Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 31
ég koma á allar sýningarnar þínar.“ Þessi orð eru læst í hjarta mínu. Allt- af. Ég veit að hún mun standa fast við þau. Einn daginn kemur að því að ég mun fá að sýna fyrir hana. Ég er afskaplega hamingjusöm að hafa náð að kveðja með kossi. Minn- ingin um Hönnu er gífurlega falleg; eins og vorið sem er að koma, með bjart, nýútsprungið og ilmandi líf. Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Kveðja til góðrar frænku. Elsku Hanna Stína frænka mín. Nú þegar ég hef séð að lífið hefur tekið óvænta stefnu hjá þér og að ég eigi ekki eftir að fá að hitta þig meir þá langar mig að skrifa þér nokkur orð. Alveg frá því ég var lítil hef ég alltaf ætlað að verða eins og Hanna Stína frænka og man ég hvað mér fannst alltaf spennandi að koma austur í heimsókn áður við fluttum þangað og fá að koma í stofuna hjá þér og fylgj- ast með þér og kannski sópa fyrir þig. Í mínum huga varst þú alltaf svo klár og ég ákvað strax að ég ætlaði að verða eins góð hárgreiðslukona og þú. Sú ákvörðun stóðst og fór ég að læra hárgreiðslu þegar ég varð eldri. Hef ég ósjaldan heyrt hvað við séum líkar og oft verið spurð að því hvort ég sé dóttir hennar Hönnu. Mér fannst ég alveg ótrúlega heppin að eiga þig sem frænku og geta alltaf leitað ráða hjá þér varðandi námið. Þegar ég hugsa um tímann sem við höfum átt saman þá stendur upp úr sá góði dagur þeg- ar ég var í Rvk. í jan. sl. og var að ákveða með skólann og þú varst að skoða málin með mér. Við fórum á kaffihús, bæjarrölt og þú sýndir mér vinnuna hjá þér og kenndir mér lita- tækni og gafst mér góð ráð. Man að við fórum á kaffihús að fá okkur kakó og köku, kakan okkar kom aldrei og rjóminn sem átti að vera með kökunni var allur bráðnaður en þá fór nú bara mín frænka og kvartaði og við fengum loksins kökuna okkar. Það var alltaf svo gaman að spjalla við þig með nóg af súkkulaði og segja þér fréttir að austan og hvað ég væri að gera skemmtilegt í skólanum og vinnunni. Fann mynd af okkur um daginn þar sem þú varst að setja í mig strípur fyrir ferminguna mína í eldhúsinu hjá ömmu, þú gerðir allt fyrir mann. Elsku Hanna frænka, ég gæti skrifað endalaust um þig og vildi að ég gæti setið með þér og hlegið og sagt brandara en lífið er ekki svo auðvelt og verð ég að láta mér duga að hugsa til þín og þakka fyrir þennan góða tíma. Minningarnar mínar um þig verða vel geymdar í hjarta mínu og ég vona að þú hafir það gott á þessum góða stað sem þú ert á núna og getir jafnvel gert alla englana fína og sæta. Saknaðarkveður, Þóra Kristín Sigurðardóttir. Hanna Stína var einstök mann- eskja og nú er hún farin frá okkur langt, langt fyrir aldur fram. Svona getur lífið verið óútreiknanlegt og ótrúlega óréttlátt og getur maður ekki annað en fyllst sorg og reynt að hlýja sér við allar fallegu dýrmætu minningarnar. Ég á óteljandi margar æðisgengn- ar minningar um samskipti okkar og leiddist okkur aldrei í návist hvort annars. Gátum bæði talað endalaust og ósjaldan endaði ég á því að gista á Hólsgötunni þar sem tíminn flaug og komin var mið nótt heima í Neskaup- stað. Það sem einkenndi Hönnu Stínu öðru fremur var jákvæði, góðvild, hressileiki og yndislegheit. Hún gerði alltaf allt sem í hennar valdi stóð til að vera góð við alla og gera manni glaðan dag. Hanna Stína var sérstaklega lífs- glöð og stórglæsileg manneskja og alltaf með bros á vör. Mikið var hlegið í návist hennar og var hún mér og fleirum mikil og góð fyrirmynd í mannlegum samskiptum og fram- takssemi. Ég skil ekki af hverju svona hræði- legir hlutir gerast. Af hverju Hanna Stína sem var besta og skemmtileg- asta manneskjan í heiminum og svona kornung. Ég vill með þessum fátæklegu orð- um minnast minnar yndislegu vin- konu og frænku. Það voru algjör for- réttindi að að fá að taka þátt í lífi hennar og fjölskyldu. Ég þakka allt, öll frábæru matarboðin, símtölin, alla hvatninguna í lífinu og samverustund- irnar sem við áttum. Elsku Hjalli, Hjalti, Helga og Stína og aðrir ættingjar, vinir og vanda- menn, megið þið fá allan heimsins styrk til að komast yfir þessa miklu sorg. Elsku hjartans Hanna Stína mín, þakka þér fyrir allt, elska þig og mun alltaf gera og minning þín mun lifa að eilífu, þinn Draupnir Rúnar Draupnis. Margt fer öðruvísi en maður ætlar. Ekki grunaði mig þegar ég sá þig fyr- ir þrem vikum að það yrði okkar síð- asti fundur. Á ekki langri ævi hefur svo margt á daga okkar drifið. Við vorum ekki mjög gamlar þegar byggingar úr hin- um ýmsu eðal-efnum litu dagsins ljós. Ímyndunaraflinu voru engin takmörk sett. Pappakassar voru hin mesta ger- semi, tilvalinn bústaður fyrir Barbie, og með málningu og veggfóðri voru allir vegir færir. Við byggðum kofa uppi í fjalli, stífluðum læki, veiddum fisk á bryggjunni handa Hosu sem var ekkert nema vanþakklætið og vildi ekki sjá veiðina okkar - matvandi köttur! Árið 1966 reyndi ég af fremsta megni að gefa þér afmælisgjöf, þá sem þú þráðir heitast af öllu. Ég eign- aðist systur á afmælisdaginn þinn! Mér þótti ekki mikið til þess koma en þú vildir ólm fá að eiga hana. Var það einungis ósamvinnu foreldra minna að kenna að þú fékkst ekki að eiga hana Hrefnu, en í mörg ár trúði hún því og trúir kannski enn, að þú eigir stóran hlut í henni. Enda þegar fram liðu stundir urðuð þið góðar vinkonur. Áfram héldu ævintýrin. Þegar þú, kornung, bjóst úti í Danmörku kom- um við Kristrún við hjá þér áður en haldið var í skóla á Fjóni. Þessa mán- uði vorum við í miklu sambandi og uppátækin ýmis. Það var alltaf gam- an, alveg sama á hverju gekk. Heima hjá foreldrum mínum var alltaf mikil gleði þegar þú birtist, áhuginn á öllu og öllum kom vel í ljós í samskiptum þínum við fólk á öllum aldri og af öllum gerðum. Í gegnum árin höfum við alltaf haft samband, við eignuðumst fjölskyldur, þú varst á undan, hittir Hjalla og eignaðist Hjalta og síðan Helgu, en hún er jafngömul dóttur minni. Stundum veltum við því fyrir okkur hvort þær væru jafn uppátektarsam- ar og hugmyndaríkar og við vorum. Klippa og greiða, þetta fylgdi þér frá upphafi. Fyrst voru það dúkkurn- ar okkar, síðan frænkur og fjölskylda, síðan lærðir þú fagið og klipptir og greiddir frá morgni til kvölds og auð- vitað naut ég góðs af því. Ég man varla eftir þér öðruvísi en brosandi, þú hafðir einstaka nærveru, að þekkja og umgangast slíkan gleði- gjafa er gjöf sem gerir mann betri. Elsku Hanna Stína, takk fyrir allt, takk fyrir að fá að vera samferða. Elsku Hjalli, Hjalti, Helga, Stína, Siggi, Bogga, Kristrún og fjölskyldur. Ég vona að almættið styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Bergþóra Aradóttir. Daginn er tekinn að lengja, vorið að koma og fuglasöngur úti. Hanna Stína æskuvinkona mín kveður þetta jarðlíf þegar allt er að lifna við eftir veturinn. Margar minningar koma upp í hug- ann. Við að leika okkur úti með dúkk- urnar okkar, búnar að tjalda úti í garði, gullabú uppi í fjalli, halda tom- bólu svo við gætum farið í Allabúð og keypt okkur nammi. Við ólumst upp í sömu götu og það var margt brallað. Þegar ég sat hjá Hönnu Stínu um daginn og við vorum að rifja þetta upp þá sagði hún: „þetta voru góðir tímar“ og er það svo sannarlega rétt. Við átt- um áhyggjulausa æsku. Við fórum suður í skóla og Hanna Stína fór að búa með Hjalla sínum í Svalbarðinu, þar eyddi ég mörgum stundum og var alltaf hressandi að koma í heimsókn og spjalla saman. Tíminn líður, við eignumst börn, ég flyt utan en Hanna Stína og Hjalli austur á land. Þegar komið var í heimsókn til Íslands var eitt af fyrstu verkum okkar fjölskyldunnar að fara í klippingu til Hönnu Stínu sem bjó þá í Neskaupstað. Í 28 ár höfum við nokkrar vinkonur að austan verið með saumaklúbb, með hléum. Sá síð- asti var hjá Hönnu Stínu nú í febrúar og var mikið hlegið. Hanna Stína, hlý, brosmild, glað- vær og dugleg, kveður okkur þegar vorið er að koma. Af hverju spyr mað- ur, hver er tilgangurinn? Kæra vin- kona, þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar í gegnum tíðina. Það var alltaf gaman að hitta þig, ávallt hressa og glæsilega. Elsku Hjalli, Hjalti, Helga, Stína, systkini og fjölskyldur, megi guð styrkja ykkur og hugga á sorgar- stundu. Missir ykkar er mikill. Við Bjarni sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Dóra Gerður Stefánsdóttir. Í dag kveðjum við góða vinkonu og saumaklúbbssystur. Söknuðurinn er sár en við erum þakklátar fyrir ótal góðar minningar sem við getum ornað okkur við. Við minnumst sveskjutert- unnar sem engin okkar hefur getað gert eins og hún. Við minnumst inn- tökuskilyrða sem hún setti fyrir inn- göngu í klúbbinn okkar. Harðangur og klaustur eða útskúfun! Við minn- umst afmælisdaga þar sem þemað var einhver löngu liðinn áratugur og hún lét okkur, virðulegu frúrnar, vera með alls kyns fíflalæti sem við vissum ekki að við ættum til. Hún gat alltaf komið okkur í gott skap og lífsgleðin var henni svo eðlileg að það var ekki hægt að hugsa sér hana dapra. Hún var hrókur alls fagnaðar og hver saumaklúbbur með henni var eins og skemmtikvöld með frægustu skemmtikröftum. Það var spáð í bolla, sungið, sagðar skrýtlur og hermt eftir fólki, bæði í tali og látæði. Þorrablótin á Borgarfirði eystri voru leikin og sungin og við gátum séð einstaka ein- staklinga ljóslifandi fyrir okkur. Elsku Hanna Stína, við kveðjum þig með söknuði en minningin um þig verður okkur til gleði um ókomna tíð. Kveðja frá saumaklúbbs- systrum frá Norðfirði. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að kveðja kæra vinkonu, hana Hönnu Stínu. Í gegnum hugann fara ótal minningar sem tengjast gleði, bjartsýni, endalausu spjalli um allt og ekkert, veislum, matarboðum, gönguferðum stuttum og löngum, barnastússi og þessari einstöku vin- áttu sem hún átti til í svo ríku mæli. Hanna Stína var Norðfirðingur í hjarta sínu, það var sama hvar hún fór um heiminn alltaf var Norðfjörðurinn heima í huga hennar, þar lágu ræt- urnar. Síðustu árin bjó hún með fjöl- skyldu sinni í Hafnarfirði. Þar naut ég og mitt fólk hennar einstöku gestrisni og vináttu þegar við heimsóttum höf- uðborgina. Það var alltaf hægt að koma í heim- sókn eða fá að gista, það þurfti engan fyrirvara eða skipulagningu, við vor- um bara velkomin, þetta lýsir Hönnu best. Þegar hún var hér fyrir austan var ávallt glatt á hjalla og tilhlökk- unarefni þegar hún var væntanleg, margar stundirnar áttum við saman við kaffiborðið hjá Stínu mömmu hennar á æskuheimilinu á Þiljuvöll- unum. Að leiðarlokum sem komu allt of snemma hjá þér, kæra vinkona, lang- ar mig og fjölskyldu mína að þakka þér samveruna og þakka fyrir allar minningarnar sem hægt er að ylja sér við. Elsku Hjalli, Hjalti, Helga, Stína og stórfjölskyldan öll, missir ykkar og okkar allra er stór, guð gefi okkur styrk og kjark til að halda áfram því það hefði Hanna viljað. Minningin lifir. Sigurborg Hákonardóttir. Í dag kveð ég mína ástkæru vin- konu og meistara, Hönnu Stínu. Hún var einstök manneskja. Með kærleika sínum, ljúfu lund, hláturmildi og ein- staka húmor, kom hún mér ávallt í gott skap. Hún var alltaf svo hvetj- andi með bjartsýni sinni og jákvæði. Ég þakka fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman. Þó að fölni fögur rós og ferskur þagni blær, þó að slökkni lífsins ljós leiftrar ætíð skær, heilög minning helguð þér á harðri lífsins braut, geymd í huga og hjarta mér um horfinn förunaut. Við tengdum okkar traustu bönd með trú á sterkan þátt. Þú gafst mér bæði hjarta og hönd og hamingjunar mátt. Hin sæla minning sefar mig er sorgin leitar að. Nú bið ég guð að blessa þig og búa nýjan stað. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku Stína, Hjalli, Hjalti, Helga, Bogga, Gúkka, Siggi og aðrir ástvinir. Ég sendi ykkur mínar hlýjustu hugs- anir og bið Guð að vaka yfir ykkur. Sigrún Þorsteins. Það var mikil gæfa að alast upp á Holtinu í Hafnarfirði. Á árunum um 1960 til 1970 var ekkert byggt á Holt- inu og við áttum allt landið að leikvelli, golfvöllinn á Hvaleyri, Sædýrasafnið, hraunið og Ástjörnina enda var mjög oft skólatösku hent inn og farið í bófa- og boltaleiki þar til mæður kölluðu „matur“. Á unglingsárum var fylgst að við eltingaleikinn við stelpurnar. Í þessu umhverfi verður til vinátta sem nær aftur til fyrstu minninga tilver- unnar og fylgir okkur út lífið.Vina- hópurinn er nú rétt að skríða yfir 50 árin. Hjalli var aðeins 17 ára þegar hann missti móður sína úr krabbameini. Það var mikið áfall. Vinirnir stóðu saman, fá orð voru sögð og lífið varð að halda áfram. Þegar Hjalli var rétt rúmlega tvítugur fann hann Hönnu sína. Ástin var djúp og sterk. Hanna og Hjalli tóku saman á sínu lífi í blíðu og stríðu. Eignuðust tvö yndisleg börn, Hjalta og Helgu. Hanna var stoð og stytta fjölskyldunnar og hetj- an sem aldrei brást. Í okkar vinahópi var hún sérstakur gleðigjafi. Hafði sinn smitandi húmor og alltaf var stutt í brosið. Eftir að Hjalli og Hanna komu aftur suður átti vinahópurinn oft yndislega samveru. Nú síðast í nóvember var farin helgarferð í Hveragerði þar sem allir lögðu saman í frábærar veislur, söng og dans. Þar ríkti gleðin ein. Í byrjun mars þegar einn úr hópnum varð fimmtugur, minntumst við þess að það var ótrú- lega stutt síðan haldið var heljarmikið „Greasepartý“ þegar vinirnir náðu tvítugu. Hanna mætti nú létt og kát í rétta „Greasedressinu“ og var hrókur alls fagnaðar. Var að vísu með verk í öxlinni en var nýbúin að fá niðurstöðu læknis um að allt væri í lagi. Fráfall Hönnu staðfestir enn og aftur hverfulleika lífsins. Á þessari sorgarstundu eru orð fátækleg en vin- áttan dýrmæt. Okkar kæra vinkona er frá okkur tekin allt of fljótt í blóma lífsins. Það veit enginn hvaða tíma hverjum er úthlutaður, því er hver dagur dýrmætur og til að njóta. Þakka skal allt það góða en forðast leiða og það sem er einskis vert. Minningin um Hönnu er og verður okkur mikils virði. Vinátta hennar og einstakur húmor mun lifa með okkur alla tíð. Það er gott að eiga hinar fögru og góðu minningar um Hönnu. Það verð- ur auðveldara að syrgja og kveðja því við vitum að það er tekið vel á móti henni. Þegar fólk veikist mjög illa er oft best að fá að fara með reisn og njóta hvíldarinnar. Þó að söknuðurinn um okkar einstöku Hönnu sé sár þá gerum við henni best með því að minnast hennar í gleði. Láta allt það góða sem hún stóð fyrir fylgja okkur um ókomin ár. Fara í gegnum sorgina og ná nýrri fótfestu í lífinu þar sem já- kvæðni og gleði verður haft að leið- arljósi. Hanna vill að við stöndum saman og minnumst þess góða – gleð- innar – hlátursins og að við grípum hvert tækifæri til að njóta lífsins. Munum það alltaf. Megi góður Guð og allt það góða umvefja, styrkja og vernda ykkur Hjalli, Hjalti, og Helga og alla fjölskylduna. Þess óska ykkar vinir. Halldór, Guðrún, Hinrik, Ásta Jóna. Martin, Ólöf. Ólafur Helgi, Stefanía. Þorvaldur Ingi, Dís. Elskuleg og kær vinkona okkar, hún Hanna Stína er dáin. Með mikilli eftirsjá og söknuði skrifum við þessar línur. Einnig er okkur þakklæti í huga fyrir þau forréttindi í okkar lífi að hafa fengið að þekkja Hönnu Stínu og átt hana að vin. Kynnin hófust á Neskaupstað fyrir rúmum 30 árum og þróuðust í ein- læga vináttu. Samgangur varð mikill milli heimila okkar, við Hjalla og börnin Hjalta og Helgu. Við tengd- umst líka vináttuböndum við stórfjöl- skylduna hennar Hönnu Stínu á Nes- kaupstað, allt gefandi fólk og jákvætt. Hanna Stína var vinsæl og vina- mörg og sannkallaður gleðigjafi. Hún byrjaði sinn vinnudag eins og hún endaði hann með gleði. Hún var ein- stök manneskja, sérstaklega ósérhlíf- in, vinnusöm og fær í sínu fagi, hár- greiðslunni, þó að hún gerði ekki mikið úr eigin getu. En kúnnarnir mörgu fóru ánægðir frá henni og þeir sem aðrir drógust að henni. Já, Hanna Stína, hún var allra. Hún um- vafði af svo mikilli elsku dóttur okkar Astrid Rún og verðum við henni æv- inlega þakklát fyrir það. Hvar sem hún var, fyrir austan, sunnan eða í út- löndum dró hún að sér fólk með sinni góðu nærveru, dillandi hlátri og út- geislun. Hún var orkumikil, skemmti- leg og lifandi kona. Það eru því svo margar góðar minningar sem leita á hugann. Við áttum yndislegt sumarfrí saman fjölskyldurnar fyrir nokkrum árum í Hollandi og skruppum einn daginn til Belgíu til að kíkja í gullbúð- irnar hjá gyðingunum og þar var henni tekið eins og hún væri eðalborin drottning og snúist í kringum hana. Hanna Stína var heimsmanneskja sem elskaði stórborgir og naut sín í ið- andi mannlífi þeirra. Hún var fagur- keri og tískudrottning, falleg kona sem skartaði jafnan nýjustu tísku í skóm, fötum og skarti. Líf þessarar elskulegu konu breytt- ist skyndilega þegar hún greindist með krabbamein. En hún bar ekki sitt á torg eins og glöggt kom fram þegar veikindin fóru að segja til sín, þá sagði hún í fyrstu að það væri „eitthvert læknavesen á sér“. En svo kom að hún sagði hvers kyns var og sorgin bar að dyrum hjá ástvinum og vinum. Við tók barátta við sjúkdóminn sem hún háði með æðruleysið, jákvæðnina og góðu lundina að vopni og gerði öll- um sem í kringum hana voru auðveld- ara fyrir. Viljinn var mikill og þegar henni varð ljóst að sennilega gengi hárgreiðslustarfið ekki upp lengur settist hún á skólabekk í Fjöltækni- skólanum haustið 2006. Það var lýs- andi fyrir hana að leita að færari leið, gefast ekki upp heldur halda áfram og sjá fram á við. En samt þurfum við nú að horfa á eftir þessari yndislegu manneskju í blóma lífsins sem gaf okkur svo mikla gleði og birtu með lífi sínu. Við trúum því að hann sem vakir yf- ir okkur taki vel á móti henni og þar sé hún umvafin ljósinu sem hún gaf okkur öllum svo ríkulega af. Með bjartar minningarnar um hana í huga biðjum við Guð að styrkja fjölskyldu hennar og ástvini alla og leiða þau áfram. Lilja Bára og Guðfinnur.  Fleiri minningargreinar um Jó- hönnu Kr. Ragnarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 31 Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er eftir helgi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.