Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HAFNARFJARÐARBÆR krefst þess að Orku- veita Reykjavíkur standi við gerðan samning frá því í fyrrasumar um kaup á hluta bæjarins í Hita- veitu Suðurnesja og hefur ákveðið að stefna fyr- irtækinu til að greiða bænum um 8 milljarða króna. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, seg- ir að bæjarráð Hafnarfjarðar hafi ákveðið á fundi sínum í fyrradag að stefna til innheimtu þeirrar kröfu, sem hafi legið fyrir frá 10. mars sl., þegar ljóst hafi verið að forkaupsréttarhafar myndu ekki nýta forkaupsréttinn. Gildur samningur Um tæplega 15% hlut í HS er að ræða. Lúðvík segir að OR hafi gert tilboð í hlutinn með samningi sem hafi verið undirritaður 2. júlí 2007. Hafnar- fjarðarbær hafi fengið sex mánaða frest til að taka af skarið hvort tilboðinu yrði tekið eða ekki. Þessu megi líkja við þegar gerð séu tilboð í hús- eignir. Tilboðinu hafi verið tek- ið með formlegum hætti í des- ember og þá hafi verið kominn á samningur enda sambærilegt við það að menn taki kauptil- boði í eignir. Þessi kaupsamn- ingur, sem hafi verið formlega frágenginn, sé allt annað mál heldur en ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um það hvað OR megi eiga í OS. Menn verði að virða gerða samninga og stefna Hafnarfjarðar sé sett fram vegna þess að það hafi legið fyrir af hálfu OR að hún ætli ekki að gangast við þessum samningi, virða hann og fara eftir honum. Hún hafi lýst því yfir að hún megi ekki kaupa umræddan hlut vegna úrskurðar Samkeppnisstofnunar, en það séu röng skilaboð því Samkeppnisstofnun hafi ekki tekið á því og úrskurðað um hvort samningurinn væri ógildur. Þvert á móti hafi forstjóri stofnunarinnar lýst því yfir að það sé ekki hennar að ákvarða það og Hafnarfjarðarbær neyðist til þess að fá dóm um lögmæti og réttmæti samningsins. Köld svör Lúðvík segir að krafan sé tvíþætt. Annars vegar sé stefnt til innheimtu á greiðslu á samningnum og að hann verði dæmdur lögmætur og réttur. Inn- heimtubréf hafi verið sent 10. desember sl. og síð- an hafi bæst við um 200 milljónir króna í drátt- arvexti. Stefna sé eina leiðin til að leita réttar bæjarins því Orkuveitan hafi ekki kallað eftir því að ganga frá samkomulagi og lýst því yfir að hún muni ekki virða samninginn. Það séu mjög köld svör frá stjórnendum og ráðamönnum í stærsta sveitarfélagi landsins að ekki sé meira að marka samskipti og samninga en þetta. Að sögn Lúðvíks var lögmönnum bæjarins falið að birta stefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og óska jafnframt eftir flýtimeðferð. Krefst um 8 milljarða frá Orkuveitu Reykjavíkur Hafnarfjarðarbær vill að staðið verði við gerðan samning um kaup OR í HS Lúðvík Geirsson FRÉTT birtist á heimasíðu breska forsætisráðuneytisins í gær, eftir fund Gordon Brown og Geirs H. Haarde í Downing-stræti, þar sem sagt var að Evrópusambandsmál hefðu verið rædd á fundi ráð- herranna, í ljósi þess að vaxandi lík- ur væru á ESB-aðild Íslendinga. Ekkert hafði verið minnst á slíkar umræður í þeim tilkynningum sem íslenska forsætisráðuneytið hafði sent út, enda svaraði Gréta Ingþórs- dóttir aðstoðarmaður ráðherra því til við blaðamann að breska fréttin væri kolröng. „Þarna hefur orðið einhver samsláttur, því rætt var um hernaðarlega samvinnu á fundinum, og Evrópusambandið ekkert rætt.“ Hafði ráðuneyti Geirs beint því til systurráðuneytisins í Bretlandi að fréttin yrði lagfærð, og hafði það verið gert í gærkvöldi. Ekki rætt um Evrópu- sambandið FYRSTA kría ársins sást við Ósland á Höfn í Hornafirði í gær, sumar- daginn fyrsta. Björn Gísli Arnarson fuglaáhugamaður segir að krían hafi verið ein á ferð en á næstu dög- um má eiga von á stórum hópum af kríum. Það er ekki óalgengt að fyrstu kríurnar sjáist í nágrenni Hafnar. Björn segir kríuna á eðlilegum tíma í ár en hún komi núna fyrr en á ár- um áður þegar oft varð vart við fyrstu kríurnar í 1. maí-skrúðgöng- um bæjarbúa á Höfn. Gott veður tók á móti kríunni, um 11 gráðu hiti og hæglætisveður, og Björn segir það óneitanlega til marks um fyrir bæjarmenn að vor sé í lofti þegar fer að heyrast í kríunni. Morgunblaðið/Ómar Mætt Það er óneitanlega vorlegt þegar fer að heyrast í kríunni. Krían kom með sumrinu GUÐJÓN Friðriksson sagnfræð- ingur hlaut í gær, fyrstur manna, verðlaun Jóns Sigurðssonar for- seta. Sturla Böðvarsson, forseti Al- þingis, afhenti Guðjóni verðlaunin. Þau eru hluti af hátíð Jóns Sig- urðssonar sem haldin var í fyrsta sinn í gær og verður framvegis ár- legur viðburður sumardaginn fyrsta. Guðjón hlaut verðlaunin fyr- ir ævisögu Jóns Sigurðssonar sem kom út í tveimur bindum árin 2002 og 2003 en þess má geta að Guðjón hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun- in fyrir annað bindið. Þótti hann hafa blásið nýju lífi í umræður um ævi og störf Jóns Sigurðssonar. Verðlaunin eru veitt af Alþingi í minningu starfa Jóns Sigurðssonar í þágu Íslands og Íslendinga. Þau eru veitt þeim einstaklingi sem hef- ur unnið verk sem tengjast hug- sjónum og störfum Jóns Sigurðs- sonar. Verðlaun- aður fyrir ævisögu Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta afhent í Jónshúsi í Kaupmannahöfn Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ heyrðum fyrst af fyrirhug- uðum breytingum á vaktafyrir- komulagi skurð- og svæfingarhjúkr- unarfræðinga í janúar sl. á fundi með sviðsstjóra,“ segir Erla Björk Birgisdóttir, trúnaðarmaður skurð- hjúkrunarfræðinga á Landspítala í Fossvogi. Segir hún ósannindi að skurð- og svæfingarhjúkrunarfræð- ingar hafi vitað af breytingunum undanfarin þrjú til fjögur ár, en í Morgunblaðinu sl. miðvikudag var haft eftir Önnu Stefánsdóttur, fram- kvæmdastjóra hjúkrunar á Land- spítala, að umræðan um breytingar á vaktafyrirkomulagi fyrrnefndra starfshópa hefði hafist fyrir fjórum árum og því ekki átt að koma nein- um á óvart. Breyting á vaktakerfi fækkar ekki óhóflegum vinnulotum Að sögn Erlu eru skurð- og svæf- ingarhjúkrunarfræðingar afar ósátt- ir við boðaðar breytingar þar sem ljóst megi vera að álag á hjúkr- unarfræðinga muni við það aukast, öryggi sjúklinga minnka, launin lækka og vetrarfrí styttast á sama tíma og óhóflegum vinnu- lotum fækki ekki svo teljandi sé. Vísar Erla þar til röksemda Önnu þess efnis að boðaðar breytingar séu gerðar til þess að fækka löngum vinnulotum hjúkrunarfræðinga sem standi nú stundum vaktina í allt að sextán klukkutíma. En í fyrrnefndu viðtali hennar við Morgunblaðið benti hún á að þessar löngu lotur uppfylli hvorki vinnutímatilskipun EES né vinnuvernd. Í samtali við Morgunblaðið bendir Erla á að eftir breytingu geti vinnu- lotan eftir sem áður verið 24 klukku- stundir á virkum dögum og allt að 56 klukkustundir um helgar. Hún bendir jafnframt á að samkvæmt nýja kerfinu sparist 26,5 yfir- vinnuklukkustundir á viku sem dreifist á alla starfandi skurðhjúkr- unarfræðinga á deildinni í Fossvogi sem taka vaktir eða rúmlega 1 klst. á hvern hjúkrunarfræðing á viku. Erla tekur fram að hún sjái ekki hina stórkostlegu breytingu sem í þessu felist. „Þetta er þannig starf að það þarf alltaf einhver að standa vaktina. Þetta er því spurning hvernig fólki er greitt fyrir að standa vaktina. Þ.e. hvort greitt sé með yfirvinnu eða vaktaálagi,“ segir Erla og tekur fram að hjúkr- unarfræðingarnir sætti sig ekki við að gerð sé sú eðlisbreyting á starfi þeirra að breyta því úr dagvinnu- starfi með yfirvinnu í vaktavinnu- starf með vaktaálagi. Misnoti velvild starfsmanna Erla gagnrýnir harðlega fram- göngu stjórnenda Lanspítalans í þessu máli og telur að stjórnendur séu að misnota velvild starfsmanna á síðustu árum. „Forsaga málsins er sú að síðastliðin tvö ár hefur verið boðið upp á diplómanám í skurð- hjúkrun og hafa fimm manneskjur af okkar deild verið í þessu námi og þess vegna ekki staðið vaktir. Það hefur ekki mátt ráða neinn í staðinn fyrir þær, þannig að við sem gengum vaktir á deildinni höfum þurft að taka á okkur meiri yfirvinnu þar sem við höfum staðið þeirra vaktir að auki,“ segir Erla og bendir á að um 20 skurðhjúkrunarfræðingar hafi þannig deilt með sér vöktum þeirra sem voru í diplómanáminu. Útköll munu aukast „Það voru allir að kikna undan álagi á þessu tveggja ára tímabili, en yfirstjórnendur Landspítalans hvöttu okkur til að þrauka þar sem ástandið myndi stórskána þegar diplómanemarnir útskrifuðust nú í byrjun árs. Núna þegar þessu álags- tímabili er lokið þá á hins vegar að nota það gegn okkur,“ segir Erla og vísar til þess að ein af þeim rök- semdum sem yfirstjórnendur noti til þess að knýja vaktabreytinguna í gegn sé að skurðhjúkrunarfræð- ingar hafi unnið svo mikla yfirvinnu á sl. tveimur árum. Tekur Erla fram að hún hafi ítrekað óskað eftir því að sjá tölur um yfirvinnu áður en diplómanámið hófst til viðmiðunar en enn ekki fengið þær. Spurð um kosti þess að nú verði skurðstofan opin allar helgar, eins og Anna bendir á að sé ein ástæða breytinganna, svarar Erla: „Skurð- stofan hefur alltaf verið opin allan sólarhringinn alla daga ársins.“ Hún tekur fram að skurðhjúkrunarfræð- ingar hafi miklar áhyggjur af því að gæði þjónustunnar verði slakari. Bendir hún á að breytingarnar feli í sér að aðeins verði einn skurðhjúkr- unarfræðingur á vaktinni. „Okkar vinna er þess eðlis að skurðhjúkr- unarfræðingar þurfa að vera tveir á vakt,“ segir Erla. Sökum þessa megi ljóst vera að útköllum skurðhjúkr- unarfræðinga á bakvakt muni fjölga til muna, sem aftur leiði hugann að því hvort vinnutímatilskipuninni yrði fylgt með nýju vaktakerfi. Erla bendir til samanburðar á að á fimm mánaða tímabilinu frá september til febrúar sl. hafi alls 112 aðgerðir staðið lengur en til kl. 23 á kvöldin, sem myndu í nýju vaktakerfi þýða að kalla þyrfti út hjúkrunarfræðing á bakvakt nánast á hverri nóttu. Vissu af vaktabreytingum í janúar Erla Björk Birgisdóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.