Morgunblaðið - 25.04.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 43
Engisprettur
e. Biljana Srbljanovic
sýn. fös. 25/4 örfá sæti laus
Vígaguðinn
e. Yasminu Reza
sýn. lau. 26/4 síðustu sýningar
Ástin er diskó, lífið er pönk
e. Hallgrím Helgason
Nýr íslenskur söngleikur
Frumsýning 1. maí
Sá ljóti
e. Marius von Mayenburg
sýn. fös. 25/4 uppselt
Sólarferð e. Guðmund Steinsson
tvær sýningar 26/4 örfá sæti laus
sýn. sun. 27/4 örfá sæti laus
„Þau eru frábær, öll fjögur…
Þetta er hörkugóð sýning...!“
Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is
PBB FBL , 29/3
„Þetta er vel unnin
sýning, skemmtileg og
óvenju skýrt hugsuð.”
MA, MBL 8/4
Bráðfyndið og
ágengt gamanleikrit
Síðustu sýningar
Leikhús
tilboð
vor á m
inni
sviðunu
m
Leikhús
tilboð
vor á m
inni
sviðunu
m
Skoppa og Skrítla í söng-leik
e. Guðmund Steinsson
Uppselt í apríl, tryggðu þér sæti í tíma
Sý i í Kúlunni
Þjóðleikhúsið
Á öllum sviðum lífsins
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
ningar í r
Tommy Lee Jones eins og hann gerist bestur
FRÁBÆR
ÖÐRUVÍSI
SPENNUMYND
„Hank Deerfield (Tommy Lee Jones) sem leitar að syni
sýnum sem hefur ekki sést frá því hann kom aftur sem
hermaður frá Írak. Ásamt lögreglukonunni Emily Sanders
reynir hann að leysa ráðgátuna sem teygir anga sína víða.”
TILNEFND TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA
Stórleikararnir
EBERT
BBC
Tommy Lee Jones
Charlize Theron
Susan Sarandon
Paul Haggis
fyrir (crash)
fyrir Dead man walking
fyrir Monster
fyrir Fugitive
í leikstjórn
Í upphafi spennutryllisins Vakandi
(Awake) er áhorfendum tjáð að
ákveðinn hluti sjúklinga sem und-
irgangast skurðaðgerðir upplifi
meðvitund í svæfingu, en það þýðir
að ekki tekst fyllilega að svæfa sjúk-
linginn sem þó getur sig hvergi
hrært meðan á aðgerðinni stendur.
Þegar í ljós kemur að hetja mynd-
arinnar, ungur en vellauðugur kaup-
sýslumaður að nafni Clayton, þarf
nauðsynlega á hjartaaðgerð að
halda, er ljóst að þegar er komin
fram læknisfræðileg skýring á því
sem hann mun ganga í gengum: Að
vera vakandi og sárþjáður meðan
skurðlæknar krukka í brjósthol
hans. Fyrir utan að vera stolin úr
smásögu eftir Stephen King er þetta
ágætis hugmynd. Leikstjóranum og
nýliðanum Joby Harolds reynist
hins vegar ómögulegt að yfirstíga
þær hindranir sem felast í því að
smíða söguþráð utan um aðal-
persónu sem getur sig hvergi hrært,
getur ekki talað upphátt og er því al-
gjörlega óvirkt fórnarlamb þess
samsæris sem fljótlega kemur í ljós
að hann er flæktur í. Helsti galli
myndarinnar er þó hin fullkomlega
fyrirsjáanlega, en um leið fjarstæðu-
kennda flétta sem í hönd fer. Það
mætti halda að hér sé gert ráð fyrir
að áhorfendur séu sofandi í stað að-
söguhetjunnar því fátt sem hér er
sett fram í gervi söguþráðar stenst
nærskoðun vakandi manns.
Awake Hayden Christensen og Jessica Alba í hlutverkum sínum.
Krukkað í líkama
KVIKMYND
Háskólabíó
Leikstjórn: Joby Harold. Aðalhlutverk:
Hayden Christensen, Jessica Alba, Lena
Olin og Terrence Howard. 84 mín. Banda-
ríkin, 2007.
Vakandi (Awake)
bnnnn
Heiða Jóhannsdóttir
BJÖRNINN Rocky beit þjálfarann
sinn í hálsinn svo hann lést af sár-
um sínum síðastliðinn þriðjudag.
Rocky hefur leikið í fjölmörgum
kvikmyndum, nú síðast í Semi Pro á
móti Will Ferrell.
Stephan Miller tamdi Rocky sem
hefur hingað til verið talinn einn
best þjálfaði björn sem til er í heim-
inum og sá sem minnst hætta stafar
af. Tveir aðstoðarmenn Millers yf-
irbuguðu rúmlega þrjúhundruð
kílóa þungan björninn með pip-
arúða.
Björninn og umhverfi hans voru
rannsökuð af dýraeftirlits-
yfirvöldum í Kaliforníu, en engin
merki fundust um það að aðbún-
aður dýrsins hefði verið slæmur
eða varúðarreglur í umgengni við
hann brotnar. Miller mun hafa ver-
ið að leika við björninn og hann þá
bitið hann á versta stað í hita leiks-
ins.
Eigendur Rockys hafa ekki
ákveðið ennþá hvort hann fær að
halda lífi.
Bangsi Örlög Rockys eru óráðin.
Drap þjálf-
arann sinn