Morgunblaðið - 25.04.2008, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
LISTMUNAUPPBOÐ
verður haldið sunnudagskvöldið 27. apríl,
kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal
Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Boðin verða upp um það bil 130 listaverk.
Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg
föstudag 10–18, laugardag 11–17 og sunnudag 12–17.
Hægt er að skoða uppboðsskrána
með myndum á vefslóðinni myndlist.is.
Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is
Jón Stefánsson
Gleðilegt sumar
Louisa M
atthíasdóttir
TVÍEYKIÐ Duo Reson-
ante spilar í kvöld í Nor-
ræna húsinu. Tónleik-
arnir eru hluti af
tónleikasyrpunni Vor-
stemming í Vatns-
mýrinni.
Duo Resonante spilar blöndu af sígildri alþýðu-
tónlist, djassi og þjóðlegri tónlist sem leikin er á
afrískan bassa, tréflautu og saxófón. Þetta dansk/
hollenska dúó hefur haldið tónleika um allan heim
og gefið út fjöldann allan af plötum, auk þess að
semja tónlist fyrir danshópa, leikhús og kvik-
myndir.
Tónleikarnir hefjast klukkan níu og aðgangs-
eyrir er 1.500 krónur.
Tónlist
Tónlistarkokteill í
Norræna húsinu
Norræna húsið.
BRÚÐUSTRÁKURINN Litli
ferðaðist um Ísland árið 2004
ásamt franska ljósmynd-
aranum Séverine Thévenet.
Klukkan fimm í dag verður
opnuð sýning í Borgar-
bókasafninu í Tryggvagötu á
myndum sem hún tók á ferða-
laginu með Litla. Séverine
Thévenet verður einnig með
dagskrá fyrir börn í Borg-
arbókasafninu á sunnudaginn
klukkan þrjú þar sem þau fá tækifæri til að tjá
sögu Litla í orðum út frá ljósmyndunum.
Thévenet og Litli munu í framhaldinu heim-
sækja nokkra skóla sem og Alliance française.
Ljósmyndun
Franskur brúðu-
strákur á ferðalagi
Thévenet með
Litla á bakinu.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
UM ALLAN heim eru hafnarborgir
að breytast og endurnýjast um leið
og hefðbundin hafnarstarfsemi flyst
úr miðborgunum. Gömul hafnar-
svæði ganga í endurnýjun lífdaga og
þar er Reykjavík engin undantekn-
ing.
Í dag hefst alþjóðleg ráðstefna um
borgarhönnun og hlutverk lista í op-
inberu rými hafnarborga. Ráð-
stefnan hefur verið í undirbúningi í
tvö ár og að henni koma fjölmargir
listamenn og hönnuðir. Fyrri hluti
ráðstefnunnar fer fram í dag og
verða frummælendur þeir Ólafur
Elíasson myndlistarmaður, sem hef-
ur meðal annars komið að hönnun
nýja óperuhússins í Ósló og tón-
listarhússins sem er að rísa við
höfnina í Reykjavík, og arkitektinn
Christopher Marcinkoski, sem er
sérfræðingur á sviði landslags-
arkitektúrs og borgarhönnunnar.
Meira en skúlptúrar í görðum
Kristján Steingrímur Jónsson er
prófessor við Listaháskóla Íslands
en skólinn stendur að ráðstefnunni í
samstarfi við Kynningarmiðstöð ís-
lenskrar myndlistar og Norræna
húsið.
„Við viljum meina það að skipulag
og arkitektúr þurfi á listamönnum
að halda til þess að vel takist til.
Fókusinn er á hugmyndina um hafn-
arborgir því auðvitað hefur höfnin
áhrif á allan miðbæinn þannig að það
liggur meira undir en bara hafn-
arsvæðið,“ segir Kristján.
„Hugtakið list í opinberu rými
hefur breyst mjög mikið á und-
anförnum árum og áratugum. List í
opinberu rými er meira en bara ein-
hverjir skúlptúrar í opinberum
görðum. Við lítum á þetta sem miklu
víðara hugtak og að listamenn eigi
að geta tekið þátt í mótun umhverf-
isins og unnið með arkitektum og
skipulagsfræðingum eins og er gert
mjög víða í heiminum í dag.“
Hafnarsvæðið í Reykjavík er að
taka miklum breytingum um þessar
mundir. „Þessi endurnýjun er í
gangi mjög víða,“ segir Kristján.
„Okkur finnst svo mikilvægt að nýta
okkur reynsluna af því sem gert hef-
ur verið annars staðar. Þess vegna
finnst okkur áhugavert að fá þessa
sérfræðinga að utan til þess að miðla
af reynslu sinni. Við erum ekkert ey-
land.“
Það eru ýmiskonar breytingar í
bígerð í miðbænum, ekki bara við
höfnina. „Það er svo mikilvægt að
ræða umhverfið í kringum þessi hús
og hvernig þetta tengist bæj-
armyndinni. Þetta er allt samhang-
andi svæði, Laugavegurinn, Hverf-
isgatan og upp á Hlemm.
Hafnarsvæðið má ekki verða eins og
eyja,“ segir Kristján. „Tónlistar-
húsið verður þarna niður frá og
Listasafn Reykjavíkur og Listasafn
Íslands eru ekki langt undan. Þjóð-
leikhúsið er þarna nálægt og
Listaháskólinn er búinn að fá stað
þar fyrir ofan. Þessar stofnanir
hanga allar saman og mynda ás sem
liggur upp Laugaveginn og Hverf-
isgötuna upp að Hlemmi. Þar í kring
er líka mikið um að vera, við Höfða-
torg og Barónsstíg. Það er mjög
mikið sem liggur undir og þörf á því
að skapa umræður um það hvernig á
að vinna með þetta umhverfi.“
Ráðstefna um borgarhönnun og listir í opinberu rými í Norræna húsinu í dag
Nýtt líf hafnarborga
Kennileiti Nýja tónlistarhúsið með glerhjúpi Ólafs Elíassonar mun setja svip sinn á hafnarsvæðið.
Í HNOTSKURN
»Ráðstefnan hefst í Norrænahúsinu klukkan tíu í dag og
stendur til fimm.
»Seinni hluti hennar fer framþann 10. maí. Meðal þátttak-
enda verða Kjetil Thorsen og
Vito Acconci.
ÁÐUR en Linda McCartney giftist
Bítlinum fræga stundaði hún ljós-
myndun við góðan orðstír. Hún var
til dæmis fyrsta konan sem fékk
birta mynd eftir sig á forsíðu tónlist-
artímaritsins Rolling Stone, en það
var andlitsmynd af Eric Clapton.
Nýlega var opnuð sýning á verk-
um hennar í James Hyman gall-
eríinu í London. Eiginmaður henn-
ar, Paul MacCartney, valdi 28
myndir á sýninguna sem hefur feng-
ið góða dóma, til dæmis segir gagn-
rýnandi Telegraph Lindu McCartn-
ey eiga það skilið að vera minnst
sem listamanns, en ekki aðeins fyrir
það að hafa tekið myndir af frægu
fólki.
Myndirnar á sýningunni eru þó
margar af frægum tónlistarmönnum
á borð við Mick Jagger og Janis
Joplin. Mynd af þeim Paul McCartn-
ey og John Lennon sem tekin var í
Abbey Road árið 1969 og sýnir þá
vinna saman í sátt og samlyndi hefur
vakið sérstaka athygli, enda hefur
verið talið að á þeim tíma hafi ríkt
djúpt ósætti milli þeirra. Myndir af
McCartney-fjölskyldunni er einnig
að finna á sýningunni sem og sjálfs-
myndir Lindu.
Ljósmyndir
McCartney
sýndar
Portrett John Lennon árið 1968.
Í UPPRUNALEGU útgáfu ball-
ettsins Rómeó og Júlía eftir
Prokofiev dansa þau skötuhjú ham-
ingjusöm af sviðinu í lokin í stað
þess að fyrirfara sér eins og Shake-
speare gerði ráð fyrir.
Þessi útgáfa fékkst þó aldrei
sýnd, því sovésk yfirvöld kröfðust
þess að endirinn yrði eins og í leik-
ritinu. Í sumar verður ballettinn
sýndur í fyrsta sinn með hinum
gleðilegu örlögum elskendanna
sem Prokofiev skrifaði. Það er
Mark Morris danshópurinn sem
hyggst setja ballettinn upp í þessari
útgáfu á Bardscape sumarhátíðinni
í New York.
Engin sjálfsmorð
♦♦♦
Spennumyndaflokkurinn
Mannaveiðar er til umfjöllunar
á föstudagsfundi Íslensku
kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar í dag.
Björn B. Björnsson leik-
stjóri og Sveinbjörn I. Bald-
vinsson handritshöfundur
Mannaveiða segja frá vinnu og
hugmyndum að baki þáttaröð-
inni.
Þættirnir nutu mikilla vinsælda þegar þeir voru
sýndir í Ríkisútvarpinu á dögunum og mældist
áhorfið allt að 65 prósent.
Fundurinn hefst í Þjóðminjasafninu klukkan
tólf. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sjónvarp
Skeggrætt um
Mannaveiðar
Björn B. Björnsson