Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 36

Morgunblaðið - 25.04.2008, Page 36
Við erum ekki að fara í eintóma gleðigöngu … 38 » reykjavíkreykjavík NORRÆNA HÚSIÐ - NORDENS HUS - POHJOLAN TALO - NORDIC HOUSE www.nordice.is nh@nordice.is sími: 551 7030 Bókasafnið er opið alla daga vikunnar 12-17. Bistro Alvar A er opið virka daga 10-17, helgar 12-17 og þegar viðburðir eru í húsinu. Sumarstemning í Vatnsmýrinni Obukano, saxófónn og ljóðlist í Norræna húsinu 25.-27. apríl Fös. 25. apríl kl. 21:00 DUO RESONANTE Dansk-hollenskt tvíeyki leikur blöndu af sígildri alþýðutónlist, djassi og þjóðlegri tónlist á Obukano, tréflautu og saxó fón. Tónlist þeirra félaga er erfitt er að flokka, hana verður að upplifa. Aðgangseyrir 1500 / 750 Lau. 26. apríl kl. 16:00 TRANSTRÖMER OG LIZST Ljóðadagskrá um Thomas Tranströmer, eitt þekktasta núlifandi ljóðskáld Svía. Leif Olsson kynnir og flytur við tónlist eftir Franz Liszt, við undirleik Lars Hägglund og Björn J:son Lindh. Aðgangseyrir 1500 / 750 Sun. 27. apríl kl. 15:15 15:15 TÓNLEIKAR Mið-evrópsk saxófóntónlist. Guido Bäumer saxófónn og Aldadár Rácz píanó. Á efnisskránni eru verk eftir Hans Gal, Erwin Schulhoff, Paul Hindemith og Werner Heider. Aðgangseyrir 1500 / 750 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ hefjum tökur á þriðjudaginn og Brian Cox og Paul Dano koma til landsins um helgina,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak kvikmyndum, um tökur á The Good Heart, nýjustu kvik- mynd Dags Kára Péturssonar. Eins og fram hefur komið leikur bandaríski leikarinn Paul Dano að- alhlutverkið í myndinni en hann lék á móti Daniel Day-Lewis í ósk- arsverðlaunamyndinni There Will Be Blood. Þá hefur hann vakið at- hygli fyrir leik sinn í myndum á borð við Little Miss Sunshine og The Girl Next Door. Brian Cox, sem einnig leikur stórt hlutverk í myndinni, er skosk- ur leikari sem hefur komið víða við en hann hefur bæði unnið til BAFTA- og Emmy-verðlauna auk þess sem hann hefur verið til- nefndur til Golden Globe-verð- launa. Á meðal stórmynda sem hann hefur leikið í má nefna; The Bourne Supremacy, Troy, Adapta- tion, The Bourne Identity og Braveheart. Tindastóll á Nou Camp „Við byrjum á Íslandi en förum svo til New York í júní og ljúkum tökum þar,“ segir Þórir Snær en tökur standa yfir fram í miðjan júní. „Þetta verða líklega um 30 tökudagar hér og svo tíu tökudagar í New York. Við erum með mynd- ver í Loftkastalanum þar sem við erum búnir að byggja bar og íbúð þar sem myndin gerist að mestu leyti. En svo verðum við uppi á Keflavíkurflugvelli í svona viku, á sjúkrahúsinu þar.“ Myndin gerist að öllu leyti í New York og því verða allar útisenur teknar þar í borg. „Þannig að fólk gengur inn á barinn í New York en kemur í rauninni inn á hann hérna á Íslandi,“ útskýrir Þórir Snær. En hvers vegna var ekki ákveðið að skjóta alla myndina í New York? „Við erum vanir að vinna svona hérna heima og kunnum það vel. Það má eiginlega segja að við höf- um bara viljað vera á heimavelli. Að gera heila bíómynd í New York væri eins og ef Tindastóll færi að spila á Nou Camp,“ segir Þórir Snær og hlær. Maður sem fríkar út Annars er nóg að gera hjá þeim félögum hjá Zik Zak um þessar mundir. Auk The Good Heart standa nú yfir tökur á kvikmynd- inni Brim en áætlað er að þeim ljúki 8. maí og stefnt er að frumsýningu í janúar. Næsta mynd sem frumsýnd verð- ur á vegum Zik Zak er hins vegar Skrapp út, nýjasta kvikmynd Sól- veigar Anspach. Að sögn Þóris Snæs er myndin tilbúin og gerir hann ráð fyrir að hún verði frum- sýnd í október. Loks má geta þess að næsta mynd sem fer í tökur á vegum Zik Zak er næsta mynd Róberts Dougl- as, Baldur. Róbert skrifaði hand- ritið ásamt Ottó Geir Borg og tökur hefjast líklega í haust. „Þetta er svona Ferris Bueller’s Day Off í fullorðinsútgáfu. Hún fjallar sem sagt um venjulegan mann sem frík- ar út,“ segir Þórir Snær að lokum. Stórstjörnur til landsins Paul Dano og Brian Cox koma til Íslands um helgina Reynslubolti Brian Cox. www.zikzak.is Reuters Á guðs vegum Paul Dano í eft- irminnilegu hlutverki sínu sem Eli Sunday í Óskarsverðlaunamynd- inni There Will Be Blood. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á barnum Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi í sviðsmynd kvikmyndarinnar The Good Heart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.