Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 20
matur
20 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com
Best fyrir unglinga í próflestrier að borða ríkulegan morg-unverð og passa að borða
reglulega yfir daginn fjölbreyttan al-
mennan mat á borð við fisk, kjúkling,
lambakjöt, hýðishrísgrjón, heil-
hveitipasta, grænmeti og ávexti,“
segir Áslaug Traustadóttir, heim-
ilisfræðikennari í Rimaskóla.
Næringarríkur og hollur morg-
unmatur gæti falist í hafragraut,
grófu brauði, osti, ávöxtum, ab-mjólk
og öðru, sem inniheldur trefjar.
„Trefjaríkt fæði endist lengur í
meltingunni en léttmeti á borð við
cocoa puffs og cheerios.
Ávextir, hnetur og rúsínur eru
betri til að narta í en sælgæti, því of
mikið af sykri getur valdið hálf-
gerðum doða og stundum höfuðverk,
sem komið getur í veg fyrir einbeit-
ingu við lesturinn og próftökuna,“
segir Áslaug.
Slökun á milli lestarna
„Ofsalega gott er að frysta vínber,
jarðarber og bláber og hafa þetta svo
hálffrosið í skál nálægt sér sem snakk
meðan á lestrinum stendur. Hnetur
og rúsínur eru fínar auk alls konar
orku- og heilsustykkja.
Súkkulaði gefur vissulega orku og
næringu, en gæta verður þess að hafa
það í temmilegum skömmtum.
Svo er um að gera að lesa ekki of
lengi í einu. Nauðsynlegt er að standa
upp og slaka á milli lestarna, skreppa
í stutta göngutúra og drekka vel af
vatni, hreinum safa og jafnvel maltöli.
Margir orkudrykkir innihalda mikið
af viðbættum sykri svo það þarf að
vanda val á þeim og lesa vel inni-
haldslýsingar,“ segir Áslaug.
Trefjar, hálffrosin
ber, mikið vatn og
súkkulaði í hófi
Morgunblaðið/Kristinn
Úthald Hollur matur, slökun og góð hreyfing er gott veganesti í próflestri.
Árvakur/Golli
Kennarinn Áslaug Traustadóttir
mælir með nasli á borð við ávexti
og hnetur í stað sælgætis.
Trefjaríkur morgunverður og annar fjölbreyttur matur, sem neytt er reglulega yfir daginn, gæti verið lóð á vogarskálar náms-
manna í próflestri og aukið dug þeirra, sem nú standa frammi fyrir próftöku. Framhaldsskólanemar búa sig nú undir vorprófin
og samræmd próf 10. bekkinga fara fram dagana 29. apríl til 8. maí. Útkoma úr prófum þessum er oft prófsteinn á framtíðar-
möguleika ungdómsins. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér hvernig búa má sig sem best undir þolraunina.
Áslaug Traustadóttir
Ég reyni að fara vel yfir öll at-riðin í hverju fagi fyrir sigmeð því að lesa allt, sem
tengist efninu og legg auðvitað
áherslu á það, sem ég ekki kann.
Nauðsynlegt er að temja sér góða
skipulagningu með því að nýta frí-
tímann sem best og byrja vel fyrir
próf svo maður komist yfir allt efn-
ið,“ segir Kristín Björk Smáradótt-
ir, nemandi í 10. bekk Rimaskóla.
Það eru auðvitað ýmsir kvíða-
hnútar í maganum fyrir próf. „Það
er hægt að hafa áhyggjur af því til
dæmis að ná ekki að fara yfir allt
efnið fyrir prófið með tilheyrandi
stressi á sjálfan prófdaginn. Prófið
getur reynst mun erfiðara en búast
mátti við. Svo er hægt að hafa
áhyggjur af því að ná ekki að klára
prófið á tilsettum tíma eða bara
standa sig illa sem gæti haft þær af-
leiðingar að maður kæmist ekki inn
í þann framhaldsskóla, sem helst er
óskalistanum,“ segir Kristín Björk
og bætir við að hún hafi enn ekki
endanlega valið sér framhalds-
skóla, en örugglega verði fyrir val-
inu málabraut eða listdansbraut
þegar þar að kemur. „Dansinn og
tungumálin standa upp úr. Ég er að
æfa djassballett, klassískan ballet
og nútímadans hjá Danslistaskóla
JSB enda má segja að dansinn eigi
hug minn allan.“
Kristín segist helst kjósa að vera
í einrúmi í próflestrinum, en sér
finnist þægilegt að læra með öðr-
um, ef efnið er bæði tormelt og ill-
skiljanlegt. „Gott er að taka sér
reglulegar pásur frá próflestrinum
og hreyfa sig svolítið á milli tarna
svo athyglin hverfi ekki alveg út í
buskann. Svo reyni ég að verðlauna
mig með því að gera eitthvað
skemmtilegt að öllum prófum lokn-
um,“ segir Kristín, sem gefur upp-
skrift að hollum og góðum Boozt,
eða skyrdrykk, sem er í miklu
uppáhaldi.
Boozt
1 lítil dós jarðarberja skyr.is
¾ dl Brazzi-morgunsafi
4-5 klakar
5 frosin stór jarðarber
1 dl frosnir blandaðir ávextir
½ banani
Allt hráefnið er sett í blandara
og hrært vel saman. Hellt í glas og
borið fram.
Pásur og hreyfing nauðsynleg
Morgunblaðið/hag
Kristín Björk Smáradóttir Góð skipulagning er góður kostur í próf-
lestri og nauðsynlegt að taka sér reglulegar pásur.
Kristín Björk Smáradóttir
Ég skipulegg mig vel nokkrum dögum fyr-ir mikilvæg próf og tek svo eitt námsefnifyrir í einu. Ég einbeiti mér að því sem
ég kann ekki og æfi mig á skólavefnum,
www.skolavefurinn.is, sem gagnast hefur mér
mikið í aðdraganda samræmdu prófanna,“ segir
Ásdís Heiðarsdóttir, nemandi í 10. bekk Rima-
skóla, sem einnig hefur verið í skátunum frá sjö
ára aldri.
„Ég hef ekki vanið mig á nein lukkudýr á
prófatímum og best finnst mér að einbeita mér
ein að próflestrinum í stað þess að læra undir
próf með vinkonum. Notalegust eru náttfötin
meðan á próflestrinum stendur. Ég reyni að fara
snemma að sofa á prófatímum og borða vel.
Hafragrauturinn hans pabba er bráðnauðsyn-
legur á morgnana. Skinkuhorn finnast mér rosa-
lega góð auk þess sem ávextir, salöt og hnetur
eru í miklu uppáhaldi. Ég er auðvitað, eins og
aðrir jafnaldrar mínir, í kvíðakasti yfir því að
sofa af mér samræmdu prófin og gera klaufavill-
ur á prófum, en verðlauna mig svo gjarnan fyrir
að ná góðum einkunnum með dágóðum fata-
kaupum sem er alls ekki leiðinlegt,“ segir Ásdís,
sem segist alls óráðin í því hvað sig langi að taka
sér fyrir hendur í framtíðinni, en stefni ann-
aðhvort á félagsfræðibraut eða háriðn. Ásdís gaf
uppskrift að uppáhalds salatinu sínu sem hún
segir að sé afskaplega gott að narta í yfir bók-
unum.
Salat
íssalat
rauð paprika
mangó
agúrka
vínber
Allt hráefnið skorið niður í skál, því blandað
vel saman og borðað með góðri lyst.
Ásdís Heiðarsdóttir
Í kvíðakasti yfir klaufavillum
Morgunblaðið/hag
Ásdís Heiðarsdóttir Hafragrauturinn hans pabba er bráð-
nauðsynlegur á morgnana.