Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 18
Dagur umhverfisins er í dag og af því tilefni er opnuð sýningin Vist- vænn lífsstíll í Perlunni kl. 13.30 og stendur til 17. Einnig verður sýn- ingin opin á morgun laugardag kl. 11 - 17. Aðgangur er ókeyp- is. |föstudagur|25. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf A ð vera vistvænn felur í sér fleira en það eitt að aka um á vistvæn- um bíl og flokka rusl- ið. Fólk getur líka lagt sitt af mörkum í innkaupum og það á meðal annars við um fata- innkaup, t.d. með því að með því að velja fatnað úr lífrænum efnum eða með því að gefa gömlum flíkum nýtt líf. Ein af þeim verslunum sem selja not- aðan fatnað er Gyllti kötturinn í miðbæ Reykjavíkur en þar er ekki einungis að finna notuð föt heldur líka ný föt úr endurnýttum efnum. „Við erum til dæmis með leður- jakka sem eru saumaðir upp úr gömlum leðurkápum, og svo erum við líka með flíkur sem hafa verið saumaðar úr efnum gamalla kjóla eða pilsa. Hér áður voru efni vönduð og endingargóð, þannig að kjóll með sniði sem er kannski ekki það sem hentar í dag er endurnýttur með því að sauma úr efni hans nýja flík. Eins er- um við með gallapils og galla- stuttbuxur sem áður voru gömlu góðu Levis 501- gallabuxurnar. Svo erum við líka með leðurtöskur gerðar úr gömlum leð- urflíkum,“ segir Ása Ottesen versl- unarstjóri og stílisti og bætir við að allar þessar flíkur kaupi þau frá Bretlandi. „Það sem gerir þetta líka svo skemmtilegt er að við fáum aðeins eitt eða örfá ein- tök af sömu flíkinni. Það er líka svo gaman að blanda saman gömlu og nýju.“ Eigendur Gyllta kattarins, þau Haukur Ingi Jónsson og Hafdís Þorleifsdóttir, leggja mikið upp úr því að hafa húsgögnin í versl- uninni gömul, ekki síður en fötin. „Þetta er nauðsynlegt til að skapa réttu stemninguna og gera þetta heimilislegt. Við finnum fyrir vax- andi áhuga fólks á bæði notuðum fötum og nýjum fötum sem gerð eru úr endurnýttum efnum. Hing- að kemur fólk frá 12 ára aldri og upp í áttrætt. Hingað koma til dæmis konur til að kaupa hatta og selskapsveski sem þær fá hvergi í nýjum búðum, sem og gömul skinn sem eru ekki eins dýr og þau nýju. Gömlu skórnir renna líka út.“ Morgunblaðið/Golli Eigendurnir Þau Dísa og Haukur sitja hér saman í gamla sófanum. Hún í leðurjakka sem er „nýr“, gerður úr gam- alli leðurkápu, og hann í skyrtu sem er líka „ný“, en gerð úr gamalli flík. Töffarastíllinn Ása í svörtum leðurjakka, með leðurtösku, hvort tveggja gert úr gömlum leðurflíkum. Gallapilsið er gert úr gömlum gallabuxum. Nýtt úr notuðu Viktoría með sól- gleraugu og í skrautlegum kjól. Litríkur Ása versl- unarstjóri komin í stuð í grænskræp- óttum kjól sem saumaður er úr gömlum kjól og hefur nú fengið nýtt líf. Nýtt líf töfrað fram úr gömlum flíkum Blómleg Viktoría Hermannsdóttir í sumarlegum kjól úr gömlum flíkum. ar höfundar Íslands eru kynntir unglingum sé alls engin kona nefnd á nafn? Eða finnst uppfræðurum landsins Svava svo mögnuð að hún haldi uppi merkjum hálfrar þjóðarinnar ein og óstudd? x x x Er þessi listi til-skipun frá menntamálaráðherra? Eða ákvörðun ís- lenskukennara í hverj- um skóla? Víkverji vonar að fleiri kenn- arar sjái þessa skekkju og leiðrétti hana. Sonur Víkverja valdi svo auðvitað bók eftir Svövu Jakobsdóttur og skrifaði m.a. í ritgerð um Leigj- andann að sagan væri aldrei lang- dregin heldur bæði skemmtileg og fróðleg. x x x Víkverja fannst forvitnilegt aðlesa ummæli Þorsteins Guð- mundssonar grínista í 24 stundum um síðustu helgi. Þar sagði Þor- steinn m.a.: „Ég var frekar undrandi þegar ég heyrði sem unglingur að karlmenn réðu heiminum. Ég hélt að það væru konur sem réðu öllu.“ Það er kannski ekki skrítið að ungur karlmaður dragi þá ályktun að karlar ráði öllu og að það álit fylgi honum allt lífið þegar sjaldan er fjallað um konur í fjölmiðlum og hvað þá um afrek þeirra í listum og stjórnmálum í skólum landsins. Er kannski þörf á að setja í lög að kennsluefni þurfi jafnréttisvottun áður en það er borið á borð fyrir börnin okkar? Eða eigum við að halda áfram að láta þau draga þá ályktun að karlar ráði öllu? Eru helstu rithöf-undar Íslands að- eins karlar? Eða kannski þrír karlar og ein kona? Þessi spurn- ing kom upp í huga Víkverja þegar son- urinn kom heim úr grunnskólanum með lista yfir fremstu rit- höfunda síðustu aldar og átti að velja sér eitt höfundarverka þeirra til lestrar. Sonurinn gerði athugasemd við það að aðeins ein kona væri á þessum lista, Svava Jakobsdóttir. Kennarinn svaraði því þá til að reyndar hefði engin kona verið á listanum en hann hefði upp á sitt einsdæmi bætt einni við. Þetta finnst Víkverja frábært framtak hjá kennaranum en spyr sig engu að síður hvernig það megi vera að þeg-     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.