Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 19
Það var mikil lífsreynslafyrir mig ungan manninnað vera tvo vetur í lærihjá vinkonu minni Guð- rúnu Á. Símonardóttur. Ég hefði ekki viljað missa af því. Ég kom í tíma til hennar þar sem hún bjó í Hlíðunum ásamt þrjátíu síams- köttum. Þeir báru allir nöfn frægra óperusöngvara og sátu eins og hefðarkettir á stólum og hlustuðu í andagt á meðan ég söng. Guðrún var merkilegur per- sónuleiki og það var þó nokkur kjaftur á henni,“ segir Árni Jó- hannsson stórtenór sem á laug- ardag syngur sína síðustu tónleika og lokar þannig fimmtíu ára söng- ferli. Í fjörutíu ár söng hann með Fóstbræðrum og samhliða því söng hann einnig í tólf ár með Átt- hagakór Strandamanna undir stjórn Jóns Péturs Jónssonar frá Drangsnesi og Magnúsar Jóns- sonar frá Kollafjarðarnesi. „Það var góður tími og gaman að kynn- ast Strandafólkinu,“ segir Árni sem undanfarin tíu ár hefur verið burðartenór í Karlakór Kjalnes- inga. Sungið við 3.000 jarðarfarir „En nú ætla ég að slútta þessu á vortónleikum Kjalnesinganna. Mér finnst alveg nóg að hafa sungið í karlakórum í hálfa öld. Röddin er það eina sem eftir er í mínum lík- ama, þó ég hafi farið illa með hana bæði fullur og ófullur. Ég er þakk- látur fyrir að fá að halda röddinni minni svona lengi. Ég hef sungið við um þrjú þúsund jarðarfarir á þessum tíma, og ekki fengið borg- að fyrir nema kannski tíu þeirra. Ég geri því ráð fyrir að það verði tekið vel á móti mér hinum meg- in.“ Árni er alvöru sveitamaður sem finnst siginn fiskur og hnoðmör að vestan vera matur bestur. Hann er mikill á velli, alinn upp á Snæ- fjallaströnd við Ísafjarðardjúp og segir föður sinn hafa verið lag- lausan en að móðir hans hafi aftur á móti verið músíkölsk. „Mamma var helvíti góð söngkona og hún söng mikið.“ Í Héraðsskólanum á Reykjanesi lærði Árni fyrst söng hjá Halldóri Víglundssyni sem hann segir hafa verið frábæran kennara. Síðan var lítið um söng hjá Árna þar til hann fór í Íþróttakennaraskólann að Laugarvatni 1953. „Þar var með mér frændi minn Valdimar Örnólfsson sem var alinn upp við mikinn söng og við æfðum saman tvísöng. Heima hjá honum var viðhafður sá heimilissiður að ævinlega var sungið í klukkutíma eftir matinn. Á þessum tíma vakn- aði söngurinn í mér aftur og Valdi- mar hvatti mig til að læra söng. Haustið 1956 sótti ég því tíma vet- urlangt hjá Kristni Hallssyni og einn vetur lærði ég hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur frá Sauð- árkróki. En ég sigldi aldrei til út- landa í söngnám. Ég mátti ekkert vera að því. Ég stofnaði fjölskyldu og held auk þess að ég hafi ekki haft allt það sem þarf til brunns að bera. Það er ekki nóg að hafa rödd. Ég hefði til dæmis verið alveg eins og tréhestur á sviði, það er alveg á hreinu.“ Gaman að stunda hrossarækt Kona Árna, Eygló Sigurjóns- dóttir, eða Læla, eins og hún er ævinlega kölluð, er Skagfirðingur og nokkuð merkileg kona fyrir þær sakir að hún kom undir á Hólum í Hjaltadal og fæddist í Glaumbæ. Hún er dóttir hins landsfræga hestamanns Dúdda í Skörðugili og því má nærri geta að þau skötuhjú Árni og Læla hafa mikið verið í hestum um dagana. „Við keyptum landspildu fyrir tuttugu og fimm árum í Rangár- þingi og eigum enn nokkra hesta þar. Frúin ríður ennþá út en þar sem ég er með taugalömun í fót- unum þá get ég það ekki lengur, en mér finnst gaman að koma að ræktuninni. Snillingurinn Kristinn í Skarði, sem nú býr í Árbæj- arhjáleigu, sér um hestana fyrir okkur á veturna og fær að hafa nokkra hjá okkur í staðinn.“ Þolir minna vín en áður Árið 1983 var í fyrsta sinn búið til hlutafélag um graðhest á Ís- landi, en það var Ófeigur 882 frá Flugumýri sem að áliti Árna er einn besti graðhestur síðustu ald- ar. „Ég eignaðist tíu prósent í hon- um og Ófeigur var í girðingu hjá okkur í tólf sumur. Hún Fjóla í Skarði hugsaði um hann fyrir okk- ur eins og barnið sitt. Við héldum auðvitað undir hann en við seldum oftast það besta sem kom undan honum. Ég hef haldið Ófeigskyn- inu á lofti og það segir sitt að son- arsonur hans, Stáli frá Kjarri, er núna hæst dæmdi hestur í heim- inum,“ segir Árni sem er mikill gleðimaður og finnst ekki leið- inlegt að fá sér aðeins í staupinu. „Það er verst hvað ég er orðinn gamall, þetta er andskotann ekk- ert sem maður þolir nú orðið.“ Söng undir áheyrn 30 katta Morgunblaðið/Golli Gleðigjafi Árni segir sögur og kemur félögum í Karlakór Kjalnesinga til að hlæja á æfingu fyrir vortónleikana. Eitt gullið Hér er Árni með Leó, síðasta afkvæmi Ófeigs í hans eigu. Stórtenórinn og hesta- maðurinn Árni Jó. hef- ur sungið samfleytt í hálfa öld með karlakór- um. Nú ætlar hann að syngja sína lokatón- leika. Kristín Heiða Kristinsdóttir heim- sótti höfðingjann. Seinni Vortónleikar Karlakórs Kjalnesinga verða í Árbæjarkirkju á morgun, laugardag 26. apríl, og hefjast kl. 16. daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 19 Rýmingarsala! Verslunin flytur í nýtt og enn glæsilegra húsnæði 25-40% afsláttur af öllum vörum Allt á að seljast Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is Frá Bolungarvík berast þærfréttir að þar sé allt að verða vitlaust. Baldur Garðarsson skrifar: „Skákklúbburinn er búinn að kaupa Jón L og fleiri skákmenn, þeir byrjuðu á að máta bæjarstjórann og sprengja meirihlutann. Nú er framundan árleg ástarvika þarna og allt á blússandi uppleið. Bæjarstjórinn er reyndar upptekinn við að spila með hljómsveit sinni Grjóthrunið í Hólshreppi.“ Og Baldur yrkir: Bolungarvíkin er barnmörg og görug. Í bassaleik stjórinn fer hamförum. Þar ástarvikan er erfið en fjörug, þá auglýst er námskeið í ... skák. Stefán Vilhjálmsson frétti síðasta vetrardag að mikill snjór væri í Austfjarðafjöllum og að verið væri að opna Mjóafjarðarheiði með látum: Á æskuslóðum nú er mikið mokað og mjög þar blásið. Skaflar burtu víkið! Þar má ekki vera lengur lokað, nú langar Fúsa bróður minn í Ríkið! Helgi Zimsen segir skaflana eiga bágt núna: Skaflinn sat í sinni hlíð, sveittur mælti „veður blíð, klaka minn þið klárið. Vel mér leið í vetrarhríð. Vond mér þykir sumartíð. Trauðla bind ég tárið“. Loks Björn Ingólfsson: Sólin á himninum hækkaði um fet, þá hitnaði af fögnuði jörðin en skaflinn í brekkunni bölvaði og grét og bráðnaði og hvarf oní svörðinn. pebl@mbl.is Af sköflum og sumri VÍSNAHORNIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.