runninn upp. Við Örn ætl- uðum í golf saman. Við áttum eftir að taka síðustu skálina, síðustu hlát- ursrokuna. Takk fyrir allt sem við höfum brallað saman. Ég sendi Esther og fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur með þökk fyrir góðan dreng og skemmtilegan leikbróður. Það er fá- tæklegra um að litast þegar hann er horfinn af sviðinu. Ellert B. Schram. Við kveðjum í dag góðan félaga úr Knattspyrnufélaginu Víkingi. Örn Guðmundsson hefur verið fé- laginu mikilvægur og finnum við það sem erum í þessum minni deildum innan félagsins. Örn stundaði skíði og kom hann oft til okkar á skíði í Sleggjubeinsskarð og mætti þá stór- fjölskyldan hans líka. Örn var með okkur í Bláfjöllum laugardaginn 12. apríl er tekin var skóflustunga að nýjum skíðaskála deildarinnar og gladdist þar með okkur. Við í skíðadeild Víkings sendum fjölskyldu Arnars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Skíðadeild Víkings, Jensína Guðrún Magnúsdóttir. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víkingi. Víkingar kveðja í dag kæran fé- laga og vin. Knattspyrnufélagið Víkingur flutti starfsemi sína á sjötta áratug síðustu aldar, úr kvosinni í nýtt íbúahverfi „Smáíbúða- og Bústaðahverfi“ þar sem því hafði verið úthlutað svæði við Hæðargarð fyrir starfsemi sína. Þessi flutningur var gæfuspor sem færði félaginu fast aðsetur og mögu- leika til að byggja upp starfsemi sína á nýjum vettvangi. Mikill fjöldi drengja sem voru að alast upp í nýju íbúahverfi tók félaginu fagnandi. Fótbolti var í hávegum hafður meðal drengjanna og spilaður nánast frá morgni til kvölds. Stundum voru töp- in stór, en sigrunum fjölgaði og drengjunum óx hugrekki og metn- aður til að koma Víkingi í fremstu röð. Úr þessum jarðvegi kemur harður kjarni Víkinga sem hafa síð- an stutt félagið með ráðum og dáð á hverju sem hefur gengið. Örn Guðmundsson var í þessum efnum fremstur meðal jafningja. Örn var góðum hæfileikum búinn og lék knattspyrnu með yngri aldursflokk- um félagsins og síðan í meist- araflokki. Hann var í fræknu liði Víkings sem sigraði árið 1971 í Bik- arkeppni KSÍ, sem er eina liðið úr neðri deild sem sigrað hefur í þeirri keppni. Hann lék um 100 leiki í meistaraflokki. Frá þessum tímum hefur Örn ekki talið eftir sér verkin, ef Víkingur átti í hlut. Lýsa má altækum áhuga Arnar fyrir framgangi og velferð Víkings með því að segja, að ekki er þekkt dæmi þess, að hann hafi ekki tekið að sér verkefni fyrir félagið, ef eftir var leitað. Síðast var hann viðstaddur laug- ardaginn 11. apríl sl þegar fyrsta skóflustunga var tekin að nýjum skíðaskála Víkings og ÍR í Bláfjöll- um. Allt frá árinu 1968 hefur Örn verið kjörinn til setu í fjölda stjórna, ráða og nefnda fyrir félagið. Þá hefur hann verið eftirsóttur fundarstjóri aðalfunda í félaginu og þulur á heimaleikjum svo önnur dæmi séu nefnd um störf hans fyrir félagið. Frá árinu 1994 var hann formaður Fulltrúaráðs Víkings og hefur á þessum árum staðið fyrir fjölda herrakvölda, þorrablóta og golfmóta í þeim tilgangi að efla félagsanda og samstöðu Víkinga. Örn var sæmdur silfurmerki Vík- ings árið 1973 og gullmerki árið 1998. Knattspyrnusamband Íslands sæmdi Örn gullmerki á 60 ára af- mæli hans árið 2007. Staðfastur stuðningur, umhyggja og einlægur áhugi Arnar fyrir fram- gangi Víkings verður aldrei fullþakk- aður. Víkingar þakka Erni samfylgdina og kveðja hann með virðingu og söknuði. Þér, Esther, og fjölskyldunni eru fluttar hugheilar samúðarkveðjur. Þór Símon Ragnarsson Góður andi á vinnustað er dýr- mætur og birtist ekki hvað síst þeg- ar gerður er dagamunur. Hjá LSR taka makar starfsmanna mikinn þátt í þeim viðburðum sem eru á dagskrá. Örn Guðmundsson var einn þeirra. Hann tók fljótt forystu í þeim hópi og skipaði sjálfan sig formann maka- vinafélagsins eins og hann nefndi það. Hann og Esther, samstarfskona okkar, tóku virkan þátt í golfmótum og gönguferðum, árshátíðum og öðr- um uppákomum sem menningar- og skemmtifélagið stendur fyrir. Árlegar ræður Arnar á árshátíð- um okkar lifa nú aðeins í minning- unni. Þær voru stundum svolítið langar en skemmtilegar því hann hafði lag á að sjá skoplegu hliðina á flestum hlutum. Hans var sárt sakn- að á síðustu árshátíð en þá voru ekki færri en fjórir viðburðir á dagskrá þeirra hjóna það kvöldið. Það segir sína sögu því Örn og Esther kynntu sig vel hvar sem þau komu. Við, sem áttum því láni að fagna að verða Erni samferða um stund, skynjuðum fljótt hvern mann hann hafði að geyma. Mildir, fræknir menn best lifa, sjaldan sút ala; segir í Hávamálum. Örn var gleðimaður og öðlingur í alla staði, hallmælti engum, gerði ekki mannamun, var jákvæður og styðjandi í öllum sam- skiptum, gat sér góðan orðstír. Það er því með trega sem við kveðjum nú góðan félaga og vin. Elsku Esther, þér og fjölskyld- unni allri sendum við dýpstu sam- úðarkveðjur. Samstarfsfólk hjá LSR.  Fleiri minningargreinar um Örn Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.